Morgunblaðið - 19.10.1973, Side 10

Morgunblaðið - 19.10.1973, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1973 Tizkan í dag... Káputízkan Káputízkan er ekki frábrugðin því, sem hún var a síðasta ári. Víðu, einhnepptu kápurnar halda enn velli. Stórar tölur og stórir vasar ætla að vinna á í ár, enda lifga þessir þættir mikið upp á útlit kápunnar. Aðskornar óhnepptar kápur með belti eru enn mjög vinsælar, og eins og viðu kápurnar eru þær yfirleitt með stórum vösum. Mold og rautthár „Ef þú vilt fá rauðan blæ á hárið, farðu þá út í garð og náðu þér í mold og reyndu svo að útvega þér rigningarvatn, (Það ætti ekki að vera miklum erfiðleikum bundið hér á landi), og hrærðu svo moldina út í vatnið, berðu hana síðan i hárið og hafðu hana í hárinu í einn tíma, skolaðu hana úr, þvoðu þér með sjampói, og út- koman verður glansandi hár með rauðum blæ.“ Þetta segir eitt nýjasta tízkublaðið. Og ekki nóg með það. Ef hárið á þér fitnar mikið, þá skaltu bera ösku í það, hafa hana f hárinu í einn klukkutíma og þvo þér síðan upp úr sjampói, og þú þarft ekki að þvo þér aftur, fyrr en eftir eina viku. Það væri kannski þess virði að reyna þetta, því hvað er hvimleiðara en feitt hár? Síðar segir blaðið að Arabar, Egyptar, og Afríkubúar hafi i fornöld notað mold og ösku til hárþvotta, og hár þeirra var sérstaklega þykkt og fallegt. Stutt hár er míkið f tfzku f ár. Þessi greiðsla nýtur mikilla vinsælda. Hnakkahárin eru höfð f styttum og neðstu hárin eru klippt f spfss. A myndinni til hægri er toppurinn greiddur f mjúka bylgja og rúllaður út á endanum. Á myndinni til vínstri er toppurinn greiddur aftur og hárið myndar svokallað „andarstél“, þegarséð er aftan frá. Fyrir þær, sem hafa millisfdd fi hári, eru þessar greiðslur óneitan- lega kvenlegar, og þær krefjast ekki mikillar fyrirhafnar. Stórar rúllur eru settar f hárið, og hárið er ekki burstað (til vinstri), heldur er greitt úr þvf með fingrunum. Á myndinni til hægri er greitt niður úr lokkunum, og eru þeir rúllaðir inn. Sftt, mjúkt hár er yfirleitt fallegast, þegar það fær að liggja frjálst. Það gefur hárinu skemmtilegan stfl, þegar vangahárin og toppurinn eru krulluð f litla lokka. Hnakkahárin er rúlluð inn með stórum rúllum. Þá er hárið lff legra og virðist þykkara. Á myndinni tíl hægri er sfður toppur rúltaður inn og festur með litlum spennum. Þetta er góð lausn fyrir þær, sem viija hafa stuttan topp einstöku sinnum, en vilja ekki klippa hárið. r Ar hattanna Þessi mynd ætti að gefa okkur nokkra hugmynd um, hvernig höfuð- fatið á að vera i ár. Þetta verður ár hattanna, og nú eru litlu húfurnar, sem við prjónuðum á einu kvöldi, ekki lengur hámóðins. Tízkufrömuðirnir vilja hafa okkur kvenlegar í ár, frá toppi til táar í orðsins fyllstu merkingu. „Kvenfólkið á að ganga með hatta úr filterefni, skreytta blóinum og f jöðrum, og skórn- ir eiga að vera frekar háir og með mjórri tá en undanfarin ár“ segja þeir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.