Morgunblaðið - 14.07.1973, Page 16

Morgunblaðið - 14.07.1973, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLI 1973 Útgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Augtýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Augiýsingar Askriftargjald 300,00 kr. I lausasðlu hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. BJörn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanland*. 18,00 kr. eintakið. A lþjóðadómstóllinn í Haag hefur nú endurnýjað óbreyttan bráðabirgðaúr- skurð sinn frá 17. ágúst í fyrra, þrátt fyrir eindregin mótmæli íslendinga. í eldri úrskurði Alþjóðadómstólsins er þeim tilmælum beint til Breta, að þeir takmarki veið- ar sínar á íslandsmiðum við 170 þúsund lestir árlega og óskað er eftir því við Vestur- Þjóðverja, að þeir takmarki aflamagn sitt við 119 þús- und lestir. Jafnframt fólst í úrskurðinum ábending til allra deiluaðila að reyna að koma í veg fyrir að deilan magnaðist og flæktist og skerti þau réttindi málsaðila, sem deilan snerist um. ur. íslendingar mótmæltu því réttilega við dómstólinn fyr- ir skömmu. Alþjóðadómstóll- inn hefur með þessum nýja úrskurði virt að vettugi þá fremur hafa á þessum tíma æ fleiri ríki snúizt á sveif með þeim rökum, er íslendingar hafa sett fram um einhliða yfirráðarétt strandríkja yfir fiskimiðum landgrunnsins. Dómstóllinn virðist í engu hafa tekið tillit til þessara atriða við ákvörðun sína nú. Að vísu má segja, að þessi atriði snerti í raun réttri efnisatriði málsins og komi því ekki til álita eins og sakir standa. Engu að síður hlýtur úrskurðurinn að valda íslendingum vonbrigðum. Þá er einnig á það að líta, að Bretar hafa í viðræðum við íslendinga um hugsanlegt bráðabirgðasamkomulag boð- izt til að takmarka afla sinn lit til síðasta samningatilboðs Breta, sem ótvírætt felur í sér viðurker.ningu af þeirra hálfu á nauðsyn þess að draga úr aflanum. íslenzka ríkisstjórnin benti á þessa staðreynd í svari sínu til dóm- stólsins fyrir skömmu. Eðlilegt hefði verið, að dómstóllinn tæki þetta tilboð til athugunar og hefði að við- miðun, er úrskurðurinn var endurskoðaður. Með hliðsjón af því, að ekkert tillit hefur verið tekið til þessa atriðis, hljóta íslendingar að and- mæla þessari niðurstöðu dómstólsins. Að hinu leytinu hljóta ís- lendingar að fagna því, að nú greiddu þrír dómarar at- BRÁÐABIRGÐAÚRSKURÐUR ALÞJÓÐADÓMSTÓLSINS í bráðabirgðaúrslcurðinum kom einnig fram, að dóm- stóllinn myndi endurskoða hann að ári liðnu, ef einhver deiluaðila óskaði þess og efn- isdómur yrði ekki felldur áð- ur. Brezka ríkisstjórnin ósk- aði eftir því, að bráðabirgða- úrskurðurinn yrði framlengd- þróun, sem átt hefur sér stað í þessum efnum á síðasta ári. í fyrsta lagi hefur komið ennskýraríljós í hverri hættu fiskstofnarnir við ísland eru og hversu brýnt það er að takmarka veiðarnar. Enn- við 145 þúsund lestir árlega, en íslendingar hafa boðizt til þess að samþykkja 117 þús- und lesta ársafla. Ef til vill er það alvarlegast við úr- skurð Alþjóðadómstólsins nú, að hann skyldi ekki taka til- kvæði okkur í vil, en áður greiddi aðeins einn dómari atkvæði á þann veg, að efni væru ekki