Morgunblaðið - 19.10.1973, Side 30

Morgunblaðið - 19.10.1973, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. OKTÖBER 1973 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR MORGONBIADSINS Revkjavikurmótið í handknattleik: KR krækti í 3. sætið — en Fylkir hafnaði á botninum KR-ingar kræktu sér f þriðja sætið í Reykjavíkurmótinu f handknattleik, er liðið sigraði IR 17:15 í fyrrakvöldi. KR-ingar voru sterkari aðilinn f leiknum við IR, þeir verðskulduðu sigur f leiknum og eru vel að þriðja sætinu komnir. Liðið hefur sýnt umtalsverðar framfarir frá fyrri keppnistfmabili, en þá féllu KR- ingar sem kunnugt er niður í 2. deild. Ekki var búist við svo góðum árangri KR-inganna í Reykja- vfkurmótinu að þessu sinni, þeir misstu tvo góða menn yfir til Gróttu, Ivar Gissurarson og Björn Pétursson, en Ingólfur Öskarsson, þjálfari þeirra, hefur verið fljótur að þjappa KR-ingunum saman og fá úr liðinu sterka deild. Ef svo heldur sem horfir verða KR-ingar að teljast lfklegir sigurvegarar í 2. deild á komandi vetri. iR-ingar mættu til leiksins á móti KR án Ásgeirs Elíassonar, og hafði það greinilega sín áhrif á leik liðsins. Spilið var ekki eins hreyfanlegt og ógnun sóknar- leiksins minni en í fyrri leikjum ÍR-inga í mótinu. Það var þó IR, sem tók forystuna í upphafi, og er 10 mínútur voru til leikhlés, var staðan 5-3 fyrir IR, þá kom Þor- varður Guðmundsson inn á hjá KR og breytti stöðunni f 6-5 fyrir KR. Seinni hálfleikinn hafði KR svo ávallt forystu, oftast tveggja marka, og leiknum lauk 17-15 eins og áður sagði. Haukur Ottesen hefur verið burðarás KR-liðsins í mótinu, og hann er markakóngur Reykja- víkurmótsins. Að þessu sinni skoraði hann átta mörk. Önnur mörk KR-inga skoruðu Steinar 3, Þorvarður 2, Björn Bofi og Jakob 1 hvor. Ágúst Svavarsson var sá IR- inga sem mest ógnaði, og skoraði hann 7 mörk. Þó hefði Ágúst með betri hittni átt að geta skorað fleiri mörk — en það er ekki nýtt hjá þessum skotfasta, örvhenta leikmanni. Vilhjálmur skoraði Framhald á bls. 18 Alfreð Þorsteinsson: Gef ekki kost á mér Nokkur umræða hefur átt sér stað að undanförnu í fjölmiðlum um væntanlegt KSl-þing, þ.á.m. í Morgunblaðinu s.l. þriðjudag, sem gerði að því skóna, að undir- ritaður væri einn þeirra, sem sterklega kæmi til greina við for- mannskjör. Því skal ekki neitað, að nokkrir aðilar, bæði úr Reykjavík og utan af landsbygðinni hafa imprað á því við mig, hvort ég væri til- leiðanlegur til að gefa kost á mér. En þessum aðilum hefur verið svarað á þá leið, að slíkt væri ekki til umræðu af minni hálfu. Hvort tveggja er, að ég tel ýmsa aðra hæfari til að gegna störfum for- manns KSl, og eins hitt, að ég er störfum hlaðinn, m.a. bíða mörg óleyst verkefni hjá Fram. Þetta vildi ég, að kæmi fram, en vil jafnframt nota tækifærið til að lýsa yfir vanþóknun minni á skrifum Þjóðviljans um þessi mál. Það er svo sem ekkert nýtt, að íþróttafréttaritari þess blaðs núi einstaklingum það um nasir, að þeir misnoti íþróttahreyfinguna í pólitískum tilgangi. Sannleikur- inn er nú samt sem áður sá, að hvergi er meiri pólitískan óþef að finna en á íþróttasíðu Þjóðviljans, sbr. siðlaus skrif um ýmsa forustumenn ISI á undanförnum árum. Eg myndi telja það happ fyrir knattspyrnuhreyfinguna, ef maður eins og Ellert B. Schram gæfi kost á sér til formannskjörs í KSI, og tel það síður en svo nokk- urn ókost í því sambandi, að hann skuli vera alþingismaður. Iþrótta- hreyfingin hefur ekki tapað á því, að til forustu hjá henni hafa valizt menn, sem hafa verið framarlega í þjóðmálabaráttuni. Alfreð Þorsteinsson. Frakkar - ítalir 25:5 Frakkar unnu Itali með 25 mörkum gegn 5 f fyrri leik liðanna í undankeppni heims- meistarakeppninnar f hand- knattleik, sem fram fór í Róm í fyrrakvöld. 1 hálfleik var staðan 12:2. Nita var mark- hæstur Frakkanna með sex mörk, en Sellenet, Legrand og Donner skoruðu þrjú hver. Island lék við Itali um sfðustu helgi og lauk leiknum sem kunnugt er með 26:9 sigri Islendinga. A sunnudaginn leika Islendingar við Frakka f Frakklandi og er greinilegt á úrslitum leiks Frakka og Itala, að Frakkamir eru sterkir um þessar mundir og til alls lfk- legir. Haukur Ottesen hefur verið afgerandi bezti maður KR-liðsins f Reykjavfkurmotinu og hann hefur skorað flest mörk f mótinu til þessa. Meðfylgjandi mynd tók K. Ben. af Hauk f leiknum við IR. Guðni varpaði 15,16 metra — og Asgeir setti piltamet Að undanförnu hafa verið háð nokkur innanfélagsmót