Morgunblaðið - 10.11.1973, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.11.1973, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 Þýtur í skóginum Eftir Kenneth Graheme 3. kafli Stóriskógur „Engin hætta, vina,“sagði oturinn. ,,Ég verð sam- ferða ykkur, og ég rata blindandi um allan Stóra- skóg. Og ef þörf verður á að segja einhverjum til syndanna, þá látið mig um það.“ „Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, rottu- rófa,“ sagði greifinginn. „Göngin mín ná lengra en Hvar eiga börnin heima? Börnin fimm á myndinni hafa verið úti að leika sér. Þau eiga heima í húsunum efst á m.vndinni. Og nú er kallað á þau í matinn. En þau fara ekki heinustu leið heim, eins og harna er oft vani. En hér á mvndinni er strik á milli hvers barns og hússins sem pao a neima i. I\ú átt þú að finna hvar hvert barnanna á heima. þig grunar, og ég hef fleiri en einar leynidyr í skógarjaðrinum, þótt ég kæri mig ekki um að það vitnist. Þegar að því kemur, að þið þurfið að fara, þá getið þið farið um einar þeirra. En látið þið nú fara vel um ykkur og setjizt niður.“ En rottan vildi ólm komast heim til að sinna störfum sínum á árbakkanum, svo greifinginn tók sér aftur ljóskerið í hönd og leiddi þau eftir mjóum, rökum og loftlausum gangi, sem aldrei virtist ætla að taka enda. Loks sást Ijós af degi f gegnum gróðurinn, sem lokaði fyrir göngin. Greifinginn kvaddi þau stuttlega, um leið og hann stjakaði þeim út fyrir. Síðan hagræddi hann öllu eins eðlilega og hann gat fyrir munnanum, laufblöðum, vafningsjurtum og kjarri, og hvarf sjálfur inn fyrir. Og þarna stóðu þau í útjaðri Stóraskógar. Að baki þeirra voru klettar, brómberjarunnar og trjárætur. En framundan víðir akrar, umkringdir lágu kjarri, sem sýndist svart við hvítan snjóinn. Enn lengra í burtu sá á ána, og rauð vetrarsólin varpaði geislum sínum yfir allt umhverfið. Oturinn tók að sér leið- sögnina, þar sem hann þekkti allar götur og slóðir. Þau gengu í halarófu upp á dálítinn hól. Þar námu þau staðar og horfðu yfir Stóraskóg, dimman, þéttan og uggvænlegan í hvítu landslaginu. Síðan sneru þau heimleiðis sem hraðast, þar sem eldurinn logaði á arninum og birtan af honum lék um húsgögn og muni, sem þeim voru kærir, heim, þar sem rödd árinnar hvíslaði við gluggann og þar sem áin beið þeirra, áin, sem þau þekktu og treystu, þrátt fyrir skapbrigði hennar. Þá fann moldvarpan betur en nokkru sinni áður, þar sem hún tölti þarna á eftir rottunni, að eiginlega átti hún heima á plægðum lendum. Hún var bundin sterkum böndum við plógförin og kjarrið og holtið og melana. Aðrir gátu verið harðir í horn að taka, einbeittir og vígfimir í bardögum, sem náttúran hafði upp á að bjóða. En hún, moldvarpan, varð að nafa vaðiðfyrir neðan sig, vera varfærin og slungin, halda sig á öruggari stöðum, sem höfðu þó að geyma ævintýri, sem nægðu fyrir lífstíð. GUnnLAUGiiAGA o^iiuíuncu Os cr þeir riðu heim um kvöldið, þá spyr Austmaður, hvað Þorstein hefði dre.vmt. Þorsteinn segir: „Ef égsegi þér drauminn, þá skaltu ráða hann, sem hann er til.“ Auslmaður kveðst á það hætla mundu. Þorsteinn mæili pa: „Þaö dreyiiiui mig, að ég þóttist heima vera að Borg og úti fyrir karldyrum, og sá ég upp á húsin og á mænin- um álft eina væna og fagra, og þóttist ég eiga, og þótti mér allgóð. Þá sá ég fljúga annan fugl af suðurátt; sá flaug hing- að til Borgar og settist á húsin hjá álftinni og klakaði við hana blíðlega, og hún þótti mér það vel þekkjast. Þá sé ég, að örninn var svarteygur og járnklær voru á honum; vasklegur sýndist mér hann. Því næst sá ég fljúga annan fugl af suðurátt; sá flaug hingað til Borgar og settist á húsin hjá áfltinni og vildi þýðast hana; það var og örn mikill. Brátt þötti mér sá örninn, er fyrir var, ýfast mjög, er hinn kom til, og þeir börðust snarplega og lengi, og það sá ég, að hvorum tveggja blæddi; og svo lauk þeirra leik, að sinn veg hné hver þeirra af húsmæninum, og voru þá báðir dauðir, en áfltin sat eftir hnúpin mjög og dapurleg. Og þá sá eg fljúga „ fugl úr vestri; það var valur; hann settist hjá álftinni og lét blítt við hana, og síðan flugu þau á brott bæði samt í sömu átt, og þá vaknaði ég. Og er draumur þessi ömerkilegur," segir hann, „og mun vera fyrir veðrum. að þau mætast í lofti úr þeim áttum, er mér þóttu fuglarnir fljúga." Austmaður segir: „Ekki er það mín ætlun,“ segir hann „að svo sé.