Morgunblaðið - 14.02.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.1973, Blaðsíða 10
ÍO MQRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1973 Á 300 ára ártið Molieres: ímyndunar- veikin sýnd af nemendum V er zlunar skólans Neniendur Verzlunarskól- ans frumsýna í dag hinn gam alkunna gamanleik Molieres, „Im.vndunarveikin", sem er þó stöóugrt nýr. Verður leik- ritið sýnt í Austurbæjarbíói kl. 3 í dag- og er þáttur í ár- legu nemendamóti Verzlunar- skólans. Leikstjóri er Sig- mtindur Örn Arngrímsson, en Ivan Török gerir leik- mynd og búningateikningar. Emil Guðmimdsson leikur Argan eða „hinn imyndunar- veika“ en Sigrún Halldórs- dóttir leikur þjóniLstiistúik una Toinette. Alls leika um 20 nemendur í leikritinu. ímyndunarveikin var síð- asta leikritið, sem Moliere samdi og lék í. Á laugardag- inn kemur eru 300 ár liðin frá dauða skáldsins og er leik ritið nú einimitt valið til þess að minnast skáldsins, sem jafnan hefur verið skipað á bekk með fremstu og sígild- ustu gamanleiikjáhöfundum heims. Nú eru um 20 ár lið- in, siðan þetta leikrit var sýnt í Þjóðleikhúsinu, en þá léku þau Lárus Pálsson Arg- an og Anna Borg þjónustu- stúikuna Toinette. Á laugardag kl. 4 verður leikritið síðan sýnt fyrir al- menning og verða ef til vill fleiri almennar sýninigar á því, ef aðsókn verður góð. Enda þótt þama sé um sigild an gamanleik að ræða, verða búninjgar færðir að nokkru í nútíma stíl svo og tónlistin, en hún er bæði eftir sígilda meistara og nemendur Verzl- unarskólans. — Nútíma og klassík er blandað hæfilega saman, sagði leikstjórinn, Sigmundur Örn. Leikendurnir hafa æft frá því um jól, bæði í skólanum og svo að undanförnu i Aust urbæjarbíó, þar sem æfingar hafa orðið að fara fram á nótt unni að loknum kvikmynda- sýningum. Lárus Sigurbjömsson þýddi upphaflega texta lei'k- ritsins en Tómas Guðmunds- son bundið mál þess. Þetta er annað árið, secn Verzlunarskólinn sýnir leik- rit fyrir almenning og er stefnt að því að gera slítot að hefð í félagslífi skótans á hverju ári. — Það er sönn ánægja að starfa með þessu unga fólki, sagðí Sigmundur Öm leifc- stjóri, — og í hópi þeirra eru margir efniiiegir leikarar. Efsta myndin: Argan hinn í myndunarveiki horfir með skelf- ingu á læknana ta ka á sér púisinn. Til hliðar: Þjóniistustúlkan Toinette hefur vakandi auga með öiiu því, sem gerist í húsinu. n Wmm % mm i m " - 1 t JH | i 1 w m\ W&S&' | m m m fjjk LiF* 4S13MÍ WÍwJ'* í £ i Mm "v í Leikendur, biksviðsmenn, leikstjóri, leikmyndateiknari og leíknefnd leiksýningar Verzlunarskólans á „fmyndunarveikiiuil“, eftir Moliere, Leikstjórinn, Sigurður Örn Arngrímsson (fyrtr miðju) ræðir við lelkmyndateiknaraun, Ivan Török. Argan viU gifta döttur síma inn í læknastéttina til þess að hafa lækni ávaUt nærtækan. Dóttirin er hnípin, vegna þess að Argan viU gifta hana í þessum tilgangi. Tomasi Diaf- orusi lækni (fyrir mmiðju, en húu elskar Cléamte (efst).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.