Morgunblaðið - 17.03.1973, Qupperneq 30
Keflvíkingar taka þátt
í næstu UEFA-keppni
Sigruðu ÍA 1—0
Akurnesing’ar ganga vonsviknir af leikvelli eftir ieikinn við Kefl-
víkinga. Nafn ÍBK fer enn einu sinni í Evrópuhattinn.
HINN marksækni knattspyrnu-
maður Keflvíkinga, Steinar Jó-
hannsson, sem sat á varamanna-
bekknum í fyrri hálfleik, átti svo
sannarlega erindi inn á vöU í s'ð
»ri hálíleik, því hann skoraði
dýrmætt mark fyrir lið sitt í
leiknum við Akurnesinga á Mela
veilinum á fimmtudagskvöldið.
Mark Steinars veitir Keflvíldng-
wm rétt til þátttöku í næstu
EEFA-keppni, en i Evrópukeppn-
nm hafa Keflvikingar ætíð verið
sérlega heppnir með andstæð-
inga, auk þess sem liðið ávann
sér rétt til þátttöku í Meistara-
lceppni KSf, sem hefst í næstu
viku.
Það voru erfið vallarskilyrði á
gamla Melavellinum á fimimtu-
dagskvöldið, þegar Akumesingar
og Keflvíkingar mættust þar i
þýftingarmikJum ieik. Eins og að
framan hefur verið sagt, skar
þessi leikur úr um þótttöku í
næstu UEFA-keppni, en liðin
Tirðu jöfn að stiigum í 1. deildar-
keppninni í fyrra og þar sem
markatala ræður ekki hjá okkur
um röð liða, varð að koma til
aukaleiks. Að vísu hefði verið
eðiilegra, að slíkur leikur hefði
farið fram sl. haust, en aí því
varð ekki og er það önnur saga.
Miðað við aðstæður og hve
snemma árs hann fór fram, verð
ur ieikurinn að teljast góður.
Leikmenn beggja liða eru greini
lega i góðri æfingu og þeir
reyndu að legigja sig fram um
að sýna góða knattspymu, en
aur og poMar á vellinum komu
því miður í veg fyrir að það
tækist.
FYRRI HÁEFLEIKUR
Akurnesingar byrjuðu ieikinn
vel og sóttu meira í byrjun, án
þess þó að skapa nein veru'lega
hættuteg tækifæri, en smám sam
an fór að koima meira jaínvægi
og leikurinn tók að jafnast.
Greiniiegt var, að Jiðin voru
mjög svipuð að styrkleika, þótt
einhvern veginn hefði maður það
á tilfinningunni, að KefJvíkinigar
myndu hafa betur, áður en yfir
lyki, þar sem lið þeirra var skip
að JlikamJega sterkari mönnum,
sem nutu sin betur við sJikar að
stæður. Lið Akumesinga er létt
ara Jið, skipað ungum og óreynd
um mönnum að hluta.
Fyrsta marktækifærið kom á
11. min., er Jón ÓJafur gaf góða
sendingu til Ólafs Júlíussonar,
sem komst i gott færi, en Hörð-
ur naarkvörður Akumesinga
kom út á móti honuim og tókst
að bjarga í hom.
Á 16. min. fengu Akurnesingar
sitt fyrsta tækifæri, er Hörður
Jóhannesson lék skemmtilega
upp vinstra meigin og gaf góða
sendingu yfir til KarJs Þórðar-
sonar, sem skaut, en Jóni Sveins
syni markverði KefJvíkinga tókst
að verja.
Næstu mín. skeði fátt mark-
vert, eða þar til á 25. min. er
Herði markverði lA tókst að ná
til knattarins eftir vafasamt út-
hiaup og var hann ekki nema
rétt kominn í markið aftur eftir
að hafa spymt fram á vöilinn,
þegar hann mátti taka á slnum
stóra við að verja langskot.
Mín. síðar áttu Akurnesingar
gott tækifæri til að taka fory-
ystu í l'eiknuim, er Matthías
sendi fallega sendingu innfyrir
vörnina til Karls Þórðarsonar,
en Jón markvörður iBK varð að-
eins fyrri til og hlrti knöttinn af
tánuim á honum.
SfÐARI HÁLFLEIKUR
Síðari hálfleikur var likur
þeim fyrri, þvi fátt var um góð
marktækifæri og einkenndist
leikurinn af baráttu oig reyndust
poiiarn r á vellinum Jeikmönnum
oft erfiðari en andstæðingurinn.
