Morgunblaðið - 14.02.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1973, Blaðsíða 16
JGL2. 16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1973 Of m Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 225,00 kr. 1 lausasölu 15, hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmír Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. ,00 kr eintakið. tökunum beitt í þessu skym. U.þ.b. viku eftir að ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar tók við völdum ákvað hún, að þessi hækkun áfengis og tóbaks skyldi tekin upp í vísi- töluna á ný. Gilti þá einu, þótt bent væri á, að kostnað- arauki atvinnuveganna af þessum sökum væri marg- falt meiri en tekjuauki rík- issjóðs vegna hækkunarinn- ar. Skiljanlegt var, að það yrði eitt • fyrsta verkefni ríkis- stjórnar „hinna vinnandi stétta“ að taka umrædda og komi leiðrettingin nu þeg- ar til framkvæmda." Þetta voru vísitölustigin, sem tekin voru út vegna hækkunar áfengis og tóbaks haustið 1970. Þegar Ólafur Jóhannesson felldi gengið í desember sl. fór hann þess á leit við ASÍ að það samþykkti, að fylgt yrði fordæmi Viðreisnar- stjórnarinnar frá haustinu 1970 og hækkun áfengis og tóbaks yrði tekin út úr vísi- tölunni. Þessu svaraði kjara- ráðstefna ASÍ, sem haldin var snemma í janúar, með BJÖRN SEGIR NEI - HVAÐ GERIR EÐVARÐ? j fyrradag lagði stjórn „hinna vinnandi stétta" fram á Alþingi frumvarp, sem gerir m.a. ráð fyrír, að verðhækkun sú, sem varð á áfengi og tóbaki í desember- mánuði sl. komi ekki fram í kaupgjaldsvísitölu hinn 1. marz nk. og ekki heldur við útreikninga kaupgjaldsvísi- t tölu til nóvemberloka. Segir í greinargerð fyrir þessu frumvarpi, að „með tilliti til þess, að hér er um að ræða verðhækkun á munaðarvör- um og að aðalástæða hennar er tekjuöflun til að standa undir útgjöldum vegna nið- urgreiðslu á lífsnauðsynjum almennings, getur það ekki talizt eðlilegt, að þessar verð- breytingar verði til þess að hækka kaupgjald í landinu". Ekki verður hjá því komizt að rifja upp feril núverandi ráðherra í sam- bandi við áfengi, , tóbak og vísitöluna. Þegar ríkisstjórn Jóhanns Hafstein beitti sér fyrir verðstöðvun haustið 1970, ákvað hún m.a. að fella niður úr vísitölunni hækkun áfengis og tóbaks og nam það rúmlega einu vísitölustigi. Umsvifalaust hófu núverandi ráðherrar og þeir þingmenn, sem þeim fylgja, harðvítugar árásir á þáverandi ríkisstjórn og þingmeirihluta hennar fyrir „vísitölurán“ og var þeim árásum haldið áfram linnulaust fram yfir kosning- arnar 1971 og verkalýðssam- hækkun áfengis og tóbaks inn í vísitöluna á ný, vegna þess að þetta atriði var eitt hið helzta, sem nefnt var í mál- efnasamningi stjórnarflokk- anna. í málefnasamningnum sagði, að það væri stefna stjórnarinnar að bæta af- komu verkafólks, bænda og sjómanna og síðan var þess getið í fimm liðum. hvernig það skyldi gert. Hinn fvrsti var um styttingu vinnutíma, annar um lengingu orlofs og sá þriðji var svohljóðandi: „Kaupgjaldsvísitalan verði leiðrétt um þau 1,3 vísitölu- stig, sem felld voru niður með verðstöðvunarlögunum svohljóðanui ályktun: „Hér telur ráðstefnan vera um mál að ræða, sem íhuga beri og endurskoða við gerð kjara- samninga, sem fram eiga að fara síðar á árinu, en telur sig skorta umboð til að fall- ast á eða mæla með lagasetn- ingu, sem fæli í sér beina nið- urfellingu á umsömdum greiðslum verðlagsbóta á samningstímanum.