Morgunblaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1973 Bent Larsen sigr- aði í Hastings HIÐ árlega Hastingsmót hófst að venju á milli jóla og nýárs og lauk nœrri miðjum janúar. Sigurvegari varð danski stórmeistarinn Bent Larsen og mun það koma fá- um á óvart. Sigur Larsens varð þó naumur, hann hlaut 11% vinning, en næsti maður, austur-þýzki stórmeistarinn Wolfgang Uhlmann, 11 vinn- inga. Sá sem kom mest á ó- vart í mótinu var brezki meistarinn W. R. Hartston, sem var, í þriðja sæti með 9% vinning, skorti aðeins hálf an vinning til þess að ná fyrsta áfanga stórmeistaratit ilsins. Tékkneski stórmeistar- inn Hort varð fjórði með 9 v., en síðan komu þrir jafnir með 8% v., þeir Tukmakov (Sov ), Browne (Ástralíu) og Radu- lov (Búlgaríu). Smyrslov fyrr verandi heimsmeistari varð að sætta sig við 9. sæti með 50% vinninga og Ulf Anderson hafnaði í 11.—12. sæti r eð 6% vinning. Eins og þegar hefur verið getið bauð brezki fjármála- maðurinn Jim Slater fram 5000 £ til handa þeim landa sinum, sem fyrstur hlyti stór- meistaratitil, og ekki nóg með það, næstu fjórir Bretar, sem ná þessum titli fá 2.500 £ hver frá Slater. Ýmsir mundu ætla að árangur Hartston stæði i sambandi við þetta fjártilboð, en sjálfur kvaðst Hartston þó varla geta reynt meira til þess að ná stórmeist aratign en hann hefði þegar Bent Larsen gert. En nóg um það, lítum nú á viðureign tveggja efstu manna í mótinu. Hvítt: W. I hlmann (A-Þýzkaland) Svart: B. Larsen (Danmörk) Enskur leikur 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 Bb4 4. Dc2 (Uhlmiann kærir sig ekki um að fá tvípeð á c-línunni, en ann ar góður leikur er hér 4. g3, eins og Friðrik Ólafsson lék gegn Timman í Reykjavikur- mótinu 1972). 4. — 0-0 5. a3 Bxc3 6. Dxc3 <16 7. d4! (Hvitur vill ekki leyfa svört- um að leika e5, fyrr en hann getur svarað því með d5). 7. — b6 8. g3 Bb7 9. Bg2 Bbd7 10. 0-0 De7 11. b3 e5 (Hér kom e.t.v. tii greina að leika 11. — c5). 12. d5! (Stingur upp í biskupinn á b7 og nú getur svartur varla leikið c6 vegna þess hve peð- ið á d6 yrði þá veikt). 12. — a5 13. Rh4! (Riddarinn stefnir til f5, en hvítur hyggst einnig opna skálíinuna al—h8 með þvi að leika f4). 13. — Rc5 14. Bb2 (Eftir 14. Bg5 næði svartur uppskiftum og allgóðum möguleikum á þvi að jafna taflið með 14. — Rce4, 15. Bxe4 — Rxe4, 16. Bxe7 — Rxc3, 17. Bxf8 — Rxe2f, 18. Kg2 — Kxf8). 14. — Hfe8 15. Dc2 b5!? (Svartur reynir að skapa sér mótfæri, en hvítur hótaði að auka enn stöðuyfirburði sina með 16. b4). 16. Rf5 Df8 17. f4 bxc4 18. fxe5! dxe5 (Ekki 18. — cxb3 vegna 19. exf6 — bxc2, 20. fxg7 og hvit ur vinnur mann). 19. bxc4 Rcd7 20. Bcl! (Mjög góður leikur. Nú getur svartur ekki leikið 20. — g6 vegna 21. d6!! og hvítur vinn ur mann vegna hótunarinnar Bh6) 20. — Rb6 (Eða 20. — Bh), t.d. 21. Bg5 — Dc5f, , 22. Khl — rJxc4, 23. Dxc4 — ur). Bxc4, 24 . d6 og vinn 21. Be3 Rg4 22. Bxb6 cxb6 23. De4 Dc5t 24. Khl h5 (Ef 24. — Rf2t, þá 25. Hxf2 — Dxf2 , 26. Hfl — Dc5, 27. Dg4 g6, 28. Rh6f og vinn- ur). 