Morgunblaðið - 14.02.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1973, Blaðsíða 4
.4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1973 Fa ItÍL lI.I'If, IA T.rrnr 22*0*22- RAUOARÁRSTÍG 31 BILAUIGA CAR REIMTAL 21190 21188 14444-S125555 ÍVm ^ BILALEIGA-HVtl mifiw LALEIGA-HVEFISGOIU IQ3 J 14444 *£? 25555 SKODA EYÐIR MINNA. Shbdh LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. ,> SÍMI 42600. Skuldnbiéi Seljum ríkistryggð skuldabréf. Seljum fasteignatryggð skulda- bréf. Hjá okkur er miðstöð verðbréfa- viðsfóptanna. FYRIRSREfÐSLUSKRIFSTOFAN fasteigna- og verðbréfasala Austurstraeti 14, sími 16223. Þorferfur Guðmundssorr heímasfmi 12469. BILAR VÖRUBÍLAR: Arg. '68 Mercedes Benz 1413 — '69 MAN 13230, nýinnfl. — '66 Volvo N88 með tandem. — '67 M-Benz 1618 — '66 M-Benz 1418 — '62 MAN 770 m/framdrifr — '65 MAN 635 — '62 M-Ben* 327 í sérflokkr — '62 M-Benz 322 í sérflokk: — '67 Bedford — '59 Voivo 375 — '68 Volvo N88 með Bogie — '64 Scama Vabis 76 FÖLKSBfLAR: Arg. '72 Mazda 1600 De íuxe ekínn 6 þús. km — '71 Peugeo* 404 station — '71 Toyota Mark II — '72 Sonbeam 1250 — '71 V.W. 1300 sjálfskiptur með bensínmiðstöð. — '72 Volkswagen 1300 ekínn 5 þús. km — '71 Vofkswagen 1300 — '71 Datsur 1200 Coupé — '67 Voh;3wagen 1300 í sér- flokki. — '66 og '69 Ford Bronco Höfum úrval bifreiða, góð bíla- stæðí. Kappkostum vandaðan frágang allra lánsviðskipta sem víð önnumst. BfLASA r.A N m m—m—mmmm SÍMAfí íOS/OÐ 5 18065 Borqartúni 1. STAKSTEINAR Yfirritstjórinn Ekki er ofsogum sagt af því, að Kristinn Fin nbogason, framkvæmdastjóri Tímans, er mikill afreksmaður. Auk þess að sinna fjármálum og fast- eignaumsvifum Framsóknar- flokksins, annast fram- kvæmdastjórn Tímans og berjast fyrir því að verða for- maður bankaráðs Landsbank- ans, hefur hann tekið að sér eins konar yfírritstjórn Tím- ans og gerzt aðsópsmikill á þeim vettvangi, ekki síður en annars staðar, þar sem hann kemur við sögu. í Tímanirm í gær birtíst t. d. svonefnd SUF- síða, þar sem hinír vínstri sinnuðu, ungu framwíknar- menn fá að koma skoðtmum stnum á framfæri. Á síðu þessari er frá því skýrt, að í Þjóðólfi, málgagni Framsókn- armanna á Suðiirlandi, hafi birzt f jórblöðnngur með byggðastefmi SUF og síðan segir: „Það er vissulega hvatn ing ti! frekari baráttu gegn hyggðaróskuninní að eitt helztn blaða landsbyggðarinn- ar sknií þannig koma til Iiðs við SUF, sérstaklega þegar það er haft í huga, að forráða- menn Tímans töldu. að síður Tímans væru of dýrmætar þrátt fyrtr hina miklu ‘ækk- un til að verja f jórblöðungi til birtingar á byggðastefnu." Tilefni þessara rauna ungra framsóknarmanna er það, að þeir óskuðu eftir því við Jón Helgason, sem annast daglega ritstjórn Tímans, að blaðið birti fjórblöðung með byggða- stefnu SUF. Jón Helgason kvaðst ekki hafa leyfi til þess að samþykkja siíka útgáfu. Þá gengu þeir á fund elzta ritstjóra Tímans (að starfs- aldri), Þórarins Þórarinsson- ar, sem jafnframt er formað- ur þingflokks Framsóknar- flokksins, og báru fram þessa sömu ósk. Hann skýrði þeim frá því, að Kristinn Finnboga- son hefði bannað birtingu slíks fjórblöðungs og enn- fremur hefði hann bannað birtingu SUF-síðu á laugar- dögum og simnudögnm, þá daga ætti engin pélitík að vera í Tímanum nema leiðarar og þátturinn „Menn og málefni“. Er tveir ritstjórar Tímans höfðu þar með staðfest, að þeir réðu