Morgunblaðið - 11.03.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.1973, Blaðsíða 28
2vS MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 11. MARZ 1973 SAGAIM Eliszabet Ferrars: Paul Hardwieke var sjálfur mjög magur, miðlungi hávaxinn og ofurlitið lotinn, slettist snöggt áfram, rjóður í andliti, fjörlegur á svip og með þykkt, hvítt hár. Matarlyst hafði hann góða og var reiðubúinn að nœr ast eitthvað á hvaða tíma dags sem var, en samt var maginn á honum jafnmjór nú og um tví- tugt, og hann var beinaber. — Ef þú hefur gleymt engi- ferhnúðunum mínum þegar þú pantaðir í matinn, sagði hann og hellti heitu vatni á kaffiduft í bolla, — þá gæti ég labbað nið- ur í búð og náð i þá. Mér var að detta í hug, hvort það gœti ekki hresst mig eitthvað að fara út að ganga. Það er líka fyrir- taks veður til þess. — Ég ætlaði nú sjálf í búð- ina, rétt strax, sagði Rakel. — Ég þarf að borga þar reikning. — Þarftu peninga? spurði hann. — Nei, ég á enn eitthvað eft- ir. — Ég held ég verði nú samt að fara eitthvað út að ganga, sagði Paul. — Ég sit alveg fast- ur. Glápti á eina síðu allan morg uninn, og gat ekki komið mér niður á næsta atriði. Með boll- ann í annarri hendi og kexkök- una í hinni, hallaði hann sér Hús & tiíbýli Áskriftarpöntun „Hús & híbýli" er vandað, fjölbreytt blað um hús- byggingar, innréttingar, breytingar, heimilishald, bíla — og skyld efni. 4 blöð á ári. Áskrift 1973 kostar aðeins 250 kr. (2 blöð frá 1972 fylgja ókeypis meðan upplag endist). . Sendið meðf. pöntun, greinil. útfyllta, ásamt ár- gjaldinu í ábyrgðarbréfi eða komið hvoru tveggja á skrifstofuna í Austurstræti 6. Einnig má panta áskriftir í síma 10678. N es to r Austurstræti 6 II. hæð, Reykjavík. Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að „Hús & híbýli' Nafn____________________________________________ Heimili og sendir/afhendir hér með áskriftargjald 1973, kr. 250,00. upp að skápnum, en Rakel tók að þvo kartöflur undir kranan- um. — Það er þetta æxlunarmál. Að mínu viti er betra að vera alls ekki að kenna dýrafræði en kenna hana óheiðarlega. En það er einmitt það, sem flestir skól- ar ætlast til af kennaranum. Þeir ætlast til, að hann standi frammi fyrir hóp af krökkum, sem hann á að kenna að hugsa vísindalega, og ljúgi þau full, af ásettu ráði, eða þegar bezt lætur, kæfi niður alla eðlilega forvitni hjá þeim . . . Nú var hann kominn að einu uppáhaldsefni sinu og bar ótt á, með munninn fullan af kexmol- um. Þegar hann þagnaði sem snöggvast, sagði Rakel. ¦— Ung- frú Dalziel er væntanleg frá Genf í dag, er það ekki? — Jú, víst er hún það, sagði hann. — En, eins og ég var að segja . . . Og hann hélt áfram ræðu sinni, enda þótt Rakel færi út, í henni miðri, til þess að leita að grænmeti í garðinum, til há- degisverðar. Það eina, sem breyttist hjá Paul Harwicke, þegar hann var orðinn einn, var það, að hann jók handapatið og áherzlurnar. En þegar hann hafði lokið úr kaffibollanum og var að maula síðasta kexbitann, gekk hann út úr eldhúsinu, fór í yfirfrakka og setti á sig húfu, greip göngu stafinn sinn og gekk út um fram dyrnar. Samstundis sá hann, hvernig farið hafði fyrir rósunum, og hann stanzaði og barmaði sér yf ir örlögum þeirra. — Ég er í rauninni svo fávís, hugsaði