Morgunblaðið - 17.04.1973, Síða 16

Morgunblaðið - 17.04.1973, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1973 piírrgmitMwiP Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Augiýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 300,00 kr. I lausasðlu 1 hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. á mánuði innanlands. 3,00 kr. eintakið. í bréfi togaraskipstjóranna segir m.a.: „Því er ekki til að dreifa að brezkir og þýzk- ir togarar hafi haldið sig ein- göngu í hópum innan hinnar nýju fiskveiðilögsögu. Þeir hafa sézt til og frá eitt og eitt skip í leit að fiski og að veið- um eins og þeir gerðu áður en útfærslan átti sér stað. Brezk og þýzk eftirlitsskip ásamt togurunum hafa þver- brotið alþjóða siglingareglur. Gerðar hafa verið tilraunir til ásiglinga og alls konar dólgshætti haldið uppi af þeirra hálfu, svo sem þegar ar eru að hrella íslenzk veiði- skip, klippi aftan úr einu eða fleiri skipum og stími síðan í burtu. Því þegar varðskip- in eru farin, þá hefst eftir- leikurinn. f>að er vitað mál, að gagnslaust er að klippa á víra veiðiþjófanna í eitt ein- asta skipti. Þar sem sá sem klipptur hefur verið þarf að- eins að liggja nokkrar klukkustundir meðan verið er að slá undir nýju veiðar- færi og getur svo hafið veiðarnar á ný óáreittur á sömu slóðum s. s. dæmi eru fyrir. Enskur togari, sem BRÉF SKIPSTJÓRANNA 18 egar rætt var um land- helgismálið fyrir kosning arnar 1971 mátti skilja á tals- mönnum núverandi stjórn- arflokka, að útfærsla land- helginnar væri í rauninni mjög einfalt mál. Aðeins þyrfti að ákveða tiltekinn dag, þegar útfærslan kæmi til framkvæmda og þá væri sigur unninn. Enginn vafi er á því, að þessi einfaldi mál- flutningur stjórnarflokkanna átti verulegan þátt í, að tveir þeirra unnu umtalsverðan sigur í kosningunum og grundvöllur var lagður að myndun vinstri stjórnarinn- ar. En á þeim tíma, sem liðinn er, frá því að útfærslan kom til framkvæmda sl. haust hafa augu manna smátt og smátt opnazt fyrir því, að út- færsla íslenzku landhelginn- ar í 50 sjómílur er ekki jafn einfalt framkvæmdaratriði og Lúðvík Jósepsson vildi vera láta fyrir kosningarnar 1971. Fyrir nokkrum dögum skrifuðu 18 íslenzkir togara- skipstjórar bréf til ríkisstjórn arinnar, þar sem þeir lýstu megnustu óánægju með vörzlu fiskveiðilandhelginnar og skoruðu skipstjórarnir á ríkisstjómina að gera ráð- stafanir til að efla landhelg- isgæzluna að mun. dráttarbáturinn Statesman hélt uppi gróflegum tilburð- um við b/v Þorkel Mána á sunnudaginn var. Við þetta verður ekki unað og kallar þetta á öruggari gæzlu varð- skipa.“ Síðan víkja togaraskip- stjóramir að togvíraklipping- um varðskipanna og draga í efa, að sú baráttuaðferð beri mikinn árangur. En um það segja þeir: „Að okkar dómi er það ekki nóg, að varðskip- in renni yfir fiskislóðina, þar sem brezkir og þýzkir togar- klippt var aftan úr í Grinda- víkurdýpi sl. sunnndag lá að- eins í nokkrar klukkustundir við að slá undir nýjum veið- arfærum, síðan hefur hann stundað veiðar óáreittur með flotanum.“ Ekki fer hjá því, að þetta bréf skipstjóranna 18 til rík- isstjómarinmar veki menn til umhugsunar um það, hver staða okkar er í landhelgis- málinu í dag. Afstaða ríkis- stjórnarinnar hefur verið sú frá upphafi, að tilkynna um útfærsluna og treysta því síð- an, að áreitni varðskipanoa gerði það að verkum, að er- lendu togaramir mundu smátt og smátt gefast upp við veiðiþjófnaðinn og leita á önnur mið. Lúðvík Jóseps- son, sjávarútvegsráðherra, hefur verið aðaltalsmaður þeirrar kenningar, að er- lendu veiðiskipinn yrðu að halda sig í hóp og með þeitn hætti væri ekki unnt að veiða til lengdar. Nú eru senn liðnir 8 mán- uðir frá því að landhelgin var færð út í 50 sjómílur, þ. á m. bæði baustmánuðir og vetrarmánuðir, sem auð- vitað eru erlendu togurunum erfiðastir. Nú sýnist orðið tímabært, ekki. sízt þegar bréf íslenzku fiskiskipstjór- anna er haft í huga, að meta nákvæmlega á grundvelli