Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1973 15 Þessi sfmamynd frá Kairó sýnir egypskan eldflaugabát skjóta einni af flaugum sfnum að fsraelsku skotmarki, sem ekki var skilgreint nánar f upplýsingum, sem myndinni fylgdu. Þótt bardagar milli flugvéla og skriðdreka hafi verið mest áberandi f fréttum að undanförnu, hafa orðið hörð átök á sjó. Tóku banka í Líbanon Beirut, 18. október, AP. Fimm arabískir hryðjuverka- menn réðust inn í „Bank of America" f Beirut, höfuðborg Libanons í dag og tóku um fjörutíu gísla. Lögreglusveitir komu fljótlega á staðinn og skutu táragasi inn um glugga bankans, þar sem þeir ætluðu að reyna að taka hann með áhlaupi. Byssumennirnir höfðu hins vegar verið svo forsjálir að taka með sér gasgrímur og mætti hörð skothrfð lögreglumönnunum, þegar þeir stormuðu inn f bygg- inguna. Meðan á bardaganum stóð, tókst öðrum lögreglu- mönnum að bjarga þó nokkrum gíslanna út um glugga. Bankinn er sjö hæðir og voru gíslamir f fyrstu dreifðir um hann, þannig að fremur auðvelt var að koma þeim undan. Byssumennirnir höfðu hins vegar áttað sig, þegar lögreglan ætlaði að koma inn sömu leið og gíslarnir höfðu farið út, og mættu þeim með vélbyssu- skothrfð. Þegar þetta ekki gekk var farið að reyna að semja. Arabarnir segjast tilheyra skæruliðasamtök- um, sem berjist fyrir frelsun allra Arabalanda, en hvaða skæruliða- broti þeir tilheyra, er ekki alveg ljóst. Þeir krefjast þess, að allir þeir skæruliðar, sem sitja í fangelsum i Libanon, verði látnir lausir og að sjálfir fái þeir þeir 10 milljón dollara lausnargjald fyrir gíslana og flugvél til að komast úr landi. Peningana segjast þeir ætla að nota til ýmissa baráttumála í þágu arabiskra flóttamanna. Seint í gærkvöldi höfðu samning- ar ekki tekist, en byssumennirnir hótuðu að myrða alla gíslana, fremja sjálfsmorð og sprengja bankann í loft upp ef ekki yrði gengið að kröfu þeirra. Bernt Balchen látinn í USA New York, 18. október, AP. Bernt Balchen, sem var flug maður Richards Byrd i fyrsta flugi hans yfir Suðurpólinn, lézt í Bandaríkjunum i dag, eftir langvarandi veikindi. Hann var 73 ára gamall. Balchen var fæddur í Noregi og flaug 15 sinnum yfir Norð- urpólinn og tvisvar yf ir Suður- pólinn. Bandaríkjaþing veitti honum ríkisborgararétt með sérstökum lögum og sæmdi hann einnig heiðursmerki. Balchen stjórnaði aðgerðum úr lofti gegn þýzka hernáms- liðinu I Noregi í síðari heims styrjöldinni og skipulagði m.a. loftbrú til að bjarga 70 þúsund Rússum úr vinnubúðum i Norður-Noregi. Fyrir strfð var hann flugrekstrarstjóri norska flugfélagsins DNL og^ var for- stjóri þess, þegar það varð eitt af þeim félögum, sem mynd- uðu SAS. Minningarathöfn um Balchen verður haldin í kapellu mótmælenda á Kennedyflugvelli, og hann verður jarðsettur í Arlington- kirkjugarðinum í Washington. Bretar bregðast reiðir við olíu- vopni Arabanna Malaysía styður Araba Kuala Lumpur, 18. okt. AP. Stjórn Malaysíu hefur lýst þvi yfir, að hún muni senda lyf og önnur sjúkragögn til Arabaríkj- anna, sem nú berjast við Israel. Tun Abdul Razak forsætisráð- herra sagði i ræðu i dag, að Malaysía styddi Arabaríkin heilshugar. Hann varaði stórveld- in við að blanda sér í átökin, þar sem það gæti haft alvarlegar af- leiðingar. London, 