Morgunblaðið - 19.08.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ — SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1973 MORGUNBLAÐIÐ — SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1973 17 200 mílna fiskveiðilögsögu við ísland. 200 mílna stefnan á vaxandi fylgi að fagna með- al landsmanna eins og eðli- legt er, þegar hin öra þróun á alþjóðavettvangi síðustu misseri er höfð í huga. Er nú glögglega komið fram, sem talsmenn Viðreisnarstjórnar- innar héldu fram fyrir kosn- ingarnar 1971, að þróunin yrði málstað okkar íslend- inga í hag. í kjölfar þeirrar áskorunar, sem sett hefur verið fram SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR OG 200 MÍLUR |Roma«l«laöiíi Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjlad 300,00 kr. t lausasölu hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, stmi 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. 18,00 kr. eintakið. í stjórnmálayfirlýsingu 20. landsfundar Sjálfstæðis- flokksins, sem haldinn var í maí sl., er m.a. fjallað um landhelgismálið og segir þar svo: „Fundurinn ítrekar þá grundvallarstefnu Íslendinga, að landgrunn íslands og haf- svæðið yfir því sé hluti af íslenzku yfirráðasvæði og tryggja ber óskoruð' forræði þjóðarinnar yfir því. Fulltrú- um íslands á Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna verði falið að vinna ötullega að fullri viðurkenningu ríkja heims á rétti strandríkis til að stjórna og nytja lífræn auðæfi landgrunnshafsins allt að 200 mílum. Jafnframt verði unnið að því, að sam- þykktar verði skynsamlegar reglur um verndun og hag- nýtingu lífrænna auðæfa út- hafsins.“ Eins og Ijóst er af þessari tilvitnun í stjórnmálayfirlýs- ingu landsfundar Sjálfstæðis- flokksins, hefur stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinn- ar þegar markað afstöðu sína til þeirrar stefnu í landhelg- ismálinu, sem fram kemur í áskorun 50-menninganna um við ríkisstjórn og Alþingi um 200 mílna fiskveiðilögsögu og á grundvelli stjórnmálayfir- lýsingar landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um sama efni, er nauðsynlegt að fram fari viðræður milli fulltrúa allra flokka til þess að freista þess að ná samstöðu um málatil- búnað á Alþingi. í þetta sinn ætti a.m.k. að vera unnt að koma í veg fyrir flokka- drætti um nýja sókn í land- helgismálinu, ef allir flokkar ganga til leiks með það eitt í huga, að láta þjóðarhag sitja í fyrirrúmi. Að vísu hefur Lúðvík Jós- epsson, sjávarútvegsráðherra, sýnt 200 mílna stefnunni mik- ið fálæti og málgagn hans, Þjóðviljinn, hefur með lyg- um reynt að gera áskorunar- skjalið tortryggilegt. En þeirri ófrægingarherferð Þjóðviljans hefur verið hrundið svo rækilega, að þar stendur ekki steinn yfir steini. Þar sem þessi tilraun hefur mistekizt verður að ætla, að sjávarútvegsráðherr- ann sjái að sér og gangi til samstarfs við aðra stjórn- málamenn um 200 mílna stefnuna. Grundvöllur hefur verið lagður að nýrri sókn í land- helgismálinu, sem miðar að því að tryggja viðurkenningu þjóða heims á „rétti strand- ríkis til að stjórna og nytja lífræn auðæfi landgrunns- hafsins allt að 200 mílum“, eins og segir í stjórnmálayfir- lýsingu Sjálfstæðisflokksins. GÓÐÆRIÐ jTiaglega berast nú fréttir um hækkandi fiskverð í Bandaríkjunum, þrátt fyrir verðstöðvun, sem þar á að vera í gildi. Fyrir u.