Morgunblaðið - 29.08.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ — MIÐVIKUÐAGUR 29. ÁGÚST 1973 JIirripiiiM&Mlr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson, Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson, Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjlad 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18,00 kr. eintakið. flokkurinn á íslandi, sem styðst við raunveruleg- an kapitalisma, þar sem er hið mikla fjármagn Sam- bandsins, og alkunna er, að enginn flokkur, að Alþýðu- bandalaginu einu undan- skildu, er eins ginnkeyptur fyrir miðstjórnarvaldi eða ríkiskapitalisma og Fram- sóknarflokkurinn. Tvískinnungurinn, sem því miður einkennir Framsókn- arflokkinn, kemur glöggt MÖÐRU V ALL AHRE YFIN GIN IVfikil ólga hefur verið í Framsóknarflokknum, eins'og kunnugt er. Þar hafa svokallaðir vinstri menn reynt að brjótast til valda og gera stjórnendum flokksins, sem þeir kalla hægri menn, alla þá skráveifu, sem þeir geta. Nafngiftir þessar, hægri og vinstri, minha mjög á skil- greiningu í sovézka kommún istaflokknum, þó að á engan hátt sé verið að bera saman F ramsóknarflokkinn og þá einræðisklíku, sem Sovétríkj- -unum ræður. Ástæðan til þess að valda- baráttan í Sovétríkjunum kemur í hugann, þegar átök- in í Framsóknarflokknum eru rifjuð upp, er sú, að í Sovétríkjunum er einnig tal- að um hægri og vinstri menn, án þess þau orð merki nokk- uð. Þau eru einungis notuð til skilgreiningar á ólíkum öflum, þó að allir viti, að í Sovétríkjunum er hvorki hægri né vinstri stefna held- ur einungis rússneskur kommúnismi, sem er eins konar sambland af íhalds- samri keisarastjórn liðins tíma og þjóðernisstefnu, með rætur í kenningum Lenins. Einn þekktasti kjarnorku- fræðingur heims, rússneski vísindamaðurinn Zakaroff, sem hundeltur hefur verið af stjórnvöldum landsins, hefur gerzt svo djarfur að kalla stjórnarfarið í Sovétríkjun- um ríkiskapitalisma. Og þá erum við aftur kom- in að Framsóknarflokknum. Hann er eini stjórnmála- fram í flestum málum, bæði innanríkismálum og þá ekki sízt utanríkis- og öryggis- málum, sem eru viðkvæm- ari en svo, að flokkspólitísk- ir spekúlantar eigi að geta hent því fjöreggi á milli sín í valdabaráttu. Eins og kunn- ugt er, hefur Tíminn gert ítrekaðar tilraunir til að leiða huga manna frá þeim erfiðleikum, sem forysta Framsóknarflokksins hefur átt í vegna ólgunnar í flokkn- um með því að reyna að benda á valdabaráttu og óeiningu innan Sjálfstæðis- flokksins. Þó að alkunna sé, að forystumenn Sjálfstæðis- flokksins hafa komið sér sam an um verkaskiptingu, sem samþykkt var nær samhljóða á þróttmiklum og fjölmenn? um landsfundi flokksins í vor, vega framsóknarmenn einlægt í þennan sama kné- runn. í lýðræðisflokki hlýtur að vísu að vera einhver ágreining- ur um einstök atriði, og fjarri fer því, að ein rödd heyrist ávallt í Sjálfstæðis- flokknum í öllum málum. Sjálfstæðisflokkurinn rúmar margar skoðanir, en í höf- uðatriðum er stefna hans föst og ákveðin og þá ekki sízt í öryggis- og utanríkis- málum. Engir forystumenn Sjálfstæðisflokkurinn rúmar komið saman til skyndifund- ar á Akureyri, né ann- ars staðar á landinu, vegna óánægju með flokksforystu Sjálfstæðisflokksins eða í því skyni