Morgunblaðið - 29.08.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐtÐ — MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1973 23 Ef nokkur getur yfirstigið erfið- leika, geta íslendingar það? — segir Aage Nyen frá norska landbúnaðarráðuneytinu AAGE Nyen, fararstjóri 26 norskra búvisindainanna og þjónustufólks i landbúnaði, sem ferðazt hafa um Suðurland í 10 daga í byrjun ágúst var áltaflega ánægður með för þeirra. Hann tjáði okkur, að í mót- tökunefnd íslending’a hefðu verið þeir E.B. Malmquist, Jðhainn Jónasson forstjóri Grænmetisverzlunar landbún- aðarins og Magnús Sigurlás- son, Miðkoti í Þykkvabæ. Þessi kynnisför var m. a. farin í þeim ti'lgangi, að kynnast landbúnaði á Islandi, og þá ætlunin, að síðar verði um gagnkvæmt ferðalag fyrir Íslendiniga að ræða í Nor- egi. Nyen starfar hjá norska land- búnaðarráðuneytinu við sjúk- dóms- og matseftirlit. Aðspurður um hvað hefði vakið mesta at- hygli hans og ferðafélaga sagði hann m.a.: — Við fórum tll Vestmanna- eyja, og sáum, að þarna voru Aage Nyen miklu meiri skemmdir en við höfðum gert okkur grein fyrir. En þið sigrizt á þeim, því að ef nokkrum er treystandi til að tak ast á við erfiðleika og fara með sigur af hólmi, eru það íslend- ingar. — Hestamannamót var á Rang árbökkum, og sáum við nokkuð af því. Tölt íslenzka hestsins er undurfallegt, og hann sjálfur fal leg skepna. Við fórum Fjalla- baksleið og að Kirkjubæjar- klaustri, á Skeiðaránsand og síðan að Skógum. Við sáúm graskögglaverksmiðj- una á Hvolsvelli, og hún vár sér- lega fróðlegt athugunarefnl fyr- ir okkur. Þarna er unnið gras af 500 hekturum. Fóðureiningarnar af hektara eru um 4000 i grás- inu hér, og 16% prótein (eggja- hvituefni). Þetta er svipað nær- ingargildi og i byggræktinni heima í Noregi, en þar eru 3— 4000 fóðureiningar af hektaran- um. — Við gistum í Þykkvabæn- um hjá nokkrum bændum, og það var höfðinglega á móti okk- ur tekið þar, sem annars staðar í ferðinni. — Hvernig stendur kartöflubú skapurinn sig þar, miðað við ykk ar aðstæður? Norðniennirnir. — Vel. Þær eru seinsprottnar í ár, því að kalt var framan af, en það kemur ekki að sök, ef ágúst er góður og frost ekki fyrr en : september. Vélakosturinn er betri hjá ykkur til upptöku en okkur. Að vísu skal ég játa að okkar vélar eru norskar, gerðar fyrir grýttari jarðveg og aðra staðhætti. — Ég var hér fyrir 6 árum, þá einnig með Malmquist og Jó- harani. Þeir eru meðlimir í sam- bandi norskra búfræðitoandidata, en flestir ferðafélaganna nú eru I þeim samtökum. — Til inngöngu í landbúnað- arháskólann á Ási þarf gagn- fræðapróf, tveggja ára verk- nám, en sjálft háskólanámið er 3 ár. , — Við Norðmenn stöndum framarlega i landbúnaði og það gerið þið sannarlega l'íka miðað við aðstæður. Þetba var ánægjuleg ferð, og mikið af henni að læra. Við þökkum okk- ar ágætu gestgjöfum heiilshugar, sem voru margir einstaklingar og fyrirtæki innan samtaka liand búniaðarins bæði hér í Reykja- vík og á Suðurl'andi. M. Thors. Ingólfur Hjartarson, hdl.; ATVINNULÝÐRÆÐI? 1 ÞJÓÐFÉLAGI, sem telur sig búa við pólitískt og efna- hagslegt lýðræði í ríkum mæli, hlýtur það að vera eðli leg þróun að augu manna beinist að öðrum sviðum þjóðlífsins, þar sem ef til vill er ekki að sama skapi fylgt grundvallarkenningum lýðræð ishugtaksins. Aukin virðing fyrir ein- stakliingnum og rétti hans til sjálfsákvörðunar hefur einn- ig leitt til þeirrar kröfugerð- ar á hendur hinum réttar- bundnu stofnunum þjóðfé- lagsins, að þær séu þannig úr garði gerðar, að þær gefi einstaklingnum möguleika á að taka þátt í mótun þess sam félags, sem hann hrærist í. Á sviði atvihnulífsins hefur þessi þróun leitt til kröfu um bætta aðstöðu starfsfólks til meðáhrifa á vinnustaðnum og aukna hlutdeild í allri ákvarðanatöku. Kröfur í þessa átt komu fyrst fram í Evrópu í fyrri heimsstyrjöldinnd og fyrstu árin þar á