Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 22
T" MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1973 Dr. Irmgard Kroner — Minningarorð Miðvikudaginn 14, marz 1973 andaðist dr. Irmard Kroner að heimili sínu i Leverett í Massa- chusetts I U.S.A. rúmlega 80 ára að aldri. Dr. Irmgard Kroner var f jölda Islendinga að góðu kunn, allt frá því er hún og maður hennar dr. Karl Kroner komu hingað til lands í fyrsta sinn árið 1926, og mörgum raunar löngu áður. Áð- ur en þau lögðu upp í það ferða lag, sem var að mestu leyti á hestbaki um byggðir landsins, hóf hún nám í íslenzkri tungu. Aðra ferð sína til Islands fóru þau hjón árið 1929. 1 þriðju ferð inni, árið 1933, höfðu þau með sér kjörson sinn, Klaus, sem þá var 7 ára gamall. Þetta var árið, sem Hitler komst til valda í Þýzkalandi. Þá þegar hafði dr. Karli Kroner verið sagt upp trún aðarlæknisstarfi hjá Siemsens verksmiðjunum, þar eð hann var af gyðingaættum. í desember 1938 tókst þeim hjónum ásamt syni þeirra að komast til Is- lands, og dvöldu þau hér þang- að til heimsstyrjöldinni síðari var lokið. Irmgard Kroner var fædd 16. janúar 1893. Hún mun hafa ver- ið einkabarn foreldra sinna. Fað- ir hennar var kaupmaður í Stett- ín. Irmgard sýndi snemma mjög góða námshæfileika, og lagði þvi út í langskólanám, fyrst i kvenna skóla, sem útskrifaði kennara með stúdentsprófsréttindi, og síð an í læknadeild háskólans í Berlín. Barnalækningar valdi hún sem sérgrein, og varði þar doktorsritgerð sína. Eftir að Irmgard giftist dr. Karli Kroner, sem vau- lungna- og taugasérfræðingur, en hafði verið herlæknir stríðsárin 1914— ’18, gegndi hún læknisstörfum aðeins lítið eitt. Hins vegar snéri hún sér að námi í Norður- landamálum og fomíslenzkum bókmenntum í Háskólanum í Berlín. Nútímaíslenzka var ekki kennd þar, því fékk hún íslenzka stúdenta í Berlín, m.a. Stefán Pjetursson og Kristin E. Andrés- son, til þess að kenna sér ís- lenzku. Irmgard var ótrúlega fljót að læra tungumál. Eitt sinn á yngri árum tók hún þátt í veðmáli um það, hvort hægt væri að læra tungumál að gagni á hálfum mánuði. Hún lærði ung versku í hálfan mánuð og henni var dæmdur sigur í veðmálinu. Árin, sem Kroners hjónin voru í Reykjavík, kenndi frú Kroner mörgum nemendum í einkatím- um. Kom jafnvel fyrir, að hún kenndi þeim skólanemendum einnig íslenzku, sem til hennar leituðu um hjálp í þýzku og öðr- um námsgreinum undir próf. Um skeið var dr. Irmgard Kron- er kennari í þýzku við Háskóla Islands. Þegar til Bandaríkjanna kom, var frú Kroner um margra ára bil kennari við menntaskóla. Hún kenndi þar einkum frönsku og þýzku. Þar sem skortur var á kennurum i rússnesku, tók hún sig til og lærði það mál og kenndi það síðan i skólanum. Hún var komin yfir sextugt, er þetta var. Síðar fór hún í há- skóla til frekari náms i rúss- nesku og lauk þar meistaraprófi. Þá var hún orðin hálfáttræð. Fjöldi námsmanna og annarra Islendinga, er til Berlin komu, átti sannarlega hauk í homi, þar sem frú dr. Kroner var. Heimili þeirra Kroners hjóna stóð jafnan opið öllum íslend- ingum. Stundum stórum hópum í einu. Þeim Islendingum, sem ekki fóru heim sumarið 1930, var boðið út í sumarbústaðinn í Gatow, fyrir vestan Berlín, til að halda þar 1000 ára Alþingis- hátíðina. Sex árum síðar þáði enn stærri hópur heimboð á heimili þeirra í borginni, þegar Olympíuleikarnir voru haldnir í Berlín 1936. Þegar glímuflokkur Ármanns fór til Þýzkalands haustið 1929, fór frú Kroner til móts við flokkinn í Bielefeld til þess að horfa á glímuna. Hve margir Islendingar voru lengri eða skemmri tíma á heimili frú Kroner, eða í nánum tengslum við það, t.d. á meðan hún var að greiða úr vanda þeirra á ein- hvern hátt, veit áreiðanlega eng- inn. Ég, sem skrifa þessi fátæk- legu minningarorð í þakkarskuld