Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 Ólýðræðisleg vinnubrögð? 300 milljónkr. sjúkrahús vígt á Keflavíkurflugvelli 1 GÆR (föstudag) var vfgt nýtt sjúkrahús bandaríska hersins á Keflavlkurflugveili. I því eru 25 sjúkrarúm og skurðstofa og ýmsar sérdeildir svo sem slysa- varðstofa, rannsóknarstofa, röntgendeild, háls- nef- og eyrnadeild, og barnagæzlu- deild. Bygging sjúkrahússins hófst i mai 1971 og tóku Islenzkir aðal- verktakar hana að sér. Kostn- aður við bygginguna er orðinn 3.75 millón dollarar eða um 311 milljön íslenzkar krónur. Húsið er þannig byggt, að I neyðartil- fellum er hægt að bæta við í það 50 sjúkrarúmum og setja upp tvær nýjar skurðstofur. Sjúkrahúsið hefur einnig eigin rafstöð til notkunar í neyðartil- fellum. Um 170 gestir voru viðstaddir vígsluna, en Jerome Levy, kaf teinn, yfirlæknir herstöðvar- innar og Adeline Fudula, sjó- liðsforingi, sem er yfirhjúkr- unarkona, sýndu gestum sjúkrahúsið. Myndin er af nýja sjúkrahúsinu. Fiskiþing: NAUÐSYN ER AÐ TRYGGJA FÓLKINU JAFNA VINNU og eins gagnrýni eins þingfulltrúa mjög illa á útgerð eldri báta. á skuttogarakaup, í jafnríkum Ráðherrann var barna á önd- mæli og orðið væri, og kvað verðum meiði, og taldi hag út- þingfulltrúinn þau bitna vfða_Framhald á bls. 18 Flugflotinn nýtist betur ALÞVÐUSAMBAND Islands hefur sctt fram kröfu um vísitölu- skerðingu á laun, sem eru hærri en 50 þúsund krónur á mánuði og segir f bréfi frá Bandalagi háskólamanna, að slfk skerðing myndi augljóslega bitna á laun- þegum, sem eru ekki innan ASl. Einnig segir, að BSRB hafi sett fram kröfu fyrir launaflokka, sem eru að mestu skipaðir há- skólamönnum. Sfðan segir f bréfi BHM: „Vegna tilrauna þessara launþegasamtaka til að hafa áhrif á kjör launþega innan Bandalags háskólamanna, telur BHM nauð- synlegt að koma meðfylgjandi ályktun á framfæri." Alyktun BHM er svohljóðandi: „Fulltrúaráðs- og formanna- fundur Bandalags háskólamanna Vörur verði verðmerktar A FUNDI neytendanefndar hinn .2. nóvember s.l. var eftirfarandi samþykkt: Neytendanefnd beinir þeim til- mælum til smásöluverzlana, að þær verðmerki allar vörur, er þær hafa til sölu, þar á meðal vörur í sýningargluggum. Einnig telur nefndin æskilegt, að auglýsingum fyrirtækja fylgi upplýsingar um vöruverð, eftir því sem við verður komið. I þessu sambandi bendir nefndin á, að með því að verðlags- stjóri, hefur notað heimild laga um verðmerkingar og óskað eftir, að allar vörur séu verðmerktar, hvflir sú lagaskylda á vöru- dreifendum að verða við þeim til- mælum verðlagsstjóra. DOKTOR Þorleifur Jónsson kennari við Kennaraháskól Is- lands varði doktorsritgerð við Há- skólann f Notthingham f Bret- landi 29, okt. s.l. Þorleifur er 25 ára gamall, fæddur að Litla-Nesi f Ámeshreppí í Strandasýslu 1948, sonur Jóns Hjaltasonar og Klöru Þorleifsdóttur. Heiti ritgerðar Þorleifs er On the Formation and Use of Tre- particle Compounds in Middle English og undirtitill er A Study in Gramatical Interference. haldinn 8. nóvember 1973, varar alvarlega við ófyrirsjáanlegum af- leiðingum þess, að einstök heild- arsamtök launþega fari inn á þá vafasömu braut, að leitast við að marka almenna stefnu í launa- málum, sem sérstaklega er beint gegn launþegum i öðrum sam- tökum. Með því væri brotið blað i sam- skiptum launþega og er slfkt að- eins til þess faliið að koma af stað illindum milli launþega innbyrð- is. Það samræmist ekki lýðræðis- reglum að taka stefnumarkandi ákvarðanir á vettvangi, þar sem ekki eru formælendur þeirra, sem ákvarðanimarsnerta. Ennfremur lítur fundurinn svo á að komi til samninga