Morgunblaðið - 19.06.1973, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.06.1973, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1973 Krafturinn og viljinn mikill Eyjabörn í Noregi heimsótt OsLo, 16. júní. EFTIK SIGRÚNU STEFÁNSDÓTTUR — M g langar ekkert tiíl að fara heiim aftur. Á Isliandi eru engin tré til þess að klifra í, en hér í Ncregi er fullt af þeim. Þetta sagði ungur herra frá Vestmann'aeyjum, sem nú dvelst í sumarbúðum í Hur- dal í Noregi. Hann fuMyrti einnig að pabba hans og mömmu væri örugglega sama þó hanin kæmi ekki heim aft- ur þar sem þau ættu hvort eð er tvö börn fyrir og það væri alveg nóg. Þessi ungi maður, og 14 önn ur börn frá Vestmainnaeyjum, eru nú búin að vera í tæpa viku í sumarbúðum að Huse- byvangen í Hurdal og þau, sem ég talaði við létu öll mjög vel af sér. Fliest hlökkuðu þó - > Eyjabörnin í fögrii umhverfi í Hurdal. til þess að koma heim til Is- lands á ný og geta sagt vin- um og ættingjum frá ævintýr unum í Noregi. Veðráittan í Noregi hefur verið heldur leiðinieg síðustu vikuna, sólarlítið og svalt, en á laugardaginn, þegar við heimsóttum bömin, var steiikj andi hiti og sólskin. Voru börn in nýbúin að borða morgun- verð og voru að legigja af stað í helgarferð. Voru það með- l'imir Liionsklúbbs í nágrenn- inu, sem ætluðu að skipta hópnum á milli sfal og gefa bömunum þannig tækifæri til þess að kynnast norskum heimiJum. Til þesis að gera gestgjöfunum og börnunum léttara að skilja hvert annað, var búið að semja „neyðar- orðaiiis'ta" með algengum orð- um i norskri og islenzkri út- gáfu. I sumarbúðunum eru fjórar fuMorðnar manneskjur, sem sjá um böunin, en sá sem ber aðalábyrgðina er norskur kennari, Jan Erik Larsen. Sagðst hann vera mjög á- nægður með börnin það sem af væri. Virtust þau öll á- nægð og þó að nokkur feUdu tár í koddanm áður en þau færu að sofa á kvöldin þá væri það fljótt gleymt. Og krafturinn og viljinn væri mikili. •lan Erik Earsen. — Strax fyrsta kvöldið komu bömin mér á óvart, sagði Jan Erik. Ég bjóst við að sjá dauðþreytt börn koma út úr rútunni eftir langa flug ferð, móttökuathöfn og klukkutíma langa bílferð. En hvað haldið þið að ég sjái ann að en spræka krakka, sem stökkva út úr rútunni. Þutu þau síðan um al'lt nágremnið, klifruðu í trjánum, töluðu við blaðamenn og voru ekki kom Framhald á bls. 25. „Vantar aðeins skipulag hérlendis66 svo að útflutningur á ferskum fiski með flugvélum geti hafizt — segir Hallgrímur Jónsson hjá Iscargo Á myndinni eru frá hægri þeir Eárus Gunnarsson og Hallgrímur Jónsson, aðaleigendur Is- cargo og Karl Bragi Jóhannesson flugmaður. Ljósm. Mbl. Sv. Þ. Vöruflutningar í lofti hafa aukizt gífurlega á síðustu árum og hafa íslendingar ekki siður orðið varir við það, en aðrar þjóðir. Sjálfir hafa ísler.dingar fengdzt við þessa loftflutninga og ber þar hæst Cargoiux, sem Loftleiðir eru m.a. eigendur að og Fragtflug. >essa dagana er að verða nokkur breyting á íslands flugi Fragtflugi, þar sem það hefur ákveðið að hætta riínu Is- Iandsflugi. Ekki leggjast þó þessir fiutningar niður, því nýtt féiag ISCARGO, hefur nýlega fengið leyfi til vöruflutninga til og frá tslandi. Áðaleigendur þessa félags eru þeir Hallgrím- ur Jónsson, flugstjóri og Lárus Gunnarsson, flugvélstjóri, sem áður störfuðu hjá Fragtflugi. Þetta nýja félag mun að öllum líkindum flytja mikið af hestum frá landinu en hestaflutningar i lofti fara sifellt vaxandi. Haiilgrímiur Jónsison, anmar að- aleiigandi