Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NOVEMBER 1973 ÁRNAÐ HOLXA ást er... 10-2 3 -tA-T) ... að umbera hvort annað á erfiða aldrinum TM Reg U.S. Pat. Off —-All rigMs reserved (C) 1973 by los Angeles Times HÉR fer á eftir spil frá leik í Evrópukeppninni 1973 og má margt af því læra. ' NorSur S. G-6-5-3 H. 7 T. K-G-6-5-4 L. A-7-3 Vestur D. 8-4 H. 10-9-8-6-2 T. A-D-10-9-2 L. 5 Austur S. K-9-2 H. D-4 T. 8-7-3 L. D-G-9-8-6 SuSur S. S. Á-D-10-7 H. A-K-G-5-3 T. 6 L. K-10-4-2 Norsku spilararnir við annað borðið sögðu 4 spaða, en andstæð- ingar þeirra við hitt borðið sögðu 6 spaða. Norður var sagnhafi við bæði borðin og útspil var einnig það sama við bæði borðin eða tígul drottning. Báðir sagnhafar drápu með ás, en siðan skildu leiðir. Norski spilarinn lét næst út spaða gosa og svínaði, enn var spaði látinn út og drepið með drottningu, hjarta ás tekinn hjarta trompað, lauf látið út, drepið með tiunni, lauf kóngur tekinn og lauf trompað. Nú var spaði látinn út, drepið með ás og siðan gaf hann einn slag á hjarta og fékk þannig 12 slagi og 480 fyrir spilið. Við hitt borðið lét sagnhafi út spaða 3, drap i borði með tíunni, tók hjarta ás, trompaði hjarta i borði, lét út lauf og svínaði tíunni, en nú trompaði vestur. Vestur lét næst út hjarta og sagn- hafi fékk aðeins 11 slagi og varð einn niður. Norska sveitin græddi þvi 11 stig á spilinu. Tapað — fundið Gulbrún- og hvítflekkótt læða. no mino OaCBÖK 1 dag er laugardagurinn 10. nóvember,314. dagur ársins 1973. Fullt tungl. 3. vika vetrar hefsL Árdegisháflæði er kl. 05.43, sfðdegisháflæði kl. 18.01. Sjá, nú er mjög hagkvæm tfð, sjá, nú er hjálptæðisdagur. (2. Korintintubréf, 6,2.). 85 ára er í dag frú Guðfinna Einarsdóttir. Hún tekur á móti gestum að heimili sínu að Öldu- götu 4 i Hafnarfirði. Magnús Vilmundarson Norður- götu 30, Akureyri varð 85 ára þann 9. nóvember. 80 ára er í dag, 10. nóvember, frú Ólafía Ólafsdóttir, Vatnsnes- vegi 20, Keflavík. 1 dag dvelst hún að heimili dóttur sinnar að Baug- holti 23, Keflavík. I dag verða gef in saman í hjóna- band af séra Ragnari Fjalari Lárussyni í Langholtskirkju, Fanney Jóna Þorsteinsdóttir frá Siglufírði og Hilmar Grétar Sverrisson, Goðheimum 14, Reykjavik. Heimili þeirra verður aðGoðheimum 14. 1 dag verða gefin saman í Laug- arneskirkju af séra Garðari Svavarssyni, Guðrún Gunnars- dóttir og Sigurjón Sigurðsson. Heimili þeirra verður að Blika- hólum 4, Reykjavík. 1 dag verða gefin saman af séra Birni Jónssyni i Keflavíkur- kirkju, Brynja Sigfúsdóttir, Hraunbæ 82, Reykjavík, og Jón Axel Steindórsson, Austurgötu 16, Keflavík. Heimili þeirra verð- ur að Tómasarhaga 15, Reykjavík. í dag verða gefin saman áf séra Birni Jónssyni í Keflavíkur- kirkju, Brynja Kristjánsdóttir, Heiðarbrún 1, Keflavík, og Gunn- ar Hásler, Silfurtúni, Garði. Heimili þeirra verður að Garð- braut 70, Garði. Þann 20. október voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Svavarssvni í Laugarnes- kírkju, Guðlaug Ámmarsdóttir og Gylfi Öskarsson. Himili þeirra er að Laugateigi 25, Reykjavík. r Yfir 4 þús. á sýningu Asmunds A fimmta þúsund gestir hafa séð yfirlitssýningu Listasafns Islands á verkum Ásmunds Sveinssonar. Sýningin stendur fram til sunnudagskvölds 18. nóv. og er opin daglega kl. 13:30—18, nema laugardaga og sunnudaga kl. 13:30—22. A myndinni, sem ÓLK.Mag. tók, sést Asmundur við eitt verkanna ásýningunni í Listasafni ríkisins. Kvenfélag Grensássóknar heldur fund mánudaginn 12. nóvember kl. 8.30 síðdegis í safnaðarheimilinu. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur fund mánudaginn 12. nóvember í safnaðarheimili Bú- staðakirkju kl. 8.30 síðdegis. Messur á morgun Sjá blaðsíðu 4 Merkjasala Blindrafélagsins Merkjasala Blindrafélagsins er á sunnudaginn, 11. nóvember. Eins og áður er hún til styrktar byggingarstarfsemi félagsins, en húsið á myndinni var byrjað að reisa 1968. Vegna velvilja og vinarhugar allra landsmanna til Blindrafélags- ins, hefur þessi áfangi náðst og er nú aðeins lokaáfanginn framund- an. SÖFNIN Borgarbókasafnið Aðalsafnið er opið mánud. — föstud. kl. 9-22, laugard. kl. 9—18, sunnud. kl. 14—18. Bústaðaútibú er opið mánud. — föstud.kl. 14—21. Hofsvallaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 16. — 19. Sóiheimaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 14 — 21. Lauearrt. kl. 14 — 17. Landsbókasafnið er opið kl. 9—19 alla virka daga. Bókasafnið í Norræna húsinu er opið kl. 14—19, mánud. — föstud., en kl. 14.00 — 17.00 laugard. og sunnud. Arbæjarsafn er opið alia daga nema mánudaga kl. 14—16. Einungis Árbær, kirkjan og skrúðhúsið eru til sýnis. (Leið 10 frá Hlemmi). Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnud., þriðjud. og fimmtud. kl. 13.30 — 16.00. íslenzka dýrasafnið er opið kl. 13 —18 alla daga. lslenzka dýrasafnið er opið kl. 13 — 18 alla daga. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum kl. 13.30 — 16. Opið á öðrum tímum skólum og ferðafólki. Sími 16406. Listasafn Islands er opið kl. 13.30 — 16 sunnud., þriðjud.m fimmtud. og laugard. Náttúrugripasafnið, Hverfis- götu 115, er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. ki. 13.30 — 16 Sædýrasafnið er opið alla daga kl. 10 — 17. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.30 — 16 sunnud., þriðjud., fimmtud., laugard. Jói fékk bréf þar sem honum var tilkynnt, að útvarpstækið hans yrði innsiglað ef hann greiddi ekki afnotagjaldið þegar í stað. Hann beið ekki boðanna, en arkaði f innheimtuskrifstofuna. — Heyrðu vinur, sagði hann við felmtri sleginn afgreiðslumann, — um mánaðamót er ég vanur að setja alia mfna reikninga 1 hattinn minn. Svo hræri ég 1 súpunni, og dreg einn reikning upp úr hattinum og borga hann. Þetta finnst mér sanngjörn aðferð, en ef þið sendið mér fleiri hótunarbréf, þá fer ykkar reikningur ekki einu sinni 1 hattinn um næstu mánaðamót. Vikuna 9. til 15. nóvember er kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apóteka í Reykjavfk 1 Apóteki Austurbæjar og Ingólfsapóteki. Næturvarzla er f Apóteki Austurbæjar. Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgidögum, en læknir er til viðtals í göngudeild Landspítalans í síma 21230. Almennar upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu í Reykjavík eru gefnar i símsvara 18888. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram i Heilsu- verndarstöðinni á mánudögum kl. 17.00—18.00. Valtmaður hjá Kópavogsbæ — bilanasími 41575 (símsvari). Krossgátan Lárétt: 1 blunda. 6 höfuðborg. 8 forfaðir. 10 koma auga á. 11 rán- fugl. 12 stanzað. 13 féll. 15 dínamóar. Lóðrétt: 2 grugg 3 fiskitúrana 4 tveir eins 5 truflar 7 seiður 9 skammstöfun. 10 berja. 14 snjó- koma. FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.