Morgunblaðið - 17.03.1973, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1973
MORRIS MARINA
OG NÝR FIAT
Það eru um þrjú ár síðan
stærsta bílasamsteypa Bret-
lands, BLMC verksmiðjurnar
sendi Morris Marina fyrst á
markaðinn. Sumum þóttu
tæknimenn þessa fyrirtækis
hafa flýtt sér einum um of
við hönnun bílsins og gert
allt til að koma honum sem
fyrst I fjöldaframleiðslu.
Flestir eru hins vegar sam-
Morris Marina.
mála uim að miðað við verð sé
þetta ágætur bíll og mjög
samkeppnisfær við Ford Cort
inuna. Mestu kostir Marinunn
ar eru vafalítið mjög lipur
vél, sem fáanleg er í mismun
andi stærðum og mjög góður
fjögurra gíra gírkassi, sem
vitanlega er alsamhæfður.
Hér verður um að velja tvær
vélar: 1300 rúmsm 60 hestafla
og 1800 rúmsm 82 hestafla. Út
lit bílanna með 1300 og 1800
vélinni er mjög svipað. Stati-
on bíllinn verður einungis
seldur hér með stærri vélinni.
Báðar vélamar eru fjögurra
strokka. Stærri vélin hefur
hámarkshraða yfir 150 km/
klst og viðbragð 0—100 km/
klst. tæpl. 14 sekúndur. Bens-
íneyðslan með 2800 vélinni
er um 10 1/100 km.
Diskabremsur eru að fram
an en borðar að aftan. Sjálf
stæð gormaf jöðrun er að fram
an og hálf-ellipsulaga blað-
fjaðir að aftan. Stýringin er
góð en hins vegar liggur bíll-
inn fremur illa á slæmum veg
um á nokkurri ferð.
Morris Marina fjögurra
eða tveggja dyra býður upp
á gott rúm fyrir farþega og
hefur stóra farangurs-
geymslu. Afturhlutinn hallar
það mikið niður að illa sést
aftur fyrir t.d. þegar bakkað
er inn í stæði.
Hitakerfið er gott. Mælarn
ir eru vel staðsettir í mæla-
borðinu og auðveldir aflestr-
ar. Snúningshraðamælir er í
bílunum með 1800 vélinni,
Stýrislæsing er eins og nú
þykir sjálfsagt á nýjum bxl-
um.
Bretar telja bílinn einmitt
réttan fyrir markaðinn, í>jóð-
verjum finnst of lítið í hann
lagt og Danir eru ánægðir
með hann. Hvað finnst íslend
ingum?
Morris Marina er ekki
mjög nýtízkulegur í útliti en
smekklegur og með „hreinar"
línur.
Verðið verður frá um 400
þúsund krónur.
Umboð: P. Stefánsson,
Hverfisgötu 103.
Vélin er staðsett í miðjunni
þ.e. fyrir framan afturhjólin)
í nýjum bíl frá Fiat, er kall-
ast Fiat X 1/9. ítalinn Bert-
one er ábyrgur fyrir útliti
bílsins. Vélin er i grundvall-
aratriðum sú sama og í 128
Coupé en í þessum nýja bíl
næst úr henni meiri kraftur
eftir smávægilegar breyting-
ar. Sjálfstæð fjöðrun er á
hverju hjóli. Enn er óvíst um
sölu þessarar gerðar utan
Italíu.
Fiat X 1/9.
Marina station.
Morris Marina.
„Glataði son-
urinn“ aftur
til Roof Tops
ÖÐRUM megin götunnar
er söluturn, þar sem
unglingar hanga oft lang-
tímum saman og eyða tím-
anum, eins og þeir eigi hann
í milljarðavís; hinum megin
götunnar er bílskúr, sem
ekki hýsir lengur bíla, heldur
bítla: Hljómsveitina Roof
Tops. Komi maður þar að á
dimmu kvöldi, heyrir maður
fyrst þungan nið bassagítars-
ins og trommanna, en eftir
því sem nær skúrnum dreg-
ur, bætast skærari tónar við,
og þegar upp að skúrnum er
komið, heyrir maður greini-
lega hvers konar tón-
list hljómsveitin er að æfa.
