Morgunblaðið - 21.02.1973, Side 4

Morgunblaðið - 21.02.1973, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1973 BÍULEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 14444 “S“ 25555 14444®25555 BÍLAR VÖRUBÍLAR: Ar«. '70 MAN 9186 m/fram- drifi og 2j tor»na Foco- krana. — ’69 IMAN 13230 m/milti- kassa og splittuðu drifi. — '65 MAN 635. — ’62MAN 770 m/framdrifi. — ’67 Volvo NB 88 (boggie) í toppstandi. — ’67 Volvo NB 88 (boggie) nýinnfl. — '66 Volvo N 88 m/tandem (drifhnsing). — '68 M-Benz 1413 — '67 M-Benz 1618. — ’66 M-Benz 1920. — '66 M-Benz 1418. — ’65 Vi-Benz 1418 — ’62 M-Benz 327. — ’61 M-Benz 322. FÓLKSBlLAR: Arg. ’69 Chevrolet Nova 8 cyl. beinsk. 2ja dyra, á króm- felgu, mjög fatlegur bíH. —'68 Chrysler, 8 cyl. sjálfsk. 2ja dyra. — ’72 Mazda 1600 de luxe. — ’71 Toyota MK II. — ’71 Voíkswagen 1300. — ’71 Cltroen ID19 super. — '71 Peugeot 404 station. — '70 Toyota Crown. — ’72 Fiat 600. Góð kjör. Bílar með góðum kjörum: — '70 Fiat Berlina 125. — ’70 Fiat Special 124. — '70 Daf. — ’6/ Ford Fairlaine. — ’67 Jeepster, blæja. — '63 Vauxhall Victor. — ’65 Saab. Höfum kaupendur að Cortinu '67—’70 og Bronco '68 sport, 8 cyl. BlLASAUN ^ÐS/OÐ BorgartCmi 1. SIMAR 19615 18065 Samúðar- kveðjur Nýverið kom út blaðið Kynd ill, málgragn Félags ungra jafn aðarmanna. Ungir jafnaðar- menn hafa undanfarið vakið nokkra athygli á sér, þar sem talið var að þeir væru ákveðn- ari í ölliim grundvallarstefnu máliiin Alþýðuflokksins en gömlu foringjarnir. Og vissu lega eru þeir á sinn hátt hrein skilnari. I forustugrein blaðsins er fjallað á hreinskilinn liátt um skoðitn ungra jafnaðarmanna á vinstri stjórninni: „Alþýðu- flokkurinn hefur á allan hátt reynt að hafa samúð með nú- verandi ríkisstjórn. Bæði er, að sumir flokkar stjórnarinn- ar vilja kenna sig við jafnaðar stefnu og líka hitt, að ýmsir Alþýðuflokksmenn töldu flokk sinn beittan ójöfnuði af vissum hluta Sjálfstæðis- flokksins í síðustu rikisstjórn. Kom það meðal annars fram í því að staðið var gegn þeirri sjálfsögðu ósk Alþýðuflokks- ins, að tryggingabætur yrðu hækkaðar í góðærinu á sið- aSta misseri Viðreisnarinnar, en sú neitun átti sinn mikla þátt i slæmri útkomu flokks- ins í kosningunum það ár.“ Ekki er nánar lýst af hverju þessi samúð er sprottin, — en sjálfsagt er hún vegna með- fæddrar mildi Alþýðuflokks- manna gagnvart öllu því sem íninni máttar er, — og ungir jafnaðarmenn telja réttilega, að núverandi ríkisstjórn eigi miklu fremur samúð skilda en nokkurn stuðning. Laun heimsins og ríkis- stjórnarinnar Hinir ungu hugsjónaríku jafnaðarmenn hafa vissulega átt von á því, að einhverjar þakkir bærust frá ríkisstjórn inn vegna samúðarinnar, en því var ekki að heilsa: „En laun heinisins og ríkis stjórnarinnar eru vanþakk- læti. Sést það bezt með Fram kvæmdastofnun rikisins, sem Alþýðuflokkurinn studdi á all an hátt. Greiddi m.a. frum- varpinu um hana atkvæði á Alþingi, enda var haldið, að hún ætti að starfa i anda skipulagshyggju jafnaðar- stefnunnar.