til þess að fella bráðabirgðaúrskurð í þessu máli. Þó að Alþjóðadómstóll- inn hafi ekki með þessum úrskurðum lagt dóm á rétt- m æ ti landhelgisú tfærslu nna r, sýna atkvæðagreiðslurnar nú og í fyrra, að máistaður okk- ar nýtur vaxandi fylgis á þessum vettvangi. Ljóst, er, að smám saman fjölgar þeim aðilum, sem krefjast þess, að brezka rík- isstjórnin láti af einstreng- ingslegri afstoðu sinni í fisk- veiðilögsögumálum. Þetta gerist bæði innan Bretlands og utan. Nýlega vakti það t.a.m. talsverða athygli, er einn af þingmönnum brezka íhaldsflokksins lýsti yfir fyllsta stuðningi við grund- vallarsjónarmið Íslendinga. Nú hefur komið á daginn, að annar brezkur þingmaður, frá Hull, hefur lagt málstað okkar lið. Hann bendir á, að það sé hræsni af hálfu .Breta að lýsa yfir því, að þeir eigi alla olíu, sem finnst á sjávar- botni allt að 200 mílur frá strönd Bretlands, en um leið meinuðu þeir íslendingum yfirráð yfir fiskimiðunum við landið. Stuðningur þessi er íslend- ingum kærkominn, einkan- lega fyrir þá sök, að hér er um að ræða þingmann frá Hull, þar sem andstaðan gegn íslendingum hefur verið hvað römmust. Þannig einangr- ast brezka ríkisstjórnin smátt og smátt, þó að hægt gangi að okkar mati. En það er greinilegur vottur um þá þróun, sem nú á sér stað í þessum efnum, þegar þing- menn brezku útgerðarbæj- anna þora að rísa upp og styðja íslenzkan málstað. SOVEZK ORÐ OG AFREK EFTIR ANTHONY LEWIS LONDON. — Dmitri M. Segal er ungur og óvenjugáfaður sovézkur vísindamaður með víðtæk áhugamál. Sérgrein hans eru málvísindi, en einnig vinnur hann við þjóðsagna- fræði og mannfræði. Hann hefur skrifað um tungumálakerfi, goða fræði og um bragfræði limra Ed- wards Lear. Verk hans hafa verið prentuð í Sovétríkjunum, Póllandi, Hollandi, Bretlandi og á Italiu. Hann hefur hlotið ítölsk verðlaun fyrir rann- sóknár sínar á rússneskum þjóðsög- um. Verk hans eru þekkt sem hlið- stæður við vestræn verk, t.d. verk Claude Levi-Strauss. 26. desember s.l. leituðu Dmitri Segal og kona hans, Elena Dmitri- evna Segal til vegabréfsskrifstofu í Moskvu um leyfi til að fara frá Sovét ríkjunum til ísraels. Mánuði seinna barst neikvætt svar við um- sókn þeirra og var ástæðan fyrir neituninni „skortur á samþykki for- eldra“. Dmitri Segal er 36 ára gamall og kona hans 29 ára, en lögaldur í Sovét ríkjunum er 18 ár. Þeir, sem séð hafa umsóknareyðublöð um brottflutning sovézkm borgara úr landi, segja, að þar sé hvergi minnzt á foreldraleyfi. Þegar valdhafamir vilja, setja þeir einfaldlega þá skilmála, og skiptir þá engu máli aldur umsækjandans. Vandræðavaldur þeirra Segals- hjóna er faðir frúarínnar, Dmitri Tolstoi, en hann er sonur sovézka rithöfundarins, Alexei Tolstoi. Eftir að hafa gefið samþykki sitt fyrir brottför dóttur sinnar, skipti hann um skoðun, án þess að ástæður fyr- ir því væru ljósar. Hann birti þvi næst „opið bréf“, þar sem hann sagði, að ekki skyldi leyfa „vel eðla fjölskyldum" að flytjast úr landi. Strax eftir að þau höfðu sótt um vegabréfin voru þau svlpt atvinnu sinni, — sem er venjuleg aðferð. Mál þeirra Elenu og Dimitri ingar Leonid Brezhnevs við banda- riska