18. október, AP. Bretar hafa brugðist reiðilega við þeirri ákvörðun olíuframleið- anda Arabarfkia að takmarka oliuútflutning í refsingarskyni við stuðning við Israel. Þótt Bandarikin séu eina landið, sem nefnt er i hótun Arabaríkjanna er augljóst, að Bretland verður eitt fyrsta landið, sem finnur fyrir þessum að- gerðum. Það fær um 80% olíu sinnar frá Mið-Austurlöndum. Brezka blaðið The Financial Times er harðort í garð Araba, og segir, að það sé hægt að segja með nokkurri vissu, eins og dæmi úr sögunni sýna, að iðnaðarríki heimsins muni ekki lengi una því, að örfá tiltölulega smá olíuríki ógni velferð þeirra. Blaðið hvetur olíukaupendur til að sameinast gegn þessari ógnun. Hins vegar segja bandarískir sérfræðingar í orkumálum, að þetta sé ekkert alvarlegt áhyggju- efni fyrir Bandarfkin. Þau fá að- eins um fimm prósent sinnar olíu frá Arabarikjunum og sér fræðingamir segja, að þótt kannski yrði eitthvað að draga úr orkunotkun yrði það aldrei neitt alvarlegt og Bandarfkin með sitt fjármagn og sfna háþróuðu tækni gætu auðveldlega bætt það upp á annan hátt. Fréttaskýrendur telja, að Arabaríkin kunni að vera að reyna að komast að Bandarfkjun- um „inn um bakdyrnar". Ýmsir bandamenn þeirra i Evrópu (og Saigon 18. okt. NTB. HERSVEITIR Vfet Cong undirbúa nú vendilega að stand- ast tilraunir suður-víetnamskra hersveita, til að riá aftur mjög mikilvægri herstöð i fjalla- héruðum í Mið-Suðurvfetnam, að því er talsmaður herstjórnarinnar í Saigon skýrði frá i dag. Fyrir mánuði réðust hersveitir komm- únista á þessa stöð, en hún er liður í vamarkeðju, sem stjórnar- hermenn hafa komið upp til að varna því, að herlið kommúnista komist inn í Suður-Víetnam frá Kambódiu úr þessari átt. Reynt að koma skriði á „ost-pólitíkina” Varsjá, 18. október, AP. Walter Scheel, utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands, kom f opinbera heimsókn til Póllands í dag, og er tilgangurinn meðheim- sókn hans sá að reyna að koma „ostpolitik" Bonnstjórnarinnar í gang á nýjan leik. Pólland og Vestur-Þýzkaland samþykktu með sögulegum samn- ingi fyrir þrem árum að koma sambúð landanna f eðlilegt horf. Diplomatiskt samband fylgdi í kjölfarið, en síðan hefur lítið gengið. Það eru þrjú höfuðmál, sem Scheel mun ræða við pólska ráðamenn. 1) Kröfu Vestur-Þýzka lands um, að Pólland hætti að leggja hindranir í götu þeirra þýzkættuðu Pólverja, sem vilja flytjast til Vesturlanda. 2) Endurteknar beiðnir Póllandsum stórfelld lán frá V-Þýzkalandi. 3) Kröfur pólsku stjórnarinnar um bætur fyrir Pólverja, sem sátu í fangabúðum nasista f síðari heimsstyrjöldinni. Pólska stjórnin hefur að undan- förnu lagt hömlur á ferðir þýzk- ættaðra Pólverja úr landi, að sögn vegna þess að hún óttast, að með þvf verði skortur á faglærðum verkamönnum. Scheel verður í Varsjá í þrjá daga, og er frekar gert ráð fyrir, að það samkomulag náist, sem báðir geta unað við. Rauði krossinn fær nöfn á stríðsföngum Genf, 18. október, AP. Alþjóðanefnd Rauða krossins tilkynnti í dag, að Israel hefði gefið henni upp nöfn 707 stríðs- fanga, sem teknir hefðu verið á undanförnum dögum og jafn- framt nöfn um 300 ísraelskra her- manna, sem saknað er og talið er að séu fangar Araba. Egyptar hafa gefið upp nöfn 43 ísraelskra strfðsfanga og vitað