Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973
Þakkarávarp til
Ríkisútvarpsins
MORGUNBLAÐINU barst f gær
bréf frá Jóni Múla Ámasyni,
útvarpsþul, þar sem hann skýrir
frá viðskiptum sfnum við tvo
framkvæmdastóra rfkisútvarps-
ins Gunnar Vagnsson og Guð-
mund Jónsson. Morgunbl. reyndi
árangurslaust að ná í fram-
kvæmdastjórana f gærkvöldi, en
það tókst ekki. Þess má geta að
fyrirsögnin á þessum pistli er sú
sama og hann valdi á bréf sitt. En
bréf Jóns Múla ersvo hljóðandi:
„Snemma í haust fékk undirrit-
aður þá flugu í höfuðið að innrit-
ast í Háskóla Islands, að hann
mætti reyna að öðlast þar ein-
hverja fræðslu í ensku og sögu.
í>etta varð til þess að hann skrif-
aði útvarpsstjóra, herra Andrési
Björnssyni, og fór þess á leit að fá
um óákveðinn tíma smávegis hag-
ræðingu á vinnu sinni, þannig að
ekki rækist á um of fulltrúa- og
Þularstaf í útvarpinu og fyrirhug-
uð námsafrek í Háskólanum. Ekki
leið á löngu að skilja mátti á við-
brögðum yfirmanna útvarpsins að
orðið yrði við þessum óskum.
Þegar siðan að því kom, að
kennsla hæfist i fyrrnefndum
.skóla mánaðamótin sept.
— okt., gekk herra framkvæmda-
stjóri Guðmundur Jónsson á
íund undirritaðs og benti honum
curteislega á, aðþar sem undirrit-
jður hefði sjálfur sótt um til-
færslu í starfi, — og þar að auki
úr starfi í annað, sem ekki væri
eins mikils metið í launaskrám
jpinberra starfsmanna, yrðu laun
undirritaðs lækkuð sem næmi
tveimur flokkum. Undirritaður
iagðist hafa vitað af þessum fyrir-
nælum i lögum um réttindi og
■ kyldur opinberra starfsmanna,
Blóðugar
áeirðir
i Aþenu
Aþenu 8. nóv. AP.
'tlL átaka kom milli lögreglu-
rianna og stúdenta í miðborg
Vþenu í dag, fimmtudag, og er
þetta í annað skipti í þessari viku,
eð til tfðinda dregur. Stúdent-
ornir kröfðust þess, að stjórnin
cogði af sér og 17 manns, sem sitja
i fangelsi og verða leiddir fyrir
rítt fljótlega, verði tafarlaust
1 itnir lausir úr haldi. Stúdentarn-
.- munu hafa verið um tvö þús-
i nd talsins. Þeir reyndu að kom-
ast inn í háskólann, þar sem þeir
höfðu ætlað að halda fund, en
: kki fengið leyfi til þess.
Þustu þá stúdentarnir niður í
miðborgina og höfðu uppi æsi-
kennd hróp gegn stjórn landsins
i!g forseta. Sjónarvottar segja, að
l.igreglan hafi sýnt mikla grimmd
og lamið stúdenta f rot hvem af
öðrum. Allmargir voru handtekn-
ir, en ekki er vitað, hversu margir
siösuðust.
Mannrán í
4rgentínu
Buenos Aires 8. nóv. AP,
1 ÖGREGLA og herlið leita nú
■\ vrum og dyngjum að forsvars-
^iönnum vinstri sinnaðrar skæru-
tðahreyfingar f sambandi við
.íannrán á hershöfðingja, sem á
eti í argentinska herráðinu.
lun honum hafa verið rænt í
,'rennd við járnbrautarstöð við La
'lata í gærkvöldi og samtök, sem
u Trotskysinnuð segjast standa
yrir ráninu, svo og bönnuð bylt-
garsamtök, sem kalla sig ERP.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
rmanni er rænt í Argentínu,
dan peronistastjórn tók við
: ldum í landinu.
— en kvaðst jafnframt hafa búist
við öðru af Ríkisútvarpinu eftir
tæplega 28 ára starf i stofnun-
unni. Skömmu siðar kallaði annar
framkvæmdastjóri útvarpsins,
herra Gunnar Vagnsson, undirrit-
aðan á sinn fund, og las honum
svipaðan pistil og kollega hans
hafði áður gert. — Viðbrögð
undirritaðs hin sömu, — en gekk
að því búnu á fund útvarpsstjóra,
herra Andrésar Björnssonar,
tjáði honum málavöxtu, og kvaðst
hafa búist við öðru af Ríkisút-
varpinu eftir tæplega 28 ára starf.