við dr. Irmgard Kroner, átti þess kost að vera eitt ár (1929—’30) á heimili Kroners hjónanna á þeim tíma, sem Berlín mátti telj ast háborg menningarlífs í Evr- ópu. Hversu oft farið var með mig í leikhús, á hljómleika, mál- verkasýningar o.s. frv., o.s. frv., hefi ég aldrei talið saman, en ég tel mér það -ómetanlegt að hafa orðið þess alls aðnjótandi. Irmgard Kroner var flest til lista lagt, eins og komizt er að orði. Hún gat leikið á fjölda hljóðfæra, og margvislegar hann yrðir, þó einkum knipl, greip hún í, ef tími var til frá öðrum áhugamálum. Hún fékkst tals- vert við vefnað, jafnvel mynd- vefnað, og eftir að hún kom til U.S.A. vánn hún allmikið að leirkerásmíð. Hinn 16. janúar s.l. átti frú Irmgard áttræðisafmæli. Nokkur hópur vina hennar hér sendi henni afmælisgjöf. Þessi gjof gladdi hana mjög, ekki aðeins gjöfin sem slík, heldur miklu fremur það, að svo margir Is- lendingar skyldu muna eftir henni. Þeir eru samt ennþá fleiri, sem enn um langa hríð munu minnast dr. Irmgard Kron ers með þakklæti fyrir vináttu og tryggð, og gestrisni í Þýzka — Kvikmyndir Framhald af bls. 10 lögð á það áherzla að Lone sé skapstór en óvenju greindur táningur, sem ekki á sam- leið með stallsystrum sínum á upptökuheimilinu, sem una sér bezt við hannyrðir og mas. „Mér leiðist þær — get ekk- ert talað við þær,“ segir Lone oftar en einu sinni. Á hinn bóginn er myndinni ekki síður stefnt gegn skiln- ingsleysi foireldrakynslóðar- innar á vandmeðfömum vandamálum táninganna. Því kynnumst við m.a. í innihalds- lausum rökræðum stjórnar upptökuheimilisins, á móttök unum sem Lone fær á fóst- urheimili sínu og á fundi fé- iagsmálaráðsins, þegar þung- un Lone er til umræðu. Og þó að unga kynslóðin kunni að vera gölluð og virði ekki eignaréttinn á stundum, verð- ur útkoman henni ótvírætt i vil. Ránsfólkið á brautarstöð- inni tekur Lone í sinn hóp án nokkunra vífilengja og vin- kona vinkonu Lone veitir henni húsaskjól og fram- kvæmkvæmir fóstureyðing- una án þess að hafa séð Lone fyrr og án þess að Lone geti á nokkurn hátt endurgoldið henni. Þannig verður sam- hjálpin meðai unga fólksins ólíkt göfugri og óeigingjam- ari og foreldrakynslóðarinn- ar, sem lætur bezt að leika hlutverk miskunnsama Sam- verjans um helgar og á há- tiðum til að friða eigin sam- vizku. Deila má um hvort „Ang. Lone“ geti talizt kvikmynda- list í strangasta skilningi þess orðs. Hún er nánast „últra“-raunsæ — auðsætt er að hún er að miklum hluta „impróviseruð", svo að grip- ið sé til eriendra hjálparorða. Þannig verður þetta ekki leik- mynd í eiginlegri merkingu heldur er hún mun meira í ætt við heimildarkvikmynd. Hún er lifuð fremur en leikin; upptaka úr daglega lífinu, þar sem kvikmyndavélin hvílir á öxl kvikmyndatökumannsins, og hann fylgir tiltekinni per- sónu gegnum þykkt og þunnt. Þannig má gera ágætar kvik- landi áður fyrr og á síðari árum á heimili hennar í U.S.A. Maður hennar, dr. Kari Kron- er, sem andaðist 6. ágúst 1956, lagði svo fyrir, að aska hans skyldi flutt til Islands. Fyrir skömmu skrifaði frú Kroner einni vinkonu sinni, að nú væri hún tilbúin að leggjast við hlið manns síns í Fossvogi. Sonur þeirra, Klaus Erlendur Kroner, prófessor, kona hans og börn þeirra koma til Islands í dag. Á morgun — máriudag — munu jarðneskar leifar dr. Irm- gard Kroner verða lagðar í ís- lenzka mold. myndir en tekst ekki fylli- lega hér. Þess eru fá dæmi að tungumál kvikmyndarinn- ar sé nýtt í myndinni — hvorki í töku né klippingu. Sem kvikmynd verður „Ang. Lone“ óaðlaðandi — líkist einna helzt tilbreytingalítilli einræðu. Efnið er sett á odd- inn, umbúðirnar eru auka- atriði og þess vegna verður myndin ofur langdregin á köflum — á kostnað innihalds ins að sjálfsögðu. Ekki vildi ég sjá Ang. Lone tvisvar — en ómerk er hún ekki, því