þ.b. viku var þorskblokkin komin í 71 sent, nokkrum dögum síðar hækkaði hún í 75 sent og í gær var frá því skýrt, að hún væri komin í 77 sent. Menn taki eftir þessum frétt- um, því að þessar einföldu tölur eru undirstaða þeirrar velmegunar, sem ríkir í land- inu. Góðærið, sem nú ríkir til sjávar og sveita, er talið eitt hið mesta, sem sögur fara af á þessari öld. Góð aflabrögð og síhækkandi verðlag sjáv- arafurða eru undirstaða þessa góðæris. Verðlag á loðnuaf- urðum hefur t.d. nær fimm- faldazt á einu ári. Þorsk- blokkin hefur á rúmlega hálfu ári hækkað úr 48 sent- um í 77 sent. Verði svipuð aflabrögð á loðnu og sl. vet- ur getur útflutningsverðmæti hennar nálgazt verðmæti út- fluttra frystra sjávarafurða. Góðærið hefur skapað mikla atvinnu og miklar tekj- ur. En þótt blómlegt sé um að litast, er það ekki vegna stefnu ríkisstjórnarinnar held ur þrátt fyrir stjórnleysi hennar. JÓHANN HJÁLMARSSON STIKUR Myndræn ljóð Ulf Gudmundsen (f 1937) heitir danskt Ijóðskáld af íslenskum ættum, sem nýlega hefur sent frá sér sjöttu ljóðabók sína. Bókin nefniist Fugle- manden Gora og útgefandi er Strub- es forlag í I<au pmann ahöfn. Fugle- manden Gora er myndskreytt af Al- freð Flóka, sem nú dvelst í Kaup- Ulf Gtidnmndsen. mannahöfn, en mun opna sýningu á verkum sinum i Reykjavík í sept- embermánuði. Flóka hefur verið boð- ið að halda sýningu í Kaupmanna- höfn, enda fer vegur hans vaxandi ytra, ekki síst vegna þess áhuga á fantastískri og súrrealiskri myndlist, sem nú er ríkjandi.. Fuglemanden Gora fylgir formáii eftir Steen Colding, sem segja má að hafi verið eins konar André Breton Danmerkur, leiðtogi súrrealiskra skálda og listamanna. Steen Colding fer mjög lofsamfegum orðum um Alfreð Flóka i formálanum. Hann skýrir frá því að Ulf Gudmundsen hafi fyrst séð mynd eftir Flóka heima hjá séf (Colding á mikið safn súrrea- liskra bóka og listaverka) og orðið heillaður af liöt flöka. Eftir það hófst samstarf með skáldinu og lista- manninum og árangurinn er Fugle- manden Gora. Ljóð Ulfs Gudmundsens bera þess merki að skáldið hefur orðið fyrir áhrifum af listamönnum. 1 Fuglemand en Gora eru ljóð um súrrealísku myndlistarmennina ítené Magritte, Clovis Trouilfe og Max Walter Svan- berg. í bókinni er einnig skemmtilegt ljóð um Alfreð Flóka, sem sannar að Ulf Gudmundsetn hefur innsýn í þann heim, sem myndir Flóka eru sprottn ar úr. Lokaerindið er þanniig: Framhald á bls. 21. Myndskreyting eftir Alfreð Flóka við Ijóðið Mellem hjemlöse eftir danska skáldið Ulf Gudmundsen. Úr bókin ni Fuglemanden Gora. Reykjavíkurbréf —~---^Laugardagur 18. ágúst- Pólitísk niðurfallssýki Málgagn kommúnista á Islandi er ekki einasta óheiðarlegasta blað, sem nokkur rikisstjóm í lýðræðislandi þarf við að styðj- ast, heldur einnig hið auðsveipn- asta og þrautleiðinlegasta. Rauð- skjöldóttu blekbeljunnar á því blaði keppast við að bita kollrak- ið á stjórnarráðstúninu, jórtra það siðan í lesendur, en mjólka iiía. Að visu væri það sök sér, ef blaðið væri ekki svo óvant að virð ingu slnni sem raun ber vitni. Nánast má telja til undantekn- inga, að i blaðinu birtist grein eða frétt, sem er ekki á einhvern hátt úr lagi