Kom þá í ljós að fyrrnefndir fram-
kvæmdastjórar höfðu unnið þessi
afrek í launajafnrétti án samráðs
við yfirboðara sinn. — Undirrit-
aður sagði þá útvarpsstjóra að nú
ætlaði hann að bíða eftir launa-
seðlinum sínum um næstu mán-
aðamót, — en kæmi þá eitthvað
skemmtilegt f ljós teldi hann
ástæðulaust að þegja yfir því, þar
sem hér væri ekki um að ræða
prívatfyrirtæki fyrrnefndra fram-
kvæmdastjóra, — né heldur út-
varpsstjóra, — heldur sjálft
Ríkisútvarpið.
Og nú er undirritaður búinn að
fá nýja launaseðilinn sinn. Þar
hefur hann lækkað um 2 launa-
flokka, — og til þess að öllu rétt-
læti sé fullnægt er hann kominn
niður f byrjunarlaun aftur, — eft-
ir tæplega 28 ára starf. Verður því
ekki hjá þvf komist að þakka
opinberlega rausn og höfðings-
skap þessara fyrrnefndu forystu-
manna Ríkisútvarpsins, — með
þeirri frómu ósk að þeim megi
ævinlega vel farnast í stjórnar-
störfum sínum, ekki sfst þegar
þeir kunna að eiga sjálfir í hlut.
Með þakklæti fyrir birtingu
virðingarfyllst.
Jón Múli Amason“
Utvarpstækj-
um stolið
BROTIZT var inn f mannlausa
kjallarafbúð við Sólvallagötu á
fimmtudag og stolið útvarpstæki
og e.t.v. einhverjum skartgripum.
Aðfaramótt fimmtudags var
brotizt inn í bifreið, sem stóð fyrir
utan bifreiðaverkstæði Heklu hf.
við Laugaveg og útvarpstæki og
hátölurum stolið úr henni. Á
fimmtudag var einnig tilkynnt
um innbrotstilraun í knattborðs-
stofuna við Einholt, en tilraunin
hafði ekki heppnazt og engu var
stolið.
— Aukakosningar
Framhald af bls. 1
báðum þessum stöðum með
minnst atkvæðamagn.
Stjórnmálafréttaritarar í
London eru þeirrar skoðunar, að
þessi úrslit og fylgistap Verka-
mannaflokksins, geti orðið til
þess, að Edward Heath, forsætis-
ráðherra, efni til kosninga f
landinu vorið 1974, en biði ekki
til ársins 1975. Eftir þessar auka-
kosningar hafa fhaldsmenn 323
sæti í Neðri málstofunni, Verka-
mannaflokkurinn 287 og Frjáls-
lyndi flokkurinn á þar ellefu
þingmenn.
- Verkfallsverðir
Framhald af bls. 32
samband við Stefán Gunnlaugs-
son þar sem hann var við vinnu f
Sjálfstæðishúsinu og sagði hann,
að þeir hefðu ekki orðið varir við
nein tilþrif Sunnanmanna. Hins
vegar kvað hann það ánægjulegt,
að geta haft veitingahúsið opið úr
því að von væri á stéttarbræðrum
þeirra í Reykjavík. Allir væru vel-
komnir og reynt yrði að sjá gest-
um fyrir mat og drykk, ekki sízt
langt að komnum eins og þeirra
væri vani. Kvað hann því etið og
drukkið í Sjálfstæðishúsinu eins
og hvern lysti og pyngjan þyldi.
— Færeyingar
Framhald af bls. 15.
bruggunarfyrirtækjum að fram-
leiða sterkari bjór. Lögin, sem nú
gilda eru frá 1928 og sögðu marg-
ir kjósendur, að þeir hefðu greitt
atkvæði gegn þessu, því að þeir
vissu þó altént hvað þeir hefðu og
óttuðust að drykkja myndi stór-
aukast, ef þessi breyting hefði
verið samþykkt.
--------------
— Tollalækanir
Framhald af bls. 32
framvindu þessara tollamála, sem
þó munu skýrast á næstunni.
