Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 Minning: Guðbjartur Ásgeirsson f, skipstjóri og útgerðarm. GUÐBJARTURASGEIRSSON Hinn 4. nóvember s.l. andaðist í Sjúkrahúsi Isafjarðar einn af virtustu borgurum Isafjarðar- kaupstaðar, Guðbjartur Ásgeirs- son fyrrv. skipstjóri. Guðbjartur var fæddur í Þernu- vík í ögursveit við Isaf jarðardjúp 14. aprfl 1899. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Pálsdóttir og Asgeir Guðbjartsson, en þau bjuggu þ á í Þernuvík, fluttu síðan að Markeyri í Skötufirði, síðan í Hnífsdal og loks til ísaf jarðar, þar sem Asgeir stundaði "útgerð og fiskverkun um árabil. Ólst Guð- bjartur upp hjá foreldrum sínum, ásamt tveim eldri bræðrum sin- um, Guðm. Júní og Sölva, sem báðir voru þekktir sjósóknarar og aflamenn á sinni tíð. Er Sölvi nú einn lifandi þeirra bræðra, búsettur á Flateyri. Eins og títt var um Vestfirðinga á þeim árum, tók sjórinn snemma við. Strax um fermingu fór hann að róa með föður sfnum á opnum báti, en 16 ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum í Hnífsdal. Þar tóku við róðrar á dekkuðum bátum. Árið 1930 fluttist hann svo til Isafjarðar og gerðist formaður á eigin báti, fyrst á Guðmundi, sem var 8 lesta bátur, en síðan á Venusi, 14 lesta báti. Reri hann á V enusi til 1943, en þá hætti hann sjómennsku. Hafði hann þá stundað sjóróðra áfallalaust í 30 ár og svo ótrúlegt, sem það kann að virðast, verið sjóveikur alla sína sjómannstíð. Sagði hann svo sjálfur frá, að hefði haldið, að hann myndi sjó- ast en það dróst á Ianginn og eftir 30 ár varð hann að hætta. Þá var maginn alveg bilaður. Sýnir það með öðru hið fá- dæma viljaþrek, sem honum' var í blóð borið. En það var fleira, sem hafði látið undan í 30 ára harðri sjósókn á litlum bátum. Eitt sinn fór hann í róður með nærri 40 stiga hita og þá munu lungun einnig hafa látið undan. En afskiptum Guðbjarts Ásgeirssonar af fsfirzkri útgerð var ekki þar með lokið. Hann átti eftir að skrifa sfðari kapitula þeirra sögu. Þó að hugur hans væri öðru fremur bundinn sjón- um, ól hann sterka þrá til um- svifa, og hann var sá gæfumaður, að hann átti eftir að sjá marga af draumum sínum rætast síðar á lífsleiðinni. Hann átti eftir a8 fylgjast með sonum sínum taRa við hverju nýju fiskiskipinu eftir annað og verða virkur þátt- takandi í mesta framfaratfmabili, sem orðið hefur í íslenzkum sjávarútvegi. Haustið 1942 gekk hann 1 félag við Hálfdán í Búð og stofnuðu þeir Hraðfrystihúsið Norðurtanga h/f, ásamt þeim Aðalsteini Páls- syni, Steingrími Ámasyni og Guðm. M. Jónssyni, sem nú er einn á lífi þeirra félaga. Hefir Guðbjartur verið stjórnarfornjað- ur þess félags leng&t af síðan 1949, að Hálfdán í Búð féll frá. Gerðist hann fljótlega starfsmað- ur félagsins, en starfaði þó um tíma við Sundhöll Isaf jarðar. Þeg- ar félagið hóf eigin útgerð var starfssvið hans markað. Starfaði hann við útgerðina alla tíð sfðan og sinnti þörfum sjómannanna og óskum af þeirri kostgæfni; sem honum var eiginleg. 