25. h3! (Skiptamunurinn skal í hann — með illu eða góðu) 25. — Rf2t 26. Hxf2 Dxf2 27. Hfl Dc5 28. Dh4 Df8 (Svarta staðan er óverjandi, eftir 28. — g6 gæti komið 29. Rh6f — Kh7, 30. Dg5 — f5, 31. Rxf5 og svartur er varnar- laus). 29. Dg5 f6 3«. Dg6 He7 31. Be4 De8 32. Rh6f Kf8 33. Hxf6t og svartur gafst upp. Jón I>. Þór. ÞAÖ ER I SVO^ MARGT. Fjölmiðlar og eldgos EFTIR ÓLA TYNES Fjölmiðlarnir eru fyrir löngu orðn ir svo mikilJ hiuti af daglegu lífi að fólk tekur þá orðið sem sjálfsagðan hlut, eins og almennustu heimilisþæg indi. Menn skrúfa frá krana og þeir fá vatn og þeir taka úpp blöðin eða opna fyrir sjónvarp og útvarp og þeir fá fréttir. Fólk er sjálfsagt löngu hætt að hugsa um hvers vegna það fær vatn úr krananum og það er því kannski eðlilegt að það geri sér ekki grein fyrir þvi starfi sem liggur að baki fréttunum sem fjölmiðlamir færa því. Fyrsta skilyrðið fyrir því, að fjölmiðlamir geti flutt fólki þær fréttir sem það á rétt á, er að frétta- menn þeirra geti kynnt sér viðkom- andi mál, helzt á staðnum. Skilningsleysi á þessu atriði gætti töluvert þegar eldgosið hófst i Vest- mannaeyjum. Æsingur var í sumum tilvikum svo mikill að það var engu likara en Blaðamannafélag Islands hefði komið gosinu af stað. Það var talað með reiðilegri fyrirlitningu um „blaðasnápa" og „ljósmyndarafífl" og hinir svonefndu aðilar vom jafnvel þjófkenndir án þess að nokkur rök eða sannanir fylgdu. Uppnefni óvandaðra manna hafa aldrei valdið fréttamönnum neinni sérstakri sálarangist en í þessu tii- felli hefur þó líklega annað og meira legið að baki þeim. Það er mjög skilj anlegt að fólk sem hefur orðið að flýja heimili sín um nótt og sem veit að lífsstarf þess hingað til er kannski að verða að engu,- sé i geðs hræringu. Og þegar fólk er í geðs- hræringu hugsar það ekki alltaf rök rétt. Þegar kom i ljós að hættan virt- ist ekki bráð var mjög eðlilegt að menn vildu komast heim til að huga að eignum sínum. Og þar lenti Al- mannavarnaráð i slæmri klípu. Það voru um 5000 manns sem áttu ein hverra hagsmuna að gæta i Vest- mannaeyjum og hundruð manna sóttu fast að komast þangað sem fyrst. En á fyrstu dögum gossins var ómögulegt að segja fyrir um hvað gæti gerzt og það hefði verið óverj- andi að leyfa ótakmarkaðar ferðir til Eyja. Almannavamir báru að miklu leyti ábyrgð á lífi þeirra borgara sem leyft var að fara út i Eyjar og það var því eðlilegt að Almanna- vamaráð vildi ekki hafa þar fleiri en svo að víst væri um björgun þeirra ef illa færi. Það var því grip- ið til þess ráðs að leyfa þangað tak markaðar ferðir. Þeir sem ekki komust út þegar þeir vildu áttu kannski eðlilega erf- itt með að setja sig í fótspor þeirra sem ábyrgðina báru. Margir þeirra höfðu því allt á homum sér og það var algengt viðkvæði að það væri andskoti hart að menn fengju ekki að vitja eigna sinna á sama tíma og fréttamenn fengju að flandra þar um allar hlíðar, rænandi og ruplandi. Hvað síðamefnda atriðið snertir, held ég að menn verði að taka trúan lega yfirlýsingu bæjarstjórnar Vest- mannaeyja um hið gagnstæða og þá komum við að því af hverju frétta- mönnum