Þá má geta þess, að íslenzkir
togaraskipstjórar hafa fullan hug
á að reyna brezka ísfiskmarkað-
inn, þegar er samningurinn við
Breta hefur verið fullgiltur og
láta reyna á það, sem Austin
Laing, framkvæmdastjóri Sam-
bands brezkra togaraeigenda
sagði í viðtali við blaðamann Mbl.
fyrir nokkrum vikum — að
ekkert væri því til fyrirstöðu, að
íslenzkir togarar lönduðu í Bret-
landi, þegar bráðabirgðasam-
komulag hefði náðst.
— Mengað
hugarfar
Framhald af bls. 32
til að sækja myndirnar, þvf að
útvarpsráð hefði nýlega
ákveðið að banna frekari sýn-
ingar á þeim.
Hér er um að ræða þrjár
teiknimyndir þýzkar til kynn-
ingar á gosdrykknum Sinalco.
Ástæðan fyrir þvf, að forráða-
maður Ölgerðarinnar hugðist
nú taka myndimar úr umferð,
var sú, að hann átti von á
tveimur nýjum teiknimyndum
f sama dúr frá Þýzkalandi.
Forráðamaðurinn spurði að
sjálfsögðu hverju það sætti, að
myndirnar væru skyndilega
ekki hæfar til sýninga, og svar-
ið sem hann fékk, var eitthvað
á þá leið, að myndirnar sam-
ræmdust ekki „fslenzku hugar-
fari“ að dómi útvarpsráðs.
Forráðamaður Ölgerðarinn-
ar „EgiII Skallagrfmsson"
hefur þegar gert ráðstafanir
til að nýju auglýsingamynd-
irnar tvær verði lagfærðar og
samræmdar fslenzku hugar-
fari, samkvæmt túlkun út-
varpsráðs á þvf hugtaki.
— Fiskiþing
Framhald af bls. 2
gerðarinnar betur borgið méðút-
gerð skuttogaranna, og einc
batnaði með komu þeirra hagur
frystihúsanna og sjómannanna.
Fiskiþing hefur þegar samþykkt
nokkrar ályktanir og er þar fyrst
að nefna, þá ályktun, sem gerð
var um skýrslu fiskimálastjóra,
en þar var þingheimur einhuga
um þær athugasemdir, sem fiski-
málastjóri hafði gert við frum-
varp landhelgisnefndar, sem lagt
var fram á síðasta Alþingi.
Athugasemdir fiskimálastjóra,
sem þingið staðfesti, voru í
meginatriðum þær, að með frum-
varpinu væri reynt að koma á of
fastmótaðri og bundinni skipan
togveiða Slíkt hentaði ekki við
þær aðstæður sem hér væru í
fiskveiðum, vegna breyttra fisk-
gangna frá ári til árs og annarra
aðstæðna. Oft þyrfti að grípa til
skjótra ráðstafana. Fiskifélagíð
legði því áherzlu á sveigjanleika í
fiskveiðilöggjöf okkar og ramma-
lög, sem mótuðu útlínur, en síðan
yrði það á valdi sjávarútvegsráðu-
neytisins og aðila sjávarútvegsins
að taka ákvarðanir, sem miðuðust
við ríkjandi aðstæður á hverjum
tíma. Annað meginatriði athuga-
semda fiskimálastjóra varþað, að
óeðlilegt væri að fela vísinda-
stofnun eins og Hafrannsókna-
stofnuninni löggæzlustörf. Einnig
væri óeðlilegt, að skiptingu veiði-
svæða og takmörkun veiða, væri
alfarið falið Hafrannsóknastofn-
uninni, og sjávarútvegsmenn
hefðu þá engin áhrif á sitt megin-
hagsmunamál. Þessi þáttur væri
að verulegu leyti félagslegs eðlis
og ekki minna en vísindalegs og
bví væri þessi skipan málanna
óeðlileg.
- Mið-Austurlönd
Framhald af bls. 1
Kissinger hefur tjáð Wald-
heim, framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, að Egyptaland
og lsrael muni senda fulltrúa á
einhvern stað á leiðinni milli
Kairó og Súez til að undirskrifa
þennan samning. Bað Kissinger
Waldheim um að gangast fyrir
þvl, að það yrði gert fljótlega,
helzt á morgun, laugardag.