eftir, en raunhæft samstarf aðila vinnumarkað- arins hófst fyrst að ráði eft- ir síðari heimsstyrjöldina og í dag er varla of djúpt tekið í árinni, þótt sagt sé, að al- mennt sé talið, að launþeg- um beri aukin áhrif á gang mála innan fyrirtækjanna, að- eins sé deilt um inntak þess- ara áhrifa markmið og leið- ir. Hugtakið atvinnulýðræði er tiltölulega nýtt í íslenzkri þjóð félagsumræðu og ekki tii nein fullnægjandi skilgrein- ing á orðinu. Má ætla að geng ið sé út frá mismunandi for- sendum í umræðum um þessi mál og menn eigi erfitt með að tala sömu tungu. Ennfrem ur að hugtakið sé skilgreint eftir persónUlegri, hagsmuna legri og stjómmálalegri af- stöðu hvers einstaklings. Er þessi óvissa í eðlilegu sam- hengi við þá miargbreytilegu merkingu, sem fólk leggur i hugtakið lýðræði, bæði í rit- uðu og mæltu máli. Atvinnulýðræðið beinlst að tengslunum á milli stofnun- ar eða fyrirtækls og þeirra sem starfa þar sem launþeg- ar. Möguleiki starfsfólks sem einstaklinga eða heildartil að hafa áhrif á þróun mála inn- an fyrirtækis eða stofnunar til eigin hagsbóta eða til fram dráttar stefnumálum sínum er liður í atvinnulýðræði eins og algengast er að nota hug- takið. í þessari viðu skilgrein ingu felst krafa um aukin áhrif starfsfólks á ákvarðana töku í málefnum fyrirtækis og að hið daglega starf sé gert þannig úr garði að það leiði til aukins frjálsræðis fyr ir hinn einstaka starfsmann. Fyrri hluti skilgreiningar- innar snýr að yfirstjórn fyr- irtækisins en síðari hlutinn að hinu daglega starfi á viinnustaðn um. Með orðinu fyrirtæki er hér átt við öll fyrirtæki eða stofn- anir sem framleiða vörur eða þjónustu, án tillits til rekstr- arforms eða eiignaraðildar. Það er augljóst, að at- vinnulýðræðið er pólitískt hugtak, þ.e.a.s. hægt er að skilgraina það út frá póli- tískri hugmyndafræði: Frels- ishugsjón frjálshyggjunnar, hugsjón sosialismans um al- geran jöfnuð eða kenningu Karls Marx um þátt vinnunn- ar i framleiðslunni og svo frv. Aftur á móti er þvi yfir- leitt hafnað af fræðimönnum, að rétt sé að yfirfæra skil- greiningu á hinu pólitíska lýð ræði yfir á atvinnulýðræðið eða rökstyðja kröfu um at- vinnulýðræðið með tilvísun til hins pólitiska. 1 nútima þjóðfélagi vinna stofnanir atvinnulífsins að ó- líkum markmiðum og mat á starfsemi þeirra getur ekki eingöngu grundvallast á til- litinu til þeirna hagsmuna- hópa, sem eru innan fyrirtæk isins heldur verður einnig að líta til einstakra hópa utan þess eins og neytenda, skjól- stæðinga, lánadrottna, sveit- arfélaga og fl. eða þjóðfélags- ins í heild. Fyrirtækin stjórn- ast ennfremur beint eða ó- beint af almennum efnahags- lögmálum eða þörfum þjóð- félagsins á hverjum tíma. Lýð ræðið í atvinnulífinu hefur því ekki eigið gildi á sama hátt og í stjómkerfum ríkja, þar sem reynt er a.m.k. form- lega að skapa sem beztar for sendur fyrir framgangi þess til að fullnægja þeirri grund- vallarregiu hins pólitísba lýð- ræðis, að vandamál þjóðfé- lagsins séu leyst í samræmi við vilja meirihlutans. Þótt þannig sé hægt að deila um inntak atvinnulýð- ræðishugtaksins byggja þó flestar skilgreiningar hug- taksins meira eða minna á þeim grundvallarhugmyndum, sem búa að baki lýðræðishug- sjóninni, þ.e. virðingu fyrir manninum sem ein'Staklingi og viðurkenningu á sjálfsákvörð unarrétti hans, þ.e. rétti hans til að taka sjálfur ákvarðanir sínar í samræmi við eigin per sónuleika, lífsskoðun og hug- sjónir. Möguleiki starfsfólks sem heilldar, til hlutdeildar í ákvarðanatöku fyrirtækis hlýtur yfiirleitt að þurfa að grundvallast á fulltrúakerfi, þar sem starfsfólk velur full- trúa til setu í stjórnum fyrir- tækja, sérstökum ráðum eða samstarfsnefndum. Slíkt full- trúakerfi getur verið byggt upp mjög mismunandi og þjónað mismunandi tilgangi allt eftir þvi hvaða hagsmuni fulltrúarnir eiga að vemda. Það getur verið sterkt eða