Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Frétta stjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. au tíðindi gerðust í gær, að Þjóðviljinn ræðst með dólgshætti að Ólafi Jóhannessyni for- sætisráðherra og þenur yf- ir þvera forsíðuna fyrir- sögnina Úrslitakostir. Að vísu dulbýr blaðið árás sína og þykist vera að vega að Bretum og þeirra tillögum, þótt fullljóst sé, að það eru fyrst og fremst tillögur íslenzka forsætisráð- herrans, sem verið er að fordæma. Þannig er í fyrsta lagi upplýst, að Ólaf- ur Jóhannesson lagði til, að samkomulag yrði gert til tveggja ára. Þá tillögu for- dæma kommúnistar. Þeir fordæma einnig þá fækkun brezkra togara á íslands- miðum, sem um er f jallað í tillögum Ólafs Jóhannes- sonar. Loks fjallar blaðið um lögsöguna á fiskimiðunum, en í því efni eru tillögur forsætisráðheranna sam- hljóða. Um það segir Þjóð- viljinn m.a.: „Liggi það hins vegar ekki ljóst fyrir, að Bretar samþykki okkar lögsögu í framkvæmd, eru allar loðn- ar yfirlýsingar stjórnmála- manna einskis virði og Bretar mundu brjóta sam- komulagið að vild sinni. Margir tugir, ef ekki hundr uð brezkra skipstjóra, gætu þá stundað hér veiðar eftir geðþótta, án þess að Islendingar hefðu vald til þess að breyta neinu þar um. Þess vegna verður að kveða skýrt á um þessi mál í samkomulagi, ef gert yrði.“ Vegna þeirrar árásar, sem kommúnistar þannig hafa gert á forsætisráð- herrann, hefur hann gripið til þess ráðs að ákveða að birta frásögn af viðræðunum í Lond- on, enda þótt ákveðið hefði verið í utanríkismálanefnd að birta ekki efnisatriði á þessu stigi. Af þeim upplýs- ingum, sem nú liggja fyrir, er ljóst, að í tillögum þeim, sem Ólafur Jóhannesson annars vegar lagði fram og Edward Heath hins vegar, ber það eitt á milli, að íslenzki forsætisráðherr- ann vill, að tvö veiðihólf af sex séu lokuð í senn, en sá brezki, að aðeins eitt þeirra sé lokað hverju sinni. Þó er tekið fram, að unnt sé að ræða um aðra hólfaskipt- ingu og embættismenn geti þá um þaðfjallað. Þegar Morgunblaðið óskaði Ólafi Jóhannessyni heilla í för hans til Bret- lands, gat blaðið um það, að aðstaða hans væri að ýmsu leyti erfið. Hann mætti bú- ast við því, að kommúnist- ar styngju rýting í bak hon- um, hvenær sem væri. Nú hefur svo sannarlega komið á daginn, að Morg- unblaðið hafði rétt fyrir sér. Út af fyrir sig geta þeir Alþýðubandalags- menn gagnrýnt tillögur Ól- afs Jóhannessonar og sam- komulagsgrundvöll hans og Edwards Heath, enda eru allir hér á landi sam- mála um, að æskilegra hefði verið að ná lengra í þessum umræðum, en raun hefur á orðið. En ódreng- skapur kommúnista er í því fólginn að ráðast með dólgshætti að tillögum Ólafs Jóhannessonar, en reyna að dylja árás sína með því, að þeir séu að gagnrýna tillögur brezka forsætisráðherrans. Ef framsóknarmenn hafa fram að þessu haldið, að kommúnistar væru sam- starfshæfir í ríkisstjórn, hljóta þeir nú að gera sér grein fyrir því, að þeim er aldrei að treysta til eins eða neins. Þeir hafa það hlutskipti í íslenzku þjóð- félagi að reyna að rífa niður lýðræðislegt stjórn- skipulag og hrekja íslend- inga frá samstarfi við aðr- ar lýðræðisþjóðir. Því mið ur hafa ráðamenn Fram- sóknarflokksins látið þá komast alltof langt í þess- ari iðju, og þess vegna telja þeir sig geta sett „úrslita- kosti“, hvenær sem þeim sýnist. Og nú ætla þeir enn einu sinni að setja forsætis- ráðherranum úrslitakosti. Málið er þannig vaxið, að heiður Ólafs Jóhannesson- ar — og raunar Fram- sóknarflokksins alls er í veði. Hann hefur gengið það langt f tillögugerð