BROT A
V OPNAHLÉNU
Vitað er, að ein Israelsk her-
flugvél var skotin niður yfir Súez-
svæðinu f dag. Samkvæmt til-
kynningu frá Kairó voru þar á
ferð tvær könnunarvélar og voru
þær skotnar niður með eld-
flaugum. Israelar segja, að ein
f lugvél hafi verið skotin niður, en
ekki tvær. Þá hefur einnig vitnazt
að til tfðinda hafi dregið á norður
vfgstöðvunum og sakar hvor aðili
hinn um að hafa átt upptökin. Áð
öðru leyti virtist aflt með kyrrum
kjörum f dag.
Engar tálmanir fyrir samkomu-
lagi, segir utanrfkisráðuneyti
USA. Talsmaður Bandarfska
utanríkisráðuneytisins sagði f
kvöld, að það ætti ekki við rök að
styðjast, að neinar tálmanir væru
á þvf að Egyptar og Israelar næðu
samkomulagi. Hafði þessi orð-
rómur komist á kreik, m.a. vegna
þess að f samkomulaginu er ekki
minnzt á, að Egyptar fallist á að
opna mynni Rauða hafsins að
nýju og leyfa tsraelum siglingar
— Oánægja
Framhald af bls. 32
og hafði okkur þó verið heitið
hinu gagnstæða. September —
október er einmitt sá timi, þeg-
ar engan /isk er að fá á þessu
svæði," sagði Guðmundur.
Hann deildi einnig á það, að
ekki skyldi vera ákvæði f samn-
ingnum um rétt Islendinga til
lögsögu á hafsvæðinu kringum
landið, og aðeins skuli vera eitt
hólf lokað hverju sinni í stað
tveggja, eins og nauðsynlegt
væri. „Ég tel einsýnt og það
held ég, að sé álit okkar allra
hér um slóðir, að með samn-
ingnum verðum við fyrir mun
meiri erlendum togaraágangi,
en ef stríðið hefði haldið
áfram.“
Því næst snerum við okkur til
Harðar Guðbjartssonar, skip-
stjóra á ísafirði. Hann kvað alla
skipgtjóra á togskipunum vest-
firzku vera sammála um, að of
langt væri gengið með þessum
samningsgrundvelli. Honum
sveið hvað mest, að gengið
skyldi að þvf, að hafa eitt svæði
lokað hverju sinni, þegar tvö
svæði væru algjört lágmark.
Hann var sammála Guðmundi
um, að samningurinn kæmi
harðast niður á Vestfirðingum,
sókn erlendra veiðiskipa yrði
lang mest á þeirra mið.
Agúst Pétursson, fram-
kvæmdastjóri á Patreksfirði,
tók nokkuð í sama streng. Hann
sagði að vísu, að skoðanir
manna væru nokkuð skiptar á
Patreksfirði um ágæti samn-
ingsins, taldi þó að almennt
væri mjög hörð andstaða gegn
honum meðal allra sjómanna
Vestfjarða Hins vegar væru
allmargir útgerðarmenn, sem
þættust sjá, að þetta væri
kannski eini möguleikinn til
að ná settu marki, og hafa þá
fyrst og fremst í huga, að við
fáum yfirráðarétt yfir þessu
hafsvæði að lokum. Hann
kvaðst þó hafa heyrt marga
harma, að við skyldum ekki
hafa fulla lögsögu við gæzlu á
veiðum erlendu skipanna, held-
ur þurfa að sækja undir Breta í
þeim efnum. „Mönnum finnst
eins og þeir séu með því að láta
af hendi eitthvað, sem þeim ber
sjálfum, og þannig er þetta um
leið orðið sjálfstæðismál lands-
manna, “ sagði Agúst.
Fréttaritari Morgunblaðsins
á Sauðárkróki taldi, að þar
fögnuðu allir hugsandi menn
þessum samningi. En við annan
tón kvað á Siglufirði. Fréttarit-
ari Mbl. sagði, að menn á tog-
skipinu þar væru mjög heitir út
af þessu máli og hið sama gilti
um flesta bæjarbúa, er störf-
um það svæði. Var gefið f skyn, að
frá þessu yrði gengið fljótlega.
Abba Eban, utanrfkisráðherra
Israels gagnrýndi f dag löndin f
Efnahagsbandalagi Evrópu og
sagði, að þeim væri meira í mun
að vernda eigin hagsmuni, þegar
olfan væri annars vegar, en að
koma á friði f Miðausturlöndum.