veikt. Rétturinn til hlutdeild- ar getur verið eingöngu ráð- gefandi eða leit til fullra yf- irráða. Slikt fulltrúakerfi get- ur verið myndað til að öðl- ast áhrif í vissum málefnum starfsfólks t.d. starfsmanna- haldi eða til að ná til allra málefna fyrirtækisins. Sliku kerfi getur verið komið á laggimar til að gæta hagsmuna starfsfólks sem sérstaks þjóðfélagshóps. Full- trúavald á slíku hagsmuna- sviði myndi fyrst og fremst þjóna þeim tiilgangi að haía áhrif á eða eftirlit með, hvernig stjórn fyrirtækis beitir valdi sínu i þjóðfélag- inu. Atvinnulýðræðið breyt- ir ekki sjálfum grundvellin- um fyrir þessu valdi, heldur öðlast fulltrúar starfsfólks, sem í þessu tilfelli yrðu trú- lega pólitískir futltrúar, rétt til að beita því. Aðstaða manna til að hafa áhri'f á stjóm athafnalífsins jafnast og getur þar af leiðandi skipt miklu máli varðandi efna- hagslegt lýðræði. En jafn- framt felst í þessu vantrú á, að stjórnir fyrirtækja vilji eða geti stjórnazt af löggjöf, sem gengi í sömu átt. Fulltrúar starfsfólks geta verið valdir til að gæta hags- muna þeirra sem starfsstétt- ar. Fulltrúavald á þessu sviði virðist fyrst og fremst hafa þann tilgang að hafa áhrií á, eða eftirlit með, á hvern hátt stjórnir fyrirtækja ráðstafi fjármunum til launagreiðslna, félagslegra þarfa eða annarra þátta, sem varða starfsfólk beint. SMkt fulltrúakerfi bygg ir á þeirri forsendu, að ekki sé hægt að öðlast sama eða betra eftirlit á annan hátt t.d. í gegnum verkalýðsfélögin. í sliku tilfellá yrðu fulltrúarn- ir liklega valdir frá verkalýðs félögunum. 1 þriðja lagi geta fulltrú- ar starfsfólks verið valdir til að gæta hagsmuna þeirra, sem starfsfólks á ákveðnum vinnustað. Fulltrúavald á þessu hagsmunasviði hefur fyrst og fremst þann tilgang áð gæta hagsmuna starfsfólks varðandi starfið sjálft og vinnuaðbúnað. Til að geta gegnt slíku fulltrúastarfi þyrfti fulltrúinn að starfa í fyrirtækinu og þekkja vanda mál starfsfólks. Slíkt fulltrúa kerfi gæti ennfremur stuðl- að að framgangi annars meg inþáttar atvinnulýðræðishug- taksinis, þ.e. réttar starfs- manns sem einstaklings, til að hafa áhrif á, eða ráða, vinnu sinná og vinnuaðstöðu. Þessi siðastnefndá þátbur atvinnulýðræðishugtaksins hefur á seinni árum verið rannsakaður all náið og á grundvellá þeirra rannsókna komið fram nýjar kenningar á sviði stjórnunar er miða að auknum meðákvörðunarrétti starfsfólks í daglegum störf^J um. Er þar almennt gert ráðv fyrir að ef takist að mæta kröfum starfsfólks varðandi innihald vinnunnar, leiði það til aukinnar arðsemi fyrir- tækis. Er það því á þessu sviði sem aðilar v nnumark- aðarins hafa einna fyrst get- að náð samkomulagi um ýmsar tilraunir i lýðræðisátt. Kannanir meðal starfs- fólks í ýmsum erlendum fyr- irtækjum benda ennfremur til þess að það hafi meira gildi fyrir hinn almenna starfsmann að öðlast rétt sem einstaklingur til beinnar ákvörðunar um tilhögun vinnu sinnar og vinnuaðstöðu heldur en meðákvörðunar- rétt í stjórnum fyrirtækja i gegnum fulltrúakerfi. Hinn einstaklingsbundni með- ákvörðunarréttur hlýtur einn- ig að vera grundvöllur þess, að starfsmaður öðlist nægi- legan áhuga og þekkingu til að geta verið virkur í ákvarð- anatöku fyrirtækis i stjómun þess eða nefndum. Umræður um atvinnulýð- ræði hafa verið af skornum skammti hér á landi og heild- arsamtök vinnumarkaðarins og stjórnmálaflokkamir lítið látið frá sér fara um þetta efni. Þess má þó vænta, ef lit ið er til þróunarinnar í ná- grannalöndunum, að atvinnu- lýðræðið verði innan tíðar sett á oddinn í kjarabaráttu verka lýðshreyfingarinnar. Er þvi fyllilega orðið tímabært, að reynt sé að gera sér greiin fyrir, hvaða hugmyndir liggja að baki atvinnulýðræðishug- sjóninni og hvaða markmið- um menn vilja keppa að, til að hægt sé að kanna leiðiir til framgangs málefninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.