Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NOVEMBER 1973 17 Rétturinn til lífs undirstaða allra annarra mannréttinda Biskup Islands fól á sfðastliðnu sumri nefnd að taka saman umsögn um greinargerð og frumvarp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. — I nefndinni voru dr. Björn Björnsson prófessor, formaður, sr. Svein- björn Bjarnason og Sævar Guðbergsson, félagsráðgjafi. Nefndinni til ráðuneytis voru sr. Arngrímur Jónsson, sr. Halldór S. Gröndal, sr. Jónas Gfslason lektor og sr. Lárus Halldórsson. — Umsögn nefndarinn- ar verður birt hér í blaðinu, og fer fyrrihlutinn hér á eftir: I. Inngangsorð Þau viðhorf, sem ráða í grund- vallaratriðum afstöðu vorri til þessa máls, eru mótuð af lífs- og manngildismati kristinnar sið- fræði. Samkvæmt þessu mati er rétturinn til lífs undirstaða allra annarra mannréttinda. Kristnir menn játa, að þennan rétt tii að lifa hafa þeir þegið að gjöf úr hendi Guðs. En rétti fylgir skuldbinding. Réttinum til að iifa fylgir sú skuldbinding að virða jafnan rétt allra manna til lífs. Virðingin ein er þó ekki nóg. Þá fyrst fáum vér notið þessa dýrmæta réttar, er virðingin fyrir rétti náungans eflist í virka athöfn honum til farsældar. Sá mun reynast auðug- astur af lífi, sem gefur mest af sjálfum sér til eflingar á lífi ann- ars manns. Þessi skilningur á lífsrétti og lífsauðgi ræður afstöðu vorri til fóstureyðinga. Fóstur er mann- legt líf í móðurkviði. Réttur þess til lífs helgast af tilveru þess einni saman og skiptir í því máli engu, hversu skammt eða langt það er komið á þroskaferli sínum til fæðingar sem fullburða manns- barn. Hitt skiptir máli að fóstrið er algjörlega upp á aðra komið, hvað snertir virðingu á rétti þess. Þessir aðrir eru að sjálfsögðu móðirin, en einnig faðirinn og þjóðfélagið. Löggjöf um fóstureyðingar er í hverju landi vísbending um, hvern rétt menn ætla fóstrinu og hve dýru verði þeir selja þennan rétt. En það er fleira en sjálf fóstur- eyðingarlöggjöfin, sem er til marks um, hve mikils menn meta rétt fóstursins. Þessi réttur fóst- ursins verður ekki aðgreindur frá rétti barnsins til að njóta ástúðar og öryggis í skjóli foreldra eða foreldris. Viðhorf almennings til þungunar einstæðrar ungrar stúlku, lög um almannatrygging- ar, lög um félagslega aðstoð, hús- næðismálalöggjöf, staða einstæðr- ar móður á vinnumarkaðinum, möguleikar á gæzlu barna, allt þetta og margt fleira gefur beint og óbeintvísbendingu um, hverju menn vilja kosta til að hlúa að rétti hins ófædda barns. Hér er höfðað til skyldu þjóðfélagsins til að gera rétt þeirra sem mestan, sem gegna móður- og föðurhlut- verki. Þær raddir heyrast, sem vilja létta af þjóðfélaginu þeirri ábyrgð, sem á því hvílir, varðandi raunhæfar aðgerðir til að gera fóstureyðingu í raun aðneyðarúr- ræði. Fóstureyðing skuli vera einkamál konunnar, þjóðfélagið eigi nóg með sig. Þennan mál- flutning er siðan reynt að fegra með því að höfða til sjálfsákvörð- unarréttar konunnar. En þá má spyrja: Hvers virði er sá réttur til sjálfstæðrar ákvörð- unar, ef þjóðfélagið býr þannig að móðurinni, að hún á engan annan kost en þann að velja fóstureyð- ingu? Fyrirheit um frjálsa fóstur- eyðingu, samfara lítilsvirðingu á rétti foreldris til mannsæmandi lifs, felur í sér ekki einungis afbökun á hugtakinu frelsi, heldur einnig, og það er sýnu verra, kaldranalegt sinnuleysi gagnvart manneskju, sem er í nauðum stödd. Framkomið frumvarp til laga ásamt greinargerð um breytingar á núgildandi lögum um fóstur- eyðingar ber þess víða vott, að vilji er fyrir hendi til að efla rétt foreldra og á þann hátt hlúa að rétti fóstursins. En greinargerðin sýnir jafnframt, hversu skammt vér erum á veg komin í þessu tilliti, hversu mjög skortir á, að oss hafi lánazt að búa þannig að barnshafandi konu, að hún þurfi ekki að grípa til þess örþrifaráðs að sækja um fóstureyðingu. 