Morgunblaðið - 11.03.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÖIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1973 SÝNING Leikfélags Reykja víkur á rokkóperunni „Súp- erstar — Jesús Guð Dýrðl- ingur" hefur vakið mikla athygli. Blaðamaður Morg- unblaðsins átti eftir sýning- una sl. miðvikudagskvöld stutt viðtöl við helztu leik arana í verkinu og fara þau hér á eftir. Guðmundur Benediktsson er nánast öllum ókunnur, nema fylgismönnum hljómsveitarinn- ar Mána frá Selfossi, sem hann hefur leikið með meira og minna frá upphafi. Mörgum kom það því á óvart að hann skyidi fenginn til að fara með hlutverk Jesú Krists, ekki sízl honum sjálfum: „Ég hef ekki fyllilega gert mér grein fyrir því ennþá, hvað það er að leika Jesú — það er svo margt annað, sem hefur ver ið mér nýtt, því að þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram á leiksviði." Tilfinningin að vera Jesús; er hún ekki dálítið óþægileg? „Nei, ég hef ekki fundið neitt fyrir því hið innra með mér. Verkið sjálft hefur líka sann- fært mig um að það sé ekkert syndsamlegt að leika Jesú." Undirbúningurinn fyrir hlut- verkið: „Ég las handritið og ræddi þetta við leikstjórann, en ég leit ekkert í Biblíuna. Ég er ekkert viss um að það hefði verið betra." Persónan Jesús: „Mér finnst þetta trúverðug persóna af höf undanna hálfu. Ég held að hann hafi fyrst og fremst verið mað ur og ég er sáttur við það, hvað hann er gerður mannlegur, enda þótt ég sé ekki endilega fullkomlega ánægður með öll atriði hans í verkinu." Er erfitt að leika Jesús? „Ég leik hann bara eins og hann sé maður. Sem viðvaningur á sviði verð ég að byrja að framkvæma skipanir leikstjórans. Annars finnst mér þetta vera meira söngur en leikur — það að leika er svo algjörlega ný reynsla fyrir mér." Hefurðu orðið fyrir einhverju aðka.sti fyrir að vera að leika Jesús? „Nei, ég hef ekki orð- ið fyrir neinu aðkasti persónu- lega og sýningin í heild hefur ekki fengið neitt slíkt á sig, svo að talizt geti." Efni sýningarinnar: „Þetta þarf ekki endilega að hafa gerzt nákvæmlega svona, en þetta verk höfðar meira til okkar eins og það er, það er raunveru legra, og réttari uppsetning mið að við það að það er nútíma- SUPERSTAR maðurinn, sem situr úti í sal og horfir á." Hvað heldurðu að verði þér minnisstæðast? Þetta er al- gjörlega ný reynsla fyrir mig og það skilur mest eftir sig í minningunni. Þótt þetta hefði verið allt annar söngleikur, t.d. eftir Rodgers og Hammerstein, þá hefði sú nýja reynsla skilið mest eftir." En hefur efnið ekki verið þér hugleikið? „Nei, það hafa ver- ið svo mikii læti i kringum síð- ustu æfingarnar, frumsýning una og þessar síðustu vikur, að ég hef forðazt það, hvenær sem mér hefur gefizt frístund, að hugsa um verkið og efni þess. Ég er fyrst núna að jafna mig Shady Owens í hlutverki Mariu Magdalenu. eftir öll lætin, hugleiða það." og get farið að SHADY Owens hefur um margra ára skeið verið ein fremsta poppsöngkonan hér á landi, með hljómsveitiinum Óð- mönnum, Hljómum, Trúbrotl og nú síðast sem liðskona hljóm sveitarinnar Náttúru, sem reyndar annast undirleikinn á sýningum á Súperstar. Shady fer með eina stóra kvenhlut- verkið í verkinu, hlutverk Maríu Magdalenu. „Ég kynnti mér ekki Blblíuna sérstaklega við undirbúning hlútverksins, ég reyndi bara að taka það eins og höf'jndarnir s'jáMir segja til um, eins og það kemur fram i handrit'nu. — Ég hafði séð sýningu á Súperstar í London og varð eiginlega ekki vör við Maríu þar, hún kom bara fram og söng lögin sín, söng að vísu vel, en sýndi eng- ar tilfinningar og það var ekk- ert hjá henni, sem snerti mann. Pétur (Einarsson, leikstjóri) gaf mér me'ri hreyfingar, meira svigrúm en bara að ganga fram og syngja." María Magdalena: „Hún hef- ur ver!