til brezku ríkisstjórnarinnar, að hann á ekki annarra kosta völ en standa við það, sem hann þegar hefur sagt. Kommúnistar vita, að Framsóknarflokkurinn væri í molum, ef þeim tekst að kúga forsætisráðherr ann að þessu sinni og þess vegna leggja þeir á það ofurkapp. Þá telja þeir grundvöll skapaðan fyrir stórauknu fylgi komm- únista á kostnað Fram- sóknarflokksins. Enn hefur enginn lýðræðisflokkanna tekið af- stöðu til samningsgrund- vallar þeirra Ólafs og Heath, a.m.k. ekki opinber- lega. Væntanlega fara nú fram miklar umræður milli stjórnmálaforingja um, hvað gera skuli. Þó er næsta ólíklegt, að leiðtogar Framsóknarflokksins ræði öllu meir við foringja kommúnista. Ef svo væri, mundu kommúnistar enn færa sig upp á skaftið og nota næsta tækifæri til að koma öðru höggi á for- sætisráðherrann. Síðan mundu þeir reyna að flækja utanríkisráðherra og formann utanríkismála- nefndar, svo að einhverjir séu nefndir, inn í málið og berja þá síðan undir beltis- stað eins og þeirra er háttur. En hvað sem öllu líður, þá er það ljóst, að nú er örlagastund upp runninn fyrir íslenzka forsætisráð- herrann og Framsóknar- flokkinn í heild. Enginn fær í dag vitað, hver niður- staða þeirra átaka verður, hvort Framsóknarflokkur- inn lamast eða hvort hon- um tekst að vinna sigur á kommúnistum í eitt skipti á rúmlega tveggja ára tímabili samstarfs þessara flokka. 1 viðureign Fram- sóknarflokksins við komm- únista óskar Morgunblaðið Framsóknarflokknum sigurs. KOMMUNISTAR SAMIR VIÐ SIG Norðmenn beita sér gegn lokun herstöðvarinnar í Keflavík — eftir Roland Huntford NORSKA ríkisstjórnin hefur nú alvarleg- ar áhyggjur af því, að bandarísku herstöð- inni í Keflavík á Islandi verði lokað. Is- lendingar hafa óskað eftir þessu, og utan- ríkisráðherra þeirra, Einar Ágústsson, var í Washington nýlega til viðræðna við bandariska utanríkisráðuneytið um málið, en ætlað er, að þessum viðræðum ljúki í desember. Norðmenn hafa áhyggjur af þvi, að fari Bandaríkin frá Keflavík og Island í raun úr Atlantshafsbandalaginu, þá séu þeir óvarðir fyrir þrýstingi frá Sovétríkjunum. Frá Islandi er fylgzt með ferðum til Ishafsins, sem liggur að strönd- um Sovétríkjanna, og flugvélar, sem að- setur hafa í Keflavík, hafa gætur á hinu hernaðarlega mikilvæga svæði milli suðurstrandar Islands og norðurstrandar Noregs. Það er sú flóðgátt, sem sovézki flotinn myndi fara um til Noregs. Það er mikilvægasti hlekkur í nyrðri varnar- keðju NATO. Það er því skiljanlegt, að Norðmenn reyni að hafa áhrif á Islendinga bak við tjöldin og fá þá til að skipta um skoðun. Ljóst er, að norska ríkisstjórnin hefur mælt með þvf við stjórnvöld í Reykjavík á undanförnum mánuðum, að Keflavíkur- herstöðinni verði haldið opinni. Norðmenn eiga ákaflega auðvelt með að notfæra sér hugmyndina um „bróður sem talar við bróður“. Bræðralagið milli Norð- urlandanna er leiðandi goðsögn á norður- slóðum. Hún byggir á svipaðri sögu og tungumáli, og hefur því talsverðan sál- fræðilegan sannfæringarkraft. Norðmað- ur, sem ræðir við Islending, er ekki alger ( —\ ■ii' y • (ÍVVÍ ! é&é THE OBSERVER C>? ■v i útlendingur í augum þess síðamefnda, og því hafa orð hans aukin áhrif. Talið er, að núverandi „vopnahlé“ í þorskastriðinu sé að verulegu leyti að þakka varfærnislegri, en umfangsmikilli baktjaldastarfsemi Norðmanna, en þorskastrfðið er einmitt í nánu sambandi við NATO-vandamálið og örlög Kefla- víkurstöðvarinnar. Fullvíst má telja, að innanlandsstjórn- mál hafi valdið því, að íslendingar kusu að flýta útfærslunni, í stað þess að bíða eftir