Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. OKTÖBER 1973 17 Hvers vegna skilar ísrael ekki herteknu svæðunum? Allir tsraelar verða að læra vopnaburð. Eftir: Óla Tynes Tregða Israels til að láta her- teknu svæðin af hendi hefur verið eitt af betri vopnum, sem beitt hefur verið í pólitískri baráttu gegn Gyðingaríkinu. Jafnvel þeir, sein viðurkenna til- verurétt landsins, hafa hrist höfuðið og haft Israela grunaða um landvinningastefnu, enda hefur áróðurinn verið nokkuð einhliða i þessu sambandi, ekki síst hjá Sameinuðu þjóðunum. Sannleikurinn-er sá, að ísraelska stjórnin hefur margsinnis lýst þvl yfir, að hún sé reiðubúin að skila langmestum hluta herteknu svæðanna. Það eina, sem hún hef- ur farið fram á, er, að það verði gert með beinum samningum við Arabaríkin. Þau hafa hins vegar þvertekið fyrir að semja, meðan israelskir hermenn væru á svæðunum. Það er alls ekki óskiljanleg afstaða og ma minna á, að við Islendingar tókum, sömu afstöðu til samningaviðræðna við Breta, þegar þeir sendu herskip inn fyrir 50 mílna landhelgina og það ekki að undangengnum jafn örlagaríkum átökum og þarna urðu fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. Astæðan til að Israel tregðast við að láta svæðin af hendi er sú, að nú á árunum eftir sex daga stríðið 1967 hefur þjóðin i fyrsta skipti fundið til nokkurrar öryggiskenndar. Israel er lftið land, það er aðeins um fimmti hluti af stærð Islands. Það er um- kringt óvinum, sem allt frá því það var stofnað, hafa nær daglega gefið út yfirlýsingar um, að það sé heilög skylda þeirra að þurrka Israelsríki út af landakortinu. ENGIN LAND FRÆÐILEG DÝPT Það, sem Israelar höfðu mestar áhyggjur af fyrir sex daga stríðið, var skortur á „landfræðilegri dýpt“ landið er svo lítið, að ef Arabaríkin hefðu orðið fyrri til að gera árás, hefðu bardagarnir verið háðir á þéttbýlum svæðum i ísrael. Höfuðborgin var í skot- færi, frá landamærum Jórdaníu var hægt að halda uppi fallbyssu- skothríð á þinghúsið. Sömuleiðis hefði það ekki tekið jórdanskar skriðdrekasveitir nema tæpan hálftíma að ráðast þvert yfir landið til Tel Aviv og skera landið þannig í tvennt. Þar sem Israel er breiðast, er það aðeins 104 kílómetrar. Meðan Egyptar réðu Sinai, þurftu þeir ekki að fara nema 11 km vegalengd yfir syðri hluta Negev-eyðimerkurinnar til að einangra hafnarborgina Eilat. Ef jórdanskar hersveitir hefðu mætt þeim á miðri leið, hefðu þær ekki þurft að fara nema 6,5 kílómetra og það hefðu skriðdrekasveitir getað gert á u.þ.b. 10 mínútum. Þetta var líka hluti af hernaðaráætlun Egypta fyrir sex daga stríðið, það kom í ljós, þegar lesnar voru hernaðar- áætlanir, sem féllu f hendur Israela. NÆR ÖLLÞÉTT BÝLISSVÆÐI ISKOTFÆRI Þannig var þá ástandið fyrir sex daga stríðið. Nær öll þéttbýlis- svæði í Israel voru i skotfæri við fallbyssur, sem voru staðsettar I Egyptalandi, Jórdaníu, Sýrlandi eða Líbanon. Þar fyrir utan hefði það ekki tekið arabisku skrið- Kort númer 1 sýnir vfgstöðuna fyrir sex daga strfðið. Skrið- drekar Egyptalands, Jórdaníu og Sýriands þétt upp við landamæri Israels. Jórdönsk skriðdrekasveit gæti skipt landinu f tvennt á tæp- um hálftíma drekasveitirnar nema tæpa klukkustund að komast að ýmsum mikilvægustu stöðum landsins. Israelar höfðu nær ekkert „autt“ land til að berjast á, það var strax komið inn í þéttbýli; og menn geta ímyndað sér hvernig óbreytt- ir borgarar hefðu farið út úr slíkri viðureign. Eins og landamærin eru i dag, þurfa Egyptar hins vegar að sækja yfir stóra eyðimörk, Sýrlendingar geta ekki beitt fall- byssum sínum á Golanhæðum og Jórdanía verður að hefja sókn sina við ána Jórdan í stað útjaðars Jerúsalem og það gefur Israelum 50 kílómetra „autt“ bardagasvæði til að verjast á, áður en komið er að eiginlegum landamærum Israels. STYTTRI LANDA MÆRI AÐVERJA Enn eitt atriði er, að þrátt fyrir að Israel réði yfir mun stærra landsvæði eftir sex daga stríðið, styttust þau landamæri, sem það þarf að verja, um mörg hundruð kílómetra með því að „slétta" landamærin að Jórdaníu. Israelar lita á herteknu svæðin fyrst og fremst sem vígvöll; stuðpúða, sem hindrar að Arabar geti á skömmum tima ráðist inn á þétt- býl svæði. Þetta er ekki lítið fyrir fámenna þjóð, sem á við algert ofurefli