færð. Óheiðarleikinn, misskilningurinn og kauðskan blasa hvarvetna við á síðum blaðsins. Markmiðið er aðeins eitt: f>etta skal í ykkur, segir blaðið við lesendur sína. Furðu- fegt er að nokkur maður skuli kyngja tuggunni, eins og hún er að lokum framreidd, öllum til sárra leiðinda, enda eru hvorki spöruð fúkyrði né persónu níð um þá, sem kommúnistar hér telja á einhvern hátt standa í vegi fyrir sínum „góða“ komm- únisma. Engum, sem hefur það að starfi sínu að fyigjast með skrif- um Þjóðviljans, kemur annað til hugar dag eftir dag en að með öilu sé ómögutegt að taka blað- ið alvarlega. Um það verði nán- ast að fjalla eins og hverja aðra niðurfallssýki og er sjúkdómur þessi hiinn magnaðasti á köflum. Er þá blaðið með ömurlegustu fyrirbærum islenzks þjóðlífs. Eitt af því sem þetta volaða blað getur aldrei skilið, er sú frumforsenda blaðamennsku, að í góðu dagblaði geta birzt marg- víslegar skoðanir. Dagblað á að vara boðberi ólíkra sjónarmiða, ef þess gerist þörf, og birtast þá skoðanir blaðsins einumgis í rit- stjórnargreinum þess. En Þjóö viljinn og hinir bernsku skríp- entar hans virðast aldrei geta gert greinarmun á skoðunum Morgunblaðsins og þeim marg- víslegu sjónarmiðum, sem birt- ast á síðum þess, svo að dæmi sé tekið. Þó að greinar standi undir fullum nöfnum, tönnlast Þjóðviljinn á því, að Morgunblað- ið hafi sagt þetta eða hitt, og smám saman falla höfundar greinanna i gleymsku. Á engin skoðun, að mati Þjóðviljans, að geta birzt 5 dagblaði, sem ekki er einnig skoðun blaðsins sjálfs. Eitns og alkunna er, hefur Morgunblaðið tekið skelegga af- stöðu gegn herforingjastjóminni í Grikklandi, enda um einræð- isstjóm að ræða, hvorki betri né verri en þær klíkur eða ríkis- stjórnir, sem kommúni.star hafa þvingað upp á margar þjóðir á okkar dögum. Ef menn vilja, geta þeir deilt um, hvort einræði sé skárra eða verra í þessu land- inu eða hinu, en kjamd máisins er sá, að í Grikklandi er valda- ránsstjóm, eins og í kommún- istaríkju.num og kosningar þar eru skrípaleikur einn, þó að sjónhverfingin sé með öðrum hætti en t.a.m. í 99%-löndunum. í grein í kommúnistablaðinu, sem merkt er stöfunum e-m-j — og er með óvitlausard greinum í blaðinu upp á síðkastið — seg- ir m.a.: „Þótt Morgunblaðið haldi því frám i ritstjórnargrein þeirri, sem nefnd var í upphafi (þ.e. ritstj órnargrein Morgunblaðsins um blekbeljumar) að það hafi skýra skoðun á þeim (atburðun- um í Grikklandi) er eims og það geti ekki birt grein um þessi mál, án þess að hún sé í mót- sögn við eitthvað sem hefur áð- ur birzt.“ Auðvitað er hér mis- farið með staðreyndir, eins og lesendur Morgunblaðsins vita, en hitt er ábendingarvert að grein- arhöfundur getur ekki hugsað sér að ein grein um Grikklands- málið sé annarri ólík. Þetta fólk hefur ekki einu siinni asklok fyr- ir himin, útsýni þess er pólitóskt skráargat. Greinarhöfundur sveipar sig skikkju mikiiiar yf- irsýnar og díalektískrar sann- girni, en verður fljótlega stað- inn að blekkingum eánum, og meri,n sjá, að hér er engimn frjáls og óháður liðsimaður á ferðinni heldur venjulegur útsendari, sem hefur það eiitt markmið, eins og kommúnistablaðið sjálft, að láta tilganginn helga meðalið. Hann segir, að sú skoðun hafi komið fram í grein í Morgunblaðinu, að „hæfilegt eimræði er það sem hentar þeim (þ.e. Grikkjum) langsamlega bezt.