Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAl 1973 Fyrri heimsókn Nixons til íslands ÞAÐ íór heldur litlð fyrir fyrri heimsókn Nixoins núver- andi forseta Bandaríkjanna tíl Islands um jólin árið 1956. Nix- on var þá varaforsetó og kom hér við á heimieið frá Austur- ríki, en þar hafði hann kynnt sér aðbúð ungverskra flótta- roanna. Uppreisnin í Ungverja- iandi hafði verið bæld niður, og flóttamannastraumurinn lá yfir landamærin til Ausiturríkis. Þetta var mál málanna um það leyti, sem Nixon kom hingað, og aðal umræðuefnið á fundi hans með íslenzkum blaðamönn um. Flugvéi Nixons ienti á Kefla víkurflugveili klukkan 3 siðdeg- fs á Þorláksmessu í mitoili snjó komu. Vegna fannfergis var vélónnd ekið beint inn í flug- skýli, og þar biðu varaforsetans Guðmundur 1. Guðmundsson þáverandi utanríkisráðherra og fleird fulltrúar íslenzkra stjóm- valda, John J. Muceio þáver- andd ambassador Bandaríkj- anna, og yfirmaður vamarliðs- ins. Bandariskir hermenn og 'is- lenzkir lögreglumenn mynduðu svo heiðursvörð í skýlinu. Eftdr stutta roóttökuathöfn var hald ið af stað álei'ðis tii Bessastaða í tíu bíla lest tíl fundar við Ás- geir Ásgeirsson þáverandi for- seta. — Þegar för mín til Austur- rikis var ákveðin, sagði Nixon, sá ég að gert var ráð fyrir við- komu á íslandi, svo ég spurð- ist fyrir um hvort ég gæti ekki notnð tækifærið tíl að hitta ís- ienzka forráðamenn. Bauð for- seti Islands mér þá að koma tíl Bessastaða, þó viðdvölin gæti því miður ekki orðið nema stutt. Ferðin frá Kefiavik til Bessa staða tók Nixon fimm stundar- fjórðunga, því færðin var þung vegna snjókomunnar. Á Bessa- stöðum beið Ásgeir Ásgeirs- son forsetó gesta sinna og kynn.ti þá fyrir þáverandi og fyrrverandi ráðherrum og emb- ættismönnum. Ræddi Nixon þar stuttíega við íslenzka frétta menn, en sat svo kvöidverðar- boð forsetans áður en haidið var á ný til Keflavíkur. Frá Keflavík fór svo flugvél for- setans kiukkan 9,30 um kvöldið eftír 6V2 tíma dvöl á Islandi, og heim tii Washington kom Nix- on ária á aðfangadagsmorgun. Frá fyrri heimsókn Nixons til Islands. Myndin er tekin á Bessastöðum. Frá v.: Bjarni Benedikts- son, Hermann Jónasson, Dóra Þórhallsdóttir, Richard Nixon, Ásgeir Ásgeirsson, Ólafur Thors og Guðmundur I. Guðmundsson. ÞftÐ BEZTA ; Höfðatúni 8 Símar 16740 og 38 900 HJOLBARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.