þingmenn uim hugsanilega so- vézka útflytjendur. Þar sagði hann, að 95% Gyðinga, sem sótt hefðu um brottflutningsleyfi hefðu fengið það; aðeims 738 nýlegum umsóknum út- flytjenda hefði verið hafnað, 149 á grundvelli þjóðaröryggis; hinn nið- urlagðii útflytjendaskattur yrði ekki tekinn upp á ný. Slikar fullyrðingar frá leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins eru mjög mikilvægar. Það er mjög þýð- ingarmikið, að hann tali einnig við bandaríska stjórnmálamenn um það, sem Sovétríkin hafa alltaf álitið að væri sovézkt innanríkiismál. Það eru nokkrar hagrænar þvinganir núna í sovézkri meðferð útflytjendavanda- málsins, þvinganir, sem lagðar verða niður vegna óska um betri við- skipti og önnur sambönd við Banda- ríkin. En staðreyndimar verða ekki um- flúnar, og fyrir það fólk, sem er flækt i málin, geta þær verið hræði- legar. Þó skyldi ekki kveða upp end anlegan dóm vegna eins tilviks um óréttlæti. Staðreyndin um Segalsmál ið er sannanimar um áframhaldandi gerræði, sem einfaldlega fellur ekki saman við fullyrðingamar. Það eru t.d., engar ástæður vegna „þjóðaröryggits" til neitunar útflytj- endavegabréfa fyrir Segalshjón- in. Ekki yrðu svipuð mál, eldri, með- höndluð öðruvisi núna: Neitun um- sókna þeirra var staðfest fyrir mán- uði síðan, 18. maí s.l. af fulltrúa í sovézka innanrikisráðumeytimu. Auðvitað eru margir aðrir aðilar, sem hlotið hafa algjöra og gerræð- islega neitun um útflytjendavega- bréf. Vitað er í vestrænum löndum um hundruð mála og sennilega eru mörg önnur, sem ekki er vitað um. Einkennilegt er, að hindrunin er ekki skattamál eða aðrar almennar himdranir heldur sérstakar upphugs- aðar ástæður, s.s. eins og krafan um „samþykki foreldra". Þegar prófessor Benjamín Levieh, hinn milkli sovézki vísindamað- ur, sótti um að fá að fara til Israels, var sonur hans sendur i herinm, Ný- lega hefur verið tilkynnt, að ungi maðurinn þjáist af magabólgu í fjar- lægum herbúðum. Einn nemenda Levichs, Victor Yachot, var eimnig kvaddur til her- þjónustu, þegar hann sótti um að fá að flytjast brott. Hann neitaði að fara og sagðist hafa hafnað sovézk- um ríkisborgararétti sínum. Hann var því sendur til eins hinna alræmdu fangelsa, sem köliuð eru „geðveikra- hæli“, en notuð til að refsa and- stæðingum kerfisins. En heppnin var með honum: Eftir mótmæli frá vest- urlöndum, var honum sleppt. Það væri barnalegt að hugsa sér, að Bamdaríkin gætu með hinu nýja sambandi sínu við Sovétríkin breytt öllum sovézkum sjónarmiðum á lög- um og valdi. Brezhnev og félagar hans geta hvorki né vlja fella nið- ur valdakerfi sitt. En það væri jafnrangt fyrir banda ríska embættismenn að láta sem allt sé gott, þegar svo er ekki. Banda- rískar þrýstiaðgerðir geta kom- ið fram breytingum, eins og við nú þegar vitum. 1 víðari skilningi er kannski hið mest aðkallandi verk- efni vestursins í sambandi sínu við austrið að fá fram meira frelsi fyrir fólk til flutninga og meira hugsana- frelsi því til handa. Það er takmark, sem vert er að hafa í huga á öllum fundum og í öllum samningaviðræð- um þjóðanna í millum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.