1 starfi sínu naut hann þeirrar ástsældar, sem á rót sína í fölskvalausu trúnaðar- trausti samfylgdarinnar og leyndist engum, sem til þekkti, að honum var fleira lagið en að ráða vind og báru og greina dulspeki veiðimannsins. Guðbjartur Ásgeirsson unni islenzkri sjómannastétt og vildi veg hennar sem mestan í einu og öllu. I samræmi við þetta lífsviðhorf sitt var hann stofnandi og hluthafi í útgerðarféíögunum Víkingur h/f, Eir h/f og Hrönn h/f og stjórnarformaður þess síðast nefnda frá upphafi. Auk þess sem hann var þátttakandi í öðrum atvinnufyrirtækjum á Isa- firði í tengslum við sjávarútveg- inn. Guðbjartur Asgeirsson var hár maður vexti, fremur hold- grannur, kvikur í hreyfingum og hinn gjörvilegasti maður á velli. Hann var afburðamaður til orðs og æðis, traustur og heilsteyptur, og frá honum andaði hlýhug og góðvild til allra. Greiðvikinn var hann og bóngóður úr hófi fram. Hann var draumspakur og sá oft fyrir óorðna hluti. Trúmaður var hann mikill. I allri framkomu var hann einstaklega hlédrægur og mikið ljúfmenni, en eigi að síður var hann skapríkur maður. En hann hafði tamið svo skapgerð sína, að nánast var útilokað að menn gætu reitt hann til reiði. Aftur á móti þurfti hann lítið til að gleðjast, svo að samferðamenn hans gerðu sér stundum ekki grein fyrir, yfir hverju hann var að gleðjast. Af þessu, eins og svo mörgu öðru, verður hann ógleymanlegur þeim, er honum kynntust. Mættu margir af þessu læra í heimi, þar sem óánægjan er að verða stærsta dyggðin. t Sonur minn, stjúpsonur og bróðir NÍELS JÓN HANNESSON lézt 1. nóv. Útför hans hefur farið fram. Þökkum auðsýndan vinarhug. Hannes Friðsteinsson, Magnea Sigurðardóttir og systkinin. t Hugheilar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför INGUNNAR ÁRMANNS DÓTTUR. Þórkatla Sveinsdóttir, systkini og fjölskyldur þeirra. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÓLAFS LOFTSSOIMAR Gránufélagsgötu 51, Akureyri. Guðrún Ragúelsdóttir. börn, tengdabörn. barnabörn og varnabarnabarn. I einkalífi sínu var Guðbjartur Asgeirsson gæfumaður. Hann kvæntist 16. des. 1925 eftirlifandi eiginkonu sinni, Jómnu Guð- bjartsdóttur, frá Höfðaströnd í Grunnavíkurhreppi. Börn þeirra eru öll búsett á Isafirði. Þau eru: Margrét, fædd 26.12. 1926, gift Kristni Ambjörnssyni vélstjóra. Ásgeir, fæddur 31.7. 1928, skip- stjóri á m/s Guðbjörgu, kvæntur Sigríði Brynjólfsdóttur. Guðbjart- ur Kristján, fæddur 8.7. 1930 bif- reiðastjóri, kvæntur Guðbjörgu Svandísi Jónsdóttur. Hörður, fæddur 17.8 1932, skipstjóri á m/s Guðbiarti. kvæntur Sigriði Jóns- dóttur. Ragnheiður, fædd 17.11. 1937, gift Jóhann’i Kárasyni lög- regluþjóni. Ekki er mér kunnugt um, hvað afkomendur þeirra hjóna eru orðnir margir, en frá þeim er kominn stór ættbogi dugmikls fólks, sem sett hefur svip sinn á Isaf jörð um langt árabil. Þegar degi mikilla starfa og far- sælla er lokið, vilja samstarfs- menn hans við Hraðfrystihúsið Norðurtanga h/f þakka störf hans og vináttu. Ég minnist hans með þakklæti fyrir holl ráð og leið- beiningar. Minningin um hann mun jafnan minna mig á báruna, því að með honum bjó ætíð líf, sem steig og hneig, átti sér hræringar, eins og síkvik alda. Jón Páll Halldórsson. I dag fer fram frá Isafjarðar- kirkju útför Guðbjarts Ásgeirs- sonar fyrrv. skipstjóra og út- gerðarmanns í Hnífsdal og síðar höfuðstað Vestfjarða Með honum er góður og eftirminnilegur mað- ur genginn; einn af þeim, sem áttu fáa sina líka. Hann lézt á Sjúkrahúsi Isafjarðar að morgni laugard. 