ð með svo mörgum karl- mönnum áður, kannski verið vændiskona, og það er alltaf þetta „þema" á bakvið. En á sviðinu er hún ekkert slíkt, bara kona, sem ber hlýjar og blíðar tilfinningar til Jesú. Fyrst er hún aðeins að reyna að róa Jesú og láta honum líða vel. Síðan kerraur í ljós, hvað hún er hrædd við sjálfa sig, hún finnur þessa sterku tilíInn- ingu í fyrsta sinn, að Jesú tek- ur hana sem manneskju, en ekki sem vændiskonu. Hún veit ekki hvað hún á að gera, hana langar til að vera honum svo blið og góð, en Júdas truflar hana. — Kannski lít ég ekki nógu Mariulega út, er kannski of saklaus í útliti fyrir konu með þessa fortíð. Áhorfendur skynja ekkiþessa fortíð, nema þá kannski í lag'nu Hvernig á ég þá að elska hann?" Hvernig er að leika? „Mér finnst þetta ekki svo mikill leik ur, ég hef aldrei leikið áður. En þó er þetta ekki bara söngur: ég reyni að koma tilfinningum á framfæri með hreyf ngwn, þótt þær séu ekki miklar. — Ég var fyrst taugaóstyrk, en ekki mikið upp á síðkastið, þetta er nú orðinn vani. Fyrst var ég ofsaJega stif — það var svo skrítið að fara inn i hlut- Texti: Stefán Halldórsson. Ljósmyndir: Leikfélag eRykjavíkur — OÓ. verkið, að vera ekki lengur ég sjálf." Er þetta Ukt hljómlekum? „Nei, þar er allt öðru visí stemimning, meiri læti i táning- unurri og æsingur. Hér er mik- ið af fullorðnu fólki, sem gefur þessum áhorfendahópi alvar- leikablæ. Hér er horft meira á manin og fóllk er gagtrurýna. Á hljómleikum get ég verið ég sjálf og gert það sem ég vil, get verið frjáls og hreyft mig eins og ég vil, en hér má ég ekki gera neitt slíkt, sem ekki passar við hlutverkið. Ég má ökki brosa þegar ég vil, ég má ekki vera Shady. Og ég finn einhvern veginn meira að a«g- un stari á mig utan úr sal." Pálmi Gunnarsson hefur um nokkurra ára skeið verið siinjr- vari og hljóðfæraleikari í vin- sælum hljómsveitum, eins og t. d. hljómsveitum Magnúsar Ingl marssonar og Ólafs Gauks. Einnig hefur hann verið með eigin hljómsveit, Musicamaxima en hætti í henni fyrir húlfiim öðrum máituði, þar sem hann kaus fremur að láta Súperstar ganga fyrir. Hann fer með eitt erfiðasta hlutverk sýningarinn- ar, hlutverk Júdasar: „Það er mjög margt mann- legt í Júdasi, hann er í okkur öllum að meira eða minna leyti, hann er breyzkur maður eins og við. Hann hafði visst í huga í gegnum þetta allt, hann vildi ekki þessa guðsdýrkun á Jesú. — Ég held að þetta hafi verið svona í raun og veru og mér finnst ég skilja skólakristin- fræðina mína miklu betur núna." Ilcfiii•<¦>>! lesið Bibliuna vegna þessarar sýningar? „Já, ég hef gert það, en ég hafði lesið hana mér til gamans áður fyrr í skóla, ég hafði alltaf svo gam- an af mannkynssögu. Mér finnst, að Biblían hafi verið að reyna að færa sönnur á yfir- heilagleika Jesú Krists, og hann var í mínum huga efst uppi, á meðan Júads var í skítnum. En nú eru þeir báðir á sama stigi, báðir hugsandi menn. En þeim verður sundurorða, þvi að Júd- asi finnst Jesús vera að upp- hef ja sjálfan sig, og það er ekki sársaukalaust fyrir Júdas, því að hann lítur ákaflega stórum augum á Jesú og þykir vænt um hann. Honum finnst Jesús hafa fylgt góðri stefnu, en sé núna að eyðileggja hana með því að upphefja sjálfan sig. Þetta verður til þess, að Júdas verður mjög ruglaður og villt- ur, hann elskar Jesú og hatar Jón Sigurbjörnsson hlutverki Kaífasar og Gylfi Gunnarsson í hlutverki Annasar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.