efnið situr eftir góða stund - SKÁK Framhald af bls. 11 (Argentína), Radulov (Búilg- ariia), Rúkavima (Júgósliavía), Smejikal (TékikósC'óvajkía), Taiimamov ög Tal (Sovétrfkin) Tonre (Filippseyjar), Tuikma- kov (Sovétríkin) og Uhltmnn (A ustur-Þýzikial'aiml). Hitt mililisvæðiaimótið á að fara fram i Brasiliu, höfuð- borg samin'efnds lainds, 20. júli til 20. ágúst og þar eiga að tefla: Biyiasias (Kanada), Geller (Sovétríkin), Georghiu (Sovétríkin), Hort (Tékkó- slóvakia), Hug (Sviss), Ivkov (Júgósilavía), Kagan (ísrael), Kenes (Sovétríikin), Ljuibjevic (Júgósi/avia), Meckimg (Bras- llía), Pauno (ArgeintSna), Pölugaievsiky (Sovébrikin), Portisch (Ungverjalaind), Res- hevsiky (Bandaríkin), Savon, Srmyslov ag Steiin (Sovétrikin) og einm sikáikmeistari frá Austuirlöindum f jær. Það vekuir athygii, að enda þótt báðum þessum mótuim sé ætlað að vera jöfn að dtyrkleifca, þá verður mótið i Leningrad ömuggiega mun sterfcana en mótið í Brasilíu. 1 Leningrad eiga eftir að tefla ekfci fænri en fimm stórmeist- arair, siean með rötoum má halda fmaim, að eigi möguleika á því að komast í úarslitaein- vigi áskomendaimótsins. Það eru þeir Tall, Karpov, Korc- hnoi, Larsen og Hubneir. I Bnasilíu er það semndtega Portisch eiinin sem Mikteguir er til sliks, þar sem aðriir miklir skáfcmeistarar í mótinu þar, svo sem Keres, Smyslov, Gelll- er og Reshievsiky eru allir gamliir i hettunnd og þvi hætt við því, að þeir hafi eklki naiuðsynlegt úthald í svo erf- iðu móti. Boris Spasský, fymrverandi heimsmeistari og Tigran Petrosjan, sem var heims- meistari á uimdan honum, hafa rétt til þátttölku i ásköremda- mótinu án þess að þunfa að tefla fyrst í millisvæðamót- inu. Emn er of smemimt að spá nokkru um, hver verða muni áskorandi Bobby Fischers. Ár angur Tals að undanförnu kann þó að benda til þess, að það eigi eftir að verða hann. (Þýtt og emdiursaigt út The Timies). SKILTI A GRAFREITI OG KROSSA. Flosprent s.f. Nýlendugötu 14 sími 16480. t DR. IRMGARD KRONER lézt að heimili sínu, Leverett, Mass., U.S.A., þ. 14 marz. Jarð- setning ösku hennar fer fram í Fossvogskirkjugarði, mánudag- inn 19. marz kl. 16, við grafreit Dr. Karls Kroner. Klaus Kroner, Helen Kroner og barnaböTi t Faðir minn, tengdafaðir, bróðir og mágur, BJARNI GUÐMUNDSSON, bóndi, Hörgsholti, Hrunamannahreppi, andaðist 15. þ. m. að Stangarholti 34. Guðmundur Bjarnason, Heiga Engilberts, Kristín Guðmundsdóttir, Einar Ólafsson, Bjamheiður Brynjólfsdóttir, Ólafía Ólafsdóttir. t Otför móður minnar, tengdamóður og ömmu, EFEMlU STEINBJÖRNSDÓTTUR, Kirkjubraut 52, Akranesi, fer fram frá Fossvogskirkju, mánudagirm 19. marz kl. 15. Lilja Pétursson, Guðni Halldórsson og bamaböm. t Jarðarför systur okkar, GUÐBJARGAR J. BJARNADÓTTUR, fyrrverandi bókhaldara borgarstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 20. marz kl. 13.30. Ólafía Bjamadóttir, Helgi Bjamason, Sólveig Bjamadóttir, Bjami Bjamason. t Otför ÞÓRUWNAR JÓNSDÓTTUR, Hvitanesi, fer fram frá Akraneskirkju, þriðjudaginn 20. marz kl. 2 e ,h. Húskveðja heima á Hvítanesi hefst kl. 12.30. — Þeim, sem vildu minnist hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið eða önnur Irknarsamtök. — Bílferð verður frá Reykjavík á þriðjudags- morgun kl. 9 frá Miðbæ við Háaleitisbraut. Þórður Guðnason, böm, tengdaböm og bamaböm. t Við þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, FRlÐU I. ARADÓTTUR, Bólstaðarhlíð 13. Halldór Guðmundsson, Emilía Guðlaugsdóttir, Ari F. Guðmundsson, Katla Ólafsdóttir, Hjördis Guðmundsdóttir og bamabörn. t Þökkum af alúð auðsýnda samúð og vináttu við fráfalt og útför eiginmanns míns, föðúr okkar og sonar, LEONS EINARS CARLSSON, stýrimanns. Salla Sigmarsdóttir og böm, Grethe og Einar Carlsson. Anna Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.