Morgunblaðið - 24.02.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1973 21 Hún var á hlægilega lágu verði þessi. . . . — Má ég fá afganginn lán- aðan, þegar mamma kemur til baka með bílinn? — Ég á gamlan hatt og frakka, ef þú bíður augnablik, þá ætia ég að slást í hópinn. — Já, það er viðkomandi þessari bakteríuræktun . . . % 'stjörnu , JEANEDIXON flrúttirinn, 21. marz — 19. april. Þú aðgrætir vandamAlin með varúð, »g; leitar l»ér aðstoðar sér fróðra við fráfang þeirra. Nautið. 20. apríl — 20. maí. I»ú forðast fjármálin næstu dagra, en einbeitir þér að félarslejfiim aðserðum. Tviburarnir. 21. maí — 20. júní Þú réttir út höndina og vilt gefa og miðla ástvinum þíuum með þér, en ætlast til einskis að launiim. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú hreinsar til I vinnunni, og gætir vel að þeim störfum, sem á dagrskrá eru fyrlr. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú verður að taka daftinn snemma, og hveruig væri að reyna morgrunleikfímina. Vtðskiptin g;efa þér mjög; gróðar vonir. Mærin, 23. ágúst — 22. september. Þú nennir ekki að rífast um gamlar erjur, einbeittu þér að þvS að koma fjármúlunum á réttan kjöl og; innheimta. Vogin, 23. september — 22. október. VinmijErleðin er þér miklu meira virði en ástæðan fyrir verkun- Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Fólk bfður átekta, og; væntir mikils af þér. I»ú spreytir þig;. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú ert sérlega tung;ulipiir og ötull að semja í dag, og; komdu nú aðaláhug;amálum þSnum á framfæri. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú ert örlátur þar sem þér er það mikilvægt. Þú mátt tefla á tvær liættur að vissu marki. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Það kann að taka þig; allan dag;inn að koma máliini þímim á hreint, en kvöldið er bæði lang;t og; skemmtileg;t. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Vinir þinir, sem hafa f.jarlæg;/.t þig; koma aftur. Láttu þá eig;a sig;, en vertu stærrí maður á eftir. EINS OG HETJULJÓÐ.... Framhald af bls. 17. að skelfing hafi gripið um sig, hvað an sem sú frétt er komin, en mér hefur alltaf skilizt að allt hafi geng- ið fyrir sig ótta- og skelfingarlaust. Kannski er hið rétta, eins og oft endranær, einhvers staðar þarna á milli. Og vonandi er að þeir sem hræddir urðu (hver mundi ekki hafa orðið hræddur og hver varð ekki hræddur?) hafi náð sér og treysti sér til að snúa heim aftur, þegar ósköpin eru afstaðin. Án búsetu i Vestmannaeyjum er Island stórum fá tækara land en áður var, hvað sem öllum fasteignum líður. Krumm vitn- ar m.a. í grein sinni í Þóri Kr. Þórð- arson, prófessor, og kemst hann eitt- hvað að orði á þá leið, ef ég man rétt, að Vestmannaeyingar muni fara heim aftur, þó að jörðin brenni und- ir fótum þeirra. Vonir standa líka til að þar verði ekki gos næstu 6000 árih. En þess ber þó að gæta að það er víst rétt sem ég hafði eftir einu blaðinu í Danmörku að meginlöndin flytu hvert frá öðru sem nemur 3 sm á ári, þvl að Die Welt fullyrð- ir í grein að sú staðreynd liggi nú fyrir eftir rannsóknir þýzka skipsins Meteor. í þessari sömu grein er varpað fram þeirri spurn- ingu hvort Island sé e.t.v. tappi á jarðskorpunni, þar sem umbrot og árekstrar fá eins konar útrás. Þetta liggur enn ekki fyrir, segir blaðið. Ef ég skil útlistanir blaðsins rétt, verður eldgos eins og í Surtsey (og e.t.v. einnig Helgafelli), þegar gas myndast við það að sjór fellur ofan í eins konar ,,reykháf“ eins og blað- ið segir, í jarðskorpunni óg kemst að fljótandi neðanjarðarhrauninu. Þá hefur gasmyndunin sprengingu i för með sér, enda hefur „massinn" komizt á hreyfingu við þessa óvæntu heimsókn. Þannig er um alla hluti: andstæðurnar koma af stað hreyfingu — og þá gerist alltaf eitt- hvað. Án hreyfingar væri tilveran „dauð“. XXX í grein í Die Welt segir Rainer Fabian m.a.: „Sá sem flýgur þangað (til Eyja) sér fyrst eldspýtu blossa við himin. Síðan allt í einu eins og logi. Úr eldspýtunni flöktandi leift- urblossi . . .“ Og svo flýgur blaða- maðurinn yfir eldinn, sér gjósandi gapið og ekkert er til lengur — nema bruni. Hann talar um að „Heimaey wird zu Tode gequált" (kvalin til dauða) og virðist það mjög ofarlega í hugum þeirra megin- landsblaðamanna sem þangað hafa farið. Þess vegna yrði þeim mun ánægjulegra að geta bjargað lífi eyj- arinnar, sótt hana í greipar dauðans. Þorrablótið þar nýlega gefur vonir um að svo verði. Erfisdrykkja er annað en þorrablót. XXX í mörgum þessara erlendu greina er minnzt á að víkingarnir hafi kom- ið til Islands og Vestmannaeyja 874. eða fyrir 1100 árum, svo að þjóð- hátíðin, sem Eyjaskeggjar hafa hald- ið mestri tryggð við allra lands- manna, hefur fengið sína auglýsingu. Ég held það sé vart hægt að aug- lýsa 1100 ára afmæli Islands byggð- ar öllu betur en gert hefur verið í þessum greinum. Og ef einhver hef- ur haldið að eskimóar byggju i snjó- húsum á íslandi, þá vita þeir nú bet- ur. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Sum blöðin flaska i fyrstu á Vest- mannaeyjakaupstað og halda að bær inn á Heimaey heiti „Kaupstaður". Það er eins og þegar erlendum frétta mönnum Morgunblaðsins berast bréf með áletruninni: Mr. Erlendar fréttir. En svoleiðis smáræði fyrir- gefur maður útlendingum auðveld- lega. Líklega er þetta síðan Ingimar Erlendur skrifaði Borgarlíf á rit- stjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. XXX í einu blaðinu er haft eftir „Haus- frau Haldora Haldersson (26): „Ég og bæði börn mín vorum í fasta svefni. Skyndilega köstuðumst við fram úr rúmunum. Ég lagði frakk- ana yfir börnin. Siðan þutum við út úr húsinu. Við heyrðum öskrið í eld fjallinu. Óttinn við að brenna lifandi, var hræðilegur.“ Og eftir Birni Páls- syni er haft: „Það var hættulegt að lenda, því að flugvélin okkar hefði getað sprungið í loft upp.“ Rainer Fabian sem fyrr er nefnd- ur lýkur sinni frásögn, sem heitir: Eldur, vatn — og hetjuljóð, með þess um eftirminnilegu orðum, sem Islendingar ættu að veita athygli: „Ennþá biða fiskimennirnir eft- ir kraftaverki. Og kannski er allt þetta, trútt islenzkri arfleifð, ekkert annað en eins konar hetjuljóð." Eins og ég hef alltaf verið að reyna að segja. Andörlög samkvæmt kenningu Malraux. XXX Um það leyti sem ég fór frá Höfn rifjaði Sydsvenska Dagbladet upp aðstoð Svía við önnur lönd, ég veit ekki hvort það hefur staðið í nokkru sambandi við handtak þeirra nú, þegar Vestmannaeyingar eiga í hlut: Svíar veita Indverjum 125 millj. sænskra króna aðstoð, Tanzaníu, 120 millj., Kenya 60 millj., Kúbu og Tún- is 35 millj. Chile og Eþíópiu 30 millj. og Zambíu og Botswana 20 millj. sænskra króna aðstoð. Við skulum ekki hafa neinar áhyggjur af fram- laginu til okkar. Við tökum bara í framrétta hönd Svía eins og annarra og þökkum fyrir okkur, án „stoltara legs hiks“ eða flaðrandi þakklætis. Upplitsdjarfir, en þó þakklátir. Norðurlönd hafa sýnt okkur að norrænt samstarf og bræðraþel er ekki aðeins í orði, heldur einnig, og ekki síður, á borði. Ég hef aldrei upplifað aðra eins umhyggju fyrir íslandi og Islendingum og fyrstu gos dagana. Þá var ég í Kaupmannahöfn. Viðbrögð Dana voru ógleymanleg. En eldgosið hefur sokkið djúpt i undirvitund fleiri þjóða. Þannig tal- ar eitt þýzku stórblaðanna nýlega um „Der Tanz auf dem Wáhrungs- vulkan" („Dansinn á gjaldeyriseld- fjallinu“), þegar Nixon lækk- aði bandaríska dollarann, og safn- anir hafa verið í Þýzkalandi og víð- ar: „Heimaey-Island-Nothilfe e.V*" er á vegum Dieter (Gunnars) Wend- ler og félaga hans í Frankfurt, ís- lendingakvöld eru í undirbúningi í nokkrum borgum Þýzkalands, en tím inn líður. Og áhuginn minnkar. Fólk er fljótt að gleyma hörmungum nú á tímum, eins og ég hef áður bent á. Þó kernur alltaf eitthvað óvænt upp: nýlega barst skrifstofu Flugfé- lags íslands í Frankfurt fra'mlag frá Þjóðverja einum, sem langar til „að draga úr neyð íslenzku þjóðarinn- ar með 50 marka framlagi. Svo spyr hann um hvort Hjálmar Eiríksson frá Vestmannaeyjum sé enn á lífi: „Hann var fiski- maður og bjó í bænum." Bréfritari segist hafa átt bréfaskipti við hann 1931 og sendir ljósrit af póstkortum sem Hjálmar sendi honum, annað með stimlinum: Luftsehiff Graf Zeppelin, Islandsfahrt 1931 (Loftskipið Zeppe- lin greifi, Islandsferð 1931) og hlýt- ur kortið að vera komið i sæmilegt verð nú. Af kortinu má sjá að Þjóð- verjinn heitir: Friedrich A. Schroth, jun. Hjálmar hefur skrifað á ensku og segir að kortið fari „by air post when „Graf Zeppelin" flies to Reykjavik at the end of this month“ (bréfið er sent frá Vestmannaeyjum 25.6. 1931, en kemur skv. póststimpli til Friedrichshafen 3.7. 1931. Þannig liggja leiðir fólks saman með ýmsu móti, i gleði og örvænt- ingu, lífi og dauða. XXX (P.S. í grein minni um danska skáldið Jens August Schade í Hafn- arhripi varð sú prentvilla, gárung- um væntanlega til gleði og ánægju, að þar stóð höfn í stað höf. Rétt er málsgreinin svo: „Og ljóðið fellur i breiðum farvegi, allt að þvi foss- andi mælskt, en þó kliðmjúkt, og rennur með fljótinu inn í höf tim- ans.“ Hér er fjallað um hið athyglis- verða ljóð Schades „Konkyliens siang", 1944).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.