ekki lengur rit- stjórnarefni blaðsins, heldur væri það framkvæmdastjór- inn, leituðu þeir fimdar við Kristin Finnbogason. Ekki var auðblaupið að því, þar sem framkvæmdastjórinn var í viðtali „austnr í FIóa“. Þeg- ar þeir loks náðu fundi hans staðfesti hann allt sem Þór- arinn hafði sagt. Af þessu er Ijóst, að á Tímanum hefur tek- ið til starfa eins konar yfir- ritstjóri í persónu Kristins Finnbogasonar. Hann sýslar ekki einungis með fram- kvæmdastjóm blaðsins, heid- ur einnig ritstjóm þess og ritstjórar blaðsins sitja og standa eins og honum þókn- ast. Mun mörgum sýnast það verðugt hlutskipti fyrir suma ritstjóra Tímans a. m. k., að gerast skósveinar Kristins Finnbogasonar. Hugsjóna- skekkja Mönnum er tíðrætt um hin sefasjúku skrif Þjóðviljans um hjálparstarf varnarliðsins á Keflavíkurfliigvelli vegna náttúruhamfaranna í Eyjum. Leiðari Alþýðublaðsins í gær fjallar um þessi furðuskrif og þar segir m. a.: „Þannig hefur t.d. það furðu lega ástand skapazt þessa síð- ustu daga, að í skrifum Þjóð- viljans er það orðið algert sáluhjálparatriði í sambandi við björgunarstörfin í Vest- mannaeyjum og endurreisn staðarins, að Bandaríkjamenn komi þar hvergi nálægt. í leið- ara eftir leiðara og forsíðu- fregn eftir forsíðufregn er end urtekið: Bandaríkjamenn hafa ekkert gert og Bandaríkja- menn mega ekkert gera. Sl. laugardag var það aðal-for- síðuuppsláttur Þjóðviljans að hlakka yfir því, að fregnir Morgunbiaðsins um, að Banda ríkjamenn hefðu sent af stað hjálparlið tii þess að bjarga eignum Eyjamanna hefðu reynzt stórlega ýktar. Til allr- ar hamingju væri slíkt ennþá bara á umræðustigi! Til alirar hamingju fyrir hverja? Vest- mannaeyinga? Eða málstað alheimskommúnismans, svo skringilegt sem það nú kann að vera, að það sé „málstaðn- um“ til framdráttar að baxida- rískum hermönnum sé mein- að að moka vikri af húsþök- um úti í Vestmannaeyjum eða að útvega pramma til þess að flytja á sófasett og flökunar- vélar? Þjóðviljinn er orðinn svo heltekinn af haráttu sinnl gegn bandarískum hjálpar- sveitum og bandarískum hjáip arviija, að annað kemst ekki iengur að og rás viðburða í Vestmannaeyjum snýst ekki lengur um annað. Blaðið og ritstjórar þess hafa sett allt sitt stolt í að koma í veg fyrir að bandarísk aðstoð berist ís- lendingum og hlaðið siær því upp sem signrfregnum, ef fregnir um bandarískan stuðn ing reynast ekki á rökum reistar." spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unbiaðsins. UM VARHABFERH Artlmr Aanes, Efstasundi 12 spyr: „Landsmálafélagið Vörður hefur nú auglýst skemmti- ferð til Miami-stranda fyrir 120 rnanns, sem kosta mun milljónír í beinum ferðakostn aði, fýrir utan allan eyðslu- eyri. Mér sámar að sjá þetta, og það frá því stjórnmálafé- Iagi, sem á að hafa mest vit. Ég hef alltaf kosið Sjáifstæð- isflokkinn, en nú sámar mér að sjá þessar ráðagerðír, ein- mitt á þeim tíma. þegar svo mikíLs fjár er þörf til stuðn- ings Vestmannaeyingum. Því vii ég spyrja, hvemíg standi á því, að til þessarar ferðar er efnt.“ Valgarð Briem. formaður Landsmálaféiagsins Varðar, svarar: „Ferðaskrifstofan Úrval skýrði Verði frá þvi, að Flug- félag íslands þyrfti að senda eina af þotum sínum til Mi- ami á Florida til eftirlits og viðhalds, og yrði sú ferð far- in í marzmánuði. Flugfélagið má ekki auglýsa eftir farþeg- um eða keppa á þessari flug- leið við önnur flugfélög, þvi að það hefur ekki leyfi til sliks. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu, ef félagið vill, að þessi ferð verði notuð fyrir einhverja aðila, sem þess óska. Og það er einvörðungu vegna þess, að vélin þarf að fara til Miami hvort eð er, að ferðaskrifstofan Úrval kannaði fyrir hönd félagsins hvort viiji væri fyrir hendi hjá Verði að notfæra sér þessa ferð. Við i stjórn Varðar gerð um okkur það ljóst, að miklu færri myndu vilja notfæra sér þessa ferð eh ella, vegna ríkj- andi aðstæðna nú, en við viss um einnig, að ferðaskrifstof- ur og flugfélög auglýsa nú ferðir til sólarlanda, þrátt fyr- ir náttúruhamfarimar í Vest- mannaeyjum og það virðist vera vilji fyrir hendi hjá fólki til að fara í þær ferðir. Fyrst svo er, þá fannst okk- ur rétt að kanna vilja félags- manna til að notfæra sér þessa ferð, sem við mynd- um þá fá á hagkvæmara verði en við ella gætum fengið. —- Og að sjálfsögðu vonum við, að fólki yfirgefi ekki Sjálf- stæðisflokkinn í hrönnum vegna þessa, og okkur þykir það leitt, ef ákvörðun okkar um að auglýsa þessa ferð hef ur valdið misskilningi.“ TAKA LANDHELGISBRJÓTA Jóhann Fr. Hannesson, Freyjugötu 26, spyr: „Hefur ekki varðskipum gefizt tækifæri til að taka brezka eða þýzka lögbrjóta siðan landhelgin var færð út í 50 mílur. Ef tækifæri hefur gefizt og gefast því er þá ekki togarataka framkvæmd?" Hafsteinn Hafsteinsson, lög fræðingur, blaðafuilltrúi Land helgisgæzlunnar svarar: „Frá þvi að fiskveiðilögsag- an var færð út í 50 sjómílur þann 1. september sl. hefur ekki skapazt sú aðstaða, að rétt hafi þótt að framkvæma töku á erlendum togara.“ 4 bílar skemmdir Hydrovac 3REMSUKÚTAR NÝKOMNfR Bergur Lárusson hf. Ármúla 32 — Símt 81050. Okkar vinsælu hvíldarstólar eru rú fáanlegir í úrvaii. Gamla Kompaníii) Síðumúla 33 — sími 36500. LÖGREGLUNNI hafa undan- farna daga borizt tilkynningar um fjórar bifreiðir, sem hafa verið skemmdar, er ekið var ut- an í þær, þar sem þær stóðu kyrrstæðar og mannlausar á bif- reiðastæðum, og biður lögreglan alla þá, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um þessar ákeyrsi- ur, að láta hana vita sem fyrst. Um kl. 03.30 aðfiaramótt sur.nu dags var ljósgrárri Moskwitch- bifreilð ekiJð á vinstri framhlið drapplitaðrar Opel-bifireiðar, R- 32629, þar sem hún stóð í Háa- gerði við Mosgerði, og var fram- hlið henmar dælduð. Á tímaniuim frá ld. 19.30 á fös'tu dagsffcvöld til kl. 03 aðfararnótt sun/nudags var ekið á dökkbláa VW-bifrei® við Starbaga 16, og hægra frambretti, hjólfeoppur og felga eyðiilögð, auk þess sem framihöggvari var slkemimdujr. Skarkali heyrðist fyrir utan hús- ið edmhverm tíma á t íimainum kL 23.30—00.30 aðfararmótt sunmu- dags, og brot úr sfcefmiuljósshikit, sem fumdust á staðmum, benda til þess að bifreilðin, sem árekstr- inum olíi, hafi verið Taumus 17 eða 20 M, árgerð 1968, og má ætl-a að hún sé nofekuð daelduð á vimstra frambretti. I>á var á tknanum frá kl. 19 á þriðjudagskvöldið 6. febrúar til M. 09 næsta morgum eikilð á rauða Skoda-bifreið, R-30902, við Dala- l.and 7 og vinstri hlið hennar dælduð, og á þriðjudag 6. febr. kl. 09—17 var ekið á græma VW- bifreið, R-10114, í Inigólfsstræti eða Þimghoitssrtræti, og vinstra fnambrettd henmar rispað og dældað. Bifreið sú, sem því tjóml olffi, mum hafa verið ljós að lit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.