Grétar Magnússon og Jón Óíafur
áttu þokkaleg tækifæri á 53. og
63. mín., sem þeim tókst ekki að
nýta.
Á 65. mín. varð það að Steinari
Jóhannssyni tókst að skora mark
og reyndist það sigurmarkið i
leiknum. Háði hann harða har-
áttu við varnanmenn Akuraes-
inga, og að lokum við Hörð mark
vörð, sem va rkominn langt út í
vítateiginn. Vippaði Steinar
knettinum yfir hann og náði sið-
an að skalla í mannlaust markið.
Eftir markið sóttu Akumesing
ar nokkuð í sig veðrið og reyndu
alJt hvað þeir gátu til að jatfna
og rétt fyrir Jeikslok munaði
minnstu að það tækist. Matthías
skaut jarðarskoti að markinu, en
Jóni markverði ÍBK tókst að
koma fæti fyrir knöttinn þannig
að hann hrökk ofan á þversló og
aftur fyrir markið.
Leiknum lauk með naumum
sigri Keflvikinga, sem eftir at-
vikum var sanngjam, en kannski
hefði jafntefli þó gefið réttari
mynd af leiknum.
Erfitt er að dæma um getu ein
stakra leikmanna eftir þessum
leik, sem fór fram eins og áður
er sagt, við erfiðar aðstæður.
Liðin voru að mestu skipuð
sömu ieikmönnum og á sl. ári
og því flestir gamlir kunningjar.
Að vísu lék í marki Keflvíkinga
nýliði, Jón Sveinsson, sem þrátt
fyrir æfingaleysi átti þokkalegan
leik og hélt markinu hreinu. Ein-
ar og Guðni voru sterkir sem
fyrr og sömuJejðis Gísii Torfa-
son.
Hjá Akurneslngum söknuðu
menn Eyieifs Hafsteinssonar,
sem að sögn hefur lagt skóna á
h'Jluna, en hann er að draga
auð i þjóðarbúið, sem háseti á
loðnubátnum Skirni frá Akra-
nesi. Vonandi endurskoðar hann
fyrri afstöðu sína, að lókinni
ioðuvertíð og dustar rykið af
skónum. Það munar míkið um
hann fyrir liðið og óvíst er hvem
Lg hefði farið, ef hans hefði mot-
ið við i þessum leik. Matthias
er liklegur til afreka í sumar
eftir því sem hann sýndi í þess-
um leik og sömuleiðis ungu
mónnimir Karl og Hörður. Andr-
és ÓJafsson kom einna mest á
óvart, en hann lék nú sem tenigi-
liður, með góðum árangri og
var bezti maður liðs'ns.
Dómari í þessum leik var Hin-
rik Lárusson og skal það sagt
honum til hróss, að hann var
ekki að eltast við smámuni og
stóð sig vel.
Hdan.
Haraldur lagði
grunninn
að sigri Vestmannaeyinga
í leiknum við Kópavog
VESTMANNAEY.TAR og Kópa-
vogur léku í bæjakeppni kaup-
staðanna á fimmtudagskvöldið
og var leikið á malarvellinum í
Kópavogi. Mikill áhugi var fyrir
leiknnm og um 1500 manns
fylgdust með leiknum. Engin að-
staða er fyrir áhorfendur við
völiinn og þurfti nokkur fjöldi
áhorfenda að standa inni á veU-
inum allan leikinn. Nokkuð fuU-
Ásgeir Sigurvinsson
komin flóðljós eru nú komin upp
á vellinnm og var þessi leikur
vígsluleikur fyrir viðbótarljós,
sem Lionsklúbburinn í Kópavogi
gaf.
Vestmannaeyingar báru sigur
úr býtum í þessari viðureign
kaupstaðanna, unnu Iieikinn með
tveimiur mörkum gegin engu og
skoraði Haraldur Júlíusson bæði
mörkin. í fyrri hálfleiknum léku
Vestmannaeyingar á móti vindi
og brá þá oft fyrir ágætu spili
hjá báðum liðum, en ekkert
mark var skorað í hálfleiknum.
