Morgunblaðið - 14.02.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1973 V er tíðarrannsóknir á hrygningu þorsks MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Hafrannsóknarstofnuninni, þar sem skýrt er frá vertíðarrann- Sóknum á göngu og hrygningu þorsks sunnan og vestan lands: „Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er nýkomið úr nær fjögurra vikna leiðangri, þar sem kannað var magn og út- breiðsla þorsiks við VesiturLand. Með rannsóknum þessuni er ætl uinin að fyigjast með göngum fisks, einkum þorsks, til og frá hrytgningarsvæðunum sunnan- og vestanlands á vetrarvertið með það fyrir augum að fá sem gleggsta mynd hvar megin- hrygningin eigi sér stað og ár- angur hennar. Samfara þessu fara og fram umfangsmiklar £ut- huganir á ástandi sjávar. Leið- angursstjóri í þessari ferð var Willis lávarður. Þakkir frá Ted Willis MORGUNBLAÐINU hefur borizt bréf frá Edward Will- is lávarði, þar sem hann bið- ur blaðið fyrir kveðjur og þakkir til þeirra fjölmörgu, sem hafa skrifað honum að undanförnu og fært honum þakkir fyrir stuðning við mál stað f.slands í fiskveiðideil- unni við Breta. „Það er ógerlegt fyrir mig að svara persónulega öllum þeim bréfum og símskeytum, sem borizt hafa," segir Willis lávarður í bréfi sínu, „en mig langar til að þakka öllum, sem sent hafa þessar kveðjur og fullvissa þá um að ég mun áfram gera mitt itrasta til stuðnings við málstað íslands, sem ég tel réttlátan. Það er von min og innileg ósk að deilan verði skjótlega og vin- samlega til lykta leidd, og að í lausninni felist full viður- kenning á sjónarmiði íslend- inga. Fari svo, býst ég við að mikil og söguleg vinátta land anna okkar tveggja haldi áfram óskert. Yðar einlægur, Willis lávarður." dr. Sigfús A. Schopka fiskifræð- ingur, en auk þess var Sólmund- ur Einarsson fiskifræðingur með í förum, en hann annaðist rann- sóknir á æti. Hitastig sjávar fyrir Suðvest- ur- og Vesturlandi ér nú tiltölu- lega hátt eins og um sama leytd I fyrra. Vott af þorski var að finna á nær öllu athugunarsvæð inu en víðast hvar var hann mjög dreifður, aðeins fáeinir fiskar í hverju klu'kkustundar- hali. Mest fékkst af þorski á mörkum hlýja sjávarins út af Norðvesturlandi (HaM — Þver- áll) um 2 tonn í klukkustundar- hali. Þarna við mörkin var einn- ig mest um æti, bæði ókyn- þroska og kynþroska loðna. Meg inhluti þorsksins á þessu svæði var ókynþroska, sérstaklega á Þverálssvæðinu, þar sem aðeins 1% þorsksins var kynþroska, að aluppistaða aflans var 2—3 ára óvinnsluhæfur smáþorskur. Þorsfeurinn á Halanum var nofek uð vænni og nær þriðjungur hans kynþroska. Helzt var hrygningiar- eða ver- tiðarþorsfe að finna þar sem botn hiiti sjávar var 5° C eða meira, þ.e. á svæði setn liggur frá Djúp- ál suður um Vítourál, Látragrunn og út af Faxaflióa, en hi'tastig við ströndina er að venju lægra á þessum árstima. Magn hrygn- ingarþorsksins var þó víðast hvar mjög lítið en dreift yfir tiltöiulega víðáttumikið svæði, mest við Vítourál um 700 kg á togtíma, en yfirleitt aðeins nokkr ir fiskar á togtima. í því skyni að afla upplýs- inga um göniguþorsk frá Austur- Grænlandi var einnig haldið á Dohrnbanka til fiskmerkinga. Þar aflaðist sæmilega af þorski 0,5—1,5 tonn/klst., meirihliutinn af því var kynþroska þorskur. Ef að venju lætur mun eitithvað af þorski frá Austur-Græmliandi ganga á Islandsmið í vetur en Stolið frá Eyja- mönnum VESTMANNAEYINGAR urðu nokkuð fyrir baaðánu á þjófum í Reykjavik um helgina. Dreng- ur, sem fór í Sumdhölllna á laug- ardiag, varð fyrir þvi, að úri hans var sitolið, og hafðd þjófurinn stungið upp fajtaskáp til að steia úr hanium. Kona, sem um hádegi á iaugardaig var ásamt manná sínum að flytja húsmuni í geymslu i Templarahöllinni, eftir að þeir komu frá Eyjum, varð fyrir þvi, að veski hennar var stoiið úr handtösku, sem hún lagði frá sér í anddyrinu, á með- an á húsmumaburðiinum stóð. Húsvörðurinn hafðd stiaðið í and- dyrinu, en þurfti aðeins að bregða sér frá og á meðan var vesikinu stoldð. 