Morgunblaðið - 19.08.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ — SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1973
23
\<(XjrirxiTyúLkuu
Mataruppskriftir
Það er alltaf gaman að
reyna eitthvað nýtt. Hér koma
nokkrar nýstárlegar kótilettu
uppskriftir — ef einhver
vildi reyna til tilbreytingar.
Charcutiere—kótilettur.
1 Lítill laukur saxaður
5 matsk smjörlíki
1 matsk hveiti
1 taolli kjúklimgasúpa eða soð
% bolii „þurrt“ hvítvín
6 svinakóti'lettur eða um 10
lambakótilettur
salt, pipar, 1 matsk sinnep
steinselja.
Laukurinn brúnaður í 2 matsk
af smjörlíki, hveiti stráð yfir'
og látið krauma þar til þykkn
ar. Kótiletturnar brúnaðar á
báðum hliðum í 3 matsk.
smjörlíki, kryddaðar, síðan
látnar krauma undir loki þar
til meyrar, snúið einu sinni á
meðan. Salti og piipar og
sinnepi bætt út í laukinn og
allt hitað, síðan hellt yfir
kótiletturnar. Steinseija sett
yfir.
Krydd—kótilettur.
Heilir negúlnagiar
6 svína- eða 10 lambakóti-
lettur
1 tsk salt, 1 tsk paprika,
pipar
smjörl., 1 dós af frosnum
appelsinusafa ( 6 oz )
1 matsk púðursykur
Y* tsk kani'll
Neguinaglar settir í miðja
kótilettu. Salt, pipar, papr-
iku blandað saman og núið
inni kjötið, sem síðan er steikt
báðum megin. Appelsínusafa,
púðursykri og kanil blandað
saman og hellt yfir kjötið,
sem látið er krauma þar til
meyrt.
Kótilettur—Tropical.
6 kótilettur svína, eða 10
lamba
hveiti, salt, cayenne, dál. rose-
marin, thyme eða fennel
Laukur
3 matsk smjörl. 2 matsk
sterkt kaffi, 1 bolli sjóðandi
vatn
bolli romm
bananabitar, niðursoðnar apri
kósur eða ferskjur,
sveskjur, ananas. Eitthvað af
þessum ávöxtum eða sam-
bland. Kótilettunum velt upp
úr hveiti, kryddaður. Laukur
inn soðinn í smjörlíkinu, þar
til meyr. Kótiietturnar brún-
aðar báðum megin, kaffi bland
að vatni bætt í. Lok sett á
pönnuna og látið krauma, þar
til kjötið er orðið meyrt. Rétt
áður en kótiletturnar eru til-
búnar, eru ávextirnir rétt að-
eins brúnaðir í smjörlíki og
sykri stráð á. Ávextirnir sett-
ir ofan á kjötið og borið
fram. Hapgt er að „flambera"
kótiietturnar, ef hafa á meira
við, þá má hita um 5 rnatsk.
af rommi, helia yfir kjötið og
ávextina og kveikja síðan í.
Pils og peysusett frá Bryére.
Pils og peysa, síðbuxur og pe ysa frá Tarlazzi.
Tízkan;
París
Einræðisherrarnir í París
kynntu ýmislegt athyglisvert
á tízkusýninguni siniim í vor
og vildti þannig marka stefnu
vetrarins i þessum efnum. Mik
il eru þeirra völd! Meira en
800 tízkufrömuðir sýndu þar
„módel“ sín. Vöktu þar mikla
athygii St. Laurent, Angelo,
Tarlazzi og Michelie Bryere
með piis sín, peysur og peysu-
sett, sem sýnd voru í mörg-
um útgáfum. Oft voru sýning-
arstiilkurnar i skyrtum undir
peysunum, og sáust þá krag-
ar þeirra upp úr peysuháls-
málinu, iíkt og tíðkaðist hjá
skólastúlkum áður fyrr.
Pilsfaldurinn var sitt á
hvað upp á liné eða niður á
ökkla, eins og verið hefur und-
anfarið.
Peysurnar voru margar stór
ar og víðar eins og sást hér
fyrir nokkrum árum.
Dr. Stefán Aöalsteinsson;
íslenzku minkahvolpunum
fer vel fram í sumar
Síðari
grein
í fyrri grein hér í blaðinu
var sagt frá áliti eins helzta
sérfræðings Dana í minkafóðr
un á ástandi og horfum í ís-
lenzkri minkarækt. f>ar kom
fram, að hann taidi íslenzku
minkaræktina vera tiltölulega
vel á vegi stadda, og sérstak-
lega taldi hann Islendmga
eiiga auðvelt með að ná góð-
um vexti á hvolpum vegna
þess hve gott fóður við hefð-
um handa minkunum hér á
landi.
MINKAHVOLPAB VEGNIR
Nú er eitt að fá góðar
ábendingar erlendis frá og
annað að reyna að gena sér
grein fyrir ástandinu á eigin
spýtur.
Þess vegna ákvað undirrit-
aður i vor að reyna að fylgj-
ast dálítið með vexti minka-
hvolpa hér á landi og bera
hann saman við þann vöxt,
menn, telja æskilegan. Töl-
umar yfir norsku minkana
eru frá 1969, svo að vem
ka-nn, að þær séu aðeins fam-
ar að verða í lægm Lagi, en
' þær eru m. a. valdar vegna
þess, að ailir ísienzku mink-
arniir voru keyptir í Noregi.
Alls hafa verið vegnir nú
í júlílok 256 minkahvolpar
á 4 búum. Flestir hvolpar
voru vegnir á því búinu, sem
fyrst var heimsótt, eða 176
hvolpar, en á hinum þremur
búunum hafa verið vegnir 20
hvolpar á búi, og fyrsta búið
hefur tvívegis verið heimsótt.
Hefur helmingur hvolpanna á
hverju búi verið högnar og
helmingurinn læður.
ÍSLENZKIJ HVOLPARNIR
YFIR NORSKRI VIÐ-
MIÐUN
Á meðfylgjandi mynd hef-
ur verið te'knuð inn vaxtar-
línan fyrir norska högna (of-
ar) og norskar læður (neðar).
Siðan hafa meðaltölin úr
vigtununum á íslenzku mink-
unum verið færð inn á línu-
ritið og notaðir krossar til
Hoara* - *
/é*«
/yoo
lZoo
/tot
JJEBU/f
*eo
fíiou/p fí/oíPfí i Dóat/A/
Teikningin sýnir þær vaxtarlínur, sem Norðmenn telja
eðlilegar fyrir minkahvolpa, ásamt niðurstöðum úr vigt
íslenzkra minkahvolpa.
Ásgeir Pétursson í Daisbúinu í Mosfellssveit virðir fyrir sér þroskamikla hvolpa.
að merkja högna og hringar
fyrir iæður.
Eins og myndin ber með
sér, hafa islenzku hvolparnir
aliis staðar verið yfir þeirri
meðalþyngd, sem Norðmenn
telja æskilega eða viðunandi
og sums staðar verulega yfir.
Ekki er hægt að gefa aðra
skýr'ngu á þessari útkomu að
svo komnu máli en þá, að
islenzku hvolparnir hafi ver-
ið vel og. rétt íóðraðir í vor
og sumar, og gefa þessar
tölur því ákveðna bendiingu
um, að ummæli Gunnars Jörg-
ensens um sérstök skilyrði tii
Framh. á bls .21
i--------1--------1--------1--------1--------1--------1
io fo /oo /20 /Vo Ato /fo