Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 Steingrfmur Thorsteinsson Steingrfmur Thorsteinsson: LJÓÐMÆLI. Frumkveðin og þýdd. Hannes Pétursson annaðist út- gáfuna. Helgafell 1973. STEINGRÍMUR Thorsteinsson er í hópi þeirra nítjándu aldar skálda, sem einna minnst snerta nútímann. Hannes Pétursson segir í inngangs- orðum sínum að Ljóðmælum, að á síðari árum Steingríms hafi verið „tekinn að falla á ljóð hans blær hins liðna, sum- part gullinn bjarmi, sem haldizt hefur fram á þennan dag, sum- part fölskvi fyrnskunnar“. í greinargóðum inngangi sínum ræðir Hannes í senn kosti og galla ljóða Steingrfms. I eftir- Hinn gullni biarmi og mála lýsir hann útgáfu bókar- innar með þessum orðum: „Þessi útgáfa er úrval úr frum- kveðnum og þýddum ljóðmæl um eftir Steingrím Thorsteins- son. Fyrirhuguð stærð bókar- innar réð umfangi þess, en sjálft er efnið valið frá þvi einu sjónarmiði, að mér persónulega þætti það hafa skáldskaparlega kosti, þótt benda mætti á form- hnökra ellegar fyrnsku í brag.“ Ekkí veit ég, hvort Hannesi Péturssyni auðnast að færa Steingrím Thorsteinsson nær nútímanum með Ljóðmælum, en bókin er að mörgu leyti vel til þess fallin að auka skilning á skáldskap Steingríms. Bestu ljóð Steingríms eru einstaklega geðfelld, fólki þykir ósjálfrátt vænt um þau. Frá manninum bak við verkið stafar líka hlýju, ekki síst vegna menningar- legrar afstöðu hans til um- hverfisins. Með þýðingu Þúsund og einnar nætur og Ævintýra H. C. Andersens vann Steingrímur þjóð sinni og íslenskum bókmenntum ómetanlegt gagn. Hannes Pétursson leggur áherslu á það í inngangsorðum sínum, að Steingrímur Thor- steinsson hafi verið „góður athugandi, lýsti oft vel því, sem hann kaus að tjá, en hverfði því sjaldnast í óvæntar líkingar, sem þó er algengt um skáld af hans gerð“. Hannes segir enn- fremur: „Meginstyrkur hans fólst í því að geta kveikt saman djúplæga kennd og hugmynda- legt viðhorf í ljóði, sem á sér hófstilltan klið (gott dæmi þess er Svanasöngur á heiði). Þegar honum tekst bezt, hvílir yfir slíkum ljóðum hans eins konar perlumóðurgljái, þá er hugur, hjarta og tunga i jafnvægi og samræmi, en raskist það, í aug- um nútíðarlesanda, hafna erindin ýmist í skrauti, sem er um of eða í dauflegum gráma." Við þessa snjöllu skilgreiningu á skáldskap Steingríms er litlu að bæta. Ljóð eins og Sumar- nótt, sem Hannes telur í hópi bestu Ijóða Steingríms, lætur til dæmis ekki mikið yfir sér. Það er skáld hófsemi og vand- virkni, sem yrkir þetta ljóð og tekst með gullvægum eínfald- leika að skapa tilfinningalegt og hugmyndalegt samræmi: Sólu særinn skýlir, Síðust rönd er byrgð, Hýrt á öllu hvílir Heiðrik aftankyrrð. Ský með skrúða 1 jósum Skreyta vesturátt, Glitra gulli og rósum, Glampar hafið blátt. Stillt með ströndum öllum, Stafar vog og sund, Friður er á f jöllum. Friður er á grund; Heyrist flugkvak hinzta, Hljótt erallt og rótt Hvíl þú hug minn innsta, Himnesk sumamótt! Skáldið sækir til náttúrunnar