Morgunblaðið - 24.02.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1973 11 Þorsteinn Vilhjálmsson; Ráðvilltum svarað 1. INNGANGSORÐ Hinn 12. þ.m. birtist í Morg- unblaðinu grein eftir Guðmund Haljgrimsson lyfjafræðing undir heitiinu „ „Raunsæi“ raunvisinda manns". Gamalt spakmæli segir að „ í upphafi skyldi endinn skoða“ og ég geri ráð fyrir að ritstjórn blaðsins hafi það í huga þegar hún tekur til birtingar greinar sem snúast eingöngu um ummæli einstakra manna og um persónu þeirra. Þar sem þetta gildir i hæsta máta um fyrr- nefnda grein Guðmundar imynda ég mér að þetta svar þolandans verði greiðlega birt i blaðinu, t.d. á auglýsingasíðum. Umrædd grein G. H. fjallar um ræðu sem ég flutti í Háskóla- biói 1. des. s.l. og var útvarpað beint, svo sem venja er um há- tíðadagskrá háskólastúdenta þann dag. Ræðan birtist svo á prenti í Þjöðviljanum 5. des. s.l. 2. „VIÐTEKINN LESTUR ÚR WÓÐVIL.IANUM“ Við lestur greinar G.H. hnaut ég fyrst um eftirfarandi um- mæli: „Það er alveg rétt hjá Þorsteini að það var lítið um rök í ræðu hans, hins vegar voru þessar lítt viðteknu skoðanir ær- ið úldnar, enda viðtekinn lestur úr Þjóðviijanum s.l. tvo ára- tugi.“ Ég læt aðra um að dæma rökvísi okkar Guðmundar, en mér þykir frekar óvenjulegt að lesa í Morgunblaðinu að eftir- farandi atriði til dæmis séu „við tekinn lestur úr Þjóðviljanum s.l. tvo áratugi": — að samstaða risaveldanna tveggja (Sovétríkj anna og Bandaríkjanna) eigi eft ir að koma æ betur í ljós á næstu árum, — að myndazt hafi forrétt- indastétt í Sovétríkjunum, — að atvinnustjórnmálamenn bæði til hægri og vinstri séu ráð- villtir vegna hræringanna meðal ungá fólksins i dag, — að við eigum samstöðu með tékknesku þjóðinni en ekki með sovézku hervaldi. Öll þessi atriði komu fram í ræðu minni og voru flest meðal meginatriða hennar. T.d. tók ég síðasta atriðið fram i lokaorð- um, þar sem ég reyndi að draga saman það sem ég vildi sagt h£ifa. 3. HVAB ER AUÐVALD? Ég reyndi að skilgreina hug- takið auðvald i ræðu minni á eft irfarandi hátt: „Auðvald er að sjálfsögðu það vald sem einstakl ingum eða hópum hlotnast vegna eignarhalds á fjármunum, ekki sízt framleiðslutækjum og fast- eignum. Þegar menn syngja svo- kölluðu frjálsu einstaklingsfram taki Iof og prís, eiga þeir m.a. við frelsi einstaklingsins til þess að skapa sér þetta vald og halða þvi. Auðvald birtist okkur ann- ars í sinni grófustu mynd i ein- okunarauðhringum hins vest- ræna heims." Guðmundur telur þessa skil- greiningu harla víðtæka. M.a. nefnir hann lífeyrissjóði verka- lýðsfélaganna sem dasmi um „auðvald". Ég er vafalaust miklu fáfróðari en Guðmundur um völundarhús eignaréttarins en mér er ekki kunnugt um að lífeyrissjóðir eigi framleiðslu- tæki eða fasteígnir. Ég vil líka taka fram Guðmundi og öðrum til hugarhægðar að t.d. eign á eðlilegu húsnæði til eigin nota gerir menn ekki að auðvaldi ein sér, éirifaldlega vegna þess, að henni fýlgir nánast ekkert vald. Eftir hugleiðingar sinar um viðtæka spönn auðvaldshugtaks ins segir Guðmundur orðrétt: „En eftir skoðun þeirra manna sem eru gegn auðvaldi eftir skýr lngu Þorsteins þá er eina raun- hæfa leiðin til að berjast gegn auðvaldi að gera menn að aum- ingjum efnalega séð.“ Ég verð að hryggja lesandann með því að ég ætla ekki að svara þess- um ummælum með samsvarandi orðavali; eftir mínu viti svara þau sér sjálf og gildir það einn- ig um fleiri ummæli Guðmurid- ar. 4. EINOKUNARAUÐHRINGAR Vegna fyrrgreindra ummæla minna um vestræna einokunar- auðhringa segir G.H.: „Það væ'ri fróðiegt að heyra nokkra slika auðhringa nefnda og fá rök fyr- ir því hve „grófir“ þeir séu.