Morgunblaðið - 17.04.1973, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.04.1973, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1973 14444 ■S’25555 14444 -3“ 25555 ® 22*0*22- RAUDARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 HÓPFERÐIR TH ieigu i lengri og skemmri ferSir 8—34 farþega bflar. Kíartan Ingimarsson, simar 86155 og 32716. FERÐABlLAR HF. 3-laleíga — sími 81260 Tveggia manna Citroen Metiari. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz bópferSabílar (m. bíistjórum). S. Helgason hf. STEINIÐJA ilnholtl 4 Slmar 26677 og 14254 Af heiliuim huga þakka ég aettingjum og vinum, sem sýndu mér vínsemd og virð- inigu á sjötugsafmæli mínu 9. aprtl sl., me6 heimsóknum, gjöfum og skeytum. Sérsitaikar þakkir faeri ég þeim ktmnjm af Austurlandi, sem gáfu mér fagurt málverk af Héraði. Gæfa og gieði fylgi ykkur öllium. Guðný Sveinsdóttir, Ijósmóðir frá Eyvindará. STAKSTEINAR Lengra þing — hærra kaup Fyrir nokkrum árimi urðu nokkrar umræðnr uni hlut- verk Alþingis. Var m.a.. nokk- uð rætt um þingtinux, hvort lengja ætti hann eða stytta. Bjarni heitinn Benedikteson hélt því þá fram, að stytta ætti þingtimann þannig, að menn gsetu stundað önnur störf jafnhliöa þingmennsku. Benti hann á, að xarasanxt gæti til lengdar verið að lengja þingtímann — slik stefna leiddi til þess að at- vinn ustjórnmálamönnum fjölgaði, — en Bjarni hélt því fram, að þingmenn ættu að vera i nánum tengslum við atvinnulifið. Með hiiðsjón af þessu var Bjarni á móti þvi að hafa þingfararkaup hátt, — mikiu eðiilegra væri að hafa kaupið ekki of hátt, en hafa þingið heldur styttra. — Þingmennskan ætti ekki að vera aðalstarf heldur trúnað- arstarf unnið með öðrum störfum. Eysteinn Jónsson hélt ann- arri stefnu fram. Hann hélt því fram, að þingmennskan ætti að vera aðalstarf og ætti að lauitast samkvæmt þvi. Þannig gætu þingmenn helg- að sig þjóðmálastörfum og gert landi sínu bezt gagn. — Eysteinn vildi í samræmi við þessa stefnu lengja þingtím- ann, — jafnvel hafa þingið enn lengra en það nú er. Stefna E.vsteins Jónssonar sigraði og með skírskotun til hennar var ákveðið að hækka þingfararkaupið. Og nú er Eysteinn Jónsson forseti Sameinaðs alþingis. Hví þegir Eysteinn? Menn skyldu ætla, að Ey- steini Jónssyni dygði ekki að fá kaup þingmanna hækkað. Hann teldi hitt miklu æski- Iegra, að þinghald yrði lengra en áður hafði tíðkazt, — ekki hvað sízt vegna þess, að hann hafði svo oft áður kvartað yfir því, að þingið væri sent heim allt of snemma. En Eysteinn hefur ekkert sagt um þingfrestun- ina svo vitað sé. Fyrir .þinginu liggja mikll- væg lagafrumvörp. Mjög tæpt er að þau fáist afgreidd fyrir þingiaxisnir. AUir eru þingmenn sammála um nauð syn þess, að þessi frumvörp fáist afgreidd, — stjórnin raunar líka, — en samt sem áður má ekki hnika þeirrl dagsetningu, að þinglausnir faii fram fyrir páska. Og svo flausturslega er nú unnið í þinginu tU þess að ljúka nauðsynlegustu málum, að frumvörpin eru afgreidd úr deildunum, áður en gef- izt hefur tími til þess að af- greiða nefndarálitin. Mikil- vægar lagabreytingar eru bornar fram skriflega, en ekki prentaðar eins og venja er til, — raunar stórfurðu- legt að þegar skuli ekki hafa átt sér stað stór mistök. Ríkisstjórn Islands heldur enn fram þeiná stefnu, að ljúka þinghaldi fyrir páska. Með því þykist hún vera að gera þingmönnum greiða. En staðreyndin er sú, að ríkis- stjórnin liugsar um það eitt að losna vlð þingtieim. Olaf- ur Jóhannesson telur, að þannig geti hann lengt líf- daga stjórnar sinnar. ^SHT spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 Id. 10—11 frá mánudegi til föstudags og bið.jið um læsendaþjónustu Morg- unblaðsins. IM sjónvarpsdagskrA Ólöf S. Ótafsdóttir, Miklu- braut 58, spyr: „Getur sjónvarpið ekki haft betri hagræðingu á efni á kvöldin, t.d. þær myndir, sem börn mega sjá, verði sýndar fyrr á kvöldin?" PétHr Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarps, svarar: „Sjónvarpið reynir yfir- leitt að haga því svo til, að það efni, sem bezt hentar bömum, sé flutt snemma kvölds. Það efni, sem alls ekki er við barna hæfi, er naer undantekningarlaust flutt síðast í dagskrá." NÝI HAFNARFJARDAR- VEGURINN Sigxirðiir Gíslason, Móaflöt 55, spyr: „TU vegamálastjóra. Hvenær stendur til að halda áfram með Hafnarfjarð arveginn, þar sem frá var horfið í Kópavogi, við Kópa vogsbrú ?