Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 94 Moelven- hús afhent Moelven-h'úsin á Selfossi Nú er lokið við að reisa á Suður- landi 94 viðlagasjóðshús frá fyrir- tækinu Moelven Brug í Noregi. A Selfossi eru 60 af þessum húsum á Eyrarbakka 12, á Stokkseyri 12, á Hellu 5 og á Hvolsvelli 5. Við- lagasjóður gerði upphaflega samning við Moelven um kaup á 55 húsum í marz, en í maímánuði var gerðu/ viðbótaramningur upp á 39 hús. Húsin eru öll 120 fer- metrar að flatarmáli. Formleg afhending húsánnafór fram á mánudaginn, en þegar er flutt inn í mörg þeirra. I því til- efni hélt Moelven Brug a/s blaða- mannafund, þar sem staddir voru bæjarfulltrúar frá Vestmannaeyj- um og forráðamenn Viðlagasjóðs. Þar kom í ljós, að Moelven hefur flutt vörur til Islands allt frá því um 1920, og voru það upphaflega einkum hjól á hestakerrur og öxl- ar fyrir sams konar farartæki. Um 1950 byrjaði fyrirtækið að selja litla fbúðarvagna til Islands, sem mikið hafa verið notaðir af verktökum, og eru nú til nokkur hundruð af þeim hér. Það var ekki fyrr en 1958, sem Moelven hóf framleiðslu á íbúðar- húsum og um þessar mundir framleiðir fyrirtækið um 1000 íbúðir álega. Alls störfuðu 44 Norðmenn við að reisa húsin hér í sumar, eru þeir nú flestir farnir heim, en þeir síðustu fara um helgina. Forráðamenn Moeíven sögðu á blaðamannafundinum, að þeim hefði fundizt sérstaklega ánægju- legt að vinna með Islendingum við að reisa húsin. Allt hefði geng- ið einstaklega vel, nema hvað nokkrar húsaeiningar skemmdust af vatni í upphafi, og eins áttu sér stað nokkur óhöpp um borð í skip- unum, sem fluttu húsin til lands- ins. Húsin komu í samtals 16 skipsferðum til Islands. Fyrsta skipið kom til landsins 12. maí, en það síðasta 11. september. Allir þeir Vestmannaeyingar, sem flytjast inn i húsin, fá að gjöf frá fyrirtækinu sex fallegar norskar silfurskeiðar. Aðalfundur Félags einstæðra foreldra Borgarstjóri flytur ávarp á fundinum AÐALFUNDUR Félags einstæðra foreldra verður haldinn á Hótel Borg mánudagskvöldið 12. nóvember og hefst kl. 21. Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður FEF, flytur skýrslu fráfarandi stjórnar, lagðir verða fram reikningar og kosin ný stjórn félagsins. Að loknum aðalfundarstörfum flytur Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri, ávarp og svarar fyr- irspurnum fundargesta. Má ætla, að félögum sé mjög f mun að Fjórar barnabækur ísafold hefur nýlega sent frá sér fjórar barnabækur. Litli dýravinurinn, kvæði og sögur eftir Þorstein Erlings- son, sér nú enn dagsins ljós í nýrri endurútgáfu, mynd- skreytt sem fyrr. önnur bókin er „Skemmti- legir skóladagar", eftir Kára Tryggvason f annari útgáfu með teikningum eftir Odd Björnsson. Þá eru 8. og 9. Siggu-bókin eftir Herdísi Egilsdóttur kenn- ara, „Sigga og skessan í vor- verkunum“ og „Sigga og afmælisdagur skessunnar í fjallinu". Þetta eru mynd- skreyttar bækur fyrir byrjend- ur í lestri. ræða við borgarstjóra, m.a. um dagvistunarmál og ekki sízt fyrir- hugaðar byggingaframkvæmdir félagsins á Eiðsgranda. Jólakort félagsins verða afhent á fundinum frá kl. 20,30. Að þessu sinni eru nýjar gerðir tvær, sem ellefu ára börn úr Álftamýrar- skóla hafa teiknað. Þá verða einn- ig á boðstólum kort frá fyrra ári, en þá var prentað mjög stórt upp- lag til að spara prentunarkostnað í ár. Brenndu skólablaðið ÞAÐ BAR til tfðinda í Mennta- skólanum í Reykjavík í fyrrad., þegar nýju