Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973
29
Amin — övinur hippanna
Hippar
bannaðir
Nairobi 7. nóvember-AP
AMIN forseti U ganda gaf I dag
út þá tilskipun til allra öryggis-
varðsveita landsins, að þær
handtækju alla þá hippa, sem
til næðist. Mun Amin hafa tjáð
embættismönnum sínum, að
þó svo að Uganda byði ferða-
menn hjartanlega velkomna til
landsins, þá væru landsmenn
andvígir hippum, og „hippar
eru övelkomnir hér i heimi“,
sagði Amin hinn makalausi að
lokum.
Elizabeth Taylor —
verður hún bönnuð?
Beta bönnuð?
Jakarta, Indónesíu
7. nóvember-AP
HÓPUR unglinga, sem eru
Múhameðstrúar, skoraði í dag
á ríkisstjórnina að banna allar
kvikmyndir Elizabeth Taylor,
vegna þess að hún hefði geng-
izt fyrir fjársöfnun til handa
Israel. Indónesia, sem er að
langmestum hluta Múhamstrú-
ar, hefur stutt Araba í átökun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs.
Rauði krossinn
yill betri með-
ferð á föngum
Teheran 8. nóv. AP.
IRANSKEISARI setti í morgun
22. fund Alþjóða Rauða krossins,
sem er haldinn í Teheran og
hvatti til að gerðar yrðu breyt-
ingar á ýmsum lögum sam-
takanna vegna breyttra aðstæðna
og nýrra vandamála í heiminum.
Fela þær meðal annars í sér
strangari verndarákvæði fyrir
stríðsfanga, hvort sem eiga í hlut
hermenn eðaóbreyttir borgarar.
Fulltrúar frá 121 þjóð sitja
fundinn og mun hann standa
fram til 15. nóvember. Er búizt
við miklum önnum ráðstefnu-
manna, m.a. í sambandi við ofan-
greindar breytingar, sem trúlega
verða miklar umræður um.
Rebozo í mál
Miami Florida, 8. nóv., AP.
C.G. „Bebe“ Robozo, góðvinur
Nixons Bandaríkjaforseta, hefur
höfðað skaðabótamál á hendur
dagblaðinu „Washington Post“ og
gerir kröfur til 10 milljón dala
bóta fyrir skrif blaðsins, þar sem
hann var sakaður um ýmiss konar
misferli I fjármálum.
■ ■
Á HEL[ ARÞROM Framhaldssagan i hýdingu Bjöms Vignis
34
Virginia tók upp flöskuna í ann-
arri hendi, byssuna í hinni. Fætur
hennar voru óstyrkir og báru
sýnileg merki taugaálagsins.
Hawes fylgdist gaumgæfilega
með óstyrkum hreyfingum
hennar. Hann þóttist nú næsta
öruggur um, að vökvinn i vinstri
hendi hennar væri hvergi nærri
eins hættulegur og hún vildi vera
láta. En nítróið var samt kynlegt
efni. Stundum mátti ekki blása á
það. Stundum . . .
Hann velti þessu fyrirsér.
Var þetta nitró? Eða var þetta
vatn?
Með snörum handtökum fjar-
lægði Virginia byssu Byrnes úr
kápuvasanum. Húi} gekk siðan
aftur að borðinu, setti flöskuna
ofan á borðplötuna en kom byss-
unni fyrir í efstu skúffunni.
„Þú þarna,“ sagði hún við
Brown. „Láttu mig hafa byss-
una.“
Brown hikaði.
„Flaskan hérna er full af nítró-
glysserini," sagði hún. „Láttu mig
fá hana.“
Brown leit á Byrnes.
„Láttu hana fá byssuna, Artie,"
sagði Byrnes. „Hún hefur töglin
og hagldirnar."
„Hvað vakir fyrir henni?" vildi
Brown fá að vita.
„Skiptir engu,“ sagði Virginia,
og henni var farið að hitna í
hamsi. „Haltu kjafti og fáðu mér
byssuna."
„Það er töggur I yður, frú,“
sagði Brown. Hann gekk að borði
hennar, en hafði ekki af henni
augun. Hann starði á hana, meðan
hann losaði af sér byssuna og
hulstrið. Hann reyndi að gera upp
við sig, hvort hún væri hatari.