milli rfkis valsins og BSRB, án samráðs við BHM, um launaflokka sam- svarandi þeim, sem að miklu eða mestu leyti eru nú skipaðir há- skólamönnum, hafi ríkisvaldið þar með gengið út frá því, að BHM eigi að hafa sérstaka launa- flokka." Tvö slys í Hafnarfirði TVÖ slys urðu með skömmu milli- bili á föstudag í Hafnarfirði. Um kl. 13:30 valt dráttarvél út af götunni Breiðvangi og hlaut öku- maður hennar, ungur maður, nokkur meiðsli. Stundu síðar var ekið á 10 ára dreng á gangbraut á Reykjavíkurvegi, en hann mun ekki hafa hlotið alvarleg meiðsli. Sérstök umferðarljós eru við gangbrautina, en þrátt fyrir þau hafa slys ekki alveg verið úr sögunni á þessum stað. Ritgerð Þorleifs fjallar um efni úr enskri málsögu og þá sérstak- lega um latnesk áhrif á myndun samsettra orða með vissum smá- orðum sem fylgdarlið á tímabil- inu um 1100 til 1500. Eftir að hafa lokið BA prófi frá Háskóla Islands í ensku og latínu var Þorleifur 3 ár við nám í Nott- hingham þar sem hann samdi doktorsritgerðina. Hann kennir nú ensku og Iatínu við Kennara- háskóla Islands. FISKÞnýGI var fram haldið dagana 7. og 8. nóv. og var þá aðallega unnið að málum í nefnd- um. Þingfundir hófust að nýju föstudaginn 9. nóv., og mætti þá sjávarútvegsráðherra í byrjun fundar og ávarpaði þingheim. Hann ræddi um sveiflur í fisk- vinnslunni og þann baga, sem þær yllu fólki, sem að henni stafaði, en taldi ástandið hafa lagazt og allt heldur horfa til bóta I því efni. Hann taldi og mögu- leika á að skipuleggja þannig veiðar flotans, að um jafna dreifingu „hráefnis" gæti orðið að ræða og þar með jafnari vinnslu og vinnu. Hann sagði það ekki aðeins nauðsyn að tryggja fólkinu jafna vinnu, heldur einnig frystihúsunum jafna vinnslu, þar sem þau væru mörg hver orðin mjög dýr í byggingu og rekstri. Nokkrar fyrirspurnir voru bornar fram af fundarmönnum og svaraði ráðherra þeim jafnharðan SÆTAFRAMBOÐ flugfélaganna hefur minnkað frá þvf er þau samræmdu rekstur sinn, en ferð- um hefur þó ekki fækkað. Mun betri nýting hefur fengizt úr rekstri flugflotans, þar sem möguleikar á breytileika í stærð flugvélanna á áætlunarleiðunum er miklu meiri nú. Ef Ld eftir- spurn eftir fari til Kaupmanna- hafnar einn daginn er meiri en til Luxemburgar, er skipt um flug- vélar og Flugfélagsþota flýgur til Luxemburg, en Loftleiðaþota til Kaupmannahafnar. Á þennan hátt hafa möguleikar ferðalanga, sem fara vilja milli tslands og útlands í engu minnk- að, en nýting flugvélanna er mun betri en áður. Sameiginlegt sæta- framboð til og frá Norðurlöndum hefur hins vegar minnkað úr rúmlega 37 þúsund sæti f tæplega 23 þúsund sæti, en flugfélögin hafa þó miklu meiri möguleika en áður á að stórfjölga sætafram- boði, ef sérstaklega stendur á. Ferðafjöldi Loftleiða til Norð- urlanda hefur minnkað um þrjar ferðir frá því er sameining átti sér stað, en ferðum Flugfélagsins hefur fjölgað um jafn margar. I dag er 21 brottför í viku hverri til og frá tslandi fyrir ferðafólk, sem ætlar til Evrópu. Ferðum Loft- leiða hefur hins vegar fækkað til Bandaríkjanna um þrjár — eru þær nú 11 á móti 14 áður. Tvær ferðir eru til Chicago og 9 til New York. Sætaframboð á þessum ferðum er þó hið sama og áður. Þessar upplýsingar fékk Mbl. í gær hjá Grétari Kristjánssyni, að- stoðarframkvæmdastjóra Loft- leiða h.f. BEIÐ BANA í VINNUSLYSI MAÐURINN sem beið bana i vinnuslysinu í fyrradag, hét Ingi- bjartur Jónsson, til heimilis að Skipholti 48, og var 43 ára að aldri. Hann var ókvæntur og barnlaus, en bjó í óvígðri sambúð með konu. Hann átti foreldra á lífi. Slysið varð í Húsasmiðjunni að Súðarvogi 3, þar