“ Þegar forsætisráðherra lýsti persónulegum skoðun- um sínum á Alþingi í haust á efnahagsmálunum og sagði, að hækkun óbeinna skatta mætti ekki koma fram í vísi- tölu, ræddi Morgunblaðið við þá Björn Jónsson, forseba ASÍ, og Eðvarð Sigurðsson, formann Dagsbrúnar. Björn Jónsson sagði: „Við í Alþýðu- sambandinu áttum okkar stóra þátt í því að móta þetta vísitölukerfi, en við höfum ekki verið fúsir til að breyta samningum á miðju samn- ingstímabili, allra sízt þegar samningstímabilið er svona langt.“ Eðvarð Sigurðsson sagði við sama tækifæri: „Vísitalan er ákaflega við- kvæmt mál fyrir verkalýðs- hreyfinguna. Öll röskun á grundvelli hennar er mál, sem verður að skoða vel.“ Nú hefur stjórn hinna „vinnandi stétta" lagt fram á Alþingi frumvarp um sams konar „vísitölurán“ og hún sakaði Viðreisnarstjórnina um haustið 1970. Þetta hefur hún gert þrátt fyrir það, að ráðstefna ASÍ um kjaramál fyrir nokkrum vikum treysti sér ekki til að „fallast á eða mæla með lagasetningu" um þetta efni. Hringsnúningur hennar og svik við skjalfest loforð í málefnasamningi er öllum ljós. í viðtali við Morgunblaðið í dag skýrir Björn Jónsson frá því, að hann muni greiða atkvæði gegn þessu stjórnar- frumvarpi. Hvað skyldi Eð- varð Sigurðsson gera? Kristján Albertsson: Til of mikils mælzt i. SVAVA Jakobsdóttir hefur reiðzt mér illa, og gerist dálítið orðljót í minn garð í grein sinni í Þjóðviljan- um 9. þ.m. í>að er engu líkar, en að þeim sem nú standa fremst í flokki í áróðri fyrir varnarleysi íslands, sem ef sig- ursæll yrði hlyti að leiða til glötun- ar íslenzks sjálfstæðis og þjóðernis, finnist þeir eiga heilagan rétt á að við hinir látum oss iðju þeirra lynda, heimskuna, frekjuna, ósannindin — eða svörum þeim að minnsta kosti af meinlausri hógværð og hlífð. Mér finnst hér til of mikils mælst. Hér er of mikið i húfi. Aldrei hefur fram komið í sögu vorri fólk. sem siður væri linkindar maklegt. Fremur en að ræða þau sinnaskifti, sem ég taldi bersýnileg af skrifum Svövu Jakobsdóttur fyrir og eftir kosningu hennar sem kommúnista- þingmanns, tekur frúin þann kost að svara af mikilli þykkju ummæl- um mínum um Kristin E. Andrés- son. Hún ber lof á störf hans í þágu íslenzkra bókmennta. Ég get að ýmsu leyti undir það lof tekið. En ég hafði mótmælt bíræfnum ósann- indum hans um Atlantshafsbanda- lagið. Þau gerir frúin enga minnsta tilraun til að verja. Ég hafði látið að því liggja að þessi trúnaðarmaður Rússa á Is- landi hlvti að koma tortryggnislega fyrir sem leiðsögumaður bjóðar sinn- ar í varnarmálum. Ég hafði leyft mér að spyrja hvort ekki væri rétt, að hann hefði eftir valdaupphefð kommúnista 1971 haldið rakieiðis til Moskvu, og honum verið tekið þar af stjórnvöldum með veizlufögnuði, og hann sæmdur hárri orðu fyrir starf sitt til framdráttar rússnesk- um málstað á íslandi. Þessi spurning mín finnst Svövu Jakobsdóttur afskaplegt siðleysi! Hún minnir frúna á þær aðferðir „sem fordæmanlegastar eru í ein- ræðisríkjum: Einstaklingurinn á að sanna sakleysi sitt. Ella skal hann teljast sekur.“ Á frúin við kommúnistaríkin? Að öðru leyti fæ ég ekki skilið orð hennar á annan veg, en þann, að með þeim vilji hún undirstrika að spurningin um hvort Kristinn E. Andrésson hafi fengið rússneska orðu eða ekki, sé spurning um hvort hann sé sekur eða saklaus — og þar hefur frúin mikið til síns máls. Og þá skilst betur, að hún virðist ekkert hafa aðhafst til að ganga úr skugga um hvort heldur væri, orða eða engin orða, — sem henni hefði þó verið í lófa lagið, því í grein henn ar kemur fram að hún er persónu lega kunnug Kristni E. Andréssvni. Hún hefði getað hringt hann upp, úr því hún ætlaði sér að taka svari hans. En í stað þess að komast að því sanna í rnálinu lætur hún sér nægja að segja að ef orðuveiting erlends ríkis sé „nægileg ástæða til land- ráðabrigzla á hendur þeim sem þigg- ur, þá mega víst ýmsir fara að vara sig.