“ Sigurðxir Jóhannsson, vega málastjóri, svarar: „28,2 milljóna króna fjár- veiting er á vegaáætiun árs- ins 1974 til Hafnarfjarðarveg ar á milli Kópavogs og Engi- dals og fyrr verður því mið- ur ekki hægt að hefja þær framkvæmdir." REIKNINGAR RfKISFVRIRTÆKJA Hrafnhildur Konráðsdóttir Jörvabakka 14, spyr: „Hvar er hægt að fá að sjá reikninga opinberra fyrir- tækja?“ Halldór V. Sigurðsson, rík- isendurskoðandi, svarar: „Ráðuneytin veita upplýs ingar um reikninga þeirra stofnana, sem undir þau heyra, og einnig veita stofn- anirnar sjálfar þessar upplýs ingar.“ KJÖR VERZEUN ARFÓI.KS Sigríður Sigurðardóttir, Langholtsvegi 200, spyr: „1. Hvað verður mánaðar- kaup verzlunarfólks frá 1. marz 1973 í 4. fl. eftir 8 ár? 2. Hvað á verzlunarfólk að skiia mörgum vinnustundum á mánuði að meðaltali yfir ár ið? 3. Hvemig er mánaðar- kaup reiknað út? 4. Hvernig er kaup % dags fólks reiknað út? 5. Hefur V.R. aldrei yfir- lýst ákveðinn vinnustunda- fjölda Vz dags vinnu á mán- uði?“ Elías Adolphsson, fulltrúi hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur svarar: „1. Mánaðarlaun frá 1.3. ”73 , 4. fl. 8 ár eru kr. 28.120. í»á er miðað við 12 ára starfs reynslu, en launþegar eru mislangan tíma að vinna sig upp í 4. flokk, eftir mennt- un hvers og eins. 2. Vinnuvika afgreiðslu fóiks er 40 klst. Reiknað er með 4.3333 vikum í mánuði, sem er meðaltal yfir árið. Meðaldagvinnutími á mán- uði er því 173% klst. Rétt er að geta þess að launþegar eru ekki skyldir að vinna yf irvinnu. 3. Mánaðarlaun eru ákveð- in í samningum hverju sinni og breytast í samræmi við um samdar kauphækkanir og vísitölu. 4. Afgreiðslufólk sem vinn- ur hluta úr degi, tekur laun hlutfallslega miðað við unnar vinnustundir á viku. T.d. ef launþegi vinnur 15 klst. á viku, fær hann 15/40 af mán aðarlaunum viðkomandi launaflokks. Sá sem skilar 20 klst. í dagvinnu á viku,' fær því nákvæmlega hálf mánað- arlaun. 5. Heimilt er að ráða laun- þegar hluta úr degi. Hugtak- ið hálfdagsvinna hlýtur því að takmarkast af unnum vinnutíma á viku og greiðist í hlutfalli við það, eins og að ofan segir.“ Æfingapláss... EKKI vantar þá æfingapláss- ið, félagana EMERSON, LAKE og PALMER. Þeir hafa fengið til umráða gamalt kvikmynda- hús í London og mega hamast þar eins og þeir vilja næstu þrjú árin, en þá verður húsið rifið. Elvis heimsóttur BREZK ferðaskrifstofa hefur auglýst hópferð með ódýrum kjörum til Bandaríkjahna til að sjá Elvis karlinn Presley. Verður flogið til Bandaríkj- anna þann 26. ágúst og dval- izt þar í 15 daga. M.a. verður farið til Nashville, Memphis, Tupelo, Las Vegas og Los Angeles, en allt eru þetta sögufrægir staðir, þ.e. í sögu Presleys. Verðið fyrir ferðina mun vera 50-60 þús. kr. og ekki sakar að geta þess að innifalin er fimm daga dvöl í Las Vegas þar sem aðdáend- unum gefst kostur á að sjá hetjuna skemmta á hverju kvöldi. Hópferð til Presleysl Dyggur fylgismaöur... VART mun að finna dyggari fylgismann en Irann, sem vann 50 pund (12 þús. ísl. kr.) með útejónarsemi sinni á veð- reiðum í heimalandi sínu. — Hann eyddi öllu saman í ferða lag til Lunduna fcil að komast á hljómleika hjá írsku hljóm- sveitinni THIN LIZZY. Kvikmynd um Hendrix NÚ er unnið að gerð kvik- myndar um feril og tónlist Jimi Hendrix og er stefnt að þvi að frumsýna hana í Bret- landi og Bandaríkjunum á næstunni. í henni verða at- riði frá Woodstock, Isle of Wight-tónlistarhátíðinni og úr Marquee klúbbnum í Lon- don, auk þess sem í henni verða mörg önnur atriði, sem aldrei hafa áður verið sýnd í kvikmynd. Aumingja póstmaðurinn BREZKT blað hefur skýrt frá því, að síðast þegar átrúnað- argoð brezkra ungmeyja, Donny Osmond, hafi átt af- mæli, hafi hann fengið yfir 20 þúsund afmæliskort frá Bretlandi. I)onny Osmond.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.