“ Mér er bæði ljúft og skylt að reyna að fræða Guðmund og aðra eitthvað um þetta atriði. Ýmsir auðhringir, sem eiga flestir uppruna sinn í Banda- ríkjunum en starfa annars á al- þjóðlegum vettvangi, eru ai- þekktir á íslandi. Ég nefni t.d. olíuauðhringina Standard Oil (Esso), Shell ög BP (báðir raun ar brezkir að uppruna), skrif- stofuvéla- og tölvusamsteypuna IBM, sem mun ráða u.þ.b. 70% af tölvumarkaðnum i Bandarikj- unum, bilasamsteypuna General Motors og ávaxtahringinn Un- ited Fruit, sem er ekki sizt þekkt ur fyrir ítök sín í smáríkjum rómönsku Ameriku og áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar í mál efnum þeirra. Auðhringir eru samsteypur einkafyrirtækja sem ráða veru- legum Muta framleiðslu- og dreifingarkerfis þeirra vöruteg- unda sem þeir láta til sín taka. Þess vegna geta þeir haft áhrif á verð framleiðslunnar á hinum ýmsu stigum, að verulegu leyti að eigin vild. Þannig geta þeir sniðgengið lögmál framboðs og eftirspurnar og hina frjálsu sam keppni sem annars er talin hom steinn hins vestræna hagkerfis. Hún fær þess vegna ekki notið sín gagnvart vörutegundum og mörkuðum þar sem einokun auð hringanna segir til sin. Auk þess sem auðhringir ráða oft verulegum hluta markaðsins hafa ýmsir þeirra í hendi sér allan feril vörunnar frá óunnu hráefni til fullunninnar vöru sem neytandinn kaupir við búð- arborðið. Slíkir auðhringir þurfa ekki að verða uppnæmir þótt bókfært tap komi fram á einu framleiðslustigi vörunnar, því að þeir geta jafnað það með gróða á einhverju öðru stigi. Þetta gefur ýmsa möguleika t.d. ef framleiðsia og dreifing fer fram í mismunandi löndum þar sem skattar og skyldur kunna að vera misjafnlega þungbær. Gott dæmi um þetta eru oliufé- lög Vestur-Evrópu sem ráða m.a. yfirleitt yfir olíuskipunum sem flytja oliuna á áfangastað og skrá þau gjarnan í „hagstæð- um“ löndum eins og Líberlu og Grikklandi. Vegna lágra skatta í slikum löndum er sérlega arð- bært að reka olíuflutning- ana með veru-legum gróða. Hitt gerir svo minna til þótt gróð- inn verði minni hjá dótturfélög unum sem sjá um dreifingu og sölu oHunnar í Vestur-Evrópu, enda yrðu ' skattar af hagnaði þar tiltölulega háir'. Álihringir eins og Alusuisse, sem G.H. hef ur kannski heyrt nefndan, munu einnig geta beitt hliðstæðum að- ferðum. Þess má geta að ýmsir telja samband íslenzkra samvinnufé- laga til auðhringa, enda sýnir það fyrrgreind auðkenni að nokkru leyti. Ég treysti mér þó ekki til að taka afstöðu til þess- arar skoðunar, en mér er ekki grunlaust um að sumir flokks- bræður Guðmundar aðhyllist hana. Annars kemur mér mjðg á óvart að Guðmundur skuli segjast vera svo ókunnugur auð hringum og ávirðlngum þeirra. Þetta fyrirbrigði er sumsé hvorki nýtt af náiinni né held- ur getur hugtakið talizt séreign neinna tiltekinna skoðanahópa. Þannig má lesa um auðhringa bæði í kennslubókum í mann- kynssögu og í alfræðibók- um. Samkvæmt einni slíkri heim ild (Vor tids leksikon, Kaup- mannahöfn 1951) voru fyrstu lög in gegn auðhringum sett á 16. öld. Síðar segir þar orðrétt: „Af staða ríkisvaldsins til auðhringa hefur verið mjög mismunandi eft ir löndum; þannig var ekki tek- in upp stefna gegn auðhringum í Bretlandi fyrr en 1948, en i Bandaríkjunum hefur hins veg- ar verið háð hörð barátta gegn þeim i mörg ár.