Morgunblaðið - 20.02.1973, Side 4

Morgunblaðið - 20.02.1973, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1973 Fa *ri s LKHnA \ 'aiais; 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 14444 S125555 mum BlLALEIGA-HVEFISGÐIU 10] 14444 “2? 25555 HÓPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—34 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, símar 86155 og 32716. FERÐABlLAR HF. Bílaleiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Citroen C.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópfer3abílar (m. bílstjórum). ALLTAF FJOLCAR VOLKSWACEN Volkswagen varahlutir tryggia Volkswagen gæði: ðrugg og sérhæfð viðgerðaþjónusto STAKSTEINAR Svara ekki spurningum þingmanna I fræðiriti Ólafs Jóhannes- sonar um íslenzka stjórnskip- un eru nokkrir kaflar sér- staklega helgaðir skyldum ráðherra. Leggur prófessor- inn þáverandi rika áherzlu á, að ein brýnasta skylda ráð- herra sé að mæta á þingfund- um og svara þar fyrirspurn- um þingmanna. Nú er það út af fyrir sig engin ný kenning, að ráðherr- ar eigi að svara fyrirsptirnuin þingmanna. Hingað til hefur það þótt einn mikilvægasti þáttur þingræðis. En svo neyð arlega vili til, að það eru ein- mitt ráðherrar i stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem hafa haft sig mest í frammi um að neita að svara fyrirspurnum þing- manna, — hafa jafnvel neitað að mæta á þingfundum, en slíkt segir ólafur Jóhannesson embættisbrot í nefndri bók. Sá ráðherra, sem frægastur hefur orðið fyrir að neita að svara fyrirspurn þingmanns er Magnús Kjartansson, þeg- ar hann stóð upp i neðri deild Alþingis í vetur og sagðist ekki vera kominn á Alþingi til þess að eyða tima í að svara fyrirspurnum þing- manna. Óneitanlega minnir þetta at- vik á það, þegar Göring neit- aði að svara fyrirspurnum Dimitroffs i réttarhöldunum út af þingshúsbriinanum i Berlín, — er þó sízt verið að likja innræti þessara ráð- herra saman. Hin nýja stétt En Magnús Kjartansson hef ur ekki aðeins orðið frægur af þvi að telja sig yfir það haf inn að svara fyrirspurnum þingmanna. Embættisveiting- ar hans bera og á sér sérstak- an gæðastimpil. Fyrir nokkrimi mánuðum reyndi ráðlterrann að troða Guðrúnu Helgadóttur í stöðu h,já Tryggingastofnun ríkis- ins. En umrætt starf var veitt af forstjóra stofnunarinnar en ekki ráðherra. Fór því svo, að ráðinn var í starfið maður með þekkingu á viðkomandi málaflokkum, en umsókn Guð rúnar hafnað. Menn skyldu nú halda, að ráðherrann hefði Iátið sér þetta nægja. En svo var ekld. Til þess að koma frúnni i starf, ákveður ráðherrann að bæta deildarstjóra við starfs- lið stofnunarinnar, og á þessi deildarstjóri að annast þau störf, sem Tryggingastofnun- in var búin að ráða sér mann til. En munurinn var hins veg- ar sá, að ráðherra skipar deild arstjóra. Aftur sækir Guðrún um að fyrirlagi ráðherrans og enn sækir sami maður á móti og fær til þess stuðning Tryggingaráðs, enda var í raun um að ræða það starf, sem hann var nýráðinn til. Magnús