Morgunblaðið - 14.07.1973, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.07.1973, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚU 1973 RAUDARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 BILALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 AV/5 SIMI 24460 BÍLALEIGAN EY5IR CAR RENTAL í™1 TRAUSTI ÞVERHOLT 15ATEL. 25780 SKODA EYÐIR MINNA. SHODH LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FERCABlLAR HF. Bílaleiga. - S.'mi 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabilar (m. bílstjórum). HVAÐ UNGUR EMUR GAMÁLL TEMUR Q SAMVINNUBANKINN STAKSTEINAR Kynleg viðbrögð Að undanförnu hafa orðiö talsverðar umræður í blöðiun um þá deilu, sem risið hefur um upphæð og skiptingu skrá setningarg.jalda við Háskóla íslands. Fróðlegt er að fylgj- ast með viðbrögðtun mennta- málaráðherra við skrifum dag biaðanna um þetta ágreinings efni. Dagblöðin Þjóðviljinn og Tíminn hafa skrifað talsvert um málið og birt talsvert ein hliða frásagnir, þar sem dreg in hefur verið taiimur eins málsaðilans. Morgunblaðið hefur á hinn bóginn reynt að skýra frá staðreyndum máls- ins og einstökum tillögum og samþykktum í stúdentaráði og háskólaráði og ákvörðun- um menntamálaráðuneytisins, án þess að leggja í fréttaskrif um dóm á málsástæður ein- stakra aðila, er þarna eiga hiut að máli. Athyglisvert er, að mennta málaráðuneytið hefur látið skrif Þjóðviljans og Tímans athugasemdarlaust fram hjá sér fara. En um leið og Morg imblaðið skýrir á hlutlægan hátt frá málsatvikum lætur menntamálaráðherra einn af deildarstjórum ráðuneytis síns gera fyrir sína hönd og eftir umboði sínu athuga- semdir við fréttaskrif af því tagi. Morgunblaðið hefur enn sem komið er ekki gagnrýnt ákvörðun ráðherrans, heldur aðeins skýrt frá gangi máls- ins í ráðuneytinu og endan- legri ákvörðim ráðherrans. Móðursýkisleg viðbrögð Magn úsar Torfa Ólafssonar við hlutlægum fréttaskrifum um þetta atriði, gætu á hinn bóg inn gefið tál kynna, að hann teldi sjálfan sig hafa eitthvað óhreint í pokahorninu að því er þetta mál snertir. Því verð ur ekki trúað að óreyndu, að Magnús Torfi þoii ekki hlut- Iæg fréttaskrif um störf sin. Þó að hann hafi á árum áður verið ritstjóri Þjóðviljans, get ur hann ekki i krafti ráðherra dóms ætlazt til þess, að önn- ur dagblöð tileinki sér þau vinnubrögð, sem þar eru tiðk uð. Frjáls samkeppni Kristján J. Gunnarsson, skólastjóri, ræðir í nýút- komnum Stefni m.a. um kosti og galla samkeppni i viðskipt um; hann segir m.a.: „Þjóð- félag, sem stefnir að útrým- ingu samkeppni og jöfnun kjara að því marld, að þeir, sem eru fyrirvinnan bera það sama úr býtum og ómagamir (ef ekki minna), fær varla til frambúðar mikinn afrakstur úr þjóðarbúinu til að halda þeim uppi, sem erfitt eiga með að bjarga sér, enda vís- ast að framfærslan aukist. Þrátt fyrir þetta skyldu menn ekki loka anguniim fyr ir ágölltim samkeppninnar, sem felur í sér þá þversögn, að hún leitast við að útrýma sjálfri sér með þeim hætti, að hinn sterkasti verðl einráður. Þess vegna verður hún að hlita aðhaldi og semja sig að þeiin leikreglum, sem lýðræð isþjóðfélag setur. 1 atvinnulifi og viðskiptum er heilbrigð samkeppni innan þeirra takmarka, sem ai- mannaheill setur henni, nauð synleg og líkleg til að tryggja meiri hagkvæmni en nokkurt annað rekstrarform. Jafn- framt verður að reisa skorður við, að hringamyndun eigi sér stað eða að hagsmunasamtök samkeppnisaðila innan sömu greinar geri samkeppnina meiri í orði en á borði. Til að hamla gegn því eru mismun- andi rekstrarform æskileg hlið við hlið, eins og t.d. einka rekstur og samvinnufélög, enda komi til jafnrétti um starfsgrundvöU." GOSBRUNNAR OG noröanAttin Hvers vegna er ekki meira um það, að settir séu upp gosbrunnar og annað þvíum- líkt í almenningsgörðum Þessi spurning er mjög al- geng og reyndar eðlileg. Fólk, sem sækir önnur lönd heim, saknar þess að geta ekki notið skemmtilegheit- anna, sem það hefur kjmnzt i erlendum almenningsgörðum. Fæst'r gera sér hins vegar fulla grein fyrir því, að þótt við ættum hér gosbrunna í hverjum garði, þá væru áhrifin frá þeim allt önnUr en í erlendum görðum Gos- brunnar eiga fyrst og fremst rétt á sér þar sem ríkjandi eru miklir sumarhitar og kyrr lát veður. Þar verka þeir kæl- andi og sem andsvar við lognkyrrðinni. Allar tilraunir. sem hér hafa verið gerðar með gosbrunna ti’l augnaynd- is hafa mistekizt. Hér blása þrálátir vindar og feykja vatnsbununnd langt út fyrir þau mörk, sem eðlileg voru talin, þegar brunnskálin var ákveðin. AMit næsta nágrenni verður fljótlega að