að steypa henni af stóli. En það gerist aftur á móti nú um síðustu helgi, að ýmsir af hinum óánægðu, svokölluðu vinstri mönnum í Framsóknarflokknum komu þar saman og mynduðu með sér samtök án vilja eða vitundar flokksforystunnar, a.m.k. vissi formaður flokks- ins, Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, ekki af þess- um fundi, þegar Morgunblað- ið bað hann að segja álit sitt á tiltækinu á mánudags- kvöld. Samtök þessi hafa nú hlotið nafngiftina „Möðru- vallahreyfingin“, sem auð- vitað er út í hött og lýsir hún betur en flest annað rót- grónum og sívaxandi klofn- ingi innan Framsóknarflokks ins. Það verður því áreiðan- lega mikið um það á næst- unni, að Tíminn og framsókn armenn ræði um klofning og valdabaráttu í öðrum flokk- um, ekki sízt Sjálfstæðis- flokknum, svo mjög sem þeir eiga sjálfir um sárt að binda. 200 MÍLURNAR C'tjórnarblöðin, Tíminn og ^ Þjóðviljinn, eru farin að átta sig á því, að bæði hlupu þau illa á sig, þegar undir- skriftalisti mætra íslendinga um 200 mílna fiskveiðilög- sögu var lagður fram. Þjóð- viljinn tók plagg þetta mjög óstinnt upp og sjávarútvegs- ráðherra, sem hafði ekki komið nálægt því, linnti ekki lofgjörð sinni um 50 mílurn- ar, þó að 50 mílna fiskveiði- lögsaga sé sérmál íslands. Færeyingar hyggjast nú stefna að 70 mílna fiskveiði- lögsögu, enda væri slík út- færsla nærri landgrunni þeirra en t.a.m. 50 mílur, svo að ekki sé talað um land- grunn íslendinga. Málgagn sj ávarútvegsmálaráðherra reyndi að þyrla upp mold- viðri í sambandi við 50 mílna plaggið og drepa höfuðatriði þess, 200 mílunum, á dreif. Sjaldan hefur þetta málgagn kommúnista á íslandi orðið jafn bert að hentistefnu og einmitt í þetta skipti. Veittu margir því rækilega athygli. En vonandi er að stjórnar- blöðin átti sig nú á mistök- um sínum og geri sér grein fyrir því að framtíðin ber 200 mílur í skauti sér. Hvað merkir „Finnlandisering4í? BURTSftÐ frá því, sem Karl Marx saífði árið 1848, þá er vofa sú sem nú grengur ljós- um logum um Evrópu, ekki vofa hins sigri hrósandi kommúnisma eftir byitingu öreiganna. Né heldur er það vofa rússneska hersins ryðj- andi sér braut til strandar Atlantshafs. Þessi vofa er fölieitari, en engu að síður ugrgvænleg. Enn sem komið er hefur hún ekki hlotið neitt ákveðið heiti, en hún ber samt eins konar gælu- nafn, er gefur vissar visbend- ingar, sem um leið eru dálítið rangar: „Finnlandisering." Þegar Walter Ulbrieht lézt fyrir skömimu hefur homuim verið vel ljóst, að því Aust- ur-Þýzkalandá, sem hann stjórnaði í 21 ár, hafði á þeim tveimur árum sem liðu frá þvi hann dró sig í hlé og þar til hann lézt tekizt það ætl- unarverk, sem hann og vinir hans í Rússlandi hafa keppt að í Evrópu síðan 1945. Bæði Nixon og Brandt hafa viður- kennt sjálfstætt, kommún- isfct Austur-Þýzkaland, og þar með óbeint viðurkennt að kommúnisminn verði til frambúðar í Austur-Evrópu. Höfuðmarkmáðiið í stefniu Sovétríkjajnna á þessum ár- um hefur verið „Ulbrichtis- értog“ skiJimarka í Evrópu. Þar sem henmi hefur nú ver- ið náð, er „Piinnilandisering" næst á dagsfcrá. Stjórnarherrar í Sovétríkj- unum vita að í Vestur-Evrópu er ekki frjósamur jarðvegur fyrir bylitingu, né heldur fyr- ir landvtoninga með hervaldi upp á gamla