1 ljósi þessa og samkvæmt þeim skilningi á lífsrétti, sem vér höfum gert að umræðuefni, leggjum vér það mat á þetta mál, að löggjöf um frjálsa fóstureyð- ingu sé síður en svo rétta leiðin til að ná settu markmiði. Neindin, sem samdi greinargerðina, gefur hins vegar ýmsar visbendingar um, hver sé hin rétta leið. Sú leið er seinfarin, hún er mjög kostnað- arsöm, hún krefst stórátaks á sviði heilbrigðis- og tryggingar- mála, félags- og fræðslumála, en hún er leið mannréttinda og fag- urs mannlífs. Þessi leið er sú sama og nefndin nefnir varnaðar- starf og verður fyrst vikið að því í eftirfarandi álitsgerð. Sfðan verða rædd nokkur atriði, sem vér teljum sérstaka ástæðu til að staldra við. II. Varnaðarstarf 1 I. kafla greinargerðarinnar, bls. 7, segir svo: „Tillögur nefnd- arinnar hafa mótazt af því grund- vallarsjónarmiði, að brýn nauð- syn sé: 1) Að gefa öllum kost á ráðgjöf og fræðslu um kynlíf og barneign- ir og ábyrgð foreldrahlutverks. 2) Að veita öllum fræðslu og ráðgjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra. 3) Að veita aðstoð þeim, sem íhuga fóstureyðingu eða ófrjó- semisaðgerð. 4) Að auka félagslega aðstoð i sambandi við þungun og barns- burð. Tillögur nefndarinnar miðast við aðstæður eins og þær eru i dag. Ennfremur segir á sömu bls. undir fyrirsögninni „Varnaðar- starf“: „Nefndin leggur höfuð- áherzlu á nauðsyn þess að fyrir- byggja ótímabæra þungun, sem leiðir til þess að farið er fram á fóstureyðingu. Nefndin lítur svo á, að fóstureyðing sé alltaf neyðarúrræði, vegna þess að um er að ræða læknisaðgerð, sem getur haft áhættu í för með sér og krefst sérhæfðs starfsfólks og fullkomins útbúnaðar til sér- hæfðar læknismeðferðar, ef eitt- hvað ber út af. Aðgerðin verður þess vegna að fara fram á sjúkra- húsum og verður því all kostnað- arsöm getnaðarvörn fyrir þjóð- félagið." Hin mjög svo eindregna afstaða um varnaðarstarf eru orð mjög í tíma töluð. Af þessu tilefni er eðlilegt að huga að, við hvaða aðstæður við búum hér á landi. Um þessa mikilvægu hlið málsins segir svo á bls. 8 í greinargerð- inni: „Til þessa hefur vamaðar- starfi verið of lítill gaumur gefinn hér á landi, bæði hvað snertir kynlífsfræðslu- í skólum og ráð- gjöf fyrir fullorðna." I V. og VI. kafla greinargerðar- innar er gerð allítarleg grein fyrir ástandinu eins og það horfir við frá sjónarhóli nefndarinnar sjálfrar. Þannig segir á bls. 195: „Heilbrigðisþjónustu og félags- legri aðstoð á þessu sviði hefur verið mjög ábótavant hér á landi til þessa, og er brýn nauðsyn að bæta þjónustu við almenning á þessu sviði.“ Við lestur á kafla, sem fjallar um kennslu um kynferðismál (bls. 206 — 210) má ráða, að nefndin sé þeirrar skoðunar, að þessi þáttur sé algjörlega van- ræktur innan skólakerfisins, sbr. bls. 207: „Að sjálfsögðu gerir frumvarpið ráð fyrir, að kennsla í skólum í þessum efnum sé mótuð í samráði við fræðsluyfirvöld og tiltekin í námsskrá grunnskóla- stigsins, en á þessi atriði er bent sárstaklega hér með tilliti til nú- verandi ástands kennslu um kyn- ferðismál í skólum landsins, en hún er svo til engin f raun, þótt gert sé ráð fyrir smávegis um- fjöllun um kynþroskaskeiðið í námsskrá. Hefur þetta komið fram, bæði í samtölum við nem- endur á framhaldsskólastigi og við athugun á námsskrá með samanburði við kennslubækur á skyldunámsstiginu. Samkvæmt námsskrá skyldu- námsstigsins, útg. 1960, er ekki gert ráð fyrir kennslu um kyn- ferðismál allment, svo sem um samfarir, hvernig barn verður til, getnaðarvamir né kynsjúkdóma. Samkvæmt upplýsingum fulltrúa í færðsludeild menntamálaráðu- neytisins er það undir viðkom- andi kennara eða kennurum barnanna komið, hve langt þeir kjósa að fara út í slík mál eða hvort þeir gera