staðreynda um aflamagn, árangur landhelgisútfærsl- unmar til þessa. Um aflamagn er algerlega ástæðulaust að deila, tölumar eiga að liggja fyrir og þær verður að skoða í samanburði við tölur um aflamagn íslenzkra togara á sama tíma. Nú fer vorið og sumarið í hönd og hinn ís- lenzki vetur er ekki lengur til þess að hamla veiðiþjóf- unum, og þess vegna er fyllsta ástæða til að gera dæmið upp eins og það stend- ur nú. Björn Bjarnason: Skýrsla utanríkisráðherra vekur athygli fyrir það, sem ósagt er 1 stjórnartíð viðreisnarstjórnarinn ar gerði Emil Jónsson, utanríkisráð- herra hennar, það I fyrsta sinn að flytja Alþingi árlega skýrslu um störf stjórnarinnar á sviði utanrik- ismála og þróun þeirra. Venja þessi var staðfest í málefnasamningi nú- verandi stjórnar og er eitt af þeim at riðum hans, sem enn er í heiðri hald- ið, þvi að í gær flutti Einar Ágústs- son þinginu skýrsiu sína. í skýrsl- unni eru raktir helztu þættir í þróun alþjóðamála á þessu tlmabili en litlu rúmi varið til að skýra markmið utan ríkisstefnu ríkisstjómarinnar. Engin tilraun er gerð til þess að meta, hvaða áhrif einstakir atburðir geta haft á mótun íslenzkrar utamríkis- stefnu i framtíðinni eða hvernig laga beri hana að breyttum aðstæðum. Af skýrslunni má ráða, að ríkisstjórn- in er almennt ánægð með framvindu alþjóðamála á tímabilinu, sem skýrsl an nær yfir. Áhyggjum er þó lýst yfir ástandinu i Kambódíu og árekstrum í Víetnam og deilunni milli Arabarikjanna og ísraels, sem sögð er „enn sem fyrr ein af helztu ógnunum við friðinn í heiminum". Ekki verður ráðið af skýrslunni, að ísland hafi lagt áherzlu á ein- stök eða sérgreind málefni á undir- búningsfundunum undir öryggismála ráðsteínu Evrópu, sem fram hafa far ið 1 Helsinki síðan 22. nóvember s.l. Ekkert kemur heldur fram um það, hver verði afstaða Islands á ráðstefn Unni sjálfri, þegar hún hefst í sum- ar með fundi utanríkisráðherra við- komandi 34 landa. Hins vegar er frá því skýrt, að ísland styðji, að allir þrir áfangar öryggisráðstefnunn- ar verði haldnir i Helsinki og telur utanríkisráðherra góðar horfur á, að svo geti orðið. Ráðherrann minnist lítillega á við ræður þær, sem fram hafa farið í Vinarborg siðam 31. janúar s.l. til undirbúnings samningaviðræðum um jafnan og gagnkvæman samdrátt herafla í Mið-Evrópu. Viðræðumar í Vín hafa gengið mjög erfiðlega vegna ágreinings um formsatriði og fundarsköp og tregðu Sovét- ríkjanna til raunhæfra aðgerða á þessu sviði. Nú virðist þó vera að rofa til og væntamlega fer að kom- ast eimhver meiri skriður á þetta mál, sem upphaflega var hreyft á utan- rikisráðherrafundi NATO hér i Reykjavík í júní 1968. Um þesscir hugsanlegu viðræður um samdrátt heraflans segir ráðherrann: „Hins vegar er ljóst að miklu skiptir, að vel takizt til um framkvæmd þess- ara viðræðna, þvi að vissulega eru það hinir óvígu herir í Evrópu og reyndar um heim allan og stöðug aukning þeirra og fullkomnun, sem í stærstum mæli ala á tortryggni milli rikja og öryggisleysi. Ber þvi að vona, að tilætlaður árangur verði af þessum viðræðum og að ekki verði látið þar við sitja. Hef ég þá einkum í huga hinn sívaxandi vlgbúnað 'stórveldanna á höfunum ekki hvað sízt við bæjardymar hjá okkur á Norður-Atlantshafi, sem að mínu áliti ber nauðsyn til að stemma stigu við.“ Erfitt er að átta sig fyllilega á þvi, hvað ráðherrann er að fara í hinum tilvitnuðu orðum. Almennt er talið, að það sé tortryggni milli þjóða, sem er forsendan fyrir vigbúnaði þeirra, en ekki vig- búnaðurinn, sem er forsenda tor- tryggninnar. Tillögurnar um sam- drátt heraflans í Mið-Evrópu eru ein mítt byggðar á þeirri skoðún, að með traustum vörnum hafi tekizt að draga svo út tortryggninni milli aust urs og vesturs og bæta sam- búðina, að nú sé óhætt að minnka vigbúnaðinn, ef unnt er að gera það samhliða hjá báðum aðilum. Raunar er það aðeins í Mið-Evrópu, að svo mjög hefur dregið úr tortryggninni, að um samdrátt herafla er rætt. Allt öðru máli gegnir