1 síðari hálfleik varð leikurinn
mun þófkenndari, en Vestmanna
eyingar höfðu sem fyrr frum-
kvæðið i leiknum. Fyrra markið
í lieiknum kom á 67. mínútu. Ás-
geir Sigurvinsson einlék upp
kantinn og gaf góðan bolta fyrir
markið, þar var Haraldur vel
staðsettur og átti ekki í erfiðleik
um með að renna knettinum í
netið.
Á næstu mínútum áttu bæði
lið sín tækifæri, t.d. skaut Þór
Hreiðarsson yfir af stuttu færi
og Kristján Sigurgeirsson átti
hörkuskot í stöng af löngu færi.
Harsldur Júlíusson
— byrjaði keppnistímabilið á
tveimur mörkum, en í fyrra end-
aði hann það á sama hátt,
En minútu fyrir leikslok kom
siðara markið og var það sann-
kalliað draumamark. Ásgeir brun
aði upp kantinn, eins og við
fyrra markið, og sendi síðan
góða fyrirgjöf fyrir mark Breiða
biiks. Haraldur Júlíussom kom
aðvífandi á fullri ferð og sendi
knöttinn í netið með glæsile'gum
goillskalla svo söng í netinu. Ekki
voru fleiri mörk skoruð í leikn-
um því skömmu síðar flautaði
Magnús Pétursson, góður dóm-
arí leiksins, leikinn af.
Vestmannaeyingar verðskuld-
uðu sigur í þessum leik, þeir
voru betri þrátt fyrir að fjórir
af fastamönnum iBV frá því í
fyrra lékju ekki með að þessu
sinni, þeir Ólafur Sigurvinsson,
óm óskarsson, Friðfinnur Finn-
bogason og Páll Pálmason, en
þeir eru allir við störf í Vest-
mannaeyjum.. Ásgeir Si gur-
vinsson og Haraldur Júlíusson
voru beztir í framlínu Vest-
mannaeyiinga, báðir mjög hreyf-
anJegir og friskir. Kristján Sig-
urgeirsson gerði margt mjöig lag
lega í íeiknum, en hvarf svo á
miili.
1 liði Breiðabliks saknaði mað-
ur tveggja fastamanna frá síð-
uistu knattspyrnuvertíð, þeirra
Guðmundar Þórðarsonar og
Guðmundar Jónssonar. Einar
Þórhallsson bar af í Breiðabliks-
liðinu, sem virtist ekki finna sig
í leiknum.
— áij.
ÍBV í Reykja-
víkurmótið
NÚ MUN vera ákveðið að
meistaraflokkur ÍBV tald þátt
í Reykjavíkurmótinii í knatt-
spymu, sem hefst um miðjan
apríl. Vestmannaeyingum
hafði áður verið boðið að taka
þátt í litiu bikarkeppninni, en
þeir kusu frekar að vera með
sem gestir í Reykjavíkurmót-
inu, þar sem flestir leikmenn
liðsins búa í Reykjavík. Meist
arakeppni KSl ætti að vera
hafin nú, en þar sem ekki var
hægt að setja leik ÍBK og ÍA
á fyrr en í þessari viku hefur
hún dregizt. Komið hefur til
tals að felia meistarakeppnina
niður að þessu sinni og munu
Framarar vera því fylgjandi,
en Vestmannaeyingar vilja
að keppnin fari fram. Munu
linurnar varðandi meistara-
keppnina væntanlega skýrast
nú um helgina.
Verðlaunin
afhent í dag
Ýmissa orsaka vegna hefur
dregizt úr hömlu að afhenda
verðlaun fyriir Reykjavík
urmótin í handknattieik, en
þeim er lokið fyrir nokkrum
mánuðum. 1 dag verður þess-
um málum þó kippt i lag en
verSlaunaafhending til allra
sigurvegara í hinum ýmsu
flokkum Reykjavíkurmótsins
fer fram á Hótel Esju í dag
og hefst kl. 15.
Einn leikur
í körfunni
Fjórir leikir áttu að fara
fram í 1. deildimni í
körfukmÁtleik um helgina,
en vegna sýningar í iþrótta-
húsinu á Seltjarnarnesi hef
ur orðið að fresta þremur
þeirra. Aðeins leikur Þórs og
stúdenta mun fara fram og
hefst hann Mukkan 16 í dag
í Iþróttaskemmunni á Akur-
eyri. Hinir leikirnir þrir fara
fram á þriðjudaginn á Sel-
tjamarnesi.