Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1973 Fimm seldu í Hirtshals SPASSKY GRETTl SIG, ER HANN DRÓ NAFN BYRNES IJNDANÚRSLITIIN HEFJAST í JANÚAR NK. Fímm bátar seldu síldarafla í Hirtshals í gærmorgun, og f dag áttu fjórir bátar að selja þar. Þá er vitað um nokkra báta, sem eru á leið til Danmerkur með afla. Bátarnir, sem seldu í gær, eru þessir: Helga 2. RE 1865 kassa fyrir 1.9. milljónir, Óskar Magnússon AK 2122 kassa fyrir 2.5. milljónir, Tálknfirðingur BA 1441 kassa fyrir 1.6 milljónir, Eld- borg GK 1059 kassa fyrir 1.2 mill- jónir og Isleifur 4. VE 1376 kassa fyrir 1.5 milljónir. I dag eiga eftirtaldir bátar að selja: örn SK 1400 kassa, Vörður ÞH 2150 kassa, Hilmir SU 1500 kassa og Náttfari ÞH 1659 kassa. Ferðatösku stolið úr bíl BROTIZT var inn í bíl á Smára- götu aðfararnótt fimmtudags og stolið úr honum góðri ferðatösku. Hún vartóm. Miami, Havana 18. okt. AP. NTB. TEKIZT HEFUR að bjarga ómeiddum úr gfslingu sendiherr- um Belgfu og Frakklands á Kúbu, sem vopnaður maður hefur hald- ið föngunum í sendiráði Belgfu þar i borg í tvo daga. Ræninginn varð fyrir skotum lögreglu er hún Fyrir skömmu var dregið um það í Moskvu, hvaða menn eiga að tefla saman I undanúrslitunum f keppninni um réttinn til að skora á Bobby Fischer heimsmeistara f skák 1975. 8 menn höfðu tryggt sér rétt til gerði áhlaup á bygginguna og andaðist skömmu sfðar á sjúkra- húsi. Hann hafði krafizt þess að fá að fara óáreittur úr landi, en hann mun vera eindreginn and- stæðingur Fidels Castro. Ekki var gengið að kröfu hans, og var árás lögreglumanna á sendiráðið mjög vel skipulögð, að sögn AP-frétta- stofunnar. þátttöku f undanúrslitunum með því að sigra á svæðamótum. Heimsmeistarinn fyrrverandi, Boris Spassky, á að tefla við bandaríska stórmeistarann Ro- bert Byrne, og fer einvígi þeirra fram í Puerto Rico. Korchnoi á að tefla við Mecking frá Brasilíu og munu þeir tefla í Bandaríkjun- um. Karpov teflir við Poluga- evsky í Sovétríkjunum og Petrosjan teflir við Portisch á Spáni. Einvígin eiga að hefjast á tfmabilinu 10.—15. janúar n.k. Talið er, að Spassky, Karpov, Portich og Korchnoi séu sigur- stranglegastir, og munu þeir tveir fyrstnefndu þá tefla saman svo og Portisch og Korchnoi. Þeir, sem þá fara með sigur af hólmi tefla siðan um réttinn til að skora á Fischer. Fischer hefur sent stjórn FIDE skeyti, þar sem hann fer fram á, að heimsmeistarinn verði sá, sem fyrstur vinnur 10 skákir í einviginu, en FIDE hefur sam- þykkt, að 6 vinningar nægi. I brezka blaðinu Guardian nú um helgina er lýsing á við- brögðum meistaranna, er þeir drógu mótherja sína. Þar segir, að Spassky hafi orðið heldur súr á svipinn, er hann dró nafn Byrnes. Svipurinn á Petrosjan lýsti hreinni örvæntingu, er hann dró nafn Portisch, því að Petrosjan hefur aldrei unnið Portisch, en tapað fjórum skákum fyrir honum. Korchnoi gretti sig, er hann dró nafn Meckings, en Karpov hló dátt, því hann vissi, að hans mótherji yrði Polugaevsky. Sendiherrum bjargað Talið að ofan frá vinstri: Spaasky — Byrne — Korschnoj — Portisch — Petrosjan. „Loftleiðir í New York helzti keppinautur Loftleiða í Chicago” „Byrjunin hjá Loftleiðum á flugleiðinni milli Chicago og Luxemborgar er áreiðanlega sú bezta, sem nokkurt flugfélag hefur fengið á nýrri flugleið,“ sagði Tom Loughery fram- kvæmdastjóri Loftleiða í Chicago, er Mbl. hitti hann að máli um helgina. Loughery var hér í stuttri ferð með hóp ferðaskrifstofu- manna frá miðvesturfylkjum Bandaríkjanna. Þess ber hins vegar að gæta, að félagið var vel undirbúið, því að í Chicago hefur verið starfandi söluskrif- stofa síðan 1956 og verið önnur arðbærasta söluskrifstofa félagsins alla tíð. 67% NVTING Aðspurður um nýtinguna á þessari flugleið sagði Loug- hery: — Við höfum tölurnar fyrstu 4 mánuðina, en eins og kunnugt er, var fyrsta flugið til Chicago farið 3. maí. Nýtingin i maí var 81,4% frá Chicago, en 32% frá Evrópu. Ber hér að geta, að undirbúningstími skrifstofanna í Evrópu var ekki eins langur og hjá okkur í Chicago. I júní var nýtingin 81,6% frá Chicago, en 47,5% frá Luxemborg. í júlí er þetta farið að jafnast og nýtingin 73,8% frá Chicago og 74,9% frá Luxemborg, og í ágúst er nýt- ingin 48,2% frá Chicago og 97% frá Luxemborg. Þarna eru bandarísku ferðamennirnir farnir að snúa