alþjóðahafréttarráðstefnunni í Santiago á næsta ári. Núverandi ríkis- stjórn á íslandi er vinstri sinnuð. I henni sitja kommúnistar — raunar sjálfur sjávarútvegsráðherrann, Lúðvík Jóseps- son kommúnisti — og vinstri öflin hafa sérlega höfðað til þjóðernistilfinninga, en þær eru einkum veikar fyrir fiskveiði- mörkum og landhelgi. Hr. Jósepsson og flokksbræður hans hafa notað fiskveiðideiluna við Breta sem ákaflega sterkt vopn í baráttu þeirra fyrir því, að Island segi sig úr NATO, og þess vegna var norsku ríkisstjórninni meir en h'tið hughægara þegar „vopnahléð" komst á. Ahyggjur Norðmanna af þrýstingi frá Sovétríkjunum á norðurslóðum eru langt því frá að vera út í bláinn. Burtséð frá stefnunni um slökun spennu I alþjóðamál- um, hafa Sovétmenn verið að byggja upp heri sína í norðri á undanförnum árum með þeim hætti, að ekki er unnt að kalla annað en ógnandi. Nokkur hundruð eldflaugum — bæði skamm- og tiltölulega langdrægum. þ.ám. nokkrum kjarnorkuflaugum, hefur verið komið fyrir í Murmansk og Arkangelsk, Ishafshöfnunum nærri norsku landamær- unum. Ishafsfloti Sovétríkjanna, sem bækistöð hefur i Murmansk, hefur einnig verið aukinn, einkum af kafbátum. En kannski er athyglisverðasti þátturinn veruleg fjölgun í hersveitum, sem sérstak- lega eru þjálfaðar í stríði á heimskauts- slóðum, — bæði til lands og sjávar. Hafa slíkar sveitir verið fluttar á þetta sama svæði, ásamt allmörgum skriðdrekasveit- um og fótgönguliðsflokkum. Á stríðstímum yrði þessum herkosti ekki skotaskuld úr því að taka Norður- Noreg fyrirvaralaust og ná Noregsströnd allri og þar með eftirliti með öllum ferð- um inn á íshafið i átt til Sovétríkjanna. Á friðartímum kemur þessi hernaðarógn hins vegar fram í pólitískum þrýstingi. En með Bandaríkjamenn í Keflavík hef- ur haldizt eins konar hernaðarlegt og stjórnmálalegt jafnvægi. Þetta hefur ver- ið talsvert haldgott fyrir Norðmenn, og þeir segja, að það veiti þeim ákveðna öryggiskennd að hafa stöðugt eftirlitsflug undan ströndum sínum til þess að gefa sovézku herjunum gætur. Verði hins vegar Keflavikurstöðinni lokað, myndi það þýða, að Sovétríkin hefðu flutt sig úr stað um nokkur hundr uð mílur inn á Atlantshaf. Norðmönnum fyndist þeir umkringdir og berskjaldaðir fyrir þrýstingi Sovétmanna við norður- landamærin. Það er auðvitað hægt að segja sem svo, að vel sé unnt að halda þessu eftirliti uppi frá herstöðvum annars staðar —t.d. í Skotlandi eða á Grænlandi — en missir ákveðinnar framvarðstöðu NATO myndi engu að síður hafa mjög alvarlegar póli- tiskar og sálrænar afleiðingar í Noregi. Lokun Keflavikurstöðvarinnr myndi enn- fremur verka hvetjandi á þau öfl í Noregi, sem vinna að því, að landið segi sig úr NATO og beini stefnu sinni í utanríkis- málum frá vestri i austurátt, þótt með hlutleysisyfirbragði verði. Með tilliti til alls þessa, er áhugi Noregs á viðræðunum milli íslenzku og banda- rísku ríkisstjórnanna vel skiljanlegur. Og það er ekki aðeins Noregur, sem hefur áhuga í þessu sambandi. Hinir hlutlausu Svíar hafa einnig áhyggjur af hugsanlegri lokun herstöðvarinnar f Keflavík, því vel- ferð þeirra er einnig komin undir jafn- væginu milli stórveldanna. Áreiðanlegar heimildir eru reyndar fyrir því, að Olof Palme, forsætisráðherra, sem venjulega er ekki talinn hafa neina sérstaka samúð með Bandaríkjunum, vilji eindregið, að herstöðin verði áfram opin. Það, sem um er að tefla, er einfaldlega núverandi valdajafnvægi í Norður- Evrópu. Norðurlandabúar vilja ekki, að því sé raskað. 400 MILUR l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.