3. okt. eftir langvarandi vanheilsu, á 75. aldursári. Guðbjartur var fæddur í Þernu- vík í Ógurhreppi 14. apr. 1899. Foreldrar hans voru þau dugnaðar- og heiðurshjón Guð- björg Pálsdóttir frá Botni 1 Súgandafirði og Ásgeir Guðbjartsson, Dýrfírðíngur að ætt. Þau bjuggu þá á þessu rýrðarkoti, sem svo lagðist i eyði, en siðar bjuggu þau í Hnífsdal og á Isafirði, þar sem Ásgeir var umsvifamikill formaður og út- vegsbóndi. enda lá hugur hans og þeirra beggja miklu meira til sjó- mennsku en landbúnaöar, þótt þau kynnu sem flestir Vest- firðingar góð tök á hvoru tveggja. Einkum er mér í minni sjómennskuleg hetju- og víkingslund Guðbjargar — þessarar góðhjörtuðu konu — sem var alveg einstök. Hún hefði áreiðanlega i engu gefið eftir Þuríði formanni, ef örlögin hefðu skipað henni á sama bekk. Það var því ekki að furða, þótt synir þeirra hjóna allir yrðu fræknir sjósóknarar, skipstjórar og afla- menn; Guðmundur Júní, Sölvi og Guðbjartur — að ógleymdum sonarsonunum alkunnu; ekki sizt þeim, er góðu heilli hefir siglt hverju aflaskipinu á fætur öðru með nafni ömmu sinnar: „GUÐ- BJÖRGU" Annar sona Guðbjarts stýrir nú nýju, glæsilegu skipi með nafni föður síns. Því mun einnig fylgja gæfa. Þegar ég innan við tiu ára ald- ur, eftir að hafa harla óvænt misst föður minn af slysförum á sjó, kom í fóstur til foreldra Guð- bjarts, varð hann eðlilega mikill félagi minn og æskuvinur. Hann var að vísu rúmum áratug eldri, en það kom ekki að sök og var að ýmsu til bóta, því ekki var örgrannt um, að stundum væri þörf að halda svolítið afturaf villingnum; mér! Til þess var Guðbjartur allra manna bezt fall- inn sökum prúðmennsku sinnar og háttvísi, sem snemma ein- kenndu hann. Ég á margar góðar minningar frá þessum árum, sem ég nú vil þakka honum, ekki sizt nærgætni og tillitssemi eftir að ég barnungur varð háseti hans f 7 vertíðir, þjáður af sjóveiki, sem aldrei rann alveg af mér. Þótt Guðbjartur sækti sjó frá bernsku og yrði formaður I Hnífs- dal innanvið tvítugt, og væri sjálfur aldrei laus við sjóveiki, stundaði hann sjósókn í áratugi af reisn og skörungsskap. Sýnir það karlmennsku hans og þraut- seigju. Vinsæll var hann alla tíð af undirmönnum sinum, bæði á sjó og landi. Um það bar trygg- lyndi þeirra við hann gleggstan vottinn, en margir þeirra unnu hiá honum árum saman og þótti hvergi betra að vera. Mikill reglu- og fyrirmyndar- maður var Guðbjartur. Þótt hann værí mjög skapríkur að eðlisfari og stór f lund, eins og hann átti sannarlega kyn til, var hann jafn- aðarlega einstaklega ljúfur í við- móti, og jafnvel blíður. Og þótt hann ætti til sumra ósvikinna orð- háka að telja, féll honum nálega aldrei blótsyrði að vörum. Og þótt sumir náinna ættmenna hans þætti í betra lagi góður sopinn og spýttu skroi, kom aldrei nokkru sinni vfn né tóbak innfyrir varir Guðbjarts. Grandvarari mann til orðs og æðis en hann, hefi ég ekki þekkt. Eftir að Guðbjartur hætti skip- stjórn, tók hann æ meiri þátt f útgerð og fiskvinnslu, mörg seinustu árin einkum í hraðfrysti- húsfyrirtækinu Norðurtanga h/f, sem rekur útgerð og