Morgunblaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGU'R 17. MARZ 1973 LISTSYNINGAR Gísli Sig-urðsson: Norræna húsið. Gamlar ljósmyndir: Bogasalur. Ljósmyndasýning I. K I: Gallerie Grjótaþorp. Guðbergur Bergsson: Gallerie S.Ú.M. Mæðgurnar í Gljúfurholti i Ölf usi Ingibjörg Bessadóttir og Mar- grét Hinriksdóttir, fyrir utan hruninn bæinn eftir jarðskjálft- ana 1896. Gísla Sigurðsson munu lands menn kannast við fyrir störf hans i blaðaheiminum, einkum þó sem andlitsins bak við Les- bók Morgunblaðsins, —. Einnig munu ófáir vita að hann hefur lengi fengizt við að mála og var enda i eina tíð nemandi við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands. Þó að nám hans þar yrði ekki langt og að hann hafi kos- ið sér annað aðalstarf en hina erfiðu braut myndlistarmanns- ins, hefur þráðurinn aldrei rofnað að fullu, þannig hefur hann reglubundið gripið til pent skúfsins er næði hefur gefizt frá erilsömum ritstörfum. Ég sá fyrst að ráði til vinnu- bragða Gísla á sýningu í Boga- sal fyrir nokkrum árum og voru myndir hans þá í abstrakt expressjónískum stíl með lands lag sem grunnþema, en nú hef- ur sá tjáningarmáti orðið að víkja fyrir nýrri og ferskari við horfum á vettvangi myndlistar- innar. Sviðið hefur stækkað til muna og nú virðist Gisli jafnvel berjast á mörgum vigstöðvum í senn. Hann skiptir og hólfar iðu- lega myndflötinn niður og glimir þá við að flétta mörg stílbrögð í eina heild og færist þá ekki svo lítið i fang, því að þetta hafa honum grónari myndlistarmenn reynt með mistækum árangri. En vinnubrögð þessi gefa iðk- endum sínum möguleika á að segja margþætta sögu í sömu myndinni, Stundum á næsta ann álskenndan hátt. Bókmenntir munu því ýmsir freistast til að álykta, og rétt er það að ákveðnu marki, og svo er, að frásögnin er orðin miklu rík- ara atriði í ýmsum þáttum nú- tima myndlistar en verið hefur, og margur hleypur hér beint á vit ljósmyndarinnar í leit að við fangsefnum. Gisli hefur greinilega til að bera það, sem á fagmáli nefnist myndrænt upplag, á það held ég að fáir beri brigður, en hins vegar munu ekki allir á eitt sátt ir hvernig hér hafi til tekizt. Víst má koma auga á gloppur, sem einungis verða raktar til skorts á reynslu og skólun, en á móti koma stórlega góðar ein- ingar í einstökum myndheildum þannig að þvi verður vart trú- að, að hér sé sami maður að verki, og því óskar maður að Gísli hefði gefið sér meira tóm til að rækta sinn garð. Myndlistin er kröfuharður húsbóndi og opnar ekki innri lífæðar sínar nema þeim sem færa miklar fómir, iðkendur hennar verða iðulega að vera strangir við sjálfa sig til þess að þeim opn ist svið nýrra áfanga. Það virðist mér rikjandi at- riði í myndum Gísla, hve hann vinnur þær áreynslulítið, létt og leikandi vinnubrögð og um- búðalaus tjáning hrifnæmrar sálar er það, sem einkennir myndir hans. — Árangur finnst mér eftirminnilegast koma fram er hann samræmir það bezta af þessum eigindum i eina heild, stenzt freistinguna að víxla full- mikð ólikum stíl- og vinnubrögð- um. Nefni ég þar til áréttingar myndirnar „Peysufatakonur" (11), „Vetur á Hvaleyri" (21), „Líf ið er saltfiskur" (30), og „Tveir gamlir" (32). Þá vil ég einnig nefna mynd, sem er um margt frábrugðin flestum öðrum á sýn ingunni, en það er mynd nr. 18 „Frá kaupakonuskeiðinu", er sú mynd mjög litræn og mjög í anda nýkóloristanna svonefndu í Bandaríkjunum. Verður fróð- legt að fylgjast með athöfn Gísla á þessu sviði í framtíðinni. 