“ Þetta er skoð- un einnar blaðakorru Morgun- biaðsins, sem hefur dvaiizt í Grikklandi. Hún hefur borið hana sjáif á torg út og ber ein ábyrgð á henni. En í miðri Þjóðvilja- greininni segir: „Ekki werður annað sagt en þetta sé ákveðin skoðun, en nokkru síðar, 1. ágúst, át Morgunblaðið hana ofan í sig í ritstjörnargiein.“ Hvernig get- ur Morgumblaðið étið ofan i sig skoðun, sem það hefur aldrei haft? Er of mikið sagt, að Þjóð- viljinn sé viðurstyggifegasta mál- gagn sem nokkur ríkiisstjórn i lýðræðislandi þarf að styðjast við, þegar aldrei er farið öðru vísi með Staðreyndir í þvi blaði en nú hefur verið bent á? Rök- ræður við fólk af þessu tagi eru með leiðinlegri og tilgangslaus- ari störfum, sem á menn eru lögð. Fulltrúar moðhausa- kenningarinnar Kommúnistablaðið hefur oft og einatt fjallað um ástandið i kommúnistalöndunum austan járntjaldsins, enda er blaðið bein- llnis gefið út til þess, eins og kunnugt er. Stundum þegar verst gegnir, eins og ef heims- frægir rússneskir menntamenn og rithöfundar, Siinjaevsky eða Medvedev svo að dæmi séu tek- in, eru gerðir útlægir úr landi sínu, er reynt að setja upp sak- leysissvip, enda sázt af öllu vin- sælt að berjast fyrir kerfi, sem ým.ist sendir rithöfunda sína, menntamenn og frelsishetjur í fanigelsi eða geðveikrahæli, en út- hýsir þeim svo. Fáir glæpir þóttu verri í íslenzku þjóðfélagi fyrr á öldum en að úthýsa þeim, sem að garði bar. Eitt helzta einkenni Þjóðvilj- ans er að vito á sér heimiidir. Það gerir hann all'taf, þegar hann stendur andspænis „vond- um“ kommúnisma. En í öllum þessum, að því er virðist, til- gangslausa skrípaleik blaðsins ratast því þó stundum satt orð á munn. Með kiaufskum saman- burði segir í Þjóðviljagrein þeiirri, sem fyrr er vitnað til, að búseta i Sovétrikjunum jafnist á við 500 ára fangelsisdóm! Upp á síðkustið hefur Þjóðvilj- inn auðviitað þurft að fjalla um heimismót æskunnar í Austur- Þýzkalandi. Þar var allt gert fyr- ir æskuna, sem hugsazt gat, potemkintjöld reist, sæluríkið í ailri sinni dýrð, ódýrt prinspóló og ókeypis Vitakoia! En samt var ástandið ekki einleikið og Morgunblaðinu er kunnugt um ungan menntamamn, sem var þar á ferð, en var yfirheyrður og m.a. spurður, hvað hann ætlaði að skrifa, þegar hei-m kæmi! Kommúnistum á Isiandi hefur auðvi'tað þótt þetta hið merkasta heimsþing, enda er Austur-Þýzka- land að verða í þeirra augum að eins konar velferðarrikd undir lögregluvex-nd og verður vart á betra kosið að dómi þeirra, sem halda fram moðbausakenningu sósíalismans hér á landi, en svo nefniir elnn af leiðtogum islenzkra kommúnista fólk einis og Magn- ús Kjartansson. En Þjóðviíljinn hefur aldrei sagt söguna af hund- inum sem strauk yfir jámtjald- ið. Hann var feitur og pattaraleg- ur og enginn skildi hvers vegna svo feiitur og álitlegur hundur hefði flúið yfir til Vestur-Þýzka- lands. Hann var spurður hvers vegna. Mig langaði tii að vita, hvemig er að gelta, svaraði hann. Þeir, sem hafa játazt undir Það hafa margar myndlr veri ð birtar af innsiglingunni í Vest- mannaeyjahöfn, þar sem brim skellurnar hafa náð ailt upp í 70 m hæð í berg Heimakletts. Þ arna er nýja sjónarhomið