var yfirleitt leyft að fara til Vestmannaeyja. Svarið er einfaldlega það að frétta menn voru utan þess kvóta sem Al- mannavamaráð setti. Þeir fóru alger- lega á eigin ábyrgð og var jafnvel í sumum tilfellum tilkynnt að þeir myndu algerlega mæta afgangi af skyndilega þyrfti að flytja alla burt af eynni. Það þótti engum þeirra neitt athugavert við þetta, því þeir eru vanir að ferðast á eigin ábyrgð. Sum- ir Vestmannaeyinganna sem bent var á þetta, þótti lítið til koma og sögðu að þeir væru sko alveg til í að fara á eigin ábyrgð líka. Nú dettur engum í hug að Vest- mannaeyingum gengi verr að fóta sig ef Hla færi, þvert á móti hefði eng- inn orðið hissa þótt þeir hefðu mætt til skips með svo sem einn blaða- mannsræfil á öxlinni, sem þeir hefðu hirt upp á leið sinni. En málið er bara ekki svo einfalt. Það er komið í ljós núna að eng- um hefði verið bráð hætta búin, nema hann hefði farið kjánalega að ráði sínu, en það vissi enginn í upp- hafi. Og það er anzi hætt við að Al- mannavamaráð hefði verið borið þungum sökum ef stór hópur manna hefði farizt í Eyjum, jafnvel þótt þeir hefðu sagzt fara þangað á eig- in ábyrgð. Það er hins vegar orðin viðtekin hefð, hvar sem er í heiminum, að fréttamenn hafa leyfi til að deyja drottni sínum við hinar furðulegustu kringumstæður, án þess að nokkur beri á því ábyrgð nema þeir sjálfir. Þetta er vegna þess að þar sem eitt- hvað hættulegt er að gerast, eru fréttirnar. Islenzkir fréttamenn hafa t.d. ver- ið í Vietnam, Biafra, Tékkóslóvakíu, Bangladesh og á Norður-frlandi og þar hafa þeir verið algerlega á eig- in ábyrgð. Sömu sögu er að segja um erlenda fréttamenn, þeir hafa far ið jafnvel enn víðar og enda hafa margir þeirra ekki komið aftur. Fréttamenn hafa þarna sérstök rétt- indi sem aðrir almennir borgarar hafa ekki, en þeir fara lika sem full- trúar þeirra sem heima sitja og í því felst styrkur þeirra, þar sem prent- frelsi ríkir. Því var líka haldið fram að frétta- menn hefðu tekið sæti frá Vestmanna eyingum sem annars hefðu komizt til síns heima. Ég held að þetta sé ekki rétt. Þegar fréttamennirnir voru búnir að fá leyfi til að fara til Eyj- anna, urðu þeir sjálfir að verða sér úti um farkost. Það gerðu þeir með ýmsu móti, það kom t.d. nokkrum sinnum fyrir að hópur þeirra sló sér saman og tók á leigu stóra flugvél. Þarna var ekki verið að taka neitt frá öðrum, þvi þessar vélar hefðu annars ekki farið til Eyja. Það kom meira að segja nokkrum sinnum fyr- ir að vélamar voru ekki alveg full- ar og þá fóru með þeim Vestmanna- eyingar sem bauðst þarna far sem þeir hefðu ekki fengið ella. Hvað snertir ferðir erlendra fréttamanna til Eyja þá hefur það verið að koma í ljós á síðustu vik- um hversu „óþarfir" þeir voru. Hundruð milljóna króna hafa safn- azt erlendis til styrktar Islendingum, vegna þess að fólk þar fékk að sjá og gat skilið hvað var í húfi. Ef starfsmenn vatnsveitunnar fengju ekki að gegna sinum störfum, kæmi ekkeirt vatn úr krananum. Fjölmiðlarnir eru háðir sama lög- máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.