Morgunblaðið - 24.02.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1973 Öruggara að virkja á gamla berginu en eldgosasvæðinu Viðtal við Elsu G. Vilmundar- dóttur, jarðfræðing Þegar hugmyndlr fæðast um virkjun á einhverju vatma svæði, vakna ýmsar spurning ar um aðstæður, og þá ekki sízt um jarðlögin í kring. Tffl að gefa nauðsynleg svör, verða jarðfræðingar að hefja margs konar rannsóknastörf á staðnum og gera sér greim fyrir svæðinu. Einn þeirra jarðfræðinga, sem á undan- förmum árwm hafa unnið að sBkum rannsóknum á virkj- umarstöð'Um er Etsa G. Vil- mundardóttir, sem lauk jarð- fræðiprófi við Stokkhólmishá- skóla 1963. Hún byrjaði að vínna á vegum Orkustofnun- ar við Búrfel'l 1961 og var Við flestar jarðfræðilegar ranmsóknir á Tungnaársvæð- inu fram til ársins 1969. En þá voru fram koronar hug- myndir um hina mikliu Aust- urlamdsvirkjum, sem kröfðust ýmissa frumirannsókjna og svara uni jarðlögim á þeim slóðum. 1970 var Elisa því við jarðfræðileg rannsóknastörf við Jökulsá í Fl!jótsdal. Og nú ætlar hún að flytja fyrir- lestur um jarðfræðirannsókn ir sínar í Fljótsdal og við SnæfeTl hjá Nábtúrufræðifé- Iagimu á mánudagskvöl'd. Það varð tilefni þess að undirrirtaður blaðaimaður lét verða af gömliu áformi Um að rceða við hana. En það hafði kviknað, er hann fyrst rakst á hana við Vatnsfell við Þór isvatm árið 1969, þar sem húm bjó þá í einu af þessum litl'u BúrfeUshúsum á sandauðm- inni með tvö lítil börn sin ag barnfóstru, meðan hún vann að söfnun gagna. Og aftur síð ar í FTjótsdalnum, þar sem hún vann að rannsóknum sumarið 1970 og bjó með bömum sinum og barnfóstru á Skriðukiaustri. En Elsa segist hafa haft börnin, sem nú eru 5 og 7 ára görnul, með sér síðan þau fæddust. Hún missi þá ekki sambandið við þau og geti samt stundað sín störf, við efnissöínun á fjðll- um á sumrin og úrvinmslu gagna á vetrum, sem mikið má vinna heima. Það sé að vísu nokkuð erfitt og ýmis vandamál þurfi að leysa, en þetta gangi vel. Samstarfs fólk hennar hafi sýnt mi'kla tiTTTbssemi og hafi raumar bara gaman af börnunium. En það var ekki um börn og úti- vinnandi konur, sem við ætl- uðum að ræða heldw visinda legar rannsóknir í Fljótsdal og við Snæfel'l. — Þetta er híuti af rann- sóknaáætiiun fyrir Austur- land vegna hugsanlegra virkjana. Nær áætlunin yfir allt svæðið, frá Jökul'sá á Fjöllum að Jökulsá i Fljóts- dal, hóf Elsa útskýringar sin ar, er við vorum setztar á heimili hennar í Kópavogi. — í minn hlut kom forrann- sókn á svæðinu meðfram Jök ul'sá í Fljótsdal og ég rakti jarðlögin meðfram ánni, frá Bessastaðagili inn undir Eyja bakkajökul eða um 40 km Rann- söknir Zi vegalengd og skrifaði um þær rannsóknir skýrsliu fyrir Ork'ustofnun, sem var tilbúin si. sumar. — Hvernig jarðlög eru á þessu svæði? — Jarðlögin eru byggð upp af hraunlögum. Og á miMi þeirra eru önnur lög, svo sem möl, sandur og ösku Iög. Einnig finnst oft jökul- berg, sem er harðnaður jökul ruðningur milli hraunlag- anna. En það er mjög ein- kennandi fyrir hið svonefnda kvartertlmabil, sem mest afflt berg á þessu svæði tilheyrir. — Hægt er að gera sér all- góða grein fyriir al'dri bergs- ins með því að miæla segul- stefnu hrauinlaganna oA, heldur Elssa áfram útskýring- um sínium. — Elzta bergið, sem ég fann, var rúimlega 4 milljom ára gamalt og er í Bessastaðagili skammt frá Skriðuklaustri. Síðan rökt- um við okkur gegmum lögim, sem raðast þarna hvert ofan á annað, meðlfram Jökulsánni og enduðum í bergi, sem er um 1 miiajón ára gamalt við Eyjabakkafoss og við Laugafell, norðaustur af Snæ felli. Þetta berg spannar því um 3 mil'ljónlr ára hvað ald ur snertir. — Og þið getið raunveru- lega lesið aidurinn í svoma gömlu bergi, þar sem þið sjá- ið það i klettavegg? -— Menn hafa komið upp algóðu timatali sem nær um 4,5 mil'ljönir ára aftur