Hvatti Eban Efnahagsbandalags-
rfkin til að segja sem minnst og
leggja ekki stein í götu friðarvið-
leitni, sem uppi væri höfð.
KISSINGER FÆR VART
HRÓS 1 KlNA
Henry Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandarfkjanna er nú á leið
til Kfna, og segja fréttaskýrendur
að þar muni hann tæpast fá hrós
fyrir þann þátt sem hann hefur
átt í þvf að styrkja vopnahlé Isra-
ela og Araba, þar sem Kfnverjar
séu mjög á verði gagnvart öllum
tilburðum Bandarfkjanna og
Sovétrfkjanna til að hafa áhrif á
gang heimsmálanna. AUt sem
getur orðið til að draga úr mætti
Kfnverja f Miðausturlöndum,
mun sæta gagnrýni f Peking.
I AP fréttum f Sviss segir að
litið sé svo á að þar gæti verið
heppilegt að halda ráðstefnu til
að komast að endanlegu sam-
komulagi um frið f Miðaustur-
löndum. Þetta hefur ekki verið
staðfest, en bent á, að sambands-
stjórn landsins hefur áður lýst sig
reiðubúa, til að leggja fram alla
krafta sfna til að leysa deiluna.
Áhrifamikil blöð bæði f Kairó og
Tel Aviv hafa gefið f skyn í
skrifum sínum, að Genf væri
heppilegur staður til slfks fund-
uðu við sjávarsíðuna. Kvað
hann samningsgrundvöll rfkis-
stjórnarinnar hafa valdið mjög
miklum vonbrigðum. Teldu
menn, að úr því sem komið var,
og eftir sjóræningjaframkomu
Breta á miðunum, hefði verið
af og frá að setja fram nokkrar
tilslakanir þeim til handa. „Ég
held að það þýði ekki mikið
fyrir brezkan togara að koma
hingað inn til hafnar til að fá
þjónustu. Hann yrði ekki af-
greiddur."
Fréttaritari Morgunblaðsins
á Neskaupstað kvað þar skiptar
skoðanir meðal manna um
samningsgrundvöllinn. Sumir
segðu, að ekki hefði verið neitt
vit í öðru en að semja úr þvf
sem komið var, en svo væri
aðrir aftur gallharðir og segðu,
að ekkeit hefði átt að semja,
þar sem nú færi vetur í hönd og
Bretarnir hefðu þá orðið til-
neyddir að gefast upp. Helzta
röksemd þessara mann gegn-
samningi væri gjarnan fram-
ferði brezku togaranna og varð
skipanna., sem væri slíkt að
ekki verðskuldaði samninga af
neinu tagi. „Almennt held ég,
að menn séu sérstaklega ugg-
andi út af einu atriði í samn-
ingnum, en það er lögsagan.
Menn velta því fyrir sér hvern-
ig hún verði túlkuð, hvernig
fari ef brezkt eftirlitsskip neiti
að viðurkenna staðarákvörðun
íslenzks varðskips. Þarna
hefðu menn kosið skýrt ákvæði
um rétt islenzku varðskipanna.
„Hann kvaðst þó telja, að fléiri
væru inn á því að semja en hið
gagnstæða, þó að fæstir væru
að öllu leyti ánægðir með
hvernig samið væri.
Þá fór fréttaritari Morgun-
blaðsins í Keflavík á stúfana,
tók sjómenn tali og símaði sfð-
an eftirfarandi: „Eftir að hafa
gengið um bryggjur og farið
um borð í skip hér f Keflavik,
virðist mér mjög þungt hljóð í
sjómönnum. Voru þeir allir
nokkuð sammála um að samn-
ingar við Breta næðu engri átt:
„Ræningjar á sjó eðalandi eiga
ekki að komast fyrirhafnar-
laust út úr sinum viðjum,“
sagði einn þeirra, sem ég átti
tal við. Og annar sagði: „Ég
held, að það hefði aldrei átt að
gera neina samninga við Breta,
heldur standa á okkar rétti, þvi
að við eigum landið og sjóinn.“
Þannig var hljóðið í sjómönn-
um fiskiflotans i Keflavik."
Jákvæð rödd heyrðist hins
vegar á Akranesi. Fréttaritar-
inn þar kvaðst telja, að flestir
væru fylgjandi því að semja við
Breta úr því sem komið væri.
Menn vildu heldur samninga
en stríð.
ar.