“ Síðar segir þó að þessi barátta hafi reynzt mjög torsótt. Undrun mín á fáfræði og skiln ingstregðu G.H. stafar einnig af þvi að mér hefur skilizt að ýms- ir flokksbræður hans séu lítt hrifnir af auðhringum. Slík af- staða er raunar mjög eðlileg, ef menn telja sig einlæga stuðnings menn frjálsrar samkeppni og vilja reyna að vera sjálfum sér samkvæmir. 5. AUBVALD AUSTANTJALDS ? 1 kafla sínum um auðvald seg- ir G.H. einnig: „Ég veit vel að raunvísindamaður eins og Þor- steinn mun aldrei viðurkenna það, að miðstjórnarauðvald hins austræna heims, þar sem fámenn ar klíkur manna er kalla sig kommúnista, og nota framieiðslu tækin og fasteignirnar til þess að tryggja sig í sessi og að hneppa heilar þjóðir í andlega fjötra, að það sé verra eða gróf- ara en vestrænir einokunarauð- hringar." Hér ber líklega minna i milli en Guðmundur heldur. Það sem ég hnýt fyrst og fremst um í þessari glæsilegu klausu er að- eins stafirnir „auð“ í orðinu „miðstjómarauðvald". Ég á sum sé mjög erfitt með að skilja að hægt sé að kalla miðstjórnar- vald Austur-Evrópu auðvald. Mér er t.d. ekki kunnugt um að stjórnarherrarnir austur þar eigi framleiðslutæki eða fasteign ir í þeim skilningi sem við leggj- um vemjulega í þetta orð; þeir geta t.d. ekki selt eða keypt slik ar „eignir" með eigin gróða í huga. Annars er ég kannski bara ókunnugri þessum hlutum en Guðmundur. Að öðru leyti er ég aðalatriðum sammála þessari og öðrum lýsingum Guðmundar á ástandinu fyrir austan frægt járntjald. Að vísu skortir mig þekkingu til að gera nákvæman samanburð á miðstjórnarvaldinu fyrir austan og valdi auðhring- anna fyrir vestan, enda efast ég mjög um að slikur samanburð- ur gegni nokkrum ti’lgangi. Ég- bendi aðeins á þá einföldu stað- reynd að annað er þar en hitt er hér (að meðtöldu riæsta ná- grenni og bandalagsrikjum okk- ar). Með þátttöku í bandalagi með móðurlöndum einokunarauð hringa höfum við á vissan hátt lýst stuðningi við slík fyrir- brigði, auk þess sem við höfum bæði sérstakan rétt og skyldu til gagnrýni ef svo ber undir. Nokkru siðar í grein sinni seg ir Guðmundur: „Samkvæmt við- teknum skoðunum kommúnista gleymir Þorsteinn löndum eins og Rúmenín, Ungverjalandi, A- Þýzkalandi o.s.frv. Berlínarmúr- inn er lítið einkennilegt fyrir- brigði, aðeins er minnzt á Tékkó slóvakíu, en þó í öðru sam- hengi.“ (Síðar í greininni hefur G.H. komið yfir mig nafngiftinni nývinstrisinni, sem hann telur ekki til kommúnista — en látum það biða). Að nokkru leyti staf- ar þetta ásteytingsefni Guð- mundar af þeim hugkvæmnis- og skilningsskorti mínum að geta ekki komið miðstjómarvaldinu austantjalds undir hugtakið auð vald, þannig að það félli þar með undir ræðuefni mitt. Einnig kem ur m.a. inn í myndina sú ein- fMda staðreynd að við Islend- ingar erum hvorki í hernaðar- né efnahagsbandalögum með um ræddum Austur-Evrópuþjóð- um. Hins vegar tel ég mig ekki hafa dregið neina dul á afstöðu mina til nýjasta dæmisins um beitingu hervalds fyrir austan, innrásarinnar i Tékkóslóvakíu, sbr. t.d. tilvitnun í lokaorð ræð- unnar í 2. kafla hér á undan. Ég lengdi að vísu ekki mál mitt um þessa innrás, enda er nú nokk- uð um liðið síðan hún varð og hafa flestar hliðar hennar því komið margoft fram íhpinberum umræðum. Ég hef lika gert af- stöðu minni til innrásar- innar betri skil áður á opinber- um vettvangi, sbr. Stúdentablað ið, 1. tbl. 1972. 6. ÖRYGGI HLUTLAUSRA SMÁÞJÓÐA í umræðu sinni um þetta mál slítur Guðmundur orð mín ger- samlega úr samhengi og lýkur t.d. orðréttri tilvitnun á tví- punkti í miðri málsgrein og miðri hugsun. Ég ætla að geyma glögg dæmi um tilvitnanatækni G.H. til betri tíma, en læt nægja að tilfæra hér ummælin á eftir tvi- punktinum, en þau voru auðvit- að kjarni málsins: „Öryggi þjóð- ar ræðst af miklu fleiri og gild- ari þáttum en fjölda kafbáta, flugvéla og hermanna á tilteknu svæði. Mikilvægasti þáttur svo- kallaðs hernaðarlegs öryggis er að sjálfsögðu líkurnar á hernað- aríhlutun utan frá . . .