svaði, vegna vatnsúðans. I>ar við bætist svo, að sumrin okkar eru stutt og svöl, og vatas- úðinn frá gosbrunninum eykur á hryssinginn í veðr- inu. Vel má vera, að það dragi nokkuð úr almennum áhuga okkar fyrir gosbrunnum, að við búum í landi, þar sem raunverulegir gosbrunnar eru fyrir hendi úti í náttúrunni og gervihrunnar þola þar engan samanburð. Við búum einnig í návist við ólgandi haf og dynjandi fossa. Lítil- fjörlegár eftirlíkingar verða því aldrei hinar sömu í okkar augum, ef við eigum að hafa þær til langframa í næsta umhverfi okkar. Aðeins eftir- öpun og prjál. Gaman að njóta þess í sumri og sól á veitiingastöðum sunnar í álf- unni, en til ama þegar á reyn- ir, ef við hyggjumst flytja stemmnin'giuna hingað heim vitanidi, að hér er norðan- vindurinn ríkjandi og fá kvöld á sumri sem hægt væri að súpa úr kaffibolia utan dyra, hvað þá svalandi drykk. Gos- brunnar eru alldýr marm- virki og við getum gert margt áhrifameira fyrir umhverfið fyrir það fjármagn sem færi til að koma gosbrunnum upp. Miklu eðlilegra væri að út- búa lækjarbunur og smáar tjarnir, svo eitthvað sé nefnt. En sannleilkurinn er þó sá, að, jafnvel þó að við gætum gert miklu meira etn við gerum til að fegra umhverfi okkar, þá höfum við ennþá miklu minni áhuga á því en eðlillegt getur talizt. Allt sem er utan dyra teljum við ennþá mun minna virði en það sem er innan veggja. Ræktun lóðar er dýr í okkar augum, af kostnaður- inn verður meiri en setn svarar andvirði gólfteppa á stofur og gainga. Við erum alimennt mjög vanþroskuð í allri siðmenningu, eftir að út fyrir hýbýli okkar er komið. Innan húss væri sá talinn argasti sóði, sem spýtti á gólfið, en sá himn samá mætti losa sig við hvers konar drasl á götum úti, án þess að hljóta vanvirðu af. Guð einn veit hvemig hér væri umhorfis á okkar landi, ef ekki væru tíðar riigningar og norðanábt. PELICAN tekur flugið — Pétur Kristjánsson, söngvari hljómsveitarinnar, yfirheyrður • PELICAN Hvers vegna Pelikan? „Þetta er alþjóðlegt nafn og heppilegra en íslenzkt. Við áttum alltaf i erfiðleikum með Svanfríðar-nafnið úti á velli (Keflavíkurflugvelli) og úr því varð t. d. Scanfríður eða Swan Freak. Nafnið Peli- can er líka gott á erlendum markaði. Við höfum náð í þýzkan kontakt og ætlum okkur að reyna að gera eitt- hvað meira í því máli.“ Nú? „Já, við sendum einar 20 Svanfríðar-piötur til ýmissa aðila erlendis fyrir nokkru og höfum fengið tvö góð svör. Annað frá danska útvarpinu, sem vill fá fleiri eintök af plötunni til að geta látið plötusnúða sína fá tii nota í þáttum. Hitt frá þýzku um- boðsfyrirtæki, sem lýsir áhuga á að gera sumninga við plötufyrirtæki um útgáfu á plötunni í Þýzkalandi og Hollandi.“ Ætlar Pelican að spila mikið á vellinum? „Já, það er ágætt að spila þar og við vonumst til að fá sæmilega mikið að gera þar. Hijómsveitirnar Náttúra, Svanfríður og Ástarkveðja voru, ásamt Brimkló, vinsæl- iistu hljómsveitirnar á vellin- um og samtals höfðu N, S og Á 16 jobb þar í síðasta mnnuði. Pelican kemur í stað Jxíirra þriggja og ætti því að hafa möguleika.“ En eiga íslendinga að mæta afgangi? „Nei, alls ekki. Við byrj- um í Tónabæ á föstudag (í gærkvöldi) og verðum að Hlégarði á laugardag." Og þá er rétt að nefna liðs- menn hljómsveitarinnar. „Já. Úr Svanfríði komum við Gunnar (Hermannsson, bassaleikari). Úr Náttúru kemur Bjöggi (Gíslason, gít- arleikari). Og úr Ástarkveðju koma Ómar (Óskarsson, git- arleikari) og Ásgeir (Óskars- son, trommuleikari). Þeir Ómar og Ásgeir eru þó ekki bræður.“ Og leggjast hinar hljóm- sveitirnar þá niður? „Já, ekki býst ég við öðru. Biggi og Siggi (úr Svanfríði) fóru út með Magnúsi og Jó- hanni og verða liðsmenn Change. Kalli (Sighvats í Náttúru) er hættur og Siggi mágur (Árnason í Náttúru) er farinn í söluferð út á land. Og ég geri ekki ráð fyrir, að Ástarkveðja haldi áfram.“ Hvemig tónlist verður hljómsveitin með? „Æ, blessaður slcpptu því. Mér finnst það alltaf svo hallærislegt, þegar verið er að reyna að lýsa slíku. Mena verða bara að kanna það sjálfir.“ Er iangt síðan ákvörðun var tekin um að stofna Peli- can? „Hálfur mánuður. Við höf- um æft síðan hvert einasta kvöld frá 7 tii 12.“ Nokkuð á stefnuskránni? „Við förum kannski í plötu í haust. Ómar á heilmikið af lögum og Bjöggi semur líka.“ Hvernig gekk annars Svan- friðarpaltan? „Vel. f’.g á eftir heima um 200 plötur af 2000, svo að 1800 hafa selzt vel. Hún stendur alveg undir sér.“ En enginn gróði? „Nei, það er svo mikil vinna í þessu. En það hefur verið mjög gaman að því.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.