Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. OKTOBER 1973 24 Halldóra Bjarnadóttir 100 ára sl. sunnudag Sl. sunnudag var hundrað ára hin þjóðkunna kona Halldóra Bjamadóttir, og er furðu ern. Hugmyndarík sem áður fyrr og ótrauð að færa i letur hugsanir sínar, hvort heldur hún sendir þær 1 einkabréfum til vina sinna eða hún lætur þær koma í blöðin fyrir alþjóð. Það hefur oft verið á það drepið að Húnaþing hafi fóstrað margt gáfufólk, er hefur orðið þjóð- kunnugt af sínu atgervi. Eru þar á meðal konur eigi all fáar, er skara framúr að vinna fyrir alþjóð. Má þar til nefnd Bríeti Bjamhéðinsdóttur frá Böðvars- hólum i Vesturhópi er starfaði mjög að kvenréttindamálum og gaf út blað árum saman. Ingi- björgu Ólafsson frá Másstöðum í Vatnsdal, sem starfaði í K.F.U.K að kristilegum málum meðal kvenna innan lands og utan og var bar framkvæmdastjóri. Og IHalldóra Bjamadóttir hefur verið óþreytandi að starfa að málefnum kvenna i ræðu og riti og verið um áratugi vekjandi kraftur um heimilisiðnaðarmál. Halldóra Bjamadóttir er fædd 14. október 1873, að Asi í Vatnsdal, hinu forna landnáms- setri Ingimundar gamla. Voru foreldrar hennar Bjami Jónsson frá Asi I Vatnsdal og kona hans Björg Jónsdóttir frá Háagerði á Skagaströnd. Þau hjón bjuggu lengst af á Hofi, hinum hlýlega stað 1 hinum rómaða Vatnsdal fyrir fegurð og veðursæld. A Hofi ólst Halldóra upp hjá foreldrum sinum til 10 ára aldurs. Brugðu þá foreldrar hennar búi og slitu sam- vistum. Fluttist Bjami til Kanada og kvæntist þar og eignaðisbörn. En Björg Jónsdóttir sat áfram heima á Fróni með dóttur sina Halldóru. Björg Jónsdóttir mun hafa verið sjálfstæð i skoðunum og lífsháttum. Hún dreif sig nú -U-R-S-U-S- Pólska dráttarvélin Við getum afgreitt núna, nokkrar URSUS dráttarvélar 40 HÖ. og 60 HÖ., ennþá á sérstaklega hagstæðu verði. Leitið upplýsinga og kynnist fjölþættum útbúnaði URSUS dráttarvélanna. Verð 40 HÖ. kr. 226.000.00 — 60 HÖ. kr. 309.000.00. VÉtfBORQ Skeifunni 8 — Reykjavík— Sími 8-66-80 I SAMVIIMIMU VIÐ MATVÆLA- OG LAIMD- BÚIMAÐARSTOFNUN SAMEINUÐU ÞJOÐ- ANNA (FAO) MATVÆLAÁÆTLUN FYRIR HEIMINN (WFP) ÓSKAR NORSKA FRAM- KVÆMDASTOFNUNIN Á ALÞJÓÐAVETT- VANGI EFTIR UMSÓKNUM FRÁ HÆFUM UMSÆKJENDUM UM EFTIRFARANDI STÖÐU IMæringarfrædings Skyldustörf: Næringarfræðingurinn mun starfa hjá FAO/WFP að athugunum í völdum þróunarlöndum og gera áætlun um eggjahvltu- efnabæti úr fiskafurðum í fæðu manna á vissum stöðum. Næringarfræðingnum ber einnig að framkvæma byrjunarathuganir á því hvort æskilegt sé að stofna verksmiðjur á staðnum ti| að vinna eggjahvítuefnabæti úr aflanum. Menntun og starfsreynsla: Háskólapróf I næringarfræði eða skyldum námsgreinum. Starfsreynsla i þróunarlöndum er æskileg og þá helzt á sviði næringarfræðinnar og mannfræði félagsmála. Góð þekking i ensku og/eða frönsku Starfsskilyrði: Ráðningartiminn verður 18 mánuðir. Laun og bætur eru riflegar og fullkomlega samkeppnisfærar. Vinnustaðurinn er í Rómaborg, en starfið krefst mikilla ferðalaga og langdvala í nokkrum löndum. Umsóknarfrestur til 6. nóvember 1 973. Nánari upplýsingar og eyðublöð fyrir náms- og starfssögu fást hjá NORAD (Direktoratet for utviklingshjelp) Fridtjof Nansens vei 14, Oslo 3, Postboks 8142, OSLO-DEP , Oslo 1. Norge. Sími 02/46 1800, extension 1 73 or 1 72. RADHUS Glæsilegt raðhús við Þrastarlund, Garðahreppi til sölu. Húsið selst fullbúið að utan, en fokhelt inni. Tilbúið til afhendingar. Hrafnkell Ásgeirsson, hrl., Strandgötu 1, Hafnarfirði sími 50318. NORAD Direktoratet for utviklíngshjelp Gefið Stórgjöf, gefið „Vintage" pennann frá Sheaffer. Að loknu sumarstarfi til lands og sjávar, verður allt að vera fullkomið. Þessi penni hefur verið gerður fullkominn „Vintage" frá Sheaffer — silfur eða 12 k. gull — í antikstíl — kúlupenni