hann. — Ég veit svo lít- ið. Ég geri svo margar vitleys- ur — eins og til dæmis það að vera að draga Rakel hingað. Og nú er kannski orðið um seinan að bæta úr því, vegna þessa Burden. Og ég hef að minnsta kosti enga hugmynd um, hvern- ig ég á að snúast við því. En það var of kalt til þess að norpa þarna nema litla stund, og er hann gekk áfram, hvarfl- aði hugurinn aftur að bókinni, og varirnar tóku að bærast eins og hann væri að flytja fjöruga ræðu, enda þótt ekkert hljóð heyrðist. Þegar hann kom að hliðinu hjá Margot Dalziel, stanzaði hann og horfði með athygli á litla smáhúsið hennar og garð- inn. Það var vel til fundið hjá henni, hugsaði hann, að bjóða efnalitlum ungum mönnum sem ætluðu að semja bók eða mála myndir, eða eitthvað þess hátt ar, að koma og búa ókeyp is í þessari gömlu hlöðu henn ar, neðst í matjurtagarðinum, gegn því að líta eftir húsinu. Ekki svo að skilja, að neinn þeirra hafi tollað þarna lengi, að því er Paul hafði frétt í þorp inu. Kannski var það bara hræðileg reynsla að vera laus við daglegar áhyggjur og hafa ekkert að gera nema skrifa eða mála, og kannski heimtaði ungfrú Dalziel eitthvað meira af þeim en þeim hafði verið gefið í skyn i upphafi? Burden hinn ungi, sem nú bjó í hlöðunni, virtist að minnsta minnsta kosti taka starf sitt með fullri alvöru, því að blómabeð- in sýndust sæmilega hirt, og mestallt dauða laufið hafði verið hreinsað burt, og það var meira en Paul hafði sjálf- ur nokkurn tíma gert i sínum garði. En það hefði átt að vera búið að taka upp dalíurnar. Þar hafði unga manninum orðið á í messunni. Stóra beðið fyr- ir framan húsið hafði farið illa í frostinu kollarnir á blómunum héngu máttleysislega niður eins og blautir svampar. Paul datt í hug að fara inn og vita, hvort ungfrú Dalziel væri komin heim. Þegar hann fór út, hafði hann alls ekkert ætlað sér að forvitnast um hana. í þýáingu Páls Skúlasonar. Hann dáðist mjög að henni og þótti skemmtilegt að ræða við hana, og honum fannst það mundi leiða hugann frá bókinni að frétta af þessari ráðstefnu í Genf, en þaðan átti hún að koma í dag, hafði hún sagt hon- um fyrir viku. Það mundi hressa huga hans að hitta hana. Og bráðlega mundi hann líka geta rætt vandamál sitt við hana. Hann minntist þess ekki að hafa nokkurn tima heyrt hana láta í ljós álit sitt á uppfræðslu, en kona af hennar tagi mundi áreið en.sk- spönsk Jafn nauðsynleg og farseði'linn 2. útgáfa BÓKAÚTGAFÁN HILDUR velvakandi Velvakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi tii föstudags kl. 14—15. 0 Náttúruhamfarirnar í Eyjum Velvakanda hafa borizt mörg bréf varðandi náttúru- hamfarirnar í Vestmannaeyj- urn, afleiðingar þeirra, við- brögð manna og stjórnvalda, gagnrýni á aðgerðir eða aðgerðaleysi og hvernig taka skuli á þeim vandamálum, sem að steðja. Ekki er nokkur vegur að birta öll þessi bréf, en þau sýna, að þeir eru margir, sem láta sig þessi mál varða. Af sumum bréfunum má þó ráða, að ýmsir líta á vandamálin sem Eyjamanna einna, en gera sér ekki nægilega grein fyrir, að það er þjóðarinnar allrar. Þeg- ar talað er um, að bæta verði Vestmannaeyingum það tjón, sem þeir hafa orðið fyrir, mætti eins orða það svo, að ver ið væri að bæta, eða reyna að draga úr þvi tjóni, sem þjóðin hefur