og aldrei framar nmn brima upp í bergið þarna. Ljósmynd Mbl. Sigurgelr í Eyjum. kommúniisma og ein-ræði ættu að hugieiða ummæli, sem indverski sendiherrann hér á liandi við- hafði nú í vikunni um land sitt. Hann sagði, að Indverjar stæðu andspæniis mörgum gifurtegum vandamálum. En þeir hefðu kos- ið leíð lýðræðis og frelsiis, ekki sízt frelsis einstaklingsins, og sliikt stjómarform hefði það allt- af í för með sér, að breytingar yrðu ekki eins hraðar og t.a.m. í einr æðisl ö nd u m. Irtdverjar hefðu horft á efnahagsiegar framfarir í Kina, og vegna stjóm- arfarsins hefðu breytingamaf orðið örari hjá Mao en í Indlamdi. Hann sagði, að Indverjar hefðu staldrað við þennan samanburð, en þeir hefðu komizt að þeirri niðurstöðu, að þeir vildu ekki kaupa örari breytingar, þó að nauðsynlegar væru, því verði, sem krafizt væri: að afmá frelsi einstaklinjgsins, prentfrelsi, skoð- anafrelsi, trúfrelsi, þ.e. öil helg- ustu réttindí mannsins. Að þessu ættu menn að hyggja. Er ekki kominn tími til að emnig við gefum þessu gaum — og þá ekki sázt ungt fóik? Stjórnarblöðin halda því fram, að Sjáifstæðisflokkurinn hafi ekkert fylgi meðal æskunnar. Ef svo væri hefði Islenzk asska lát- ið rugla sig í ríminu, en sem bet- ur fer, segja staðreyndir annað. Fyrir tveimur árum greiddu 560 háskólastúdentar atkvæði í póli- tískum kosningum í skólanum. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut þá 33% atkvæða, en í síðustu kosningum tóku 1300 háskóiastúdentar þátt í at- kvæðagreiðsiu og þá hliaut Vaka 46% greiddra atkvæða. Sýnir þetta, að lýðræðisöflunum I land- inu er að vaxa ásmegim. íslenzkt æskufólk hefur áreiðanlega sömu afsitöðu til lífsins og þeir sem vilja ekki fórna mannínum fyrir breytingamar. Staðreyndirnar á borðið, skipherra! 1 framhaldi af því, sem sagt hefur verið um kommúnistablað- ið er vert að vekja athygld á, hvernág Þjóðviljinr hefur hamazt gegn þeim, sem hafa óskað ís- lenzku þjóðinni til handa 200 míima fiskveiðilögsögu. „Upplýs- inigar“, sem birzt hafa i Þjóð- viljanum um undirskriftasöfniun- ina, eru augsýmilega rangar eins og bent hefur verið á í greinum hér í blaðinu. En Þjóðviljinn læt- ur sér ekki segjast, 50 milna fisk veiðiiögsaga virðist vera enda- punktur allrar tilveru, að mati blaðsins. En 50 milma fiskveiði- lögsaga er einungis einn áfangi í réttindabaráttu islenzku þjóðar- innar. Um 50 mílna fisk- veiðilögsögu eru allir íslending- ar sammála, það hefur Morgun- blaðið oft bent á. En þá kemur skipherra í landhelgisgæzlunni, Höskuldur Skarphéðinsson, og segir í einu af þessum furðulegu köstum pólitískrar niðurfallssýki, sem einkennir allt efni Þjóðvilj- ans, að Morgunblaðið vilji leggja 50 mina fiskveiðilögsögu niður! Furðulegt er að jafnvel skip- herra í íslenzku landhelgisgæzl- unná skuli verða jafn heltekinn af fyrrgreindum sjúkdómi, þegar hann tekur til máls á síðum Þjóðviljanis. Hann segir laugar- daginn 11. ágúst sl.: „Mér finnst sá málflutningur vægast sagt vafasamur hjá Vísi og Morgun- blaðinu, að gera tilraunir til að slá striki yfir 50 mílurnar. 