Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 19 íbúðir fyrir aldraða í Hafnarfirði BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti með 6 atkvæðum gegn 3 á fundi sfnum, sl. þriðjudag, tillögu.frá bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins um að gangast fyrir byggingu fbúða fyrir aldrað fólk. Tillagan er svohjóðandi: „Bæjarstjórn samþykklr að gangast fyrir byggingu hag- kvæmra íbúða fyrir aldrað fólk. Er bæjarstjóra og bæjarverk- fræðingi falið, í samíráði við stjórn Styrktarfélags aldraða, að kanna þörf fyrir slíka byggingu, hentuga staðsetningu og hugsanlega lánamöguleika og aðra fyrirgreiðslu af opinberri hálfu til slíkra framkvæmda. Verði framangreindum athugun- um lokið svo fljótt sem kostur er og mál þetta lagt fyrir bæjar- stjórn til nánari ákvörðunar." Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fylgdi til- lögunni úr hlaði í ítarlegri ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir þeirri brýnu þörf, sem væri á byggingu húsnæðis fyrir aldrað fólk i Hafnarfirði. Benti hann á það framtak, sem Reykjavikur- borg hefur sýnt i þessum málum, svo og þann áhuga og þau undir- búningsstörf, sem Styrktarfélag aldraðra í Hafnarfirði hefur lagt af mörkum til þess að hafizt verði handa um framkvæmdir. Lagði hann áherzlu á að haft yrði sem nánast samstarf við styrktar- félagið um framgang málsins. Miklar umræður urðu siðan um málið og lýstu bæjarfulltrúar áhuga sínum á því, að Hafnar- f jörður legði sitt af mörkum til þess að sinna málefnum aldraðra sem bezt. Engu að síður snerist talsmaður meirihluta bæjar- stjórnar, Ámi Gunnlaugsson, full- trúi óháðra borgara, gegn þvi, að tillagan yrði samþykkt á fundin- um. Lagði hann í þess stað til, að afgreiðslu málsins yrði frestað og tillögunni vísað til bæjarráðs og sérstakrar nefndar, sem til stendur að bæjarstjórn kjósi siðar til þess að fjalla almennt um málefni aldraðs fólks i Hafnar- firði. Gagnrýndu sjálfstæðismenn þann tvískinnung, er þeir töldu koma fram í málflutningi Áma Gunnlaugssonar, þar sem hann annars vegar lýsti áhuga sínum á málinu, en vildi hins vegar ekki ljá því brautargengi með atkvæði sínu. Töldu þeir afstöðu hans mótast af því, að tillagan væri flutt af bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, en Ami Gunn- laugsson ætti alltaf erfitt með að þola það, að þeir sem minnihluti í bæjarstjórn fengju þar sam- þykktar sínar tillögur. Vildi hann því láta gott málefni gjalda þess, hverjir flyttu það inn í bæjar- stjórn. Lyktir málsins urðu hins vegar þær, að meirihluti bæjarstjórnar klofnaði í afstöðu sinni. Annar af bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins, Stefán Rafn Þórðarson, lýsti yfir eindregnum stuðningi sínum við tillöguna og kvaðst mundu greiða henni atkvæði. Var tillaga sjálf- stæðismanna um byggingu Ibúða fyrir aldraða þvf samþykkt með V ar ði doktorsrit- gerð um Esjuna ÞANN 25. október varði Ingvar Birgir Friðleifsson jarðfræðing- ur, doktorsritgerð við Oxfordhá- skóla. Nefnist hún á ensku .J’etrology and Structure on the Esja Qouarternary Volcanic Regi- on South West Iceland" og fjallar um uppbyggingu Esjunnar, berg- fræði hennar, jarðefnafræði og jarðlagaskipan fjallsins, en jarð- lögin eru þau sömu, sem verið er að bora I, á Reykjavfkur- og Mos- fellssvæðinu. Þá er svæðið sett f samband við tsland f heild og hryggjakerfið í Atlantshafinu. Andmælendur voru jarð- fræðingarnir dr. G.P.L. Walk- er, sem hefur rannsakað mikið jarðfræði á íslandi, m.a. Aust- fjarðagrágrýtið, og dr. G.P. Cox, kennari við Oxfordháskóla. Luku þeir miklu Iofsorði á ritgerðina f lok doktorsvarnarinnar, sem stóð í 2 1/2 tíma. Ingvar Birgir Friðleifsson er Hafnfirðingur, fæddur 1946. Hann útskrifaðist úr