Iscargo sagði, að að- dragandimn að stofmun Iscargo væri sá, að fyrir rúimiu ári hefðu forráðaimenTi Fragtflugs tjáð sig ófúsa til að halda áfram rekstri íslandisfi'u gsins. Þá fóru þeir Hafflgrimiur og Lárus þesis á leit, að þeir fengj'U að taka við rekstri þesisa fliutminigaf,liugs til reymslu. Iscargo var stofnað 15. marz 1972. Félagið sótti sitrax um fiugrékstursiheimii'.d, sem var veitt 2. apríl sl. 1 samningum milli Fragtftugs og Iscargo náðist samkomulag um að Iscargo tæki á leigu TF- OAA, en það er sama vél og Fragtflug liafðl notaf í þessum flutningum, og flestir þekkja eft ir Vestmanmaeyjafliug Iscargo. Um miðjan apríl náðist svo sam komulag með forráðamönmum Is cargo og eigemdium fliugvólar- inmar um kaup á véðiimmii. Isoargo hefur nú í athugun að láta gera breytingar á vél- inmi, til þesis að gera hana hagkvæmari til vöruflutnimga. Er í því skymi ednkum haft í huga að setja á hana stærri dyr, ti! þesis að umnit verði að fiytja stærri styikki. Sem fyrr segitr, þá erú hesta- fkrtnimgar ein aðailuppistaðan i þessu ftugi, og fara þeir sífellt vaxandi. Árið 1971 flutti Fragt flug út 489 hesta í 12 ferðum. 1972 var flogið með 921 hest til Evrópu, sem er 88,2% auikning frá árinu áður. En þá sá Is- cargo um flutnimgana. Á þessu ári lítur einnig út fyrir að aukn- ingin verði mikil, því nú hafa verið farnar 10 ferðir með 429 hesta. Er gert ráð fyrir að fam- ar verði 30—35 ferðir á árinu með hesta. Þá hefur á þessu ári verið farið í eima ferð til Hels- inki með 15 tonn af lambakjöti. Hallgrímur sagði, að hesta- flutningiar loftleiðis hefðu geng ið mjög vel. Hestarnir væru óþreyttir þegar þeir kæmu út, og áhöfn flugvélarimmiar kynni mjög vel við þessa farþega, sem eru með þeim rólegri, sem finn- ast. Yfirleitt eru fluttir 40—45 hestar i ferð. En flestir hafa þeir verið 73, en það voru fol- öld, sem flutt voru til Þýzka- lands. Innflutningur með flugvél fé- lagsims hefur aukiat stöðugt. Reyndar hefur þessi greim flugs ims verið erfiðleikum háð, þar sem ferðir hafa verið óregluleg- ar. En miðað við væntanlega auikningu hestaflutmimiga á þessu ári, er hægt að gera ráð fyrir ferðum til iandsins á hálfsmán- aðar fresti. Félaglð tók mjög virkan þátt í Vestmanmaeyjaflugimu eftir að gosið hófist þar, og flutti það allis 540 tonn af vörum í 45 ferð- um. Hallgrímur sagði, að jafn- framt Islandsfluginu hefði félag ið verið í vöruflutnimgum er- lendis öðru hverju. 1 fyira flutti féliagið 489 tonm á milli staða er lendis. Hefur þetta flug verlð bundið við V-Evrópu og norður strönd Afríku, em þó var farim ein ferð I fyrra til Indlands og Pakistans, en þá voru íluttir 125 sjúkir hermenn milli Ravalpindi og Nýju Dehli á vegum Alþjóða Rauða krossins. Að lokum sagði Halligrímur, að rétt væri að nefna, að félag- ið hefði gert nokkuð viðtæka at hugun á möguleikum til að flytja út ferskam fisk, og hafa nokkrar tilrauniir verið gerð- ar. Markaður virðist vera góð- uir og öli skilyrði erlemdis góð. Segja má, að einumgis vanti skipulag og umsjón með öflun hráefnis hér á landi, til þess að slíkur útflutningur geti hafizt. Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum dögum á Reykjavíkurflugvelli, þar sem flugvéi ISCARGO, TF-OAA var ásamt tveimur vél- um sömu tegundar. Iscargo keypti aðra véiina til þess að nota í varstykki ,en hina vélina munu þeir sjá um að flytja vestur uim haf. (Ljósm. Mbl.: Kr. Bem.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.