Svo tekur maður í hurðar-
húninn — og það er læst.
Það þýðir ekkert að banka,
þeir heyra það ekki þarna
inni. Þá gengur maður fram
með skúrnum og að glugga,
sem ekki er ætlaður áhorf-
endum, því að stórt teppi hef
ur verið hengt fyrir hann að
innanverðu. En maður get-
ur grillt í hljómsveitina þarna
fyrir innan og þegar vel
stendur á, bankar maður fast
og mynduglega í rúðuna og
sjá: Útidyrnar eru opnaðar
og manni er boðið inn fyrir.
Heimsóknin nægir til að
setja Roof Tops svo gersam-
lega úr jafnvægi, að ekki er
æft meira það kvöldið. En
þeir eru fúsir til viðræðna
og áður en margar mínútur
eru liðnar, hefur manni orð-
ið ljóst, að mikil bjartsýni rík
ir meðal þeirra nú. Og þó er
bjartsýni ekki mest áberandi,
heldur er það lítt beizl-
uð gleði, sem streymir út frá
þeim félögum. Og yfir hverju
gleðjast þeir? Jú, glataði son
urinn er kominn heim. Ekki
blaðamaðurinn, sem kom í
heimsókn, heldur Ari Jóns-
son, sem var trommuleikari
hljómsveitarinnar frá upp
hafi og fram á mitt síðasta
ár, er hann söðlaði um og
gerðist liðsmaður Trúbrots.
Það timabil, er Ari var í her-
leiðingunni, varð fremur
ódrjúgt fyrir Roof Tops, því
að mestallur tíminn fór I að
æfa nýja lagadagskrá, þar
sem stöðugt var verið að
skipta um trommuleikara.
En með endurheimt Ara er
eins og hljómsveitin hafi feng
ið vítamínspraxxtu og nú
halda henni engin bönd: Roof
Tops ætla að vinna sinn fyrri
sess sem vinsæl og virt dans-
hljómsveit. „Það verður ein-
göngu kraftmikil dansmúsík á
okkar efnisskrá,“ segir Guð-
mundur Haukur, söngvari
Roof Tops — Jón Pétur Jónsson, bassaleikari, Gunnar Guðjónsson, gítarleikari, Guðmundur
Haukur, söngvari, Tom Lansdown, gítarleikari, og Ari Jónsson, trommuleikari. Tom er frá
Bandaríkjunum, en búsettur hér á landi og kvæntur íslenzk ri stúlku. (Ljósm. E. Sig.)
hljómsveitarinnar, „við höf-
um engan áhuga á að vera
að spila eitthvað, sem fólk
inu leiðist að hlxxsta á. Roof
Tops hafa alltaf verið þekkt-
ir fyrir að vera traust dans-
hljómsveit og við sjáum enga
ástæðu til að fara allt í einu
að birta nýja stefnuskrá."
Eins og fyrr er Ari Jóns-
son lykilmaðurinn í þessari
stefnu; trommuleikur hans
heldur taktinum stöðugt gang
andi, þannig að helzt minnir
á stóra vöruflutniingabifreið
á fullri ferð á þjóðvegi — og
fölk kemst varla hjá því að
taka eftir. Roof Tops hafa þó
aldrei verið þekktir fyrir að
hafa sérstaka stjörnu í sín-
um röðum, helduir hefur vel-
gengni hlj óms veita rinnar
fyrst og fremst byggzt
á samvinnu og samstöðu —
sem áheyrendur hafa notið
góðs af.
Og nú um helgina byrjar
hljómsveitin að nýju að leika
á dansleikjum, eftir nokkurt
hlé vegna æfinga. Engar
fregnir verða biirtar í bili um
utanferðaráform, hljómplötu-
upptökur eða önnur stórtíð-
indi; Roof Tops hafa ekki
gert neinar áætlanir um slikt,
haldur verður það baira að
koma i Ijós með tíma/n
um. Fyrst um sinn er að
eins eitt mál á dagskrá: Að
vinna aftur gamla sessinn —
og heldur meira, ef rúm leyf-
ir. — sh.