skólablaði var dreift í skólanum, að f jöldi nemenda lét í ljós mikla óánægju með blaðið, sem var helgað Rússlandi c® Kína. Einn bekkur t.d., 6. bekkur Q, tók sig til og brenndi öll eintök- in, sem bárust í bekkinn. Nem- endur úr öðrum bekkjum sóttu eld í bálið og fóru mörg skólablöð- in fyrir lítið. Ekki er vitað til, að skólablað hér á landi hafi fyrr hlotið slíkar móttökur nemenda en eins og einn nemandi komst að orði: „Oft höfum við séð það svart af kommúnistaáróðri, en aldrei svartara." BlLUM MEÐ gírskiptinguna á stýrisstönginni sjálfri hefur farið sífækkandi, þótt enn sé nokkuð um slíkt á amerískum bílum og nokkrum evrópskum. Broncoinn er enn í gamla stíln- um, sem stafar sennilega mest af því, að drifskiptistöngin er í gólfinu milli framsætanna. — Breytingar á 1974 árgerðinni eru hverfandi litlar. Núna hafa nokkrir bflar komið til landsins á fólksbíla- dekkjum, en frá desember n.k. hættir það og framvegis verður Broncoinn eingöngu fluttur inn á 700 x 15 jeppadekkjum. Bronco er í standardútgáf- unni nokkuð þungur í akstri, sérlega innanbæjar, en hér er um að ræða jeppa og það því ekki óeðlilegt. Til að gera Ford Bronco að lúxusjeppa er fáanleg sjálf- skipting og vökvastýri. Það síðarnefnda öllu nauðsynlegra og kostarum kr. 20þúsund. Ford Bronco er fáanlegur ýmist með 6 strokka 200 kúbik vél eða V8 302 kúbik vél. Með minni vélinni er bensíneyðslan frá um 15 1/100 km. Utbúnaður, sem dregur úr mengun í út- blástri eykur bensfneyðsluna væntanlega nokkuð. Þennan út- búnað er skylda að hafa í Bandaríkjunum en hér má taka hann úr ef vilL Broncoinn virðist sæmilega stöðugur í akstri en er vissu- lega með þyngdarpunktinn nokkuð ofarlega eins og aðrir jeppar og vissara að fara ekki of geyst f beygjurnar. Beygjuradíusinn er lítill og þarf Broncoinn því lítið pláss til að snúa við. Ekki á að vera hætta á skemmdum á framdrifi þó að mikið sé á stýrið lagt. — Læst drif eru einungis fáanleg sérpöntuð. Varadekkið er utan á jeppanum að aftan, fest á járn- stangir, þannig að auðvelt er að færa það til hliðar er opna þarf að aftan. Bronco er einungis fáanlegur með þriggja gíra gírkassa og eru allir gfrar samhæfðir þannig að skipta má niður í 1. án þess að stöðva, sem ekki er mögulegt á nærri öllum jepp- um. Sex strokka bíllinn a.m.k. er lágt gfraður og þarf ekki að skipta niður í annan úr þriðja fyrr en á 30—40 km/klst hraða Hátt heyrist í vélinni ef annar gír er notaður á yfir 35 km/klst hraða. Framsætin eru allgóð en nokkuð hvassar brúnir geta verið til óþæginda þegar stigið er út úr bílnum. Það mákannski minnastá, að Ford Bronco hefur tvö síðustu ár sigrað í Baja 1000 kappakstr- inum, sem haldinn er í Mið- Amerfku á ári hverju og er allsérstæð keppni þar sem öllum er heimil þátttaka. Þ.á.m. eru mótorhjól, vörubílar, alls konar sérsmfðaðir bílar og venjulegir bílar. Þetta var svo sem enginn venjulegur Bronco (Big Oly), sem sigraði enda mikið í hann lagt og aðalmaður- inn á bak við bílinn var Banda- rikjamaðurinn Parnelli Jones, sem var mjög góður kappakst- ursökumaður fyrir fáum árum. Big Oly er hvorki meira né minna en 550 hestöfl og svo þrælstyrktur að hann er senni- lega sterkasti Bronco f heimi. Ford Bronco kostar með 6 strokka vél í standard útgáf- unni þ.e. án aftursætis, vökva- stýris og sjálfskiptingar, kr. 607 þús. Ödýrasti 8 strokka bíllinn kostar kr. 640 þúsund. Br.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.