að etja. Með dálitlu fmyndunarafli getum við staðfært þetta ástand. Segjum svo, að hér á Islandi væri dálítill her og hann ætti í höggi við mikið ofuref li liðs. Hvort myndi hann vilja byrja að berjast við Elliðaár eða Selfoss til að verja Reykjavík? tSRAELAR HERSKAlR? Því hefur verið fleygt, að Israelar séu orðnir heldur her- skáir og jafnvel hrokafullir vegna yfirburðasinna. Mætir menn hafa haft orð á þessu í útvarpi og öðrum fjölmiðlum. Þeir hafa ekki fylgt því eftir með rökum. Daginn sem Ísraelsríki var stofnað, 14. maí 1948, gerðu fasta- herir Egyptalands, Jórdaníu, Iraks, Sýrlands og Líbanon, innrás i það með og aðstoð her- sveita frá Saudi Arabíu. Ibúar ísraels voru þá aðeins 650 þúsund, og Asham Pasha, aðal- ritari Arababandalagsins, lýsti því yfir í Kairó, að þetta væri útrýmingarstrfð, sem í fram- tíðinni yrði nefnt i sömu andrá og mongólsku slátranirnar og kross- ferðirnar. ENGINN AUÐUR VlGVÖLLUR Israelar höfðu ekki neina „auða vígvelli“ til að berjast á og þeir urðu að berjast í þorpum og á Kibbutsum innan landamæra sinna. Egypski herinn gat sótt fram, þar til hann var aðeins 20 kilómetra frá Tel Aviv, arabiskar hersveitir sátu um Jerúsalem, írakski herinn sótti fram þar til hann var aðeins 15 kílómetra frá Miðjarðarhafi og var að því kominn að skipta Israel í tvennt. Sýrlenski herinn sótti í vestur til Efri-Galíleu og var nærri búinn að skera af „fingur tsraels í norðri". Israelar börðust eins og ber- serkir, vitandi það, að ef þeir ekki ynnu sigur, væru þeir búnir að vera. Og eftir mannskæðar og blóðugar orrustur tókst þeim að reka arabisku herina af höndum sér. SIÐAN ÞA: TVÖ STRlÐ Síðan þetta gerðist, hefur tvisvar í viðbót komið til stór- átaka milli Israela og Araba (að yfirstandandi stríði undanskildu auðvitað). I bæði skiptin voru það Israelar, sem hófu hernaðarátök. Það er þó ekki hægt að taka sem sönnun þess, að þeir séu orðnir herskáir, þvi að í bæði skipti höfðu þeir atburðir gerst, sem sýndu, að það var óhjákvæmilegt, að til stríðs kæmi. Fyrir stríðið við Egypta 1956 hafði Nasser lokað bæði Sues- skurði og Tiransundi fyrir israelskum skipum. Það þýddi, að hafnarborgin Eilatvar einangruð, sem hafði í för með sér stórkost- legt efnahagslegttjónfyrir Israel. Skæruliðaárásir jukust til muna frá Sinai og Gasasvæðinu. Araba- ríkin gerðu með sér hernaðar- samning og var hlutverk hans ein- göngu að gera þeim öllum sameiginlega kleift að ganga milli bols og höfuðs á tsrael. Þegar svo Nasser byrjaði að safna saman óvígum her í Sinai, biðu ísraelar ekki lengur, heldur gerðu árás. SKILUÐU AFTUR HERTEKNU SVÆÐUNUM Israelskí herinn gersigraði Egypta og lagði undir sig allan Sinaiskaga. I Sameinuðu þjóðun- um varð allt vitlaust, og hver til- lagan var samþykkt af annarri, þar sem Israel var gert að skila herteknu svæður.um. ísrael féllst á það gegn alþjóðlegum trygging- um fyrir því, að það fengi að nota Suesskurð og að Egyptar myndu ekki aftur loka Tiransundi. Enn- fremur var því lofað, að egypskir hermenn skyldu ekki fara aftur inn á Gasasvæðið. Þangað fóru þeir, daginn eftir að ísraelsku hermennirnir drógu sig til baka. TIRAN SUNDI VAR LOKAÐ Israel gerði Egyptum alveg ljóst, að það myndi taka það sem striðsyfirlýsingu, ef Tiransundi yrði lokað aftur, en aðhafðist annars ekkert. Var svo stórátaka- laust á þessu svæði í nokkur ár. En 1967 jókst spennan á nýjan leik. I maimánuði byrjuðu Sýr- land og Sovétrikin að bera út fregnir um, að mikið ísraelskt herlið væri að safnast saman við landamærin að Sýrlandi. Eítirlits- sveitir Sameinuðu þjóðanna báru þessar f réttir til baka, en spennan jókst. Arabar ákváðu að nota sér þetta sem tilefni til átaka og 14. mai var allt varalið Egyptalands kallað út. Aðrar Arabaþjóðir fylgdu fordæminu og vígbjuggust sem óðast. LOKUN TIRAN ÞÝÐIR STRÍÐ Hinn 15. maí sendi Nasserlið sitt til vigstöðvanna, og var 90 þúsund manna lið sent inn að landamær- um Israels á Sinai ásamt 900 skriðdrekum. Fjöldi af orrustu- Framhald á bls. 18. Kort númer tvö sýnir stöðuna eftir sex daga stríðið. Strikuðu svæðin eru þau herteknu. Israelsku hersveitirnar hafa nú „auðan vigvöll“ eða stuðpúða til að berjast á. EGYPTA LAND Rauða Hafið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.