orðið fyrir. Að sjálf- sögðu er þó áfall Vestmanna- eyinga mest. Þeir hafa orðið að yfirgefa' heimili sín og eign ir — og óvissan um framtíð- ina hlýtur að reyna mjög á þá. 0 Ólík sjónarmið íbúðarvandamálin eru ofar- lega í hugum margra og ýmsar tillögur fram bornar, en fæst- ar þeirra eru nýjar af nálinni. Fólk er lofað að verðleikum fyrir að hafa þrengt að sér til þess að hýsa húsnæðislausa, en aðrir, sem kannski eru betur settir, gagnrýndir fyrir að halda að sér höndum. Sumir vilja að hafnarbótum verði hraðað og viðlegu- rými aukið til handa Eyjaflot anum ,,í landi", en aðrir telja Lykillinn aö nýjum heimi Þér lærið nýtt tungumál á 60 tímu LINGUAPHONE Tungumálanámskeió á hljómplötum eóa segulböndum tií heimanáms: ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA, PORTUGALSKA, iTALSKA, DANSKA, SÆNSKA, NORSKA, FINNSKA, RÚSSNESKA, GRÍSKA, JAPANSKA o. fl. A-fborgunarskilmálar f Hljóðfœrahús Reyhjauihur ioUgoUfgi 96 $im,t» se það fráleitt, þegar eigi að hefj ast handa um byggingu hafn- ar við Dyrhólaey. Já, þau eru mörg sjónarmiðin, en þó er eins og flestir leiði hjá sér spurningarmerkið stóra: Hversu mikil verður eyðilegg- ingin í Heimaey? Því getur eng inn svarað á þessari stundu, en það er mergurinn málsins. 0 Þýðir ekki að halda að sér höndum Menn eru ekki á eitt sáttir um, hvað eigi að gera — en öllum hlýtur þó að vera ljóst, að eitthvað verður að aðhaf- ast. Ekki þýðir að halda að sér hðndum. Það er uppgjöf. Hitt er svo annað mál, að það, sexn þykir vænlegast í dag, getur verið forkastanlegt á morgun. Þá áhættu verður að taka. Fyrst þegar gosinu linnir, er hægt að meta stöðuna í réttu ljósi — og þá þarf vonandi eng inn að efast um að tekið verði til hendi. Stjórn Viðlagasjóðs er ekki öfundsverð af hlutverki sinu á meðan öM þessi óvissa rikir. Á henni standa örugglega mörg spjót. Við vonum aðeins og vonum, að alltof langur timi líði ekki þar til hún getur ein- beitt sér að meginverkefninu — uppbyggingu í Eyjun- um sjálfum. 0 Hvað á fellið að heita? En svo vikið sé að léttara hjali. Velvakanda eru alltaf að berast bréf um heiti á nýja fell inu á Heimaey. „Saga" skal það vera, skrifar kona í Hafnar- firði. Rökstuðningur: — 1. Fyr ir augum okkar er að gerast ein sú hrikalegasta saga, sem um getur á landi voru. — . Líkur eru á, að margt af því, sem áður var á þessum fagra stað, það er að segja byggðir og bú, verði í framtíðinni að- eins sjiga. — 3. Nafnið er norr- ænt og fellur vel við hin eld- fjallanöfnin okkar, svo sem Askja, Dyngja, Hekla, Katla o.s.frv. Leifur Finnbogason i Hítar- dal leggst gegn nafninu Bæj- arfell, „Bæjarfell er hér við túnfótinn í Hitardal," skrifar hann og bendir á fleiri Bæjar- feH á landinu. Síðan segir Leif- ur: „Margar sagnir eru til um það, hvernig kölski hefur reynt að beita brögðum til þess að ná eignarrétti á sálum manna, en alltaf tapað, þegar helgar vættir eða helgir staðir hafa veitt þeim skjól. Þá kannast flestir við að heitt sé i víti. Nú er það víti, sem spýr eldi og eimyrju yfir Vestmannaeyj- ar. Þess vegna legg ég til að hið nýja fell verði látið heita „Kölskafell", þvi það er þetta vonda, sem kemur úr iðrum jarðar, sem hefur hrakið fólk- ið í burtu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.