Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 Fyrirspurnartím' á Alþingi S.l. þriðjudag var fyrirspurnar- timi í sameinuðu Alþingi og verður hér sagt frá þeim fyrir- spurnum og svörum, sem ekki hefur verið sagt frá sérstaklega. A1 menni ngsbókasöfn Gils Guðmundsson (Ab) spurði menntamálaráðherra: 1. Hvaða líður endurskoðun laga um al- menningsbókasöfn? 2. Hvenær má vænta þess, að frumvarp um málið verði lagt fyrir Alþingi? Magnús Torfi Ólafsson sagði, að nefnd hefði verið í málinu og hefði hún lokið störfum í april 1971. Frumvarp hennar hefði ver- ið sent Samb. ísl. sveitarfélaga og Bókavarðafélagi íslands til umsagnar og hefðu báðir þessir aðilar talið, að endurskoðunar væri þörf á frumvarpinu. Þeirri endurskoðun hefði ekki verið hraðað vegna þess, að fyrst yrði að sjá hvað yrði um ákvæðin i grunnskólafrumvarpinu um skólabókasöfn. Rétt væri þó, að frumvarpið gæti komið til skoð- unar í þinginu sem fyrst. Friðjón Þórðarson (S) kvaðst hafa flutt sams konar fyrirspurn á siðasta þingi, en hún hefði ekki komist á dagskrá. Taldi hann brýnt að taka á málinu, þar sem fjárveitingar til þessarar starf- semi hefðu staðið í stað um langa hríð. Gils Guðmundsson taldi aðal- atriðið vera að auka fjárveitingar til bókasafna. Störf Alþingis Bj arni Guðnason (ut.fl.) spurði forsætisráðherra: 1. Telur forsætisráðherra það í samræmi við stjórnskipun Islands, að Alþingi sé frá störfum sex mánuði á ári? 2. Telur forsætisráðherra, að Alþingi geti sinnt því eftirlits- hlutverki, sem því er ætlað, með svö stuttu þ inghaldi ? Ölafur Jóhannesson sagðist fyrst og fremst láta uppi persónu- legar skoðanir sínar. Var svar ráð- herra í stuttu máli „já“ við báðum spurningunum. Bjarni Guðnason taldi, að Alþingi væri bara að verða afgreiðslustofnun. Þyrfti að finna leiðir til að auka veg og virðingu Alþir.gis. Hafrannsóknir Eysteinn Jónsson (F) spurði sjávarútvegsráðherra: Hvað líður gerð þriggja ára áætlunar um haf- og fiski- rannsóknir, fiskileit, veiðitilraun- ir og aðra þjónustu við fiski- flotann skv. þingsályktun frá 5. apríl 1971? Hvenær má vænta, að áætlun þessi verði lögð fyrir Alþingi samkv. ákvæðum þingsályktunar- tillögunnar? Sagðist þingmaðurinn hafa flutt sömu fyrirspurn í nóvember í fyrra og þá hefði komið í ljós, að ekkert var farið að gera í mál- inu. Lúðvík Jósepsson sagði, að sér- fræðingar Hafrannsókna- stofnunar væru nú að ljúka við greinargerðir sínar og ætti eftir að samræma hin ýmsu sjónarmið í stjórn og ráðgjafanefnd stofnunarinnar. Mætti vænta niðurstöðu um næstu áramót. Eysteinn Jónsson lagði á það áherslu, að samráð yrði haft við Frá fundi f sameinuðu þingi, þeg- ar landhelgissamningarnir voru til umræðu sl. fimmtudag. Ljósm. Sv.Þorm. sjóði 3,2 milljónir og ef einnig væri talið framlag sveitarsjóðs væri nú búið að veita samtals 4,8 milljónir tii byggingarinnar. Ef bygging hússins hæfist á næsta ári, þegar ný lög um fjármögnun slíkra bygginga hefðu tekið gildi, þá yrði viðbótarfé veitt eftir ákvæðum þeirra laga. Steingrímur Hermannsson sagði, að kerfið væri orðið svo flókið, að ekki væri á nokkurs manns færi að standa í því að fá framkvæmdir sem þessa knúða i gegn. „Kerfið virkar eins og drápskylfur á málefni dreifbýlis- ins“ sagði þingmaðurinn. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) kvaðst taka undir orð Steingríms. Kvaðst hann hafa undir höndum 16 fundargerðir frá fundum samstarfsnefndar um verklegar framkvæmdir ríkisins, þar sem minnst væri á þetta mál. Til að leysa málið þyrfti bara eina pólitiska ákvörðun. Sagðist hann treysta því, að Steingrímur mundi styðja sig og aðra þingmenn Vest- fjarðakjördæmis til að knýja fram þessa pólitísku ákvörðun. Vilhjálmur Hjálmarsson (F) tók undir með öðrum ræðumönn- um um að kerfið væri allt of þungt í vöfum. Sjómannastof-ur Vilhjálmur Hjálmarsson spurði sjávarútvegsráðherra: Hefur rfkisstjórnin gert ráð- stafanir til að undirbua löggjöf um sjómannastofur, og ef svo er, hvenær má vænta þess, að frv. um það efni verði lagt fyrir Alþingi? Lúðvík Jósepsson svaraði því til, að nefnd hefði verið skipuð til að semja frumvarp um efnið, og væri stefnt að því að leggja fram frumvarp á þessu þingi. Hafnaáætlun Steingrímur Hermannsson (F) spurði samgönguráðherra: 1. Hvenær má géra ráð fyrir því, að áætlun um framkvæmdir við hafnir landsins verði lögð fyrir Alþingi? 2. Hvað tefur gerð umræddrar áætlunar? Björn Jónsson sagði, að áætlun hefði verið gerð 1968, en hún hefði ekki komist nema að nokkru til framkvæmda vegna versnandi afkomu þjóðarbúsins á þeim tíma. Áætlun, sem næði fram til 1976 væri nú í smíðum og stæðu vonir til um að hún yrði lögð fram á þessu þingi. samtök sjómanna og útvegs- manna. Hitaveita á Suðurnesjum Oddur Ólafsson (S) spurði iðnaðarráðherra: 1. Hvað líður rannsóknum Orkustofnunar á jarðhitasvæðum á S' .ðurnesjum? 2. Liggur fyrir samanburður á hagkvæmni virkjana á þeim hita- svæðum, ertil greina koma? Magnús Kjartansson sagði, að rannsóknir hefðu einkum farið fram á þremur svæðum, Krísu- víkursvæði, Reykjanessvæði og á Svartsengi. Sagði hann, að skýrsla um Krísuvíkursvæðið frá Orku- stofnun mundi líklega birtast næsta vor. Rannsóknir á Reykja- nessvæði hefðu bent til þess, að þar væri hagkvæmt að virkja jarðhitann til sjóefnavinnslu. Rannsóknir í Svartsengi bentu til þess, að þar væru bestu mögu- leikarnir til virkjunar til húsa- hitunar. Taldi ráðherrann ekki ástæðu til að gera samanburð á hagkvæmni þeirrar virkjunar og virkjunarinnar á Reykjanes- svæðinu vegna þess, að þær yrðu ekki hagnýttar á sama hátt. Oddur Ólafsson lýsti ánægju sinni yfir þvi, að í Ijós hefði komið að nægir virkjunarmögu- leikar væru á jarðhitasvæðum á Suðurnesjum. Héðan i frá stæði spruningin einungis um áfram- hald rannsókna og framkvæmdir og hvernig þær yrðu fjármagnað- ar. Sala Birningsstaða Bragi Sigurjónsson (A) spurði landbúnaðarráðherra: Hefur landbúnaðarráðherra selt ríkisjörðina Birningsstaði í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu, og sé svo, þá hverjum, hvenær, samkvæmt hvaða lagaheimild, fyrir hvaða verð og hvernig var þ að verð fundið út ? Halldór E. Sigurðsson sagði, að jörðin hefði verið seld ábúanda jarðarinnar 15. des. s.l. Sölu- verðið hefði verið 155 þús. 5 hundr. þ.e. fasteignamatsverð að frádregnum mannvirkjum ábúanda á jörðinni. Vitnaði ráð- herra síðan í þær lagaheimildir, sem salan studdist við. Framkvæmdir Vegagerðar ríkisins Helgi F. Seljan (Ab) spurði samgönguráðherra: 1. Hve mikill hluti af heildar- framkvæmdum Vegagerðar ríkis- ins er unninn: a) af Vegagerðinni með eigin vélakosti, b) af Vega- gerðinni með leigðum vélakosti, c) af verktökum. 