sem hann var starfsmaður. „Btess you góðu vinir!” MORGUNBLAÐIÐ spurði tvo talsmenn brezka fiskiðnaðarins I gær um álit þeirra á lausn landhelgisdeilunnar. Rætt var við talsmann Sambands brezkra togaraeigenda og tals- mann Félags yfirmanna á Grimsbytogurum. Báðir fögn- uðu samkomulaginu, þótt þeir teldu raunar að Bretar hefðu orðið að færa talsverðar fórnir fyrir það. Engu að sfður sagði annar fulltrúanna, að þegar um samninga væri að ræða, yrðu deiluaðilar ávallt að færa fórn- ir. Fyrst var rætt við Austin Laing, framkvæmdastjóra Sam- bands breskra togaraeigenda. Hann sagði. „Ég held að brezki fiskiðnaðurinn fagni því, að senn líður að undirritun samn- ings. Með samningnum færum við miklar fórnir, en við verum samt reiðubúnir að færa þær, þar sem við trúum þvf, að með því endurreisum við vináttu og gott samband milli þjóðanna. Við erum mjög þakklátir for- sætisráðherra okkar fyrir það, sem hann hefur gjört og við virðum mjög stjórnvizku þá, sem fslenzki forsætisráðherr- ann hefur sýnt á lokastigi samningaumleitana." Austin Laing var spurður að því, hver væri mesta „fórnin" að hans mati f sambandi 'við samningana og svaraði hann því þ á þannig, að samningurinn allur væri í raun ein stór fórn. „öll bönn og boð samninganna til samans eru mikil fórn,“ sagði Laing „og hefur skipulags lega erfiðleika fyrir brezka fiskiðnaðinn og krefst þess, að honum verði breytt mjög veru- lega.“ Þá spurði Mbl., hvort brezki togaraflotinn myndi leita á önnur mið. Laing svar- aði: „Hvar eru þessi önnur mið? Þetta er vandamálið. Tak- markið hlýtur að verða að breyta mörkuðunum, svo að þeir taki öðrum fisktegund- um, sem nú eru óvinsælar. Áherzlu má leggja á ufsa og fleiri tegundir, sem unnt er að veiða um mest allt Norður- Atlantshaf. Þá eru einnig fisk- tegundir, sem unnt er að veiða á miklu sjávardýpi, tegundir með skrítnum nöfnum. Nú kemur til kasta fæðusérfræð- inga og markaðssérfræðinga að vinna þessum fisktegundum vinsældir. En slíkt starf er kostnaðarsamt og tekur langan tíma. Slíkur markaður verður ekki búinn til á einni nóttu. En þetta starf þarf að vinna, ekki aðeins vegna þessara samninga, heldur og vegna þess, að nú er veitt í heiminum eins mikið af þorski og hægt er og til þess að fullnægja þörfunum, verður að finna nýjar tegundir." Jimmy Nunn, framkvæmda- stjóri Félags yfirmanna á Grimsbytogurum sagði: „Við vonum að sjálfsögðu, að Islend- ingar og Bretar hafi yfirstigið þá erfiðleika, sem ríkt hafa í samskiptum þeirra og að báðar þjóðirnar geti stundað veiðar sínar í friði og vináttu.“ Nunn var þá spurður að þvl, hvort hann áliti, að íslenzkir togarar gætu komið og landað í Grims- by. Hann sagði: „Hér hefur aldrei neitt stöðvað íslenzka togara frá því að landa. Eina vandamálið hefur verið ónógur mannskapur við uppskipun og enn er ekki nægilegpr mann- skapur, sem vinnur við hana hér I Grimsby." Þá sagði Nunn, að brezki fiskiðnaðurinn færði miklar fórnir við samþykkt þessara samninga, en það væri ekki óeðlilegt, þegar deiluaðil- ar settust að samningum, að báðir yrðu að gefa eftir. „Þið hafið líka fært fórnir og gefið eftir frá ykkur sannfæringu,“ sagði hann og bætti við: „Til þess að ná upp því, sem víð töpum, verðum við að endur- skipuleggja veiðar okkar og snúa okkur að djúpsjávarfiski og fisktegundum, sem lifa á miklu dýpi. Þá spurði Mbl. Nunn, hvort hann vildi segja eitthvað að lokum og svaraði hann því játandi. Við lok þorskastríðsins vildi hann segja þetta: „Bless you góðu vinir!“ Varði doktorsritgerð við Háskólann í Notthingham

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.