vinnslu sjávarafurða í stórum stil. En enda þótt hann væri þarna með stærstu hluthöfum og sæti í stjórn fyrirtækisins, lét hann það ekki glepja meðfætt yfirlætisleysi sitt og vinnusemi, raunar bæði á landi og sjó, því hann stundaði árum saman hrognkelsaveiðar einn á báti og var fengsæll. Betri en enginn var hann varðandi veiðar- færi skipa sinna, sem hann sá um að mestu eða öllu leyti árum saman, enda kunni hann á því tökin. Það samræmdist vel grandvar- leik og manngæzku Guðbjarts, hversu kirkjurækinn hann var, enda einlægur trúmaður. Verður nú einu sæti færra setið í Eyrarkirkju við guðsþjónustur. En segja mætti mér, að kirkju- gestir söknuðu þess að sjá ekki framar Guðbjart með sálmabók- ina sfna, hvort sem hann hefir nú alltaf beinlínis sungið mikið, blessaður. Ég sá hann aldrei eða heyrði syngja, nema við skip- stjórn, og helzt i vondum veðrum. Þá söng hann gjaman við raust og því sterkar sem hærra söng f rá og reiða. En það var eins og þessi víkingur yrði hálffeiminn, ef hann varð þess var, að jafnvel strákhvolpur heyrði þetta og veitti athygii! Slík var hlédrægni hans, og er þá ekki f urða, að hann tæki ekki mikinn þátt í opinber- um málum, þótt ekki vantaði hann glöggskyggnina og dóm- greindina. Kátur og skemmtileg- ur var Guðbjartur á góðra vina fundum. — 0 — Þótt Guðbjartur Ásgeirsson ætti við nokkurt heilsuleysi að stríða mikinn hluta ævinnar, var hann samt mikill gæfumaður. Ungur eignaðist hann frábæra eiginkonu að dugnaði, rausn og myndarskap; Jónínu Guðbjarts- dóttur frá Höfðaströnd i Jökul- fjörðum. Þau gengu í hjónaband skömmu fyrir jól — 16. des. — 1925, og man ég enn þá hátfð. Engan þurfti að undra, þótt töggur væri í Jónínu, þegar vitað var, að hún var einkadóttir Ragn- heiðar, hinnar frægu ljósmóður þeirra Grunnvfkinga i áratugi, en hún varð raunar þjóðsagna- persóna i lifanda lífi, við hlið séra Jónmundar, sökum hreysti og kjarks og hlýrra líknarhanda. Jónína reyndist manni sfnum einkar samhent, og því betur, sem meira mæddi á, svo sem göfugra og góðra kvenna er háttur. Gest- risni og rausn á heimili þeirra hjóna er við brugðið, og þeir eru margir, sem gleyma ekki komu sinni þangað. „Við skulum koma til Jóninu", sagði ungur nafni minn fyrir fáum vikum, alltaf t Maðurinn minn og faðir okkar. GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON, frá Aðalvík, Akurgerði 8, Reykjavfk, andaðist aðfararnótt föstudagsins á Landakotsspítala. Margrét Bjarnadóttir og börnin. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir ÞORVALDUR DANÍELSSON. by gg inga me ista ri Kjalarlandi 25, Reykjavik, lést þann 7. nóvember Hjördis Oddgeirsdóttir Óskar M. Þorvaldsson Herdis B. Þorvaldsdóttir Eva G. Þorvaldsdóttir Gerður G. Þorvaldsdóttir Finn Söbjerg Nielsen t Þökkum ínnilega öllum nær og fjær auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Hverfisgötu 28, Siglufirði. Björn Karlsson, synir og Tengdadætur. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, ömmu og systur okkar, BIRNU GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR, Heiðmörk 48, Hveragerði. Sigurður Auðunsson, Auður Agnes Sigurðardóttir, barnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.