2. Er stefnt að aukinni vél- væðingu Vegagerðarinnar sjálfrar tíl að annast meiri háttar verkefni? Björn Jónsson sagði, að árið 1972 hefði hlutur vinnuvéla í framkvæmdum Vegagerðarinnar verið 325 milljónir kr. 53% hefði verið unnið með leigðum vélum og 47% með eigin. Ef bifreiðar í efnisflutningum væru taldar með væru tölurnar i sömu röð 69 og 31%. Um einstakar vinnuvéla- tegundir sagði ráðherrann, að með leigðum vélum hefði venð unnið 90% af jarðýtuvinnu, 30% af vinnu við ámokstur og 85% af vinnu við efnisakstur. Af verktökum hefði árié 1972 verið unnið fyrir um 330 milljónir kr„ sem væri 26% allra fram- kvæmda Vegagerðarinnar. Ráðherra sagði að lokum, að það væri stefna Vegagerðarinnar að eignast þær vélar, sem ekki væru fáanlegar á almennum Ieigumarkaði, einkum vélar til viðhalds vega. Yrði þeirri stefnu líklega f ylgt áfram. Ahugaleikfélög Helgi F. Seljan (Ab) spurði menntamálaráðherra: Hvenær má vænta þess, að fram verði lagt frumvarp til nýrra laga um fjár- hagslegan stuðning við áhugaleik- félög? Magnús Torfi Ólafsson sagði, að frumvarp um þetta efni yrði lagt fyrir Alþingi innan skamms. Einnig væri væntanlegt frumvarp til endurskoðaðra laga um Þjóð- leikhús. Svava Jakobsdóttir (Ab) lýsti ánægju sinni með síðustu orð ráð- herrans. Rafvæðing sveitanna Vilhjálmur Hjálmarsson (F) spurði iðnaðarráðherra: Hafa verið gerðar sérstakar athuganir varðandi rafvæðingu þeirra býla, sem ekki eru inn á „þriggjaára áætlun"? Eru áformaðar félagslegar aðgerðir til að greiða fyrir raf- væðingu nefndra býla umfram þær, sem felast i sérstakri lána- fyrirgreiðslu skv. orkulögunum? Magnús Kjartansson sagði, að iðnaðarráðuneytið og Orku- stofnun mundu í vetur gera könnun á stöðu hinna 150 býla, sem fyrirspurnin tæki til og ekki hefðu fengið rafmagn næsta haust. Væri að þvf stefnt, að könnuninni yrði lokið nægilega snemma til að unnt yrði að taka fjárvéitingu til rafvæðingar þeirrainn áfjárlögfyrir 1975. Steingrímur Hermannsson (F) átaldi, að áætluninni um raf- væðinguna hefði ekki alls staðar verið framfylgt, eins og efni stæðu til. FViðjón Þórðarson (S) kvaðst fagna því gífurlega mikla átaki, sem gert hefði verið i þessum efnum á undanförnum árum og áratugum. Sjúkra- og iðjuþjálfun Oddur Ólafsson (S) spurði menntamálaráðherra: Hvað líður undirbúningi að námsbraut f sjúkra- og iðjuþjálfun við Háskóla Islands? Sagði Oddur í framsöguræðu sinni, að hér væri um ört vaxandi starfsgrein að ræða, sem árum saman hefði verið skortur á starfsfólki í. Þó að læknadeild Háskólans hefði ákveðið að hefja kennslu í þessari grein virtist samt eitthvað á skorta til að það gæti orðið að veruleik t. Magnús Torfi Ólafsson sagði, að f tilefni af sams konar fyrirspurn frá Oddi á þingi í fyrra hefði hann skipað nefnd í málið 3. júlí s.l. Sagði ráðherra, að nefndinni hefði verið falið að hraða störfum eftir föngum. Oddur Ólafsson sagði, að hér vantaði a.m.k. 50—60 sjúkra- þjálfara og fólk þyrfti að bíða mánuðum saman eftir sjúkra- þjálfun eða jafnvel vera alveg án hennar. Læknisbústaður á Hólmavík Steingrímur Hermannsson (F) spurði heilbrigðisráðherra: .1. Hvað hefur tafið byggingu læknisbústaðar á Hólmavík? 2. Hvenær má gera ráð fyrir því, að bygging hefjist og henni ljúki? 3. Hver verður hlutur ríkissjóðs í kostnaði við byggingu þessa læknisbústaðar? Sagði Steingrímur í framsögu- ræðu sinni, að Alþingi hefði þrívegis samþykkt fjárveitingar til byggingar læknisbústaðarins en þó hefði fyrsta skóflustungan ekki verið tekin ennþá. Magnús Kjartansson sagði, að fyrst hefði verið ákveðið að ráðast í byggingu bústaðarins á árinu 1970. Rakti hann síðan þau bréfa- skipti, sem farið hafa fram milli ráðuneytis, rfkisstofnana, nefnda á vegum hins opinbera, sveitar- stjórnarinnar á staðnum og byggingarnefndar hússins. Var það of langur lestur til að unnt sé að tfunda það allt hér. 2. tl. fyrirspurnarinnar kvað ráðherra ekki unnt að svara. Hann svaraði 3. tl. þannig, að þegar hefðu verið veittar úr ríkis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.