Venjulega gat hann mælt út hat-
ara, sem hann kallaði svo, úr þús-
urida manna hópi, vissi á svip-
stundu, hvort maðurinn, sem
hann horfði á eða ræddi við,
myndi láta litarhátt hans ráða
ferðinni varðandi frekari sam-
skipti þeirra. Arthur Brown var
negri. Hann hafði snemma komizt
að þvi, að hliðstæðan i nafni hans
og hörundslit jók aðeins á byrði
hans sem blökkumanns. Hann var
óþolinmóður maður, og nú beið
hann óþolinmóður eftir þvi
ag Virginía léti falla ein-
hverja níðangurslega athugasemd
um hörundslit hans. Venjulega
kom það, en þó ekki alltaf. Um
leið og hann setti byssuna og
hulstrið á borðíð, hafði óþolin-
mæði hans náð hámarki. Hann gat
ekkert lesið úr svip Virginiu
Dodge. Og þó að hann væri aðeins
nýstiginn inn i þessar sérkenni-
legu kringumstæður, vildi hann
ólmur fá þessu lokið af.
Virginia ýtti byssu Brown niður
í efstu skúffuna.
„Farðu þangað yfir,“ sagði hún,
„í hinn endann!"
„Er allt í lagi, að ég gefi varð-
stjóranum skýrslu áður,“ spurði
hann.“
„Varðstjóri!" kallaði hún.
„Komdu hingað."
Byrnesgekk til þeirra.
„Hann vill gefa þér skýrslu.
Gerðu það hérna, svo að ég heyri,
hvað ykkur fer á rnilli."
„Hvernig gekk þetta?" spurði
Byrnes.
„Engan veginn. Og mun ekki
ganga, Pete.“
„Nú, hvers vegna ekki?“
„Ég kom við i söluturni — eftir
að ég var farinn úr verzluninni.
Til að kaupa sigarettur."
„Já?“
„Eg fór að rabba við eigandann.
Hann fræddi mig á því, að það
hefði verið framinn fjöldi rána í
götunni að undanförnu. Aðallega
í fataverzlunum."
„Já?“
„Hann sagði mér líka, að fljót-
lega yrðu rán þessi upprætt.
Veiztu af hverju?"
„Af hverju?"
„Af þvi — þetta sagði hann mér
— að það var plantað löggu í eina
fataverzlunina ofar i götunni, og
bíður Iöggan nú eftirþví, að þrjót-
arnir sýni sig aftur. Þetta sagði
maðurinn i söluturninum mér.“
„Egskal."
„Svo að úr þvi að hann veit það,
þá veit hver einasti kaupmaður í
götunni það líka. Og þá má bóka,
að þjófarnir vita allt um þetta.
Svo að þetta tekst ekki, Pete. Við
verðum að finna eitthvert annað
ráð.“
„Jamm,“ sagði Byrnes.
„Eruð þið búnir?“ spurði
Virginia.
„Ég er búinn.“
„Allt í lagi. Yfir i hinn enda
salarins með ykkur!“
Byrnes gekk frá borðinu.
Brown dokaði við.
„Heyrðirðu ekki, hvað ég
sagði?"
„Eg heyrði hvað þér sögðuð."
„Burt með þig þá!“
„Til hvers er nítróið og byss-
an?“ spurði Brown. „Eg á við —
hvað eruð þér að gera hér? Hver
er tilgangurinn?"
„Ég er hér til að drepa Steve
Carella."
„Með súpunni þarna?"
„Með byssunni. Nítróið er að-
eins trygging."
Brown kinkaði kolli. „Er þetta
raunverulega nítró?“
„Þetta er raunverulega nitró,
já!“
„Hvernig get ég treyst þvi?“
„Þú getur það ekki. Ekki nema
þú sért tilbúinn að sannreyna
það,“ sagði Virginia og brosti.
Brown brosti á móti. „Nei,
þakka yður fyrir, frú. Ég bara
spurði. Svo þú ætlar að kála
Steve, já. Hvað hefur hann gert
þér? Gaf hann þér stöðumæla-
sekt?“
„Þetta er ekkert fyndið,“ sagði
Virginia og brosið hvarf af vörum
hennar.
„Nei, mér fannst það ekki
heldur. Hver er þessi skrautlega
þarna?" sagði Brown og benti á
Angelicu. „Félagi þinn?“
„Eg á engan félaga," sagði
Virginia og Brown fannst sem
augu hennar dofnuðu snöggvast.
„Hún er fangi.“
„Erum við það ekki öll?“ spurði
Brown og brosti aftur. Virginia
Dodge endurgalt ekki brosið.
Hal Willis gekk yfir að borðinu.
„Hlustaðu nú á okkur,“ sagði
hann. „Miscolo er þungt haldinn.
Leyfðu okkur að sækja handa
honum lækni?"
„Nei,“ svaraði Virginia.