“ Nú hafa ungir jafnaðar- menn hins vegar séð, að þessi margfræga stofnun starfar alls ekki í anda þessarar skipu lagshyggju og er það nánar skýrt: „Með tilkomu stofnunarinn- ar skapaðist að sjálfsögðu það vandamál, hverjir ættu að bera uppi framkvæmd stefn- unnar, þ.e. hverjir skyldu starfa við hina nýju stofnun. Þá gekk maður undir manns hönd, (sic) að bjarga sjálf- stæðismönnum i Efnahags- stofnuninni, sem voru margir, um áframhaldandi embætti við hina nýju stofnun, og tókst það. En hver voru við- brögð ríkisstjórnarflokkanna gagnvart Alþýðuflokknum, flokki jafnaðarstefnunnar á íslandi. Hjá Efnahagsstofnun inni var einn Alþýðuflokks- maður. Afstaða stjórnar Fram kvæmdastofnunarinnar gagn- vart honum var einföld. Hann var rekinn.“ Hinn minnsti bróðir •ttg fyrst þannig er farið að, er ekki von, að Alþýðuflokk urinn hafi lengur samúð með rí kisstj ór ninni: „Rikisstjórnin reynir nú mjög að viðra sig upp við þingmenn Alþýðuflokksins. Hún skilur samt ekkert í þvi, að Alþýðuflokkurinn skuli ekki hlaupa upp til handa og fóta og þiggja öll tilboð henn ar um stjórnarþátttöku. Jafn aðai-stefnan, forsvar hins vinnandi manns og lítilmagn- ans i þjóðfélaginu, ristir nefni lega ekki dýpra hjá ríkis- stjórninni en það, að hún fær ómögulega skilið, að Alþýðu flokkurinn hefur þá afstöðu til svona vinnubragða, að það sem þið gerið einum af mín um minnstu bræðrtmi, það gjörið þið mér einnig." Hugsjónaríkir eru ungir jafnaðarmenn: Einn maður rekinn — og þá er allt búið! spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. SPARIMERKI NÁMS- MANNA Guðjón Jónsson, Jörva- bakka 20 ,spyr: „Mig laingar að beina þeirri fyrirspurn til ríkisskattstjóra, á hvaða forsendum námsmönn um, sem ekki leysa út spari- merki sín, er óheimilt að telja þau til frádráttar við gerð skattskýrslu, eins og skatta- og útsvarslögin virðast kveða á um.“ Ríkisskattstjóri svarar: „Skv. b-lið 12. gr. laga nr. 30/1970 um Húsnæðismála- stofnun ríkisins er „Skólafólk, sem stundar nám í skóla 6 mánuði eða meira á ári . . .“ undanþegið sparnaðarskyldu. Skv. 2. mgr. 11. gr. sömu laga er fé það, sem skylt er að spara, undanþegið tekjuskatti og útsvari. Sparnaður án skyldu er ekki undanþeginn tekjuskatti og útsvari og spari merkjakaup þeirra, sem spara án skyldu, eru því ekki frádráttarbær frá tekjum.