Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 28
2JS MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1973 SAI BAI N Eliszabet Ferrars: I Samfsrris í t: laui)aii — Já, sagði Brian og hleypti brúnum þar sem hann sat við eldinn. Mér kæmi ekki á óvart þó að þú reyndist sannspár. Mér hafði nú aldrei dottið það í hug, en hlaðan sú arna er verðmæt eign. — Hún er alltaf þrjú-fjögur þúsund punda virði, sagði Paul og var óþarflega hreykinn af viðskiptaþekkingu sinni. Rakel fannst þetta koma held ur litið við hann, en sjálf fór hún að hugsa um, að Bri- an mundi þá fara aftur í eitt- hvert skuggalegt herbergi í London eins og hann hafði sennilega verið í áður, og hverfa þannig úr lífi hennar á þennan seinláta stefnulausa hátt, sem var honum svo eiginlegur. Kannski hafði hann líka þeg- ar haft uppi ráðagerðir um að snúa aftur til London. Kannski hafði honum ekki gengið eins vel með bókina og hann hafði gert ráð fyrir, eða kannski hafði — Híttumst í kaupfélaginu T ^ hann þegar lokið við hana. Rak- el var alls ófróð um þessa bók, vegna þess að hún hafði tekið eftir, að Brian fór alltaf hjá sér, væri hann spurður um hana. — Ég hafði nú aldrei haldið, að ungfrú Dalziel væri fjár- þurfi, sagði hún. Aldrei þessu vant, svaraði Brian snöggt: — >að geta allir verið! — En hefur hún nokkurn tíma minnzt á það við þig? spurði hún. — Nei. — Þá er þetta nú bara ein hugdettan hans pabba. Og hon- um getur hæglega hafa skjátlazt. — Já, eri . . . Brian þagnaði og Rakel datt í hug, að nú hefði hann snögglega farið að hugsa um eitthvað allt annað. — Ég held að hann bróðir hennar sé húsameistari, sagði hann eftir stutta þögn. — En það gæti vel verið misskilningur hjá mér. Hann gæti eins vel verið end- urskoðandi. Eða búfræðing- ur. Eða loftfimleikamaður. Eða það vona ég. — Þó hann sé aldrei nema húsameistari, þá getur vel verið, að hún ætli bara að ita koma þarna fyrir baðherbergi handa þér. Brian setti upp fjarrænt bros. — Kannski það. Mér finnst nú ég vera orðinn sá atkvæða garð yrkjumaður, að ég eigi það næst um skilið. — Lofar hún þér ekki að nota baðið i húsinu? sagði Paul. — Þú hefur þó lykil, er það ekki? — Jú, að vísu, sagði Brian, — en ég er hræddur við þetta hús. Hræddur? sagði Rakel hissa. — Við hvað ertu hrædd- ur, kannski draug, eða að ein- hver hver gjósi þarna upp, eða hvað? — Nei, en hreinlætiskröfur hennar eru svo ógurlega háar, að þær vekja villidýrið í mér. Hvert skipti sem ég fer þangað inn, er ég dauðhræddur um að mölva einhvern dýrgrip með þessum krumlum minum. Rakel hló og stóð upp. — Ég myndi nú ekki hafa áhyggjur af því í þínum sporum. Hún mundi ekki fara að reka þig út, svona fyrirvaralaust. Jæja, ég þarf að fara að hugsa um kvöldmatinn. Viltu borða með okkur, Brian? Svona spumingu þurfti hann að velta lengi fyrir sér, áður en hann gæti svarað. Meðan hann var að hugsa sig um, horfði hann fast á hana, og spennan hjá Rakel fór að færast í aukana. — Mundi ég ekki gera alltof mikið ómak? spurði hann loks- ins. — Nei, vitanlega ekki, sagði hún. — Þetta er afskaplega fallegt af þér. — Ég er hrædd um, að það sé lítið annað en egg. — Get ég þá ekki komið og hjálpað þér. Egg eru nokkuð, sem ég kann á. Hann brosti til hennar og Rakel brosti á móti og það bros var meira Ijómandi en hún vissi af sjálf. Hún stakk upp á, að hann kæmi og ristaði brauðið. En henni til mestu furðu, greip faðir hennar nú fram í og sagði, að það væri sitt verk að rista brauðið, og hann væri svo vandlátur með það, að engum öðrum væri trúandi fyrir því. Þetta var vitanlega haugalygi. Hann bætti því við, að það sem Brian ætti að gera, væri að sitja við arininn með glas og dagblað. Brian lét sem hann hefði alls ekki heyrt þetta, en elti Rakel fram i eldhús. Að bakl sér heyrðu þau allt í einu skrjáfa í dagblaði. Svo skelltist skáphurð og glas og flaska klingdu saman, þeg- ar Paul fékk sér sjálfur í glas. Enda þótt hann vissi vel um tilfinningar Rakelar til Brians, varð hann samt hissa á þessu snögga sælubrosi á andliti henn ar. Hann yrði að fara að vara sig, hugsaði hann um leið og hann skaraði harkalega í eld- inn. Hann vildi ekki láta Rakel komast að þeirri niðurstöðu, að hann væri afbrýðisamur gam all maður, sem væri einráðinn að halda í hana. Því að það var ekki aðalmeinið. Honum fannst hún eiga að giftast, og óskaði, að það gæti bráðum orðið, en var hræddur um, að ást hennar til hans yrði þungbær skylda, eða jafnvel afsökun þess að yf- irgefa hann ekki. En þessi ungi maður var ekki ákjósanlegur. Paul trúði því, að Brian væri maður, sem mundi aldrei stöðv- ast við neitt ákveðið, mundi ætl ast til, að hún