hvíld og fró og líka hvatningu. „Hér andar guðs blær og hér verð ég svo frjáls,“ stendur í Háfjöllunum. I Ijóði eftir ljóði leitast skáldið við að finna og tjá hið eftirsóknarverða jafnvægi skáldskapar og veruleika. Skáldinu tekst þetta stundum á töfrandi hátt eins og í Nótt, þar sem sigurvænleg listræn vinnu- brögð koma þvi til leiðar, að ljóðið andar helgum friði: Ó, blessuð húmsins blíða værð, Bezt sem að friðar hjörtu særð, Er þrautir dagsins dvína. Nú hefir þagnað niður hans, Nótt! — þú dagur hins innra manns — Guðs frá þér geislar skína; Niður friður Helgur, blíður af himni líður, Engill dvala Yfir jörðu svífur svala. Rímuð kjamyrði Steingrims Thorsteinssonar eins og Orður og titlar, Mótsagnir, Hunda- þúfan og fjallið, Lastaranum likar ei neitt og Oflof eru skemmtilegur og ekki ómerkur þáttur skáldskapar hans. Hið viðkvæma skáld átti líka til kaldhæðni. Fyrirlitning skálds- ins á yfirdrepsskap og hégóm- leik er enn í góðu gildi. Ljóðaþýðingar Steingrims Thorsteinssonar bera metnaði hans vitni. Hann þýðir ljóð eftir Goethe og Schiller, Hölderlin og Hugo, Shakespeare og Byron. Gaman er að eiga þýð- ingar hans á Vegfaranum og Til upphiminsins eftir Hölderlin, en Hölderlin er eitt þeirra skálda, sem ráðið hafa miklu um þróun ljóðlistar. Fæstar þýðingar Steingríms komast í samjöfnuð við bestu frumkveðin ljóð hans. En þegar menn finna að stirðleika þeirra, uppskrúfuðu orðalagi á köflum, er vert að hafa í huga hve miklum tíðindum þær sættu á sínum tlma. Annars er það merkilegt rannsóknarefni, hve óbundið mál Steingríms Thor- steinssonar er yfirleitt miklu liprara og eðlilegra og um leið vandaðra en ljóðmál hans. fölskvi fymskunnar Portisch o g Polugajevsky í áskorendakeppnina Eins og skýrt var frá í þætti fyrir skömmu, urðu þrír stór- meistarar jafnir í öðru sæti á millisvæðamótinu i Petropolis og urðu að tefla um það, hverjir tveir þeirra kæmust áfram í áskorendakeppnina, sem hefst í janúar n.k. Þessir stórmeistar- ar voru: L. Portisch frá Ung- verjalandi og Sovétmennirnir Geller og Polugajevsky. Úrslitakeppnin fór fram í Portoroz í Júgóslavíu og var með þeim hætti, að hver tefldi fjórar skákir við hvorn hinna. Urslitin urðu þau, að Portisch sigraði með yfirburðum, hlaut 5‘á v., Polugajevsky varð annar með 3‘á v. og Geller rak lestina með 3 v. Eftir tvær umferðir hafði Pbrtisch svo gott sem tryggt sér sigur, hann hafði þá 3lA v., Polugajevsky 2 v. og Geller 1/2 v. Portisch hélt sinu striki, Polugajevsky slakaði á, en Geller tók mikinn sprett og munaði minnstu, að hann næði Polugajevsky. Raunar var það ekki annað en rataháttur, sem felldi Geller frá áframhaldandi þátttöku. Hann hafði unna stöðu i skák gegn Portisch, lék af sér og skákin fór í bið. Fyrir seinni timamörkin þurfti að leika 88 leiki, en Geller hafði misskilið eitthvað og hélt að ekki þyrfti að leika nema 84. Hann lék 84. leiknum og sat svo sallarólegur unz hann féll á tíma í dauðri jafnteflisstöðu. Af úrslitatöflu