mátann — þann máta sem Rauðd herton not- aði tiil að þrömgva kommún- isma upp á Austur-Evrópu. Þeir vita einmiig, að þörf þeirra fyrir efnahagsaðstoð Vesturlanda er mikilvægari en eyðileggitog hinis evrópska hluta vestræna etfnahagsfcerf- istos. (Ekki einu sinni Mao Tse-tung viiil slíkt, hvað sem vestrænir maóistar segjá), Áhugaleysi sovézkrá leiðtoga um að koma Vestur-Evrópu ton í kommúnistaheimton Brezhnev „Finnlandiserar. . kann einnig að vera vísbend- tog um að þeim sé ljóst að á meðan þeir geta ekki haft stjóm á kommúnásitaheimto- um eins og hann er í dag, þá geta þeir þvi sdður haft hem- ii á honum útþöndum. Sjálfstæöi og þögn Einnig er hugsanlegt að þetta komi þeirn jafnvel tii að ýta til hliiðar stærðfræði- formúlunni gömlu, að sam- lagning Evrópu og Rússlands sé nauðsynleg tii að vega upp á móti Bandaríkjunum. Þeir standa nú jafnfajtis Banda- rikjunum stjórnimáiialega og hemaðarlega — og vafal&ust vonast þeir tii að ná þeim Mka efnahagslega. Og tiil þess þurfa þeir ekki að ná beinu tangarhaldi á VesturEvrópu, ef þeir geta reitt sig á að- gerðarleysi hennar. En þeir hafa brýna ástæðu tdl að krefjast að það aðgerðarleysi sé algert. Þeir geta ekki verið vissir um vald sitt yfir Austur- Evrópu eða yfir Rússiandi sjálíu á meðan þegnar þeiira geta séð aðra Evrópubúa ráða pólitiskri framtíð stonii sjálfa. Sovézkir ledðtogair verða að byggja ail&r áætlanir sto- ar á þeirri nöturlegu stað- reynd að þeir þora ekki enn að leyfa þeginum sínum að komast i frjáist samband við umheiminn. Á Evrópuráð- Kekkonen „Finnlandis- erast. . .“ stefnunni í Helstoki nú fyrir skömmu kom þetta berlega í ljós hjá Gromyko og uitan- rikisráðherrum Austur-Evr- ópu'lamdanina. Meira en nokkru sinni fyrr hlýtuir aðalmarkmið sovézku leiðtogamna að vera að gera htaa vestur-evrópsku ná- granna þeiirra eins áhuga- lausa og aðgerðarlauisa og unnt er, tii þess að mtonfca aðdráttaratfl þeirra fyrir Aust ur-Evrópumemn. 1 þessu augnamiði er ekki etoungis nóg að lúiíla þeim tan í sirninu- leysi með emdaiaust endur- teknuim stfagorðum um af- slappaðri sambúð og lok kalda stríðsins, heldur verð- ur að skapa óeintogu og hik á meðal þeirra tii þess að gera þá mótttækilegri fyrir sovézkum áhrifum. Það er lieiðtailegt fyrir Ftona að þessd aðferð skuii nú vera kölluð „Ftonlandis- ering". Ftonar uninu tví- mælalaiist afrek er þeim tókst að komast út úr sovézka keis&raveldimu og hefur tekizt að haMa sig fyrir utan það áfram, gágnstætt nágrönnum stoum í Eistlandi, Lettiiandi og Litháen. Þegar Rússar réðust inn í Finnland 1939 fengu þedr blóðnasir, og þeir létu sér nægja að gera landa- mærahéruðto að hjálendum sínum (og það er athyglis- vert að íbúar þeirra kuisu heldur að fliytjast búferlum tád annarra hkiita Ftonlands en að búa á heimiilium sinum undir sovézkri stjóm). Alilt frá 1945 hefur Ftanum teki2t að snúa siig úit úr þeim sinör- um, sem Rússar hafa lagt fyrir þá, ekki sázt efnahags- tegum og þeir hatfa staðtfast- iega haidliið uppi frjálsum og lýðræðiislegum lafsháttum, seim enu alger andstæða ástándstos í Austur-Evrópu- löndum, sem búa við ráðrífci Sovétrikjanna. Engu að síður myndi það koma sér afar vel fyrir Sov- Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.