það yfirleitt." (Leturbreyting vor). Sbr. einnig athugasemdir við 7. gr. lagafrum- varpsins. Þá má að lokum, þegar grennsl- azt er fyrir um mat nefndarinnar á núverandi ástandi, benda á nokkur atriði VI. kafla greinar- gerðarinnar, sem fjallar um fé- lagslega aðstoð. „1 ársskýrslu Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar árið 1971 segir, að megin áherzla sé lögð á fjölskylduvernd, varnaðar- starf og endurhæfingu fjöl- skyldna og einstaklinga. — Breyting á félagsmálalöggjöf og ráðning sérmenntaðs starfsfólks (félagsráðgjafa) er forsenda fyrir framgangi þessarar stefnu." (Bls. 217, leturbreyting vor). Hafa ber í huga í þessu sam- bandi, að nefndin tekur eingöngu mið af því ástandi, sem rikir i Reykjavík, en vitað er, að ástandið í dreifbýlinu er sizt betra, sbr. orð nefndarinnar á bls. 217: „í dreifbýlinu er raunhæft félagsmálastarf skammt á veg komið og engir félagsráðgjafar eru starfandi utan Reykjavíkur og Kópavogs. 1 því yfirliti, sem hér fer á eftir varðandi nokkur atriði félagslegrar aðstoðar, sem snertir hag einstæðra foreldra og barnaf jölskyldna, verður því miðað við aðstæður í þéttbýlinu.“ „Utvegun leiguhúsnæðis í þétt- býlinu fyrir húsnæðislausa eða þá, sem búa í lélegu og heilsu- spillandi húsnæði, er miklum erfiðleikum háð, þar eð húsnæðis- skortur er rfkjandi. Hjá hús- næðisdeild borgarinnar er langur biðlisti." (Bls.217). „Mikill skortur er á dag- vistunarrými í Reykjavik. Ein- stæðir foreldrar njóta forgangs við úthlutun plássa á dagheimil- um Sumargjafar, en það er langt frá þvi, að þörf þessa hóps sé fullnægt." (Bls. 218). Þá er sérstök ástæða til að vekja athygli á niðurlagsorðum VI. kafla, sem jafnframt eru niður- lagsorð greinargerðarinnar í heild. (Bls. 218); „I því skyni að bæta afkomu einstæðra foreldra og barnmargra fjölskyldna og fyrirbyggja þörf fyrir fóstureyð- ingar af félagslegum ástæðum leggur nefndin til að félagsleg aðstoð við einstæða foreldra og barnmargar fjöl- skyldur verði aukin og bætt á öllu landinu, einnig i dreifbýl- inu, að hið opinbera byggi og kaupi í auknum mæli sölu- og leigu- ibúðir til þess að leysa hús- næðisvanda einstæðra for- eldra og barnmargra fjöl- skyldna, sem ekki hafa bol- magn til að byggja sjálfir, að ríki og sveitarfélög auki fjár- framlög til byggingar, kaupa og reksturs dagvistunarstofn- ana, svo og tileinkafósturs, en kostur á dagyistun er skilyrði þess, að einstætt foreldri geti séð sér farborða." (Letur- breyting vor ). Eins og fram kemur hér að framan leggur nefndin megin áherzlu á vamaðarstarf og telur mikið skorta á i því sambandi. Erum vér nefndinni fyllilega sammála í því efni og teljum ástandið jafnvel enn verra en nefndin gerir ráð fyrir., Mjög mikill skortur er á sérhæfðu starfsliði og mun taka árabil að bæta úr þeim skorti, að ógleymdum heilsugæzlustöðvum og sérhæfðu starfsliði þeirra um allt land. Mun taka langan tíma að framkvæma allar úrbótatillögur nefndarinnar. Er því óhætt að ganga út frá þvi, að alllangur tími líði, áður en varnaðarstarf það, sem er for- senda nefndarinnar, geti verið virkt. I þessu sambandi er rétt að benda á varnaðarorð nefndarinn- ar á bls. 8: „Það er reynsla ann- arra þjóða nú, til dæmis frænd- þjóða okkar, að einmitt vamaðar- starfið hafi verið stórlega van- rækt. Þess er getið, að auðveldara sé orðið að fá framkvæmda fóst- ureyðingu, þar sem löggjöf hefur verið rýmkuð, en að fá leið- beiningar um getnaðarvarnir." Meðan ekki hefur verið komið á slíku varnaðarstarfi virðist skorta forsendur fyrir rýmkun fóstur- eyðingarlöggjafar. Ennfremur ber að hafa í huga, að þær félags- legu aðstæður, sem væru for- sendur fóstureyðingar, hverfa ekki, þótt fóstri sé eytt. Það er þvi höfuðverkefni þjóðfélagsins, að leitast við að leysa þau félagslegu vandamál, sem konan býr