Kjartansson er nú búinn að skipa Guðrúnu Helga dóttur deildarstjóra við Trygg ingastofnun rikisins. Hann hefur enn sýnt það, að póU- tiskt siðgæði er honum álíka framandi og skyldur ráð- herra gagnvart þingmönnum. Eðvarð sendur reikningur Þjóðvil.jinn, málgagn verka lýðshreyfingarinnar, liefur nú hafið mikla herferð fyrir þvi, að „rjúfa kjarasamninga verkalýðsins“ með því að breyta umsömdum vísitölu- grundveUi. Á þetta blað eng- in orð til þess að lýsa hneyksl un sinni yfir því að áfengi og tóbak sé i vísitölugrundvellin- um, — létu þó ritstjórar þess blaðs það verða sitt fyrsta verk í ríkisstjórn að fá for- seta íslands til þess að gefa út bráðabirgðalög til þess að koma þessum óhollu munaðar- vörum inn í visitöIugrundvöU inn. Sl. sunnudag er langur leið- ari í ÞjóðvUjanum um það, hvert eigi að senda reikning- inn fyrir öilum hækkunum á áfengi og tóbaki, sem núver- andi rikisstjórn hefur staðið að. Kemst blaðið að þeirri nið- urstöðu, að þeir, sem viiji halda áfengi og tóbaki i visi- tölunni eigi að fá þann reikn- ing. Það ættu að vera hæg heima tökin fyrir ritstjóra Þjóð- viljans að senda þann reikn- ing, — þeir geta sent reikn- inginn á skrifstofur Dags- brúnar, — til Eðvarðs Sig- urðssonar, alþingismanns AI- þýðubandalagsins og for- manns Dagsbrúnar. 1 spurt og svarað Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biGjið um Lesendaþjónustu Morg- unbiaðsins. Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS BÓKHALDSSKYLDA HÚS- FÉLAGA OG VEXTIR AF ÁVÍSANAREIKNINGUM Auður Guðmundsdóttir, Hlíðarveg'. 29, Kópavogi, spyr: „1. Eru húsfélög bókhalds- skyld og hvaða bækur þurfa þau að færa? 2. Hvers vegna reiknar Út- vegsbanki íslands ekki vexti af ávísamareikningi, nema upp hæðin sé 2500 kr. eða meira? Er það löglegt?“ 1. Skattrannsóknastjóri svarar: „Ef fyrirspyrjandi á við hús félög og rekstur fjölbýlishúsa eru þau bókhaldsskyld sam- kvæmt A-lið 2. gr. laga nr. 51/1968 um bókhald. Um færslu bókhaldsins og tilhögun þess, leyfi ég mér að vísa til II. kafla bókhaldslag- anna en þau eru til sérpremtuð í fjármáliaráðuneytiimi og hjá skattstjórum." 2. Reynir Jónasson, skrif- stofustjóri útvegsbankans, svarar: „Samkvæmt reglum bank- ans nr. 31, 1962, 11. gr. tekur sparisjóðsdeild fé til ávöxtun ar á ávisanareikning sem stofnaður er með að minnsta kosti kr. 2.000,00 innborgum. Þessi lágmarksfjárhæð hefur síðan verið hækkuð smám saman, en er nú rneð sam- komulagi banka og sparisjóða kr. 10.000,00. Þess skal getið, að vextir af ávísanareikningi eru reiknaðir af lægstu inn- stæðu á hverjum tiu dögum, þó ekki af lægri meðalfjár- hæð en kr. 2.500,00 á ári.