Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1973 Um kosningarnar i Argentínu; ÆVINTÝRI OG VERULEIKI Eftir Margréti R. Bjarnason ÞAÐ gretur orðið forvitnilegrt að fylgj- ast með fréttiun frá Suður-Ameríku- rikinu Argentínu á næstunni, — því að svo sem margir voru uggrandi um, að herforingrjastjórnin í landinu mundi aldrei ganga svo langt að ieyfa þar frjálsar kosningar með opinberu frampoði peronista, rikja nú um það efasemdir, hvort tannlæknirinn Hect- or Campora, forsetaefni þeirra og sigurvegari í kosnlngunum, muni, ásamt peronískri stjórn, fá að taka vtð völdum. Hann hefur ekld gert nokkra tilraun til þess að leyna þvi, að hann líti einungis á sig sem tals- mann Juans Perons, fyrrum forseta, og peronistar hafa opinskátt lýst því yfir, að þeir muni stefna samfélaginu til vinstri, komist þeir til valda. Spurningin er því, hvort herfor- ingjastjórnin heykist á því að fá þeim völdin í hendur eða hvort hún fer að ráðum þeirra sem segja, að hún gæti ekki gert neitt heimskulegra en að ganga á bak þeirra orða sinna, að úrslit kosninganna verði virt. Það, sem frá Peron sjálfum hefur heyrzt opimberlega frá þvi úrslitin urðu kunn, bendir til þess, að hann ætli sér að fara að öldu með gát. Dr. Campora lýsti því þegar yfir fyrir þúsundum áheyrenda sl. mánudag, að hann mundi ekki taka við forseta- embættinu fyrr en Peron væri kom- inn til landsins og boðaði komu hans fljótlega. Sjálfur sagði Peron hins vegar i Madrid, að hann mundi ekki fara til Argentínu fyrir 25. maí nema þess gerðist brýn þörf. Hanin fa.gnaði sigrinum og kvað einræðið hafa lotið i lægra haldi fyrir kröfum þjóðarinn- ar, en skoraði jafnframt á landsmenn að taka lífinu með ró og forðast hvers kyns storkandi aðgerðir. Og menn minna nú á það, sem hann sagði, er hann fékk að koma til mán- aöardvalar í Argentínu sl. haust eft- ir 17 ára útlegð: „Ég kæri mig ekki lengur um völd — það gerir enginn, sem kiominn er á minn aldur." Peron gerir sér ljóst, að hvað sem líður stuðningi hans heima fyrir og áhrifum peronista meðal lamdsbúa, eru 17 ár langur tími, og bæði hann breyttur og þjóðfélagið, sem hann skildi við á sinum tima. Hann yrði hylltur sem hetja við heimkomuna af nánustu stuðningsmönnum, en i raum er ekki vitað hvernig háttað er al- menmingshylli hans, því að stjóm- málastarfsemi he(ur verið svo bak- mörkuð í Argentinu árum saman. Þess ber að gæta, að samtök per- onista eru ákaflega breið. Þar er að finna fólk, sem aðhyliist róttækar skoðanir bæði til hægri og vinstri og allt þar á miili. Vinstri öflin, sem vilja koma á þjóðlegum sósialisma i Arg- entinu, koma úr röðum verkalýðsins, iægri miðstétta, stúdenta og mennta- manma. Or sömu fyikinigum eru frjálslyndir menn og hógværir, sem gjarman vilja einhverja sósíaliser- ingu, en hafa ekki eins skýrt afmörk- uð stefmumið og bæði vinstri og hægri öflin, en þau siíöastnefmdu má einkum rekja til þeirra, er hafa orðið undir í samkeppninni við erlend fyr- irtæki og fjármagn, sem herforingja- stjórnin hefur ívilnað á margvíslegan hátt. Það er einmitt þessi breidd samtak- anna, sem réð úrslitum um, að her- foringjastjómin undir forystu