heim. Er meðal- nýtingin þessa 4 mánuði því um 67% og fjöldi farþega um 20 Tom Loughery framkvæmda- stjóri Loftleiða f Chicago er 32 ára gamall og hefur starfað í 10 ár hjá Loftleiðum. Hann kom til Chicago í maf sl„ en var áður f New York og Los Angeles. þúsund. Hér er þó ekki um beina fjölgun að ræða, því að margir þessara farþega hefðu farið með Loftleiðum gegnum New York, ef flugið frá Chicago hefði ekki verið byrjað. Fyrir utan þessar tölur eru svo far- þegar, sem aðeins fóru til Is- lands eða komu þaðan og far- þegar milli Chicago og Norður- landanna og Bretlands. í þessu sambandi má benda á, að meðalnýting IATA-flugfélag- anna á N-Atlantshafsflug- leiðinni er 59% og megum við Loftleiðamenn þvf vel við una. — Hvað hafa ferðir verið margar í sumar? — Upphaflega var gert ráð fyrir, að ferðirnar yrðu 3 í viku, en þeim var fjölgað í 5, og var notuð þota, sem tók 173 far- þega. i vetur verða ferðirnar 2 í viku og notuð þota, sem tekur 204 farþega. 10 MANNA STARFSLIÐ — Hversu margir vinna hjá Loftleiðum í Chicago og hvernig er sölustarfinu háttað? — Á skrifstofunni í Chicago vinna 9 manns með mér og úti á flugvelli er Gunnar Oddur Sig- urðsson stöðvarstjóri. Flest af þessu fólki hefur starfað um árabil hjá félaginu og getur því gengið í öll störf. Raunar væri meira réttnefni fyrir Loftleiðir f Chicago „Loftleiðir í miðvest- urríkjunum“, • þvf að okkar markaðssvæði er öll miðvestur- ríkin, Illinois, Wisconsin, Indi- ana, Ohio, Iowa, Michigan, Minnesota og Colorado svo að nokkur séu nefnd. A þessu svæði eru um 800 ferðaskrif- stofur, sem við eigum viðskipti við. Stór þáttur f starfinu er að fara að heimsækja þessa aðila og síðan halda sambandinu með símtölum öðru hverju. Svæðinu er skipt niður á starfsfólkið, þannig að hver er ábyrgur fyrir ákveðnum hluta. Þetta er kjarni starfsins í örstuttu máli, nú er svo auðvitað starfið á söluskrifstofunni í Chicago. — Nú hlýtur aðstaðan í Chicago að hafa breytzt mikið eftir að farið var að fljúga þangað. — Það er alveg rétt og breyt- ingin á söluaðferðunum er sú, að nú leggjum við eingöngu áherzlu á að selja farseðla frá Chicago, en áður fyrr voru allar brottfarir frá New York. I öllum okkar auglýsingum nú og upplýsingum til ferðaskrifstof- anna er lögð áherzla á þann sparnað og það hagræði, sem brottför frá Chicago hefur í för með sér. Það má því segja, að Loftleiðir í New York séu helzti keppinautur Loftleiða í Chicago, því að Loftleiðir í New York reyna auðvitað að selja alla þá farseðla, sem þeir geta frá New York. GOTTSAMSTARF — Hvernig viðtökur hafa Loftleiðir fengið í Chicago? — Við höfum fengið mjög vinsamlegar móttökur. Auð- vitað líta hin flugfélögin okkur nokkru hornauga, en þó er sam- vinnan yfirleitt mjög góð. Við teljum okkur veita nýja þjón- ustu og að stór hluti okkar við- skipta sé ný viðskipti. Hins vegar skal enginn halda, að þó að svo vel hafi gengið nú sé samkeppnin einhver dans á rós- um, því að það er hún ekki, og við verðum sífellt að vera á verði og leggja feiknaléga vinnu í að reyna að fylla þau sæti, sem við bjóðum upp á. Nú svo veit maður aldrei, hvað kann að gerast í fargjalda- Rabbað við Tom Loughery, framkvæmda- stjóra Loftleiða í Chicago málum, sem gæti hreinlega kippt fótunum undan okkur. Við leggjum alla áherzlu á að hafa kostnað í lágmarki og rekstur eins hagkvæman og unnt er. Við vorum mjög' heppnir að fá Irish Airlines til að sjá um þjónustu við vélarnar og-farþegana og það samstarf hefur verið sérlega gott, sem á raunar við alla þá mörgu aðila í Chicago, sem við eigum sam- skipti og samstarf við. — Hafa íslendingar notað sér þennan nýja áfangastað eitt- hvað? — Það hefur verið slæðingur af íslendingum, og ég er full- viss um, að þeirra ferðir til Chicago eiga eftir að stór- aukast. Chicago er ákaflega vinaleg borg og mun ódýrari en t.d. New York. Þeir íslending- ar, sem til borgarinnar hafa komið, hafa látið vel af henni og flugliðar IiOftleiða hafa verið sérlega hrifnir. Nú svo er Chicago ákaflega miðsvæðis í Bandarikjunum og hægt að fljúga þaðan til allra átta. — Hefur þetta þá gengið betur en þið vonuðuð? — Þetta hefur gengið mjög vel, ég held að óhætt sé að segja vonum framar og við stefnum að því að viðhalda þeirri þróun. -ihj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.