50 mil umar eru staðreynd og lög og mér er spurn, hvort nokkur aðili innlendur hafi leyfi til að hvetja til þess, að islenzk lög séu að engu höfð og að hætt sé allri við leitni til löggæzlu. Það má heita furðuleg röksemdiafærsla að fella eigi lög úr gildi og að þau séu að engu hafandi, aðeins vegna þess, að gerð er tilraun til að brjóta þau ... Allir sjá, hversu fráleitur áróður Vísis og Morg- unblaðsins er í þessu samhengi." Hvenær hefur Morgunblaðið krafizt þess, að slegið sé strild yfir 50 mílurnar? Hvenær hefur Morgunblaðið krafizt þess, að 50 mílna fiskveiðilögsaga sé ekki varin? Þess hlýtur að vera kraf- izt af skipherra i landhelgisgæzl- unni, að hann finni orðum sínum stað umbúðalaust og sýni að brengluð dómgreind standi ekki við stjórnvölinn á varðskipinu Arvakri. Sá tími gæti komið, að framburður slíks skipherra, sem nú gerist ber að ósvífnum föls- unium, verði dreginn í efa, ef hann ætti eftir að taka erlendan togara i landhelgi. Þess má geta hér, þó að það sé heldur óskemmtilegt til upp- rifjunar, að brezkir blaðamenn höfðu spáð því, að íslenzka rikis- stjórn'in mundá stofna til mikilla atburða á miðunum við ísland, meðan Nixon og Pompidou sætu hér á toppfundi, til að vekja at- hygli heimspressunnar á mál- stað Islendinga. Höskuldur Skarp héðinsson var skipherra á Ár- vakri, og hann lenti í átökunum við Breta út af Austfjörðum. Forsætisráðherra hrimgdi þá í síma til Kjarvalsstaða og hafði tal af blaðafulltrúa sínum, sem sagði mörgum helztu blaðamönn um heims, að forsætisráðherra hefði skýrt sér frá því að Árvak- ur væri að sökkva. Enginn erlendur blaðamaður, sem viðstaddur var fund þenn- an, trúir siðan orði af því, sem berst frá íslenzku rikisstjóminhi. Á þeirri stundu varð trúnaðar- brestur rnilli íslenzku rikisstjórn- arinnar og heimspressunnar. Morgunblaðið hefur krafizt þess, að orðrétt ummæli blaðafutltrú- ans verði birt á prenti, en það hefur ekki fengizt. Það er eins og annað hjá þessari ríkisstjóm, þögnin hæfir bezt aðgerðum hennar. Morgunblaðið hefur eimn- ig krafizt þess og fært það í tal við utanrikisráSherra, að birt verði skýrsla sendiherra Islands um viðbrögð fuiltrúa hjá Samein- uðu þjóðunum við óskum íslend- inga um stuðning í landhelgis- máliinu, og þá ekki sízt í öryggis ráðiinu. Svar hefur ekki borizt enn. Þess verður áfram krafizt að skýrslan verði birt. Siðferðisbrestur Svo langt eru sumir skriffinn- ar Þjóðviljans leiddir af póli- tiskri niðurfallssýki sinni, að einn þeirra, Árm Björnsson, lét að því liggja nú 1 sumar, að Bjarni Benediktsson hefði breytt afstöðu sinni til Atlantshafsbanda lagsins, skömmu áður en hann lézt. Sem sagt: gerði Látnum manni upp skoðaniir. Lúalegrl baráttuaðferð mun vandfund- in, jafnvel hér á landi. Ekki mun um þennan siðferðis- brest fjallað héi í Reykjavíkur- bréfi d lönigu máli, svo fyrirlitleg- ur sem hann er, en einungis vitn að í síðustu ummæli Bjarna Benediktssonar um Atlantshafs- bandalagið, sem hann skrifaði dögum eða vikun. áður en hann lézt og birtust í ri'tlingi Sam- bands ungra sjáifstæðismanna: Þættir úr 40 ára stjórnmálasögu: „Þrátt fyrir, og þó öllu frem- ur vegna þess, hversu vel hefur tekizt með að halda friði i þess- um heimshluta frá því, að At- lantshafsbandalagið var stofnað, þá er um þessar mundir gerð hörð hríð að bandalaginu. Þeir, sem hafa hug á aukinni ásælni og vilja ryðja „sósialískri bylt- ingu“ braut leggja sig fram um upplausn