1 tilefni 110 ára afmælis Þjóð minjasafnsins hefur verið sett upp í Bogasal, sýning á gömlum ljósmyndum og ljósmyndavélum og eru flestar myndirnar frá því fyrir aldamót. Hér .er ein- ungis um að ræða örlítið brot af þeim 40.000 skráðum og flokkuðum ljósmyndum, sem eru í eigu safnsins, en heildar- eignin ásamt filmum og plötum telur nær 400 þúsund. Hér er um merka og skemmti- lega sýningu að ræða, sem fólk kann vel að meta með hliðsjón af aðsókn og óblöndnum áhuga gestanna. Ber einungis að harma það, að sýningin skuli ekki vera viðameiri. Auðséð er, að mjög hefur verið vandað til vals mynda því að margt er um stórvel gerðar og listrænar myndir á sýningunni, og hefur stækkun mynda tekizt vel, eftir því sem ég fæ bezt séð, en það verk annaðist Leifur Þor- steinsson. Ógleymanlegar verða manni margar myndanna á sýn ingunni svo sem „Gustur, há- karlaskip „Bárair Ólafs“, eins frægasta sægarps við Breiða- fjörð á 19. öld“. Fróðlegt er að virða fyrir sér stemninguna í kringum heimilisfólkið að Glæsi bæ í tíð Áma Jónssonar lækn- is. Mögnuð og dularfull er myndin af mæðgunum á Gljúfur holti í Ölfusi Ingibjörgu Bessa- dóttur og Margréti Hinriksdótt- ur, fyrir utan hruninn bæinn eft- ir jarðskjálftana 1896. Þá er kostuleg myndin af blásurunum við Öxarárfoss, og merkileg er myndin af uppboðinu á Eyrar- bakka með allri þessari spari- hattafjöld. Allar þessar myndir og margar fleiri væru tilvald- ar á veggspjöld (posters) sem nú eru mjög í tízku og mundu ólíkt betur glæða þjóðerniskennd æskufólksins heldur en það, sem nú er á boðstólum í verzl- unum. Það verður mjög að gagn rýna það að ekki skuli hafa ver ið gerð nein sýningarskrá með greinargóðum upplýsingum um það, sem til sýnis er ásamt ágripi af sögu ljósmyndarinnar á íslandi. Þar sem þetta er heim ildarsýning var það fortaks- laust nauðsynlegt, og svo hefði verið hægt að pakka sýning- unni niður og senda út um land ið „sem list um landið“. . . Sýn- ingarskrár þykja góðar og nauð synlegar heimildir um sýningar, og verða verðmætar er fram líða stundir. Þá er sýningin ekki nægilega skilmerkileg í uppsetningu. En sem sagt, þrátt fyrir nokkra galla er þetta merkileg sýning, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara sem áhuga hefur á ljósmyndum eða gamla timanum, en af hvoru tveggja er gnægð fróðleiks i Bogasalnum þessa dagana. Sýn- ingin áréttar einnig mjög þörf á sérstakri deild við safnið, þar sem þetta atriði í menningar- sögu okkar verði veglega kynnt. 1 Gallerie Grjótaþorp gengst ungt fólk úr Kennaraháskóla Is lands fyrir ljósmyndasýningu og lýkur sýningunni á sunnu- dagskvöld. Þetta er lítil, en fyr ir margt áhugaverð sýning, þótt árangur sé eðlilega mjög mis- jafn. Mikið ber á margvíslegum tilraunum og koma hugmyndirn ar oft mjög kunnuglega fyrir sjónir, þannig verður það áhuga verðast, er tilraunastarfseminni sleppir og menn koma til dyra eins og þeir eru klæddir. Myndir svo sem nr. 7, 10, 12, 14 og 34 koma manni í gott skap, þær eru allar vel unnar og af alúð útfærðar. Eftir að hafa skoðað sýninguna í Boga- salnum er það tilvalin tilbreyt- ing að koma við í Gallerie Grjótaþorp í hina kynlegu stemningu þar. Framtak skóla- fólksins er þakkarvert. Fyrir nokkru lauk sýningu I Gallerie S.Ú.M. á myndum eftir Guðberg Bergsson, er hann nefndi Ijóðmyndir. Hér var á ferðinni leikur með stafi, mynd, Ijóð og hljóð. Sýningin var vel sett upp og áhugaverð, og þyk- ir mér leitt að hafa ekki getað gert henni skil á meðan hún stóð yfir, svo sem tilefni var til, og er tómt mál að fara að gera sýningunni ýtarleg skil að henni afstaðinni. En ég vil koma því á framfæri, að þrátt fyrir. að sýningin væri um fátt ný- stárleg í mínum augum, hafði hún yfir sér mjög geðþekkan blæ, og það kom mér mjög á óvart hve myndvís Guðbergur virðist vera og bíð ég í nokk- urri eftirvæntingu eftir fram- haldi á þessari viðleitni hans. Frá ljósmyndasýningu kennara háskólanema í Gallerie Grjóta- þorp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.