í tím- ann og er bygigt á mælimgum á segulstefnu i hraunum og mælimgum á hliutfalli geisla- virks kalíums og argons í berginu. Ég notfærði mér þetta timatal og mældi segul stefnu hraunlagamna og reyndi að koma þeim á rébt- an stað í timatalinu. Auk þess hafði ég stuðm'.mg af rann- sófknum Wensimks, Walkers og fleiri jarðfræðinga á svip uðuim slóðum. — Skiptir aldiursákvörðun bergsins miklu máli, t.d. með tilliti til hugsanlegrar virkj- umar? — Já, allur fróðl'eikur skiptir máli og þa-ma hefur hann líka hagnýta þýðingu. Aldurinn á berginu gerir all'a túlkun á aðstæðum öruggari. Ef byggja á stór mannvirki, þá er mikilvægt að gera sér sem bezta grein fyrir aðstæð um, bæði með tilliti til stað- setningar mannvirkja og hönnunar þeirra. En berg breytist með aldrinum og eig inleikar þess oft jafmhliða, t. d. þétitíeikinn. — Varztu vör við nokkuð óvænt þarna? Eitthvað sem þið höfðuð ekki áitt von á? — Ég veit ekki hvað segja Elsa G. Vilmiindardóttir, jarðfræðingur. skal. Þarna var vissuTega margt athyglisvert. Ti'l dæim- is var í elzta berginu þykkt lag af flykrubergi, en það er ljósleitt vikurlag, sem minn- ir á ljósiu öskul'ögin frá Heklu. Þetta lag er bara svo þykkt, um 70 m, að það virð- ist stutt að komið. Ég get hugsað mér að á þessum slóð um, þar sem Lagarfljót er núma, hafi risið við eldgos stórt og myndarlegt f jal'l, sem nú er gersamlega horfið. Þar sem hafa runnið hraun, má gera ráð fyriir að nú séu hæð ir eða fjöll, en þar sem hloð usit upp limari lög, má heldur gera ráð fyrir að nú séu lsegð ir, þvi þau hafa frekar graf- ízt burt. Annað styður þessa hugmynd um fjaMið, að undir ösikul'aginu er mikið og greini legt jökuiberg, þótt loftslag hafi verið tiltöiulega hlýtit á þessum tíma. Það bendir til þess að þarma séu leifar af jöteultiungu, sem hafi skriðið niður af háu fjalli. Þetta fjal'l hefði þá verið þarna fyr- ir rúmum 4 millijónum ára. Ég fann raunar fleiri merki um þetta fjall, en kannaði það ekki nánar, enda utan míns verksviðs og ekki tími til að sinna því. — 1 Fljótsdalnum hefur ver ið mikil eldvirkni, segir Elsa ennfremur. Þar eru t.d. benggangar og er Tröl'llkonu- sitígur hjá Valþjófsstað þeirra mestur. Viða sjást í millilögum gjall og hraun kleprar, eins og síettist upp úr gíigum. Og á einum stað þóttist ég sjá gamla gigskál. Það hefur verið mikið að ger aslt á þessum slóðum í eina tíð llíkt og enn gerist á Is- landi. En þetta hefur al'lt gerzt löngu fyrir okkar tíma. — Þá komum við að sfjurn- ingu, sem er ofarTega í huga marigra nú, þegar el'dur er uppi á íslamdi. Er ekki óvit- urlegt að setja allar stór- virkjanir niður á eldvirkasta svæðinu á Islandi? Br þetta svæði, sem Austurlandsvirkj- un er hugsuð á, ekki miklu öruggara fyrir e.'dgosum? — Jú, þarna austast, við Jökulsá í Fl'iótsdal er aðal- lega berg frá kvartier, sem er allt að 3,3 miU'jón ára gam- alt, en bergið verður þvi eldra sem austar dregur. Og gera má ráð fyrir að miklu öruggara sé að virkja á þessu bergi en á bergi virkra eldgosasvæða. Bergið er þarna lika orðið þétt og ekki ástæða til að búast við að vatnið sigi í gegnum það og tapist. Og ekki hafa orðið þarna mikil flóð. Eyjabakka jökull hefur að vísu hlaupið, en aldreí valdíð meiri háittar vandræðum, svo vitað sé. SnæfeTl er eTdfjall af svip Framhald á bls. 15. Kort, sem sýnir hugsanleg virkjunarlón við Jökulsá í Fljótsdal, Eyjabakkalón lengst til vinstri og Gilsárlón til hægri, en þaðan fæst fallið niður að raf- stöðinni í Fljótsdal. Á milli þeirra yrði vatnið leitt og kæmi þverleiðsJa frá Jökulsá í Bal og Jökulsá á Fjölluim, eins og sést af dökku rennunum. Vegna virkjananna rakti Elsa jarðlögin nieðfram Jökulsá í Fljótsdal og gerði jarðfræðiramnsóknir þar og við Snæfell, sem er ofarlega á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.