f frjálsum fþróttum, og þá keppt f kastgreinum. Skýrt hefur verið frá þvf að á einu þessara móta náði Hreinn Halldórsson, HSS, sfnu bezta afreki f kúluvarpi, er hann kastaði 18,28 metra. Er það Þjóðarsorg í Englandi eftir jafnteflið við Pólland Enska knattspyrnan varð fyrir stóráfalli í fyrrakvöld, er Pólverjar gerðu jafntefli 1-1 við enska landsliðið á Wembley-leikvanginum f Lundúnum og tryggðu sér þar með réttinn til að keppa f loka- keppni heimsmeistarakeppn- innar f V-Þýzkalandi að ári. Þar með hafði það skeð, sem fáa óraði fyrir. England tekur ekki þátt f baráttu 16 beztu liða heimsins um heimsmeistara- titilinn. Nánast var um þjóðarsorg að ræða í Englandi í gær, en hvergi er eins mikill áhugi á knattspyrnu og þar. Blöðin krefjast þess að lands- liðseinvaldurinn, Alf Ramsey, sem aðlaður var eftir sigur Eng- lendinga í heimsmeistara- képpninni 1966, segi af sér og kennp honum að verulegu leyti um ófarirnar. — En það má heldur ekki ganga fram hjá þeirri staðreynd, að megin- íandsknattspyrnan er orðin betri en hjá okkur. Ensk knatt- spyrna erstöðnuð, segja blöðin. Til þess að komast í loka- keppnina þurftu Englendingar að vinna leikinn í fyrrakvöld. Leikurinn mótaðist mjög af þessu. Pólverjar reyndu að halda knettinum sem mest úti á miðjum vellinum, en Englend ingar notuðu hvert tækifæri, sem gafst, til þess að pressa að pólska markinu. Af og til náði Pölland svo skyndiupp- hlaupum og skapaðist þá jafnan mikil hætta við mark Eng- lendinganna. Hvorugt liðið skoraði mark í fyrri hálfleik, en fljótlega I síðari hálfleik var sem skvett hefði verið köldu vatni yfir 100 þúsund áhorfendur á Wembley. Jan Domarski skor- aði með skoti í bláhorn enska marksins og færði landi sínu mjög dýrmæta forystu f leiknum. Því hafði verið spáð, að ef Pölland yrði fyrra til að skora, myndi verða erfitt fyrir Englendinga að vinna leikinn. En upp birti svolítið hjá Eng- lendingum skömmu síðar, er Martin Peters var brugðið innan vítateigs og dómarinn dæmdi vitaspyrnu. Alan Clarke, hinn kunni leikmaður Leeds, tók spyrnuna, og brást honum ekki bogalistin. Aftur var staðan jöfn í leiknum. Mínúturnar liðu og ekkert gekk hjá enska liðinu, sem var oftast í sókn. Það mátti hins vegar þakka fyrir að fá ekki mörk á sig í hálfleiknum, er Pólverjarnir komust í opin færi. Undir lokin sóttu Eng- lendingar af örvæntingu og áttu þá tvívegis skot, sem Pól- verjum tókst að bjarga á Iínu. Maður leiksins var tvímæla- laust markvörður Pólverjanna, sem varði hvað eftir annað frá- bærlega vel, en bezti maður enska liðsins þótti Tottenham- leikmaðurinn, Martin Peters. Þess má að lokum geta, að Pólverjar léku án bezta leik- Alan Clarke — skoraði mark Englands úr vftaspyrnu. manns síns, Lubanski, sem hefur verið meiddur um nokk- urt skeið, og er afrek þeirra þvf enn meira en ella. Þessi sigur verður örugglega til þess að gefa liðinu byr undir báða vængi, og er ekki ótrúlegt, að það blandi sér í baráttu efstu liðanna í H.M. jafnframt annar bezti árangur Islendings frá upphafi f þessari grein. Aðeins Islandsmet Guð- mundar Hermannssonar, 18,48 metrar er betra. A móti sem fram fór s.l. laugar- dag náði svo Guðni Halldórsson, HSÞ, sínum bezta árangri í kúlu- varpi, er hann kastaði 15.16 metra og er það jafnframt bezti árangur, sem 19 ára Islendingur hefur náð f þessari grein. Hreinn sigraði í keppninni á laugardaginn, kast- aði 17,81 metra. Ásgeir Þór Eiríksson, IR, setti þá nýtt pilta- met í kúluvarpi, kastaði 16,03 metra og var það 13. piltametið sem Ásgeir setur á þessu keppnis- tfmabili. Keppt var f kringlukasti á laug- ardaginn og sigraði Hreinn í því, kastaði 50,20 metra, sem er hans bezti árangur í ár. Guðni Halldórsson varð annar með 45,18 metra. Óskar Jakobsson kastaði þá drengjakringlu 47,40 metra og Þráinn Hafsteinsson, HSK, kastaði 46,68 metra. I lóðkasti sigraði Erlendur Valdimarsson, sem var nú aftur með, eftir langt hlé vegna meiðsla. Erlendur kast- aði 19,98 metra. Óskar Jakobsson setti drengjamet — kastaði lóðinu 14,10 metra. Þriðji varð svo Elías Sveinsson, sem kastaði 12,16 metra. Elías sigraði hins vegar í spjót- kastskeppni, sem fram fór á Armannsvellinum á laugar- daginn, (castaði 57,70 metra. Þá var keppt í stangarstökki innanhúss fyrir skömmu. Guð- mundur Jóhannesson, UMSK, sigraði, stökk 4,15 metra, en þeir Karl West, UMSK og Stefán Hall- grfmsson, KR, stukku 3,60 metra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.