er um tvo í Lfbanon, en Sýrland hefur ekki gefið upp nein nöfn. Talsmaður Rauða krossins sagði, að margir fanganna væru illa særðir, og samkvæmt Genfarsátt- málanum eiga þeir réttt á að vera sendir til síns heima þegar f stað. Yfirleitt virðist farið vel með stríðsfangana, og útvarpið í Kairó hefur t.d. fyrirskipað, að ef óbreyttir borgarar handtaki ísra- elska flugmenn, sem skotnir eru niður, skuli þeir fara vel með þá og skila þeim í henduryfirvalda. Talsmaðurinn hvatti báða aðila til að gera allt, sem hægt væri til að hindra að óbreyttir borgarar yrðu fyrir áföllum í átökunum. Hann benti einnig á þann rétt stríðsfanga, að þeim væri „skýlt fyrir forvitnum augum“, en bæði í Israel og Arabarfkjunum hafa stríðsfangar verið sýndir í sjón- varpi. Rauði krossinn hefur þegar hafið flutninga á sjúkragögnum til Arabaríkjanna og mun hefja flutninga til Israels, þegar beiðni frá Rauða krossinum þar berst. Forystugrein úr Times: w Olafi gæti reynzt erfitt að sannfæra Lúðvik London 18. okt. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. BREZKA blaðið Times skrifar um viðræður Ólafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra Is- lands og Edwards Heath for- sætisráðherra Bretlands, í for- ystugrein í dag og segir þar, að enginn vafi sé á því, að mjög vel hafi farið á með forsætis- ráðherrunum á fundum þeirra. Engu að síður sé þó augljóst, að ráðherrarnir séu ekki sammála um, hversu mikill árangur hafi orðið af viðræðunum f Downing Stræti. Edward Heath hafi verið mjög ánægður, segir blaðið og hann hafi gefið til kynna, að allt hafi meira og minna verið til lykta leitt og „þorskastríð- inu“ nánast lokið. Aftur á móti hafi Ólafur Jóhannesson, við brottför sfna, sagt, að málin væru langt frá því að vera leyst og viðræðurnar ekki gengið eins vel og hann hefði óskað og enn væri sá möguleiki fyrir hendi, að til stjórnmálaslita kæmi milli landanna. „Þessi skoðanamunur er skiljanlegur,“ segir blaðið, „því að Ólafur Jóhannesson verður nú að takast á við það verkefni að sannfæra starfsbræður sfna í ríkisstjórninni um, að sam- komulagsdrög þau, sem voru gerð í London nú á dögunum, séu í þágu hagsmuna Islands. Það geti svo farið, að það verði ekki auðvelt viðfangsefni. Lúð- vík Jósepsson sjávarútvegsráð- herra, sem njóti stuðnings hins kommúnistaráðherrans í stjórninni, hafi fram að þessu sett sig upp á móti hverju því samkomulagi, sem væri svo úr garði gert, að brezkir togara- menn felldu sig við það.“ „Lúðvík Jósepsson er föður- landsvinur og einlægni hans er ekki ástæða til að draga í efa. Spurningin er, hvort skoðanir hans kunni nú að breytast með hliðsjón af breyttum aðstæðum. Þegar allt kemur til alls getur enginn sagt fyrir um það ná- kvæmlega, hversu mörg tonn brezki flotinn muni geta veitt. Það, sem fiskiðnaðurinn þurfi á að halda, sé tækifæri til að reyna að bera sig og virða jafnframt meginkröfur íslend- inga, vegna þess hve algerlega þeir eru háðir þessum einu náttúruauðlindum. Það virðist og ljóst, að báðir aðilar hafi fengið sig fullsadda af þorska- stríðinu og myndu vilja finna lausn á því. Því verði að binda við það vonir, að Ólafur Jóhannesson fái jákvæðar undirtektir hjá íslenzku ríkis- stjórninni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.