áfram við, þrátt fyrir fóstureyðingu. Það skortir ekki, að nefndin beri fram frómar óskir um úr- bætur, en sár reynsla hefur kennt oss, að meira þarf til en góðan vilja. Það eru mörg dæmi þess, að sett hafi verið lög, sem ekki hefur verið komið í framkvæmd. Fyrsta skref ið í úrbóta átt varð- andi það varnaðarstarf, sem hér um ræðir, er að beita sér fyrir sérstakri lagasetningu. Það er hins vegar ljóst, að slík lagasetn- ing, sem grípur til svo margra þátta, er mjög vandasamt og flókið verk. Taka þarf tillit til nauðsynjar á úrbótum á ráðgjöf, fræðslumálum og félagslegri að- stoð, þar sem gætt er jafnt hags- muna dreifbýlis sem þéttbýlis. En það ber að undirstrika, að þótt undirbúningur slíkrar lagasetn- ingar sé bæði tímafrekur og vandasamur, þá reynir fyrst á, þegar til framkvæmdanna kemur, og útvega þarf mikið f jármagn til að standa undir kostnaði við UMSÖGN NEFNDAR, SEM BISKUP ÍSLANDS SKIPAÐl, UM FÓSTUREYÐING- ARFRUMVARPIÐ FYRRI HLUTI framkvæmd slíkra laga. Þegar vér leiðum hugann að kostnaði vegna uppbyggingar öflugs varn- aðarstarfs, er ekki óeðlilegt að spurt sé um kostnað vegna fram- kvæmdar á tillögum nefndarinn- ar, verði þær að lögum. Nefndinni hefur algjörlega láðst að gera grein fyrir þeirri hlið málsins. Reynslan sýnir, að þar sem fóst- ureyðingarlöggjöf hefur verið rýmkuð í minna mæli en hér er gert ráð fyrir, hefur fóstureyð- ingum fjölgað stórlega. 1 Sviþjóð, skv. upplýsingum nefndarinnar (bls. 18), eru fóstureyðingar 1/4 af tölu lifandi fæddra barna þar i landi. Sama hlutfall fóstureyð- inga hér á landi hefði þýtt um það bil 1100 fóstureyðingar á árinu 1972. Hvað hefði það kostað þjóðina í beinum og óbeinum útgjöldum, þegar höfð er hliðsjón af marg- fjölgun legudaga á sjúkrahúsum, (daggjöld á Landspítalanum eru ekki undir kr. 5000,00), fjölgun kvensjúkdómalækna og annars hjúkrunarliðs, félagsráðgjafa og annars starfsliðs, samkvæmt skil- greiningu nefndarinnar á nauð- synlegri aðstöðu til að fram- kvæma slíkar aðgerðir? Hefði það ekki verið hlutverk nefndarinnar að veita óhlutdræg- ar upplýsingar um þessi atriði? Þá má ekki siður spyrja, hvort því gífurlega fjármagni, sem varið væri til fóstureyðinga, skv. tillögum nefndarinnar, væri ekki betur varið til uppbyggingar á öflugu varnaðarstarfi, sem betur væri fallið til að leysa þann fé- lagslega vanda, sem leiðir til fóst- ureyðinga. I þessu sambandi skal enn itrekuð ábending nefnd- arinnar á bls. 218, er þegar hefur verið vitnað í hér að framan: „í því skyni að bæta afkomu ein- stæðra foreldra og barnmargra fjölskyldna og fyrirbyggja þörf fyrir fóstureyðingar af félags- legum ástæðum leggur nefndin til . . .“ (leturbreyting vor). Nefndin virðist þvi vera sammála þvi, sem vér viljum leggja höfuð- áherzlu á, að leggja skuli alla áherzlu á öflugt varnaðarstarf; það sé hið eina raunhæfa í þessum málum. Það starf er fyrir- byggjandi og miðar að þvi að leysa þann félagslega vanda, sem konan býr við, þrátt fyrir fóstur- eyðingu. Rýmkun fóstureyðingar- löggjafar getur þvi ekki talizt eðlileg ráðstöfun, meðan hinn félagslegi vandi er enn óleystur. Byggjum vér þá skoðun á því grundvallarsjónarmiði, að á þjóð- félaginu hvíli sú skylda að kotna á fót öflugu varnaðarstarfi, til þess að fóstureyðing sé ætið í raun algjört neyðarúrræði. Eins og bent hefur verið á áður, sam- kvæmt reynslu annarra þjóða, er hætta á, að rýmkun fóstureyð- ingarlöggjafar við núverandi að- stæður, leiði til þess, að varnaðar- starfið gleymist, þar sem fóstur- eyðing sé nærtækasta leiðin til lausnar á vandanum. A þetta jafnt við um einstaklinga, sem standa andspænis sinu vanda- máli, og þjóðfélagið, sem í orði kveðnu hefur gengizt undir skuldbindingar varðandi úrbætur á sviði félagslegra vandamála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.