mótsins má sjá, að mikill baráttuhugur hefur verið í þeim köppunum í byrjun. Af fyrstu sjö skákunum varð aðeins ein jafntefli, eftir 48 leiki. Fimm síðustu skák- irnar urðu allar jafntefli og flestar eftir fáa leiki. Stórmeistarinn Lev Polu- gajevsky mun einna minnst þekktur þeirra þremenninga hér á landi, þótt hann hafi verið í röð fremstu stórmeistara Sovétríkjanna um árabil. Við skulum nú líta á handbragð hans i fyrstu skákinni, sem tefld var í úrslitakeppninni i Portoroz. Hvítt: E.GelIer Svart: L. Polugajevsky Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6,3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6,6. Bg5, (I þessari stöðu leikur Geller gjarnan 6. Be2, en aðrir góðir möguleikar eru hér 6. Bc4 og 6. f4). 6. — e6, 7. f4 — Rbd7, (Robert Fischer lék hér gjarn- an 7. — Db6, en eftir 11. ein- vigisskák hans gegn Spassky er sá leikur ekki ýkja vinsæll). 8. Df 3 (Þetta er hin hefðbundna leið hvíts íþessu afbrigði, en einnig er leikið hér 8. Bc4 og 8. De2). 8. — Dc7,9.0-0-0 — b5,10. Bd3, (Þetta er traustasta áframhald- ið, en óski merm eftir „teoret- ískum" flækjum geta þeir reynt hér 10. e5. Þá gæti framhaldið orðið: 10. — Bb7, 11. Dh3 — dxe5, 12. Rxe6 — fxe6, 13. Dxe6+ — Be7, 14. Bxb5 — axb5,15. Rxb5 — Dc6,16. Rd6+ — Kd8, 17. fxe5 — Kc7!, 18. Bxf6 — gxf6, 19. Dxe7 — Hxa2, 20. Rxb7 — Hal+, 21. Kd2 — Dxg2+, 22. Kc3 — Dc6+ og jafntefli meðþráskák). 10. — Bb7,11. Hhel — Db6!, (Reglan er víst sú, að ekki skuli leika sama manninum tvisvar í byrjun tafls og þá sízt af öllu drottningunni. Polugajevsky leyfir sér að brjóta þessa reglu og ekki að ástæðulausu, þar sem leikur hans er nýjung, sem gefur svörtum a.m.k. jafnt tafl. Aðrir góðir möguleikar i þess- ari stöðu eru: 11. — Be7 og 11. — h6). 12. Rxe6? (Geller hugsaði sig um í heila klukkustund áður en hann lék þessum leik, sem er hreinn af- leikur. Eftir 12. Rb3 er staðan í jafnvægi). 12. — fxe6, 13. Dh3 — e5, 14. Rd5— Bxd5,15. exd5 — 0-0-0, (Þessi einfaldi, en sterki leikur hrekur mannsfórn hvíts. Svart- ur kemur kóngnum í öruggt skjól og hefur nú auðunnið tafl). 16. Bf 5 — Kc7,17. He3 — b4 (Hvíti hrókurinn má auðvitað ekki komast til c3). 18. fxe5 — dxe5, 19. Bxd7 — Hxd7, 20. Hxe5 — Bd6, 21. He6 — Hf8,22. Kbl — Rxd5!, (Vinnur annað peðið aftur. Nú er vinningurinn aðeins tækni- legt atriði fyrirsvartan). 23. Db3 (Ekki 23. Hxd5 vegna 23. — Hfl + , 24. Bcl — Hxcl+, 25. Kxcl — Bf4 + ). 23. — Hf5,25. Bh4 — He5, (Knýr fram uppskipti, sem eru svörtum í hag. Lokin þarfnast ekki skýringa). 26. Bg3 — Hxel, 27. Hxel — Bxg3, 28. Dxg3+ — Kb7, 29. a3 — a5, 30. axb4 — axb4, 31. Df3 — Dc6, 32. Df 5 — g6, 33. Df3 — Hc7, 34. Dd3 — Dc4, 35. Ddl — Hf7, 36. Dd2 — Hd7, 37. Df2 — b3, 38. cxb3 — Dxb3 og hvftur gafst upp. Þau urðu úrslit haustmóts T.R., að Ingi R. Jóhannsson sigraði, hlaut 9 v. 1 2. — 3. sæti urðu Kristján Guðmundsson og Jón Kristinsson með 8!4 v. hvor. Jón Þ. Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.