„1 guðs bænum. Hann gæti
verið að dauða kominn. Sjáðu til.
Þú ert á eftir Carella, ekki satt?
Hvaða vit er þá í þvi að láta
saklausan mann ...“
„Engan lækni,“ sagði Virginia.
„Hvers vegna ekki,“ sagði nú
Byrnes og gekk til þeirra. „Þú
getur haldið honum hér, eftir að
hann hefur gert að sárum
Miscolo. Eins og okkur hinum.
Hvaða fjandans máli skiptir
það?“
„Engan lækni, segi ég,“ sagði
Virginia.
Hawes mjakaði sér að borðinu.
Osjálfrátt höfðu mennirnir tekið
sér þá stöðu umhverfis borðið,
sem þeir notuðu alla jafnan i yfir-
heyrslum. Hawes, Byrnes og
Brown stóðu fyrir framan borðið
en Willis ofurlitið til hægri við
það. Virginia sat á stól sínum,
nitróflaskan var aðeins fáeina
sentimetra frá vinstri hendi
hennar, byssan í þeirri hægri.
„Eí ég tæki nú simann engu
síður og hringdi á lækni? spurði
Hawes.
„Ég myndi skjóta þig, rauð-
haus.“
„Öttastu ekki annan hvell?"
spurði Willis.
„Nei.“
„Þér varð ekki um sel, þegar
Murchison kom upp í siðasta
skiptið, varþað?" sagði Hawes.
„Haltu kjafti, rauðhaus, ég er
búinn að fá nóg af þér,“ sagði
Virginia.
„Nóg til að skjóta mig?“ spurði
hann.
„Já.“
„Og hætta á annan hvell?"
skaut Brown nú inn í.
„Og á aðra heimsókn að
neðan?“
„Þú getur ekki tekið þá áhættu
eða hvað?“
„Hvort ég get. Vegna þess að
komi einhver hingað upp öðru
sinni, sprengi ég nítróið, fjandinn
hafi það!“
„En hvað þá um Carella? Þú
sprengir okkur í loft upp, en Car-
ella sleppur. Þú ert á eftir Car-
ella, en ekki okkur, er það ekki?“
„Já, en ...“
„Þá geturðu ekki sprengt nítró-
ið.“
„Né hætt á annað skot.“
„Þú getur engan okkar skotið,
það er of áhættusamt, ekki satt?“
„Á sinn stað með ykkur!" hróp-
aði Virginia. „Alla saman.“
„Við hvað ertu hrædd, Vir-
ginia?“
„Þú ert með byssuna, ekki við.“
„Geturðu ekki skotið af henni?"
„Ertu hrædd við að hleypa af
henni?“
Hawes mjakaði sér að borðinu
vinstra megin og nálgaðist
Virginiu.
„Burt með þig,“ hrópaði hún.
Willis mjakaði sér að henni í
sömu svifum frá hægri, og
Virginia vatt sér að honum með
byssuna á lofti. A þvi augnabliki
notaði Hawes tækifærið og smokr-
aði sér á milli hennar og nítró-
flöskunnar. Hún var hálfrisin úr
sætinu, ýtti stólnum frá sér og
hugðist rétta alveg úr sér. Um leið
sá Willis, að byssan beindist ekki
lengur að flöskunni, vissi að hún
var að nokkru leyti úr jafnvægi,
þegar hún reis upp. skellti sér þvi
flötum á gólfið, og gaf henni vel-
útilátið spark í ökla vinstri fótar.
I sama mund ýtti Hawes við
henni, þannig að hún missti al-
gjörlega jafnvægið. Hún þeyttist
til hægri frá borðinu, gerði
örvæntingarfulla tilraun til að ná
jafnvæginu aftur, en skall engu
síður á gólfið. Lófi hægri handar
opnaðist um leið, og Hawes hrað-
aði sér meðfram borðinu.
Velvakandi svarar I slma 10-
100 kl. 10.30—11.30, fri
mánudegi til föstudags.__
0 Enn um sögualda-
bæinn
Magnús S. Halldórsson
skrifar:
„Það má ef til vill segja, að það
sé bera í bakkafullan lækinn að
ræða meira um hinn margumtal-
aða sögualdarbæ og byggingu
hans, og þá ekki sfzt hvar hann
skuli standa, ef af byggingu
verður. Margir staðir hafa verið
nefndir, og þar á meðal Þjórsár-
dalur, en mitt álit er það, að
fleira fólk af öllu Isl. eigi erindi
til Reykjavíkur en upp í Þjórsár-
dal, og þess 'vegna bendi ég á
eftirfarandi til athugunar þeim,
sem völdin hafa: Allir vita að
undanfarin ár hafa fornleifafræð-
ingar, bæði innlendir og útlendir,
unnið mikið og gott starf Við leit
að bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar
í Reykjavík, og mér finnst mjög
líklegt, að sú leit beri fullan
árangur, áður en langt um liður.