leiddi hann við hönd sér og jafnvel ekki verða henni trúr. En auðvitað gerði hún sér það ekki ljóst. Líklega í þýóingu Páls Skúlasonar. vissi hún ekki, að þrátt fyrir allt seinlætið og rósemina, var hann hlaðinn lífsorku, sem mundi hafa sömu áhrif á hvaða konu sem væri, og hann mundi alltaf njóta þess og neyta þess. Og þessi ákvörðun Pauls að yfirgefa London hafði einmitt gert hana svona varnarlausa, er það hafði komið í ljós, að Brian var eini karlmaðurinn innan við fimmtugt, á margra milna svæði. Paul fannst þetta hryggileg tilhugsun. Hann hafði haft áhyggjur af því öðru hverju, síðasta mánuðinn, því að honum fannst það leiðinlegt að vera sjálfur svona ónærgætinn, þeg- ar Rakel var annars vegar. Hann reyndi nú að bæta úr því með því að sýnast í óvenju góðu skapi, þegar Brian og Rakel komu aftur úr eldhúsinu, með mat á bakka. Þau átu matinn, sitjandi kringum arininn, og þeg ar Brian fór, um klukkan tíu, velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Misnotkun ávísana „Fólk veit ekki hvað vanda- málið er mikið, og á þess vegna kannski erfitt með að átta sig á þeirri tregðu, sem kann að vera á því að taka við ávísun- um i verzlunum," sögðu tveir verzlunarstjórar, sem komu að máli við blaðið vegna þeirra skrifa, sem orðið hafa um ávís anirnar. Töldu þeir ástandið fara hríðversnandi í þessum efn um. Höfðu þeir meðferðis nokkrar ávísanir, sem þeir töldu litlar sem engar líkur á að nokkurn tíma fengjust greiddar. „Þetta eru þannig menn,“ sögðu þeir. Þeir sögðust forðast eftir mætti að taka við ávísunum, sem þeir álitlu ekki tryggar, en við það væri erfitt að fást. Það er ekki vandalaust að standa fyrir framan heiðarleg- an mann og láta hann skynja tregðu á að taka við ávísun hans, enda bregðast menn mis jafnlega við því. 0 Þarí strangara cftirlit með ávísanareikningum Þeir félagar halda því fram, að bankarnir gætu gert miklu meira en nú á sér stað til þess að gera heiðarlegum mönnum fært að nota ávísanahefti sín án þess að verða fyrir óþæg- indum. Fyrst og fremst væri eftirlitið með, hverjir gætu opnað ávísanareikning ekki nógu strangt. Undantekning væri þó á þessu, mjög sjaldgæft væri, að innstæðulausar ávísanir bær- ust frá þremur tilteknum pen- ingastofnunum hér á Reykja- víkursvæðinu. Eftirlitið þar hlyti að vera strangara en al- mennt tiðkaðist. Ef maður væri t.d. sviptur ávísanahefti í einum banka vegna útgáfu innstæðulausra ávísana, ætti hann ekki að geta opnað ávísanareikning í öðr- um banka. Á þessu væri mis- brestur. Því til sönnunar höfðu þeir meðferðis ávisanir sem sýndu að svo var. Þeir sögðu íslenzk- ensk~ spönsk Jafn nauðsynleg og farseðillinn 2. útgáfa BÓKAÚTGAFÁN HILOUR að víða erlendis gæfu bankar út sérstök skírteini, sem þeir létu trygga viðskiptamenn fá, það er að segja menn, sem bank inn hafði reynt að heiðarleika. Þeir, sem hefðu slikt vottorð í ávísanahefti sínu, þyrftu ekki að óttast, að ávísanir þeirra yrðu ekki teknar. Slíkt ætti að taka upp hér. Þá töldu þeir félagar, að á- byrgð bankans á innstæðulaus- um ávísunum ætti að vera ein- hver, en hún væri engin nú. Bæri bankinn ábyrgð hlyti það að leiða til þess, að hann yrði varkárari, þegar ávísanaviðskipti við hann væru samþykkt. 0 Lausblaðaávísanir Fyrrgreindir verzlunarstjór- ar voru ekki þeir einu, sem höfðu samband við blaðið vegna þessa vandamáls. Brynjólfur Björnsson, Safamýri 59, hringdi. Hann leggur til, að bankarnir gefi út lausblaðaávís anir með ákveðinni upphæð, t. d. 100 kr., 500 kr., 1000 kr. og 5000 kr., í svipuðu formi og ferðatékkar. Bankinn gæfi aldrei út ávísanir fyrir hærri upphæð en innstæðunni næmi. Þetta tryggði, að alltaf væri til innstæða fyrir ávísuninni. Misnotkun gæti því aðeins orð- ið, að viðkomandi týndi ávís- anaheftinu, eða því stolið. Hlyti þetta að gera ávísanirnar að tryggari gjaldmiðli og spara mikla vinnu í sambandi við sviknar ávísanir. — Vextir af ávisununum yrðu greiddir þar til þær væru innleystar. 0 Finna þarf viðunandi lausn Umræður um þetta mál eru vissulega tímabærar — og öll- um aðilum, nema ef til vill svikahröppunum, áhugamál að það leysist á viðunandi hátt. Sennilega verður þó seint hægt að koma alveg i veg fyrir mis- notkun ávisana, en það á að heyra til undantekninga. Nú eða... næst er þér haldið samlcvæmi; FERMINGAR- wmw&m ips- AFMÆJLIS- eða T7EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa fyrir yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður detfur í hug, — og ýmislegt fleira! Sœlkerlrm HAFNARSTRÆTI 19 Sfmi 13835 og 12388. DÝRHEIMAR ÍSLENZKUR TEXTI. - Sýnd kl. 5, 7 og 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.