Alej- andro Lanusse ákvað að leyfa perom- istum að taka þátt í kosnimgunum þess fullviss, að valdastaða samtak- anrna mundi krystalla andstæðurnar innan þeirra og það aftur verða til þess, að breyta flokksmynztrinu í landimu, svo að peronistar misstu völdim úr höndum sér, áður em langt um liði. Hvort sem sú verður raunin á eða ekki, þykir ljóst, að verulegra breyt- inga megi vænta I Argentínu á næst unmi, ef — og þegar peronisbar hafa komið sér saman um stjórmarmynd- un, sem getur orðið nokkur þraut. Því er meðal annars spáð, að peron- isbar muni láta það verða eitt af sin- um fyr9tu verkum á sviði utanrikis- mála að koma á stjómmálasambandi við Kúbu og innanlands muni þeir byrja á því að hækka laun verkalýðs- ins. Oampora boðaði í sigurræðu sinni, að sósiaiáskar breytimgar yrðu gerðar á efnahagslífi landsins og stjómin mundi taka í sínar hendur eftirlit með starfsemi erlendra banka. Andstæðingar peronista spá þvi, að fyrirsjáanlegar aðgerðir hljóti að leiða til verðbólgu og visa á Chile til viðvörunar. Á móti er bent á, að úr- slitim í kosnimgumum í Chile á dög- unum hafi sýnt, að þrátt fyrir allt, hafi margar aðgerðir Allendes, for- seta þar, mælzt svo vel fyrir, að hann hafi aukið fylgi sitt meðal þjóðar- innar þótt meirihluba sé ekki fyrir að fara hjá stjóm hans. Ekki er þó hægt að gera einhliða samanburð á Allende, sem er yfir- lýstur marxisti, og Hector Campora og Juan Peron. Þeir eru ekki líklegir tíl að láta róttækustu vinstri öflin ráða stefnunni, bæði vegna eigin af- stöðu í þjóðmálum og vitundarinnar um, að þeir verða að fara mjög gæti- lega í sakimar vilji þeir ekki kalla yfir sig herforingjabyltingu. Kosningamar í Argentinu nú eru hinar fyrstu frá þvi 1966. Niðurstöð- ur fengust einuingis úr forsetakosn- ingunum. Raunar hefði samkvæmt kosningalögunum átt að kjósa aftur, af því að engin frambjóðandi fékk yfir 50% atkvæða, en Lanusse braut sín eigin kosniingalög og tilkynnti, að Oampora væri svo óumdeilanlegur sigurvegari að ástæðulaiust væri að ganga aftur til forsetakjörs. Sterkasti andstæðingur Campora fékk aðeins 21%, en hafði verið spáð 35% at- kvæða. Stjómmálafréttaritarar benda á, að það sé einkar heppilegt fyrir her- foringjastjórnina að láta ekki kjósa aftur, því þá mundi Campora fá yfir- gnæfandi meirihluta, en eins og nú er getur herforingjastjórnin bent á, að hann hafi ekki nema 49% at- kvæða. Kosningarnar til þingsins urðu hins vegar ekki til lykta leiddar í fyrri umferð og verður því að kjósa aftur i 15 af 22 fylkjum landsins. Talið er þó víst, að peronistar nái meirihluta í báðum delldum þingsins. Sömuleiðis hafa þeir þegar fengið kjörna sex fylkisstjóra og eiga talsvert fleiri vísa, svo að valdastaða þeirra verður sýnilega sterk. Þennan yfirgnæfandi sigur telja margir merki þess, að landsmenn hafi fyrst og fremst verið að kjósa gegn herforingjastjóminni. Þeir hafi viljað tryggja, að landið fengi meiri- hlutastjórn nú þegar, en þar fyrir utan hafi hin breiða fylking peron- ista fundið hljómgrunn hjá svo margskonar kjósendum, að valið hafi ekki verið þeim svo erfitt. Frásagnir af stemningunni i land- inu fyrir kosningamar og á kjörcftig benda til þess, að fólkinu hafi fund- izt það vera að lifa ævintýri, sem það tæpast trúði að gæti orðið að veru- leika. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvort svo verður og hvernig veruleikinn þá reynist ibú- um Argentinu. Völdin í hendur Perons? Björn Vignir Sigurpálsson: Kvikmyndir Ang. Lone „ANG. LONE“ nefndist föstu dagsmyndin í dönsku kvik- myndavikunni — hversdags- leg og tilkomulítil kvikmynd um hversdagslegt en áhuga- vert efni. Hversdagslegt? Nei, kannski er það fulldjúpt í árinni tekið en alltént dæmi- saga úr daglega lifinu. Við kynnumst Lonu — umkomu- lausri 16 ára stúlku, er strok- ið hefur af upptökuheimili fyr ir ungar stúlkur af einskær- um leiða — þó kannski fyrst og fremst vegna þess að hún fellur ekki inn í mynstrið sem velferðarþjóðfélagið hefur markað þeim, sem gista skulu slíkar stofnanir. Lone Larsen rænir mann- inn, sem tekið hefur hana upp á arma sína á flóttanum; mann á „overgangsalderen" eins og Danir kalla það, sem þykir til um að gamna sér með barnungum stúlkum; manninn sem gefur henni graflax og hvítvín, roastbeef og rauðvín; manninn sem seg- ir henni með freudiskum menntahroka að hún þjáist af „pabbakomplex“. Lona leitar því næst til fósurheimilis síns, þar sem henni er nánast út- hýst vegna þess að heimsókn hennar er ekki samkvæmt ströngustu reglum — og þó hafði fósturmóðir hennar andrá áður lýst þvi yfir hversu þeim hjónum þætti annars „vænt um hana“. Leiðir Lone liggja til Kaup- mannahafnar og strax ájárn- brautarpallinum kynnist hún skuggahliðum stórborgarlífs- ins. Skuggahliðum? Vissu- lega er hugtakið afstætt. Lone lendir þar strax í slæm um félagsskap, eins og sagt er — með ungu fólki sem dregur fram líflð á ferðatösku ránum og búðahnupli. Engu að síður er Lone hamingju- samari í þessum félagsskap en nokkru sinni áður. Hjá fé- lögum sínum mætir hún meiri umhyggju og skilningi en hún hefur átt að venjast af for- eldrakynslóðinni allsráðandi. Lone lifir frá degi til dags. Hún kynnist kráarþjóni sem hún tekur saman við og von bráðar er hún baimshafandi. Félagsmálaráðið úrskurðar að Lone skuli fara á mæðra- heimili, sem mun annast hana síðustu vikurnar fyrir og hin- ar fyrstu eftir fæðingu. Ekk- DÖNSK KVIK- MYNDA- VIKA ert langtíma sjónarmið. Lone á sennilega tvo kosti — að gefa bamið eða framfleyta sér og baminu við hin kröpp- ustu kjör. Hún afræður að láta eyða baminu í trássi við allar félágslegair ákvarðanir. Vinkona vinkonu hennar veit ir henni húsaskjól og fram- kvæmir verkið án þess að þekkja nokkuð til þess, enda árangurinn ófullnægjandi. En hvað verður um Lone eftir það — veit enginn. Það segir sig sjálft að vanda málið sem myndin greinir firá er ekki einangrað danskt fyr- irbrigði — hvað skyldu ekki vera mörg tilbrigði um þetta sama stef hérlendis eða í öðr- um svonefndum velferðarþjóð félögum? Kannski er mynd- inni stefnt gegn úiræðaleysi félagslegra umbótastofnana velferðarþjóðfélagsins — þær eru sniðnar að hæfi staðl- aðra hópsála en ekki fyrir viðkvæma, ómótaða einstakl- inga. 1 myndinni er einatt Fratnh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.