Þegar það verður, má ekki reisa
neina verzlunarhöll á þessum
stað, heldur legg ég til, að Hafliði
okkar verði látinn rækta þar upp
nokkur hundruð fermetra af
sinni alkunnu snilld, og þar á
miðri grænni grund á sögualdar-
bærinn að standa.
Magnús S. HalIdórsson.“
Sögualdarbær í Þjórsárdal eða
annars staðar verður ekki
byggður á vegum íslands yfir-
valda, en hins vegar munu aðilar í
Arnessýslu vera með ráðagerðir
um byggingu sögualdarbæjar í
sínu heimahéraði.
Velvakandi er þeirrar skoðun
ar, að sögualdarbæir eigi að rísa
sem vfðast, — í hverjum lands-
fjórðungi hið minnsta.
Líklega væri þó heldur þröngt
um slíka byggingu á Uppsala-
horninu, ef einhver mynd ætti að
vera á.
En aldrei er of mikið af rækt-
uðum blettum í Reykjavík, og er
vonandi, að umræddur staður
verði einn þeirra, þegar þar að
kemur.
0 Litlir þrjótar
Kristin Bjarnadóttir hringdi.
Hún sagðist hafa verið að koma að
húsi þvi, sem hún starfar i í mið-
bænum en þar fyrir utan stóð hjól
sonar hennar, sem hafði skilið
það þar eftir læst, meðan hann
brá sér til erindagerða i nágrenn-
inu.
Kristín sagði, að þegar sig hefði
borið að, hefðu tveir litlir
drengir, ekki eldri en sex til sjö
ára, verið að rjála við lásinn á
hjólinu, og verið að bera saman
bækur sinar um það, hvernig bezt
væri að opna hann. Hún hefði þá
spurt, hvað þeir væru að vilja
með þetta hjól, og hefði þá annar
þeirra svarað þv-í snúðugt til, að
hann ætti hjólið. Hún hefði þá
sagt, að það gæti ekki verið —
sonur sinn ætti það.
Þá hefðu hún fengið yfir sig
óbótaskammir, og minntist hún
þess ekki að hafa heyrt svo sóða-
legan munnsöfnuð hjá svo litlum
börnum.
Hefði hún þá gert sér lítið fyrir
og kippt hjólhestinum með sér
inn í húsið, en ekki hefði nú mál-
inu verið lokið með þvi. Smá-
piltarnir hefðu þá elt sig inn í
húsið með hrópum og köllum, en
þá hefði borið þar að húsvörðinn,
og hefði hann tekið við stjórninni.
Kristin sagði, að það, sem hefði
komið verst við sig, væri það,
hvað þessir krakkaveslingar
hefðu virzt vera „forstokkaðir“ í
allri sinni framgöngu, og sér hrysi
hugur við því, hvernig framtíðin
gæti litið út hjá þeim börnum.
sem svona væri komið fyrir þegar
á unga aldri.
0 Ösí bókabúðum
Kunningi Velvakanda kom
að máli við hann. Hann sagðist
ekki skilja þann sið, sem viðtek-
inn virtist vera hérlendis, að fólk
stæði i hópum inni í bókaverzlun-
um og skoðaði þar nægju sina af
erlendum blöðum, sem til sölu
væru. Annað væri það, að þegar
þessi blöð væru keypt, þyrfti
kannski að leita lengi að blaði,
sem væri sæmilega hreint og
óvelkt, og annað hitt, að stundum
væru svo margir „viðskiptavinir“
önnum kafnir með þessa iðju, að
aðrir viðskiptavinir kæmust varla
að. Maðurinn sagðist einhverju
sinni hafa spurt afgreiðslustúlku,
hvers vegna þetta væri liðið af
bóksölum, en hún hefði aðeins
svarað með uppgjafartóni: „Við
ráðum bara ekkert við þetta.“
Maðurinn sagðist ekki skilja,
hvers vegna bóksalar gerðu ekki
uppsteyt gegn þessar frekju
hinna lesfúsu en nízku „viðskipta-
vina“, þar sem auðsætt væri, að
þarna væri um talsvert stóran hóp
að ræða, sem læsi öll þau blöð,
sem áhugann vektu, endurgjalds-
laust, og fældi auk þess frá
borgandi viðskiptavini.