“ Síðan nefnir Guðmundur nokkur dæmi um skert athafna- frelsi Finna (skyndilegt frá- hvarf þeirra frá þátttöku í Efna hágsbandalagi Norðurlanda, (Nordek) og sýningarbann á kvikmynd eftir bók Soltsé- nitsíns). Ég hafði þessi og hvi- lik dæmi einmitt í huga þegar ég sagði í ræðu minni: „Sátta- semjarahlutverkið bindur að vísu nokkuð hendur þess- ara þjóða í sumum málum, en þær halda i staðinn uppi mikil- vægu frumkvæði á alþjóðavett- vangi.“ Ég vil aðeins þakka Guðmundi fyrir að koma á fram færi rökstuðningi sem ég gat ekki komið fyrir í ræð- unni vegna tímaskorts. Mig langar að láta skemmti- legt smásparð fljóta með hér. G.H. dregur í efa heimildir mín- ar fyrir vinstrimennsku finnskra ihaldsmanna í utanrik- ismálum, og segir frá gagn- stæðri reynslu sinni. Þar sem heimild mín er aðeins munnleg skal ég ekki nafngreina mann- inn hér, en vil aðeins fullvissa Guðmund um að heimildarmað- urinn er dyggur flokksbróðir hans og jafnvel samstarfsmað- ur. Annars hef ég líka eigin reynslu fyrir réttmæti fullyrð- ingar minnar, ef „heimildin“ skyldi skipta um skoðun. Hitt kann þó að vera að full- yrðingin miðist við öliu yngri finnska ihaldsmenn en G.H. hef- ur hitt. Er þá komið inn í málið kynslóðabil innan finnska íhaldsflokksins varðandi utan- ríkismál. Mundi flokkurinn lík- lega eiga sammerkt um slíkt með flestöllum stjórnmálaflokkum á Vesturlöndum nema islenzka sjálfstæðisflokknum, þar sem þetta fræga bil virðist ekki taka til svo mikilvægra mála. 7. CHILE OG KtTBA í fáum orðum minum um Chile j og Kúbu taldi ég slíkar vanþró- aðar smáþjóðir vera að reyna að Hyggja upp sósíalískt þjóðfélag „án óeðlilegra afskipta vin- veittra stórvelda“ („. . . ríkja“ í tilvitnun G.H.) Guðmundi virð ist hafa gengið ilia að skilja hvað ég á við þarna, en mér vit- anlega eru þessi riki hvorki óeðlilega háð Sovétríkjunum né hinu verðandi risaveldi, Kína. T.d. veit ég ekki til að þau hafi tekið afstöðu i hinni miklu deilu milli þessara stórvelda. Guð- mundur leiðréttir þetta sjálfsagt ef hann veit betur. Þegar ég tala um „óeðlileg afskipti“ hef ég m.a. í huga tengsl flestra Aust- ur-Evrópulandanna við Sovét- ríkin eða þá t.d. afskipti Banda rikjanna af „rikisstjóm" Thieus í Saigon og ýmsum ríkisstjórn- um rómönsku Ameriku bæði fyrr og síðar. 8. KÍNA 1 skrifum Guðmundar um Kína keyrir tilvitnanakúnst hans um þverbak. Til að lýsa henni fyrir lesandanum sé ég ekki annað ráð vænna en að til- færa hér viðkomandi kafla úr ræðu minni, með hinum vel völdu tilvitnunum G.H. svartletr uðum. Lesandinn getur þá sjálf ur myndað sér skoðun á vinnu- brögðunum: „Menningarbyltingin var fyrst og fremst hugsuð sem friðsam- leg bylting án blóðsúthellinga, en sem kunnugt er tókst ekld að haldia henmi algerlega I skefj um að þessu leyti. Mér virðist Framihald á bls. 15. Eldsteiking- FyrirskurÖur í daje er eldsteikingr og fyrirskurður sérstaklejra á dagskrá, f veit- insasalnum á 9. hæð, þess vcgna færum við matreiðsluna að miklu leyti ör eldhúsimi, og fram f sal. hað er lystaukandi að horfa á hvernig góð steik verður til með hröðum og öruggum handtökum — við borðið. Verið velkomin. — Borðpantanir í sima 82200. Grettir Björnsson harmonikuleikari leikur létta músik. ‘H’IHIOtBIL#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.