“ DAGLAUN TIL VEST- MANNAEYJAAÐSTOÐAR SKATTSKYLD? Sigurjón Jónsson, Hrísa- teigi 34, spyr: „1 sambandi við söfnun vegna gossins í Vestmasnna- eyjum, langar mig að spyrja: Þarf atvinnuveitandi að gefa upp til skatts tekjur þess fólks, sem hefur látið daglauin sin renna til Vestmannaeyja- söfnunarinnar, og ef svo er, eru þær þá skattskyldar?" Rikisskattstjóri svarar: „Svar við báðum spurnirug- unum er já. Hins vegar skal á það bent, að einstakar gjafir til viður- kenndrar liknarstarfsemi eru frádráttarbærar til tekju- skatts, þó ekki yfir 10% af skattskyldum tekjum gefanda, enda sé hver gjöf ekki undir 300 krónum. Skilyrði fyrdr frá drætti umræddra gjafa til tekjuskatts er, að gefandi leggi fram móttökukvittun frá stofnun, sjóði eða félagi, sem rikisskattstjóri hefur v'.ð urkennt." Sex umferðum er nú lokið i sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur og er staða efstu sveitanna þessi: Sveit stig Gylfa Baldurssonar 108 Arnar Arnþórssonar 98 Hjaita Eliassonar 91 Jóns Bjömssonar 81 Óla M. Guðmundssonar 76 Braga Erlendssanar 71 Áma Guðmundssonar 64 ísaks Ólafssonar 63 Næsta umferð verður spil- uð í Domus Medica kl. 20 n.k. miðvikudagskvöld. Á ¥ ♦ + Hjá Bridgefélagi Kópavogs er nú lokið aðal-sveitakeppni félagsins með sigri hinna bráð efnilegu ungu spilara í sveit Bjarna Sveinissonar. Höfðu þeir haft forystu lengst af í keppminni og voru því vel að sigrinum komnir. 1 sveitinni eru ásamt Bjarna: Sæmundur Rögnvaldsson, Jón G. Pálsson, Sigmumdur Stefánsson, Erling Sigurðsson og Jóhamn G. Jó- hannsson. Röð sveitanna varð þessi: Bjama Svemssonar 221 Óla Andreassonar 219 Ármanns J. Lárussonar 209 Guðm. Jakobssonar 188 Guðjóms Sigurðssonar 181 Helga Benónýssonar 166 Arnar Guðmundssonar 136 Matthíasar Auðunss. 117 Þorsteins Þórðarsonar 110 Gunnars Sigurbjörnss. 97 Kristm. Halldórssonar 82 Margrétar Ámadóttur 57 Guðjóns Sigurjónssonar 27 Amþórs Sigtryggss. 10 Aðalfundur félagsins verð- ur haldinn nk. fimmtudag og fer þá fram stjórnarkjör o.fJ. V Á ♦ * Nú eru aðeins tveim uimferð um ólokið í undankeppni ís- landsmótsins á Reykjanes- skaga en þær verða spilaðar sunnudaginn 25. febrúar n.k. og verður spilað í Sk'phól. Fátt nema kraftarverk get ur komið í veg fyrir að sveit ir Sævars, Óla og Skúla fari áfram, en hörkubardagi er um varasætið og eru það einkum 3 sveitir sem berjast um það. Staða efstu sveita: Sævars Magnússonar 192 Skúla Thorarensens 179 Óla M. Andreassonar 163 Gests Auðuinssonar 135 Marons Björnssonar 133 Ármanns J. Lárussonar 124 ¥ ♦ ♦ * Einhver dráttur mun enn verða á að úrslit úrtökumóts BSl geti farið fram. Ýmsar ástæður eru fyrir þvi að keppni þessi hefir enn ekkl hafizt m.a. slasaðist Hjalti Elí asson í Englandsferðinni. — Framkvæmdastjórar keppnd þessarar eru þeir Tryggvi Gíslason og Alfreð Alfreðs- son. Ástæða er til að ætla að eitthvað skýrist línur í máli þessu strax eftir helginia. ♦ ♦ ♦ * Síðastliðinn suinnudag hófst tvimennimgskeppni Hins ísl. prentarafélags. 9 pör mættu til leiks og voru spiluð 27 spi'l. Röð paranna er þessi: Baldur — Þór 123 Jón — Karl 113 Helgi — Haraldur 112 Halldór — Arnór 109 Bragi — Stefán 108 Brynjar — Steinar 105 Sigurður — Amar 104 Guðmundur — Hafsteinn 99 Jóhanmes — Trausti 99 Næst verður spilað næstk. sunnudag og hefst keppnin kl. 13,30 stundvísleSa. — A.G.R.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.