“ ÁRAMÓTAUPPGJÖR FRÁ BÖNKUM Ingvi Hrafn JónsSon, Mávahlíð 34, spyr: „Hvenær má vænta þess að ísienzkar peningastofnanir, bankar og sparisjóðir sendi viðskiptamönnum sínum um áramót uppgjör um vaxta tekjur og vaxtagjöld og auð- veldi þeim m.a. mjög gerð skattaskýrslu?" Reynir Jónasson, skrifstofu stjóri Útvegsbankans, svarar: „Bankar og sparisjóðir hafa í áraraðir sent viðskiptamönn um sínum reikningsyfirl.it af viðskiptareikningum og koma þar meðal annars fram bæði vaxtatekjur og vaxtagjöld eft ir því hvers konar viðskipti er um að ræða. Vextir eru að sjálfsögðu færðir í sparlsjóðs bækur í byrjun hvers árs, og enginn, sem fær víxil í banka, fer út án vaxtanótu. Mér er ekki kunnugt um breytingar á þessu formi, en þeir við- skiptamenn, sem þess óska, hafa fengið heildaryfiriit við skipta s nna við banka eða sparisjóði.” REGLUR UM ÁVÍSANIR Eiín Torfadóttir, Fremristekk 2, spyr: „Hver setur reglur um, að mjólkurbúðir megi ekki taka við hærri ávisunum en 1000 kr., fiskverzlanir ekki hærri ávísunum en 200 kr. og apó- tek ekki hærri en 2000 kr.? Ég kom á dögunum í apótek og hafði ekki annað fé en 4.500 kr. ávísun. Fékk ég þá áður nefndar upplýsingar og mér var þannig svarað í viðurvist margra í aígreiðslusal, að lit- ið gat út fyrir að hér væri al ræmdur ávísanafalsari á ferð.“ Reynir Jónasson, skrifstofu- stjóri Útvegsbankans, svarar: Hér eru þvi miður rótgróin vandkvæði á að selja tékka- ávísanir, þótt menn eigi vel fyr ir þeim í banka sínum. Þrátt fyrir margra ára baráttu bank anna fyrir því að gera tékka ávísanir áreiðanlegan gjald- miðil, hefur það ekki tekizt sem skyldi enn. Flest fyrir tæki taka þó tékka sem greiðslu, sé fjárhæðin sú sama og keypt er fyrir. RegLur þær, sem mjólkurbúðir, fiskverzl- anir og apótek hafa sett þessu viðvíkjandi, eru bönkum og sparisjóðum ókunnar, og eru settar einhliða af forráða- mönnum þessara fyrirtækja. Til sölu plastverksmiðja í fullum gangi. Verksmiðjan selst með vélum, húsum og öðru tilheyrandi. Nánari upplýsingar gefur Óskar Sveinbjörnsson c/o Korkiðjan hf., Skúlagötu 57. Jörðin Miðdolnr í Lnugardnl hefur verið auglýst laus til ábúðar frá næstu fardög- um. Allar umsóknir skulu hafa borizt til skrifstofu Hins íslenzka prentarafélags, Hverfisgötu 21, fyrir 28. febrúar næstkomandi. Fasteignanefnd H.Í.P. Til sölu Mellor Bromley hringvél nr. 14. Vélin er sem ný. Mellor Bromley nr. 20 fyrir fataefni. Boraz Sjekkord nr. 5, prjónar mynstur, og 1 stk. Overlokk saumavél Special. 2 stk. Union Special, 3ja nála. 2 skurðar- hnífar 6" og 40”. — Góð greiðslukjör. Upplýsingar í síma 1996 á Akranesi. Vesturbœr i nágrenni Landakotsspítala er til sölu 6 herbergja íbúð i 2ja ibúða húsi. Stærð hæðarinnar er 153 fm. Ibúðin er 2 samliggj- andi stofur, stórt eldhús með fullkomnum vélum, 4 svefnher- bergi, bað, skáli, ytri forstofa og fleira. I kjallara fylgír frágeng- inn bílskúr. Getur verið laus 1. mai n.k. Sérinngangur. Sérhiti, Sugurhvalir. Lóð frágengin. Nýleg íbúð. IVIikil útborgun nauð- synleg. Teikning til sýnis í skrifstofunni. FASTEIGNASALAN, SUÐURGÖTU 4, Árni Stefánsson, hrl., Úlafur Eggertsson, sölumaður. Símar: 14314 og 14525.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.