Menntaskólan- um i Reykjavík 1966, stundaði síð- an jarðfræðinám i St. Andrews háskóla og lauk þaðan lokaprófi 1970. Síðan hefur hann undirbúið doktorsritgerð sina um Esjuna í Oxford og stundað rannsóknir hér á sumrin. Hann starfar nú hjá Orkustofnun við jarðhitaiarð- fræði á Reykjavikursvæðinu, sem er i framhaldi af rannsóknarstörf- um hans. Geir Hallgrímsson o. fl. : Afnemum heimild til laxveiði úr sjó GEIR Hallgrfmsson (S) hefur á- samt þremur öðrum þingmönn- um flutt frumvarp til breytinga á lögum um lax- og silungsveiði. Er f frumvarpinu lagt til að breytt verði gildandi ákvæðum varðandi undanþágu til laxveiði f sjó. Meðflutningsmenn Geirs að til- lögu þessari eru þeir Steingrímur Hermannsson (F), Jón Ármann Héðinsson (A) og Helgi F. Seljan (Ab). t greinargerð með frumvarpinu segir m.a. svo: „Eins og kunnugt er, hefur það verið yfirlýst stefna tslendinga að leyfa ekki laxveiði f sjó. Frá þess- ari meignstefnu hefpr þó verið vikið með undanþáguákvæði í lög- unum um Iax- og silungsveiði. Undanþáguatkvæði þetta nær i framkvæmd aðeins til örfárra aðila í landinu. í 14. gr. laganna um lax- og silungsveiði er þessi heimild orð- uð þannig: „Nú hefur laxveiði í sjó verið metin sérstaklega til dýrleika í fasteignamati þvi, er öðlast gildi árið 1932, eða tillit hefur verið tekið til hennar við ákvörðun fast- eignaverðs i því mati, og er þá sú veiði leyfileg." Lagt er til í þessu frv. að fella niður þessa heimildareglu. Þýðingarmikið er, að stefna íslendinga sé skýr og án undan- tekninga í þessum efnum. Mikill ágreiningur er i ýmsum löndum um veiði á laxi í sjó og um reglur varðandi slíkar veiðar er oft tekist á æðihart á erlendum vett- vangi, m.a. í fiskveiðistofnunum sem tslendingar taka þátH-.“ AIÞIÍIGI Stefán Jónsson atkvæðum bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins, en bæjarfulltrúar óháðra borgara og Framsóknarflokksins greiddu atkvæði gegn henni að viðhöfðu nafnakalli. Ingvar Birgir Friðleifsson. Vilja afnema vín í ríkisveizlum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: A aðalfundi Félags óháðra borgara, Hafnarfirði, 25. október s.l., var gerð einróma svofelld samþykkt, varðandi framkomna tillögu á alþingi um afnám vín- veitinea f veizlum ríkisins- „Aðalfundur Félags óháðra borg ara í Hafnarfirði, haldinn að Austurgötu 10, 25. okt. 1973, læt- ur i ljós eindreginn stuðning við framkomna tillögu fimm alþingis- manna að þingsáiyktun varðandi áskorun til ríkisstjórnarinnar um afnám vinveitinga i veizlum hennar." Aðeins tvö skip seldu AÐEINS tvö skip seldu sfldarafla f Danmörku á mánudag, annað f Skagen, hitt i Hirtshals. Guð- mundur RE seldi 2621 kassa f Skagen fyrir 3.1 millj. og Jón Garðar GK seldi 652 kassa 1 Hirts- hals fyrir 864 þús. kr. Með þessari sölu er Guðumundur búinn að selja síld fyrir meira en 50 millj. f Danmörku f sumar. Þá má geta þess, að Guðmundur hefur aldrei selt fyrir minna en 3 milljónir í söluferð. Meðalverðið, sem bátarnir fengu f gær, var í kringum 37.30 kr. Þingfréttir í stuttu máli HRINGVEGUR UM VESTFIRÐI Hannibal Valdimarsson (SFV) mælti þvi næst fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt Karvel Pálmasyni (SFV) og Matthíasi Bjarnasyni (S) um 60 milljóna kr. happdrættislán ríkissjóðs til að fullgera Djúpveg og opna þannig hringveg um Vestfirði. Sagði Hannibal, að frumvarp þetta væri f lutt með fullu samráði við aðra þingmenn Vestfjarða- kjördæmis, sem ættu sæti í efri deild. Þeir Vestfirðingar teldu ekki, að hringvegi um landið væri lokið, meðan sá hringvegur krækti fyrir Vestfjarðakjálkann. JARÐALÖG Halldór E. Sigurðsson fjármála- ráðherra mælti s.l. fimmtudag fyrir stjórnarfrumvarpi að jarða- lögum í efri deild. Auk hans tók Ragnar Arnalds (Ab) til máls, en síðan var umræðunni frestað. ALMENN HEGNINGARLÖG. Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra mælti s.l. miðvikudag fyrir stjórnarfrumvarpi i efri deild um breytingu á almennum hegningarlögum. Sagði hann, að frumvarpið væri flutt til að full- nægja skyldu, sem á væri lögð i milliríkjasamningi, gerðum á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Er i frumvarpinu lögð til ný grein í lögin, sem verndi hópa manna fyrir árásum vegna þjóðernis, lit- arháttar, kynþáttar eða trúar- bragða. HUSNÆÐISMALASTOFNUN RlKISINS Stefán Valgeirsson mælti í neðri deild s.l. mánudag fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt fleiri framsóknarmönnum um breytingu á lögum um Húsnæðis- málastofnun ríkisins. Þingspjall SJALFSTÆÐISFLOKKUR- INN hefur nú boðað róttækar tillögur sínar I skólamálunum. Hefur verið tilkynnt á Alþingi, að þessar tillögur verði fluttar til breytingar á grunnskóla- frumvarpinu, sem nú hlýtur meðferð þingsins. Efni tillagn- anna er i meginatriðum á þá leið, að sveitarfélögunum og samtökum þeirra verði falin framkvæmd skólamálanna, a.m.k. á skyldunámsstiginu, enda verði þeim séð fyrir tekju- stofnum til þessa verkefnis. Tillögur þessar eru settar fram í þeim anda, að dreifa beri valdinu í þjóðfélaginu frá ríkis- bákninu og út til borgaranna sjálfra, eða a.m.k. þeirra stofn- ana þjóðfélagsins, sem næst þeim standa. Það er ánægjuefni, að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli nú gera átak í því að sporna við þeirri mjög svo óæskilegu þjóðfélags- þróun , sem rikt hefur undan- farin ár og sérstaklega frá því, að vinstri stjórnin kom til valda, i þá átt, að vald á sifellt fleiri þáttum mannlegs h'fs, færist í hendur ríkisins. Þetta er þróun, sem öll vestræn þjóð- félög hafa orðið að glíma við og svo virðist sem víða hafi veittst erfitt að sporna við henni, jafnvel þó að menn hafi haft vilja til þess. Til eru tvenns konar lýðræð- ishugmyndir í þessum löndum. I fyrsta lagi er þar um að ræða þá hugmynd, að lýðræðið eigi einungis að taka til kerfisins. Safna beri völdunum að mestu leyti i hendur ríkisins og síðan eigi borgararnir kost á, í al- mennum kosningum, að kjósa um sem flest í einum bita. Þessi hugmynd byggir á því, að best sé tryggt með þessum hætti, að menn fái að hafa jöfn áhrif á gang allra mála. Á hinn bóginn er sú hug- mynd, að meginkostir lýðræðis- ins, þ.e. að hvetja einstakling- inn til að hugsa ábyrgt og móta frumlegar skoðanir á málum, sé best tryggð með þvf að knýja hann tii að taka sjálfur á við- fangsefnum þjóðfélagsins. Þetta verði einungis gert með því að dreifa þjóðfélagsvaldinu út til fólksins sjálfs eða þeirra stofnana, sem næst því standa. Með þessu móti einu sé hægt að viðhalda tilfinningu einstakl- inga fyrir því, að valdið sé frá þeim sjálfum runnið. Lýðræðið sé ekki bara stjórnskipan, held- ur lífsháttur. Sú mynd, sem hér er dregin upp, er að sjálfsögðu einföldun á miklu flóknari og marg- slungnari sannindum, en ein- faldanir eru oft nauðsynlegar til skýringa. Það er alveg ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn er það stjórnmálaafl íslenskt, sem að- hyllist síðarnefndu hugmynd- ina, á meðan lýðræðisflokkar, sem vilja kalla sig vinstri sinn- aða, aðhyllast hina fyrri. Þrátt fyrir þetta er ekki laust við, að manni hafifundist, að stundum hafi það, sem frá Sjálfstæðis- flokknum hefur komið, verið heldur tækifærissinnað og að hugurinn hafi ekki ávallt verið leiddur að þvi, hvernig tiliögur í einstökum málum hafi sam- rýmst meginhugmyndunum. Af þessum ástæðum sérstak- lega ber að fagna tillögum flokksins i skólamálunum og er hér með sett fram sú von, að f leira gott fylgi í kjölfarið. J.S.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.