1 því voru m.a. 10.000 kr. i pendmgum, gull- hálsmen og guilarmband. Privatbanken gefur 10 þusund danskar PRIVATBANKEN i Kaupmanna höfn hefur í bréfi til banka- stjórnar Útvegsbankans tilkynnt að hann hafi greitt 10 þúsund danskar krónur inn á reikning títvegsbankans. Óskar hann eft- ir því að bankastjórnin ráðstafi fjárhæðinni á þann hátt, sem hún telji koma að beztum not- um fyrir þá, sem orðið hafa fyr- ir tjóni af völdum eldgossins i Heimaey. Bankastjóm Útvegsbankans hefur í samráði við Rauða kross Islands og Hjálparstofnun kirkj- unnar afhent bæjarstjóm Vest- mannaeyja gjöfina, enda verði henni ráðstafað i samræmi við óskir gefandans. (Fréttatilkynning frá Útvegsbanka íslands). ekki er von á neinum stórgöng- um. Þar sem hlýimdi eru nú tii- tölulega mlkil i sjónum munu að óbreyttu ástandi verða viða hrygningarskilyrði fyrir þorsk- inn, þegar hlýnar við ströndina og má búast við að hrygning verði eins og í fyrra dreifð á stórt svæði. Varðandi þessar rannsóiknir sem nefndar eru vemtíðarrann- sóknir eru einnig fyrirhugaðar atbuiganir á framleiðni sjávar og þörungamagni. Vertiðarrann- sóknum verður stöðiuigt haldið áfram út vertiðina og fer rann- sóknaskipið Hafþór í dag til at- hugunar á Suðvestuirlandissvæð- inu og frekari rannsókna við Vesturland. Leiðangursstjóri verður dr. Gumnar Jónsson fiski- freeðingur." Þessi mynd var tekin í Hótel Sögu, laugardaginn 2. febrúar, af Roy Banarsee alþjóðaforseta og landsstjóm JC. Á myndinni sjáum við Reyni Þorgeirsson, Kópavogi (1. röð til vinstri). Roy Banarsee alþjóðaforseta, Jón E. Ragnarsson, formann landsstjórnar JC, Einar Árnason, ísafirði (2. röð t. v.), Halldór Runólfsson, Kópavogi, Bjarna Pétnrsson, Kópavogi, Þórarinn Jónsson, Akureyri (3. röð t. v.), Guðmund Hallgrímsson, Reykjavík og loks Ingóif Bárðarson, Suðurnesjum. Alþjóðaforseti Junior Chamber í heimsókn hér fyrir skömmu LAUGARDAGINN 3. febrúar sl, kom hingað í heimsókn alþjóða- forseti Junior Chamber hreyf- ingarinnar, hr. Roy Banarsee frá Jamaica. ísland er fyrsta landið, sem Banarsee heimsækir á skipu- lagðri ferð sinni til þeirra 82ja landa, þar sem JC-kiúbbar eru starfræktir. — Alþjóðaforsetinn kom hingað beint frá Washing- ton, þar sem hann sat morgun- verðarboð Nixons forseta ásamt þingmönnum og nokkrum for- ystumönnum ýmissa félagasam- taka víða um heim, en héðan hélt hann til írlands. Banarsee hefur verið fé- lagi í JC-hreyfingunmi frá 1965, og gegnt ýmsum embættisstörf- um innan hennar, áður en hann var kosLnm forseti árið 1970. — Hanm hefur og tekið þátt í fjölda mörgum ráðstefnum og fumdum á veguim JC víða uim helm og unnið ötullega að eflimgu hreyf- ingarimmar. Að sögn Bamarsee var, megin- tilgangur komu hans hing- að, að kynmast starfsemi JC hér, hlusta á tillögur félagsmanma, og veita þeim ráðleggingar varð- andi starfsemima. Aðspurður kvaðst haran vera ánægður með starfsemi JC hér og kvað hana stamda fyllilega jafnfætis starfsemi JC-klúbba er- lendis. Hanm lýsti og sérstaklega yfir ánægju simni yfir