á úthöfunum, þar er vígbúnaðarkapphlaupið í hámæli. En það er ekki „sívaxandi vígbúnað ur stórveldanna", eins og ráðherr- ann orðar það, sem veldur breyt- ingum „við bæjardymar hjá okkur á Norðuir-Atlantshafi“, heldur út- þensla sovézka flotans á síðasta ára tug. Er furðulegt, að ráðherrann skuli ekki taka skýrari afstöðu en raun ber vitni til þessa mikilvæga máls og gera þjóðinni ítarlega grein fyrir ógnarafli Sovétríkjanna um- hverfis landið. Endurspeglar orðalag- ið í skýrslunni um þetta atriði við- leitni ríkisstjómarinnar til að gera sem minnst úr þeirri geigvænlegu þróun, sem orðið hefur á Atlants- hafi undanfarið. Á meðan ríkisstjóm in fæst ekki til að skýra þjóðinni hlutlaust frá staðreyndum sem þess- um, verður henni ekki treyst til að taka örlagaríkar ákvarðanir í ör- yggismálum landsins. Hér er ekki ætlunin að gera heild arúttekt á skýrslu utanríkisráðherr- ans, sem er 21 siða. Ráðhenrann ítrek ar þá skoðun að Island skuli ekki eiga fulltrúa við málaferlin í Haag út af útfærslu landhelginnar. Varla tal- ar hann þar fyrir munn allrar rík- isstjórnarinnar. 1 þessu sambandi er vert að vekja athygli á þvi, að á Alþingi, sem nú er að ljúka, hafa engar sérstakar umræður farið fram um það, hvort senda beri málsvara til Haag eða ekki. Oft hafa verið fluttar þingsályktunartillögur af minna tilefni. 1 lok skýrslunnar ver utanríkis- ráðherra tæpri síðu til að gera grein fyrir því, sem gerzt hefur í umræð- unum um vamir landsins. Þar kem- ur fram, að Atlantshafsbandalagið hefur sent frá sér álit um hemað- arlegt mikilvægi Islands, sem kynnt hefur verið utanrikismálanefnd Al- þingis. 1 skýrslunni minnist ráðherr ann ekkert á efnisatriði þessa álits né heldur hvað honum og bandarísk um embættismönnum fór á milli í við ræðum þeirra í Washington í janú- ar s.l. Þá segir svo í skýrslunni: „Það er ásetningur minn, að endan- leg ákvörðun ríkisstjómarinnar geti byggzt á sem fullkominustum upp- lýsingum, en það fer ekkert á milli mála, að það er algerlega á valdi íslenzku ríkisstjómarinnar, hver sú endanlega ákvörðun verður og hve- nær hún verður tekin. Ákvörðun rik isstjómarinnar um endurskoðun varnarsamningsins verður þvi vænt- anlega tekin bráðlega." Erfitt er að átta sig á hinum til- vitnuðu orðum um annað viðkvæm- asta utanríkismál okkar. Það verð- ur ekki auðveldara, þegar skýringa er leitað í fyrri urnmæli utanríkis- ráðherra. 1 umræðum á Alþingi 30. nóvember s.l. komst hann m.a. svo að orði: „. . . og ég hef áður lýst því yfir og geri enn, að engin ákvörð un í þessu máli (um vamir lands- ins) verður tekin án samráðs við Alþingi og að vel athuguðu máli.“ 1 skýrslunni segir hins vegar, að það fari ekki á milli mála, að það sé „algerlega á valdi islenzku ríkis- stjórnairinnar, hver sú endan- lega ákvörðun verður . . .“ Þannig virðist mega ráða af skýrslunni, að utanríkisráðherra hafi horfið frá fyrri ásetningi sínum um að ráðfær- ast við Alþingi um þetta mikilvæga mál. Hamn gerir hins vegar enga grein fyrir þvi, hvað veldur þessari breyttu afstöðu hans. Af lestri skýrslunnar verður ekki ráð- ið, hvort rikisstjómin ætlar að taka ákvörðun um það, að frestirnir í 7. grein varnarsamningsins byrji að líða „bráðlega", þ.e. að endurskoð- un vamarsamningsins miði að upp- sögn hans eftir 6 mánuði og lokun stöðvarinnar eftir 12 mánuði, frá því að uppsögn var tilkynnt. Endurskoð un varnarsamningsins getur einnig farið fram án þess að honum sé bein límis sagt upp, og er það að sjálf- sögðu á valdi hverrar ríkisstjórnar að framkvæma slíka endurskoðun, e.t.v. á ráðherrann við þessa og þá er ekki ósamræmi milli orða hans nú og 30. nóv. s.l. Eftir lestur skýrslu utanríkisráð- herra eru memn þannig i algjörum vafa um afstöðu hams til þess mð.is, sem hann hefur einkum lagt sig fram um að rannsaka á því tímabili, sem skýrslan nær til. Skýrslan vek- ur því einkum athýgli fyrir það, sem látið er ósagt í henni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.