Morgunblaðið - 19.10.1973, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.10.1973, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1973 31 Nýr héraðslæknir Nýr héraðslæknir hefur verið ráðinn að Fáskrúðsfjarðar- læknisumdæmi. Heitir hann Jón Aðalsteinsson og er að hefja störf þar eystra um þess- ar mundir. Þar er verið að reisa nýjan læknabústað, og vinna heimamenn nú að því að útvega fjármagn til að fullgera hann hið fyrsta — í þeirri von að halda þannig sem lengst í nýja lækninn sinn. Peronisti myrtur Buenos Aires, 15. október. AP. Vinstrisinnaður peronistaleið- togi, Constantino Razzetti prófessor, var skotinn til bana Rosario f gær. Þetta er fimmta pólitfska morðið f Argentínu á tæpum mánuði. Razzetti var myrtur, þegar hann kom frá peronistafundi þar sem hann gagnrýndi harðlega hæg- fara forystumenn verkalýðshreyf- ingar peronista. — 100 ára Framhald af bls. 2 4. skólanum forstöðu, en Halldóra bjó á Mólandi við Akureyri er hún átti heimili á, uns hún fluttist á Ellideild Héraðshælisins á Blönduósi og var þar fyrsti vist- maður. Ævi Halldóru hefur verið viðburðarík fyrir óþrjótandi elju- semi hennar að vinna að hugðar- efnum sínum bæði utan lands og innan. Hefur hún sótt norræn mót og fundi víða erlendis og dvalið með Vestur-Islendingum eitt ár og um skeið í Færeyjum. Um heilsu Halldóru og þrek má minnast á að hún fór til Englands og Norðurlanda með styrk frá Alþingi til að athuga íslenskar gersemar í útlendum söfnum og láta taka myndir af þeim. Lét Halldóra gera þetta vegna bókarinnar, er hún gaf út og samdi og hét „Vefnaður á Islandi á öldinni sem leið og fyrsta þriðjungi þessarar aldar“. Bók þessi kom út 1966, er Halldóra var orðin háöldruð. Halldóra Bjarna- dóttir hefur enst vel og verið fleyg og frjáls alla tíð, aldrei gengið undir ok hjónabandsins, en hefur þó varið ævi sinni til hollustu heimilum, með því að hlúa að menntun kvenna og sjálf- stæði þeirra og heimilisprýði í þjóðlegum stfl. Hún hefur jafnan verið heilsuhraust, grannholda og spengileg hefur hún svifið um til síðustu ára í Héraðshælinu milli þess, sem hún hefur setið á skrif- stofu sinni við ritvélina. Halldóra hefur aldrei verið einfari í lffinu en fremst í hópi sinna samferðar- manna. Síðasta stórsamkoma er Halldóra mun hafa verið á, var er hún var 97 ára. Þá var verið að fagna Vestur-Islendingum á Blönduósi og hélt hún þar ræðu og sagði að Vestur-íslendingar þyrftu að eignast jörð á Islandi sem þeir gætu stofnað fyrir- myndar bú á. Halldóra Bjamadóttir hefur verið boðberi fræðslu alla sína starfsömu ævi. Hún hefur aldrei misst sjónar á hversu kristin trú er mikilsverður þáttur f lífi vor mannanna og sam- heldni til að áorka mörgu til góðs. Halldóra Bjarnadóttir hefur hlotið góða virðingu af sfnu sam- ferðarfólki, og samfélagi. Hefur hún, sem fyrrnefndir sýslungar hennar verið sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar og fyrir fáum árum Stórkrossi sömu orðu. Þött jafnaldrar Halldóru munu vera fallnir frá munu margir hugsa vel til hennar, svo mikið hefur hún starfað með yngri kynslóðum, er skynjað hafa áhrif hennar og vakningaranda. Þannig er þessu farið meðal vor norður í Húna- þingi. Halldóru Bjarnardóttur hefur aldrei horfið Norðurland, end.a á hún hér alls staðar heima. Pétur Þ. Ingjaldsson. Hveragerfll - Elnbýllshús Fokhelt einbýlishús til sölu. Teiknað af Kjartani Sveins- syni. Stærð 143ferm. Réttur fyrir tvöföldum bílskúr. Fasteigna- og Bátasala Suðurlands, Uppl. gefur Geir Egilsson, sími 99-4290 Hveragerði. AUihutir svefnliekkii SVEFNBEKKJA I HÖFOATUNI 2 — SÍMI 15581 OpiS til kl. 7 á föstud. og til kl. 1 2 á laugard. svmncnFOiKs DÖMUR — ATHUGIÐ NÁMSKEIÐ í almennri framkomi^ snyrtingu og hár- greiSslu. LeiSbeint verSur viS: Hreyfingar, fataval, matarræSi o.fl. 6 vikur. MODEL — NAMSKEID NÁMSKEIÐ fyrir sýningarstúlkur og fyrirsætur. Kennt verSur samkvæmt hinu brezka kerfi, YOUNG LONDONER, sem fylgir kröfum tímans hverju sinni I allri tækni varandi þessi störf. 7 vikur. Kennsla hefst mánudaginn 22. október. Innritun og upplýsingar í sima 38126 daglega frá kl. 10 — 16 og 20 — 22. Hanna Frímannsdóttir. Matvöruverzlun tn sðlu Matvöruverzlun í fullum rekstri, i leiguhúsnæði á góðum stað í Austurborginni. Tilboð óskast i tæki og aðstöðu. Upplýsingar gefur ADALFASTEIGN ASALAN Austurstræti 14, 4. hæð. ■ Coral-hátalarar 801 3 hátalarar 30 W 40—22.000 Hz Verð aðeins kr. 9.900.- Sound 3300 Útvarpsmagnari í sérflokki á kr. 24.250 - 50 W Stereo 20 Hz — 35.000 Hz 0,5% Distortion GCO no S GARÐASTRÆTI 11 ElLlLUKF SÍMI 200 80 TOSKU-OG HANZKABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 7 SÍM115814 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.