eða blýantur. SHEAFFER the proud craítsmen SHEAFFER, WORLD-WIDE, A t»xtronlCOMPANY suður með dóttur sína og fékk húsnæði hjá frænda sfnum Jóni Amasyni þjóðsagnaritara frá Hofi á Skagaströnd, er var Vind- hælingur eins og Björg. Vegnaði þeim mæðgum vonum framar í Reykjavík og mun þar hafa ráðið viljastyrkur Bjargar og hagsýni. Halldóra reyndist námfús og gekk i barnaskólann í Reykjavík. Stóð hugur Halldóru til frekara náms og um eitt skeið að ganga í Latfnuskólann. En þó fór það svo að Halldóra gekk ekki í Kvenna- skólann f Reykjavík heldur dvaldi á ungiingsárum sfnum í átthögum móður sinnar 1 Vindhælis- hreppi, þar á meðal á hinu mikils- virta menningarheimili Höfnum á Skaga. En hugur Halldóru flaug víðaog var þá farið að gæta áhrifa þeirra er framast höfðu meðal frænda vorra í Noregi. Þangað fýsti Halldóru, lánaði þá Jóninna Jónsdóttir f Höfnum það er á skorti fyrir farareyri. Dvaldi nú Halldóra við nám ytra og lauk kennaraprófi árið 1899 í Noregi og sama ár lauk þá líka í þessu landi slfku prófi Helgi Valtýsson. Þau voru lfka bæði framarlega í hópi þeirra Noregsfara, er létu mikið að sér kveða er heim kom. Má segja að nú skiptist ævi Halldóru í tvö tfmabil. Fyrst við kennslu I Reykjavík og Noregi og siðan skólastjórn á Akureyri og sá síðari kvenfélagsmál og heimilis- iðnaðarmál. Halldóra var I hópi þeirra kvenna, er voru fljótar til að tileinka sér nýjungar í skólamál- um, enda hefur Halldóra verið hugsjónarfk og átt rfka skipulags- gáfu. Hún reyndi það, sem meira er, að allt þarf sinn tima til að nema land svo það verði að alþjóðareign og má marka álit skólamanna á henni að hún hlaut ung skólastjórn við næst stærsta bamaskóla landsins á Akureyri. En þótt Halldóra væri lengi kenn- ari mun sá félagsandi eða þjóðernisvakning er var meðal Norðmanna hafa fest djúpar ræt- ur hjá henni og þá eigi sfst sú hliðin er snýr að þjóðlegum verð- mætum, er kynslóðir hafa skapað og eigi skulu gleymast. Þar ættu konur mikilsverð verðmæti að verja, ef þær skildu sinn vitjunar- tíma, með samtökum og félags- anda. A þessu sviði hefur Halldóra verið óvenju sterk og djúphyggin að velja sér starfsfólk og stjórnsöm. Hefur þessa starfs hennar gætt mjög á Norðurlandi um skólamál og kvenfélagsmál og tóskapariðju. A sínum skólastjóraárum á Akureyri stofnaði Halldóra árið 1914 Samband norðlenskra kvenna, sem er nú bráðum sextugt og var hún lengst af for- maður þess, eða um 30 ár. Halldóra sá, að þó að sambandið væri stofnað, og aðalfundir væru haldnir einu sinni á ári, þá var oft erfitt að sækja þá landshorna milli. Þess vegna var það, að ef það átti að vera sterkt og dafna vel, var nauðsynlegt að það ætti málgagn, og því stofnaði hún fræðslu- og fréttablað og var rit- stjóri og ábyrgðarmaður þessa rits, sem hún kallaði Hlín og kom það út f yfir 40 ár. Mun rit þetta þykja því merkara sem árin líða. Þar er að finna ýmislegt, sem nú er að gleymast úr störfum fólks- ins, og hversu háttað var störfum kvenfélaga i hinum dreifðu byggðum landsins, ásamt ágætum ritgerðum, er þar voru birtar. Sá hér á að Halldóra hefur aldrei verið pennalöt og skrifast á við fjölda manna árlega, sumir segja 400. Einnig hefur hún alla tíð verið mikill ferðagarpur, sem hefur notið þess með þvf að blanda geði við sem flesta og hefur hún komið í alla hreppa landsins, nema f öræfin. Hún hefur lfka verið ráðunautur um heimilisiðnað frá árinu 1942 á vegum Búnaðarfélags Islands og stofnaði hún þá heimilisiðnaðar- félög víða um land, sem án efa gjörðu mikið gagn. Og eins og fyrr þá vildi hún færa hugsanir sfnar út f raunveruleikann og stofnaði á hinu forna, þingeyska höfuðbóli Svalbarði Tóvinnuskólann, er hún rak um árabil, frá 1945-1936. Rannveig Llndal veitti Tóvinnu- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.