“ Þessu skal ég því einu svara, að ég hef aldrei fyrr til þess vitað að nein leynd hafi þurft yfir því að hvíla, hvort íslendingur hafi fengið út- lenda orðu eða ekki -— né fyrir hvað eða af hverjum orsökum hann hafi orðið aðnjótandi þeirrar sæmdar. Ennfremur skal þess getið, að ég hef enga trú á því að Rússar veiti háa orðu fyrir störf unnin í þágu íslenzkra bókmennta. 2. Mér finnst að gáfuð kona, eins og Svava Jakobsdóttir er þegar hún skrifar sögur, ætti að geta skilið að ýmsum muni ekki vera rótt innan- brjósts meðan unnið er að því öllum árum að stofna frelsi þjóðarinnar í voða, með því að auðvelda austræn- um her að stíga á land á Islandi. Henni verður að skiljast, að mörg- um sé frelsi og framtíð þjóðar vorr- ar viðkvæmt mál. Henni verður að skiljast að mörgum þyki sem rit- höfundum landsins væri annað sæmra en að gera sér að leik, að hvetja til andvaraleysis og léttúðar um öryggi landsins, styðja þau öfl sem vilja láta skeika að sköpuðu um framtíð vora — eða beinlínis óska eftir austrænum yfirráðum á íslandi. Alit þetta verður frúin að skilja, og að stóryrði í minn garð breyta engu, — alls engu um þá staðreynd, að flotastyrkur Rússa í norðurhöf- um hefur farið sivaxandi, og að ekki er nema í mesta máta eðlilegt að bæði Norðmönnum og Islendingum standi af því stuggur, hvað þessum vígbúnaði kunni að verða ætlað — og hvers megi vænta, eftir að Island væri orðið varnarlaust með öllu. Úr því að Svava Jakobsdóttir er alþingismaður og vill vera leiðtogi verður hún að tala af alvöru um þessi mál — og ekki að skjóta sér undan þeirri skyldu með rausi um að Kristinn E. Andrésson eigi að teljast hafinn yfir alla gagnrýni, og sé hámark siðleysis að nokkur dirf- ist að spyrjast fyrir um rússneska viðurkenningu á dugnaði hans. Og frúin getur alls ekki leyft sér að gerast svo barnaleg að halda því fram, að með því að kalda stríðinu sé lokið þurfi enginn framar að gera sér neinar rellur út af varnarlausu íslandi. Endalyktum kalda stríðsins er, eins og allir vita, ekki lengra komið en svo, að Þjóðverjar mega ekki til þess hugsa að bandarískur og annar erlendur herstyrkur í landi þeirra verði látinn halda heim- leiðis — né heldur kemur t.d. Dön- um eða Norðmönnum í hug að af- vopnast, enda þótt kostnaður af land- vörnum hvíli mjög þungt á báðum þjóðum. Mér finnst frúin hefði átt að gera sér grein fyrir þessu og mörgu öðru áður en hún svaraði mér — í stað þess að treysta á stóryrðin. Stóryrði geta auðvitað verið alveg ágæt, þeg- ar við á — en því aðeins að notuð séu af fullu viti. 3. Frúin vill ekki ræða skilning minn á Leigjandanuni — lætur sér nægja að mótmæla honum, segja hann fá- ránlegan. Ekki fylgir orð um hvernig skilja beri söguna. Ég vil leyfa mér að benda frúnni á að hætt sé við að lesendum finn- ist mótmæli hennar ekki sannfær- andi — finnist hún hlyti að hafa eitthvað meira sagt, ef hún hefði haft trú á því, að hugsanleg gæti ver- ið önnur frambærileg skýring á sögu hennar. En hver ætti hún að vera? Um fram allt vil ég að lokum biðja frúna að skilja, að þeir sem leggja lið sitt forheimskun og blindni í deilum um mál, sem varðað getur líf eða dauða þjóðar vorrar — þeir verða að vera við því búnir að þeim sé einhvern tima svarað af nokkurri óhlifni, af þeim sem er fullkomið al- vörumál, að ekki verði látið skeika að sköpuðu um hvort það verði ís- lenzk þjóð, eða önnur, sem býr í þessu landi á komandi öldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.