“ Þor- steinn mælti: „Ger af draumin- um, slíkt er þér sýnist líklegast, og lát mig heyra." Austmaður mælti: „Fuglar þeirmunu vera manna fylgjui en húsfrevja þln er eigi heil, og mun hún fæða meybarn frítt og fagurt, og munt þú unna þvf mikið. En göfugir menn munu biðja dótt- ur þinnar úr þeim áttum, sem þér þóttu ernirnir fljúga að, og leggja á hana ofurást og berjast um hana og Iátast báðir af þvf efni; og því næst mun hinn þriðji maður biðja hennar úr þeirri átt, er valurinn flaug að, og þeim mun hún gift verða. Nú hef ég þýtt draum þinn og hygg eftir muni ganga.“ Þor- steinn svarar: „Illa er draumur ráðinn og óvingjarnlega," sagði hann, „og munt þú ekki drauma ráða kunna." Austmað- ur segir: „Þú munt að raun um komast, hversu eftir gengur." Þorsteinn lagði fæð á Aust- manninn, og fór hann á brott um sumarið og er hanr úr sögunni. III. kapítuli. Um sumarið hjóst Þorsteinn tP þings og mælti til Jófríðar húsfrevju, áður hann fór heim an: „Svo er háttað," segir hann, „að þú ert með harni, og skal það barn út bera, ef þú fa-ðir meybarn, en upp fæða, ef sveinn er.“ Og það var þá sið- vandi nokkur, er land var allt alheiðið, að þeir menn, er fé- litlir voru, en stóð ómegð mjög til handa, létu út bera börn sín, og þótti þó illa gjört ávallt. Og er Þorsteinn hafði þetta mælt, þá svarar Jófrfður: „Þetta er óþingslega mælt,“ segir hún, „slíkur maður sem þú ert, og mun þér eigi sýnast þetta að láta gera, svo auðugur maður sem þú ert.“ Þorsteinn svarar: „Veizt þú skaplvndi mitt,“ segir hann, „að eigi mun hlýði- samt verða, ef af er brugðið." Sfðan reið hann til þings, en Jófrfður fæddi meðan mcybarn ákafa fagurt. Konur vildu það beraað henni en hún kvað þess litla þörf og lét þangað kalla smalamann sinn, er Þorvarður hét, og mælti hún: „Hest minn skaltu taka og leggjasöðul á og færa barn þetta vestur í Hjarðarholt Þorgerði Egilsdótt- ur, og bið hana upp fæða með leynd, svo að Þorsteinn verði eigi var við, og þeim ástaraug- um renni ég til barns þessa, að víst eigi nenni ég, að það sé út borið. En hér eru þrjár merkur silfurs, er þú skalt hafa að verkkaupi; en Þorgerður skal fá þér fari vestur þar og vist um haf.“ Þorvarður gerði, sem hún mælti; síðan reið hann vestur f Iljarðarholt með barn- ið og fékk Þorgerði í hendur, en hún lét upp fæða landseta sína er bjuggu inn áLeysingja- stöðum í Hvammsfirði. En hún tók Þorvarði fari norður í Steingrímsfirði í Skeljavík og vist yfir haf, og fór hann þar utan, og er hann nú úr sögunni. Og er Þorsteinn kom heim af þingi, þá sagði Jófríður honum, að barnið er út borið, sem hann hafði fyrir mælt, en smalamað- ur var f brott hlaupinn, og stol- ið í brott hesti hennar. Þor- steinn kvað hana hafa vel gert og fékk sér smalamann annan. Nú liðu svo sex vetur, að þetta varð ekki vfst. Og þá reið Þor- steinn til heimboðs vestur í Hjarðarholt, til Olafs pá, mágs síns, Höskuldssonar, er þá þótti vera með mestri virðingu allra höfðingja vestur þar. Þorsteini var þar vel fagnað, sem líklegt var, og á einhvern dag að veizl- unni er það sagt, að Þorgerður sat á tali við Þorstein, bróður sinn, í öndvegi, en Olafur átti tal við aðra menn. En yfir gegnt þeim á bekknum sátu meyjar þrjár. Þá mælti Þor- mcórnorgunkaf finu -----Ég mun nú fara nokkr- um orðum um skaðleg áhrif sjónvarpsins á sambúð fólks... POUUX -----Pabbi, þú gleymdir vesk- inu þfhu — Viltu fá undirleik? -----Og þar á eftir komum við að skýrslu gjaldkeranna. / 1 '1 Ki; ' ’l i \ i -----Ég þekki engan sem er jafn klaufalegur með hnífa og þú ert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.