eða a. m. k. lömun bandalagsins. Þessiir menn hyggj ast skapa skilyrði í Vestur-Evr- ópu fyrir sams konar atburðum og urðu með valdatöku kommún- ista í Tékkóslóvakíu á árinu 1948 og aftur með innrás þeirra 1968. Á meðan þessi hugsunarháttur er jafn magnaðui og hann nú eir, þá væri það óðs manns æði fyrir íslendinga að hverfa úr Atlants- hafsband'alaginu eða slaka á vörn um Islands. Ekkert bendir til þess, að á síð- ari árum hafi dregið úr þýð ingu varna á Islandi fyrir ná- granna okkar. Þvert á móti héf- ur stóraukin sókn Sovétmanna á úthöfin aukið þýðingu íslands frá því sem áður var. Fyrir Is- land sjálft hafa vamár hér auð- vitað úrslitaþýðingu. Eða hví skyldi Islaiid eitt allra þjóðlanda geta legið óvarið og opið fyrir öíl um þeim, er það vilja hremma? Ef menn vilja halda sjálfstæði, verða þeir nokkuð tií þess að vinna. Óþægindi þau, sem af vörnunum leiða eru og smáræði við þær hættur, sem varnarleysi mundu samfara." Mundi hægt að komast afdrátt arlausar að orði ? Hér skal svo að lokum einung- is vitnað í ummæli tveggja ann- arra mætra íslendinga um At- lantshafsbandalagið og gildi þess, og er ekki ástæðulaust, svo mjög sem vegið hefur verið að banda- laginu undanfarnar vikur, þótt skynsemin sé nú að ná yfirhönd- inni aftur, góðu heililá. Bjöm Sig fússon, háskól'abókavörður seg- ir í grein í Timanum, 3. ágúst sl.: „Jáyrði mitt og margra annarra síðan um 1956 (eða í fylgd með herstöðvarsamdrátt vorn stig af stigi) við veru í NATO áfram er háð skilyrðum, sem ég tel Einar Ágústsson, ráðherra hafa gert ljós og fara eftir Evrópu- horfum. Fyrir mér vegur þungt h:m nauðsynlega aðild Noregs að bandalaginu, einnig önnur norsk rök fyrir vestnorrænmi samstöðu þar, t. d. að burt þurfi að reka Portúgal, sem í haust sannar óbetranleik sinn í Afríkumálum. Vandinn með Grikkland er þessu óskyldur: burtför þess yrði til að festa illa stjórn í sessi. Frá striðslokum hefur atkvæðasam- heldni vor í S. Þ. við hin Norður- löndin og sum þróunarríki i slík- um málum veit* ti'ltrú um, að Is land neytti hlutgengis með ein- urð, og við þurfum einnig vist- ina i NATO tii að ávinna tiltrú þar, ef við þorum." Og Jón Björnsson, rithöfundur, segir í grein í Morgunblaðinu, sumnudaginn 5. ágúst sl.: „Nei, skýringin á „varkárni" Rússa er alveg augljós. Þeir vita að frek- ari yfirgamgi verður mætt af fullum styrk NATO-rikjamna. Og einmitt á þessu sviði hefur NATO sannað tiilverurétt sinn i ljósi sögunnar, og einmitt þess vegna mega íslendingar ekki bregðast þessum samtökum með ábyrgðariausu hjali um úrsögn, enda mun slikt ekki koma til greina, jafnvel ekki undir núver- andi rikisstjórn, sem þó telur siig „vinstri" sinnaða. Fylgismenn NATO-aðildarinnar eru í meiri- hlúta á Alþingi og munu koma í veg fyrir sltkt glapræði ... Hvað sem öðru líður er allt tínt bæði satt og logið til árása á NATO, og engar vestrænar rík isstjórnir hafa haft neitt við það að athuga, af því að orðið er frjálst. Hvernig er ástandið í þessum efnum i aðildarrikjum Varsj árbandalagsi ns ? Mörgum þætti víst vænt um að fa undain- bragðalaus svör við þvi. Dæmí Ungverja þegar Nagy lýsti yfir hlutleysi lands síns og úrsögn úr Varsjárbándalaginu er nægd svar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.