góðu starfi JC-iklúbbamna í þágu Vestmanna- eyimga. Á fundi með lamdsstjóm JC hér og Banarsee alþjóðarfor- seta, sem fram fór á laugardag- inn, afhenti Bjöm Tr-yg_gvason, formaður Rauða kross íslands, Banarsee bréf, sem í fólust þakkir til JC-klúbhsins í Kópa- vogi fyrir björgun á húsmunum frá Vestmanmaeyjum. Á fumdiraum voru einmig færð- air þakkir til Suðumesjaklúbbs- ims fyrir húsnæðismiðlum Vest- manmaeyinga í Keflavík, þar til bæjarstjórn Keflavíkur tók við því máli, og Ólafi Stephensen, fyrrveramdi formamni JC, var fal- ið að anmast umsjá með þeim fjárframlögum, sem kynmu að berast frá erlendum JC-aðilum, til styrktar Vestm'amnaeyingum. Nú eru um það bil 500.000 fé- Lagar á aldrinum 18—40 ára í al- þjóðahreyfingu JC, fjölmenm- ustu hreyfmgu umgna manma í heiminum, og starfar húm nú í rúmlega 80 löndum. JC-hreyfingin á íslamdi var stofnuð 5. septemiber 1960 og fé- lagar eru nú tæplega 300 talsims. A5stoð við björgun tækja: „Feimnismál hjá st j ómvöldunum“ „Vandræði vegna gossins verður að leysa með einurð Vesfcm annaeyj'Uim i gær- kvöldi frá Áirna Johnsen. ÞAÐ hefur genigið nokkuð stirðlega fyrir Vesfcmamnaey- inga að fá grænt l'jós fyrir boðma aðstoð frá Bamdairikj- umum vegna eldgossi'ns og það hefur verið jafnerfiifct að fá upplýslngar um það sem hefur verið að gerast í þeim efnum. Að frumkvæði manna í Vest mannaeyjum var Leitað eftir aðsitoð við fliutniniga á tækj- um fyrirtækjanna í bænum með þvi að sírna bein-t til ráðamanna í Washingtiom, síð- an var haft samband við al- mannavamir og þær höfðu siðan samband við varnarfið- ið. Þegar viðræður voru komn ar á reks-pöl vildiu stjómvöld landsins fá samþyklki bæjar- stjórmaæ Vestmannaeyja fyrir U aðgerðum og kom sú sam- þykkt um heigima. „Það hefur gengið erfiðlega að koma þessum málúm fram," sagði Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri í við- tali við Mbl. í dag. „Það hefur verið einhver feimni hjá stjómvöJdum að þigigja þessi boð um aðstoð, en vandræðitn vegma gossins verður að leysa með einurð." Að sögn Magnúsar komu í dag spumim-gar í 10 liðum frá Vamariiiðinu, þar sem m.a. var spurt um bilakost til fl'utin inga hér, hve margir lyftarar og öfluigir væru hér til, timb- ur til a® smíða utan um vélar og si-tthvað fleira, þannig að nú er umnið af fullum krafti við undirbúning á fflutn-in-gi vél-a úr bæn-um. Tónlistar- kennslan hefst á ný TÓNLISTARSKÓLINN í Vest- mannaeyjiun hefur nú fengið inni í húsnæði Karlakórs Reykjavíkur á Freyjngötu 14 i R«>ykjavík og mun kennsla hefjast þar innan skamms. Sagði skól-astjórinn í viðtali við Morgum-blaðið í gær, að næstu da-ga yrði hafinn un-dirbún'ngur að kennslunni, m.a. með því að skrá nem-endur á nýjan leik og fer sú skrán'ng fram á staðnum daglega kl. 13—16, eða í sima 14885. Hann sagðist jafnframt vilja koma á framfæri þakklæti til karlakórsins, sem þa-uð end-ur- gjaldslaust afnot af húsnæðimu. Níu presta- köll laus BISKUP íslands hefur auglýst 9 prestaköll laus til umsóknar, en af þeim eru aðeins 4 prests- laus. Settir prestar eru í Valla- nesi, Eskifirði, Ólafsvík, Bolung arvík og Ólafsfirði. Hin lausu prestaköllin eru: Seyðisfjörður og Vallanes í Múlaprófastsdæmi, Norðfjörður og Eskifjörður í Austfjarðaprófastsdæmi, Staða- staður og Ólafsvík í SnæfeUs- ness- og Dalaprófastsdæmi, Stað ur í Súgandafirði og Bolungar- vík í Isafjarðarprófastsdæmi og Ólafsfjörður í Eyjafjarðarpró- fastsdæmi. Umsóknarfrestur er til 15. m-arz næstkomandi. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.