Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. Hvarvetna um landið er nú hlegið að komm- únistum. Önnur eins koll- steypa hefur ekki verið tekin f íslenzkum stjórn- málum og þeir Alþýðu- bandalagsmenn hafa nú tekið. Þeir hafa ákveðið að segja já við „gjörsamlega óaðgengilegum úrslitakost- um“. Þeir hafa tekið ábyrgð á samningum við Breta, sem þeir telja mjög óhagstæða fyrir Islend- inga. En hvað sem líður stóryrðum þeirra um þessa samninga geta þeir ekki firrt sig þessari ábyrgð. 1 forystugrein Þjóðviljans hinn 18. okt. s.l. sagði m.a.: „Þegar ríkisstjórn eins lands eins og ríkisstjórn Is- lands í dag er stillt upp frammi fyrir úrslitakost- um eins og nú gerist í til- boði Bretanna er það bein- línis eðlilegt og sjálfsagt, að slíkum kostum sé hrein- lega hafnað. Engin ríkis- stjórn í fullvalda ríki getur sætt sig við úrslitakosti frá öðru ríki. Slík ríkisstjórn væri að bregðast skyldum við þjóð sína og það umboð, sem hún hefur veitt.“ Sam- kvæmt þessum ummælum Þjóðviljans, hafa þeir Lúð- vík Jósepsson og Magnús Kjartansson nú brugðizt skyldum sínum við þjóðina og það umboð, sem hún hefur veitt þeim, og sætt sig við úrslitakosti, sem að dómi málgagns þeirra engin ríkisstjórn í full- valda rfki getur fellizt a. Kommúnistar hafi haft uppi hin mestu gífur- yrði um efnisþætti sam- komulagsins, sem þeir hafa nú gleypt, en þeir hafa einnig af vaxandi hörku ráðizt á Ólaf Jóhannesson persónulega fyrir málsmeð ferð hans og vinnubrögð öll í málinu. Samkvæmt frásögn Þjóðviljans flutti Lúðvfk Jósepsson ræðu á flokksráðsfundi Alþýðu- bandalagsins, en um hana sagði blaðið: „Lúðvík Jósepsson fór því næst nokkrum orðum um þá spurningu hvort forsætis- ráðherrann hafi leikið af sér í London eða hvort vís- vitandi hafi verið staðið að þeirri óþarflegu tilslökun, sem samkomulagsdrögin bera vott um. Ekki sé um það að efast, að þau fela það í sér, að við fáum minna út úr þeirri sterku stöðu, sem við þá höfum . . . Við höfum nokkuð almennt hér í Alþýðubandalaginu orðið býsna reiðir yfir þvi, hvernig hér var haldið á málum. Við teljum, að við höfum að vissu leyti verið svikin, vinnubrögðin hafi ekki verið eðlileg og þar að auki verið leikið niður fyrir okkur góðri stöðu í þýðingarmiklu máli.“Með þessum orðum hefur Lúð- vík Jósepsson sakað Ólaf Jóhannesson forsætisráð- herra um svik í sambandi við landhelgismálið og látið að því liggja, að hann hafi vísvitandi og af ráðnum hug samið af sér í London. Þrátt fyrir þessi meintu svik og brigðmæli forsætis- ráðherra hafa kommúnist- ar samþykkt samninga, sem þeir telja að hafi þannig orðið til. Kommúnistar hafa hald- ið því fram, að þeir hafi tekið þá ákvörðun að éta ofan í sig allar fyrri yfirlýs- ingar og samþykkja hina „óaðgengilegu úrslita- kosti“ til þess að „bjarga“ landhelgismálinu. I raun og veru er þetta mesta árásin, sem þeir hafa gert á samstarfsflokka sína, því í þessari yfirlýsingu felst, að þeir vantreystu Fram- sóknarflokknum og Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna fullkomlega til þess að standa vörð um útfærslu landhelginnar. Má langlundargeð þeirra flokka vera mikið að þola slíkt brigzl af hálfu þeirra kumpána, Lúðvíks Jóseps- sonar og Magnúsar Kjartanssonar. Allar tilraunir kommún- ista til að skýra þá koll- steypu, sem þeir hafa tek- ið, munu reynast gagns- lausar. Staðreyndir máls- ins eru þær, að þeir hafa ákveðið að samþykkja „gjörsamlega óaðgengilega úrslitakosti“, samninga, sem þeir telja hafa orðið til með svikum og brigðmælgi af hálfu Ólafs Jóhannes- sonar, forsætisráðherra, og óhagstæða fyrir þjóðina á allan veg. Þeir hafa ákveðið að samþykkja þessa samninga. Þeir eru ábyrgir fyrir þessum samn ingum, en um leið hafa þeir oröio ao aoniatursefm um land allt. Hvaða mark verður héðan í frá tekið á yfirlýsingum þeirra og skoðunum? Bæði Fram- sóknarflokkurinn og SFV vita nú, að stólarnir eru kommúnistum svo kærir, að þeir éta ofan í sig hvað sem er til þess að halda þeim. Þessi vitneskja er gott veganesti í þeirri bar- áttu sem framundan er um varnarmálin. KOMMÚNISTAR KYNGJA HVERJU SEM ER Próf. Lennart Segerstrále á sýningu sinni. Teflir birtu gegn dimmu hann i hyggju að fara til Lille- hammar í Noregi, þar sem hann ætlar að vinna freskumynd í kirkjuna. Jafnframt hefur hon- um verið boðið að gera fresku- mynd á vegg í kirkju í Conven- try i Bretlandi, en þar sem hann treystir sér illa til að fara og vinna hana þar, hefur orðið að samkomulagi, að hann máli myndina heima og hún verði síðan límd á vegginn. Sýningin á verkum Lennarts Segerstrále í Helsinki var í september. Þar sýndi hann 43 olíumálverk. Sagði prófessor- inn við gesti á opnun sýningar- innar, að myndirnar væru sjón- rænar myndir úr „Svörtu og hvítu bókinni", sem er trúarrit. Dagblaðið Helsinki Sanomat sagði í grein um verk próf. Segerstrále, að þau lýstu byltingunum tveimur — bylt- ingu efnisins, sem nú berst um öll lönd, og byltingu andans. Og blaðið Uusi Suomi skrifar: „Sýning próf. Segerstrále er ekki afturhverf, heldur litur hann til framtíðarinnar. Hann er greinilega hugsjónamaður, teflir fram birtu gegn dimmu og tekur hið góða fram yfir það illa. í ellinni er listamaðurinn fyrirmynd ungra samstarfs- manna sinna, bæði hvað snertir magn og gæði verka hans“ R-óf. Lennart Segerstrále er mikill trúmaður. Hann var einn af stofnendum Oxfordhreyf- ingarinnar fyrir stríð, en upp úr henni spratt, sem kunnugt er, siðvæðingarstefnan Moral Rearmament, sem hann vinnur mikið fyrir nú. Þrátt fyrir háan aldur ferðast hann um og flytur fyrirlestra og skrifar greinar i blöð og tímarit um þessi mál. Frá sýningu Segerstrále í Helsinki. Myndirnar heita, talið frá vinstri: Sameiginleg byrði, Frá sáningu til uppskeru og Móðurgleði. PRÓFESSOR Lennart Seger- strále, finnski máiarinn, sem m.a. gerði aitaristöfluna í Saur- bæjarkirkju á Hvalfjarðar- strönd, hélt nýlega stóra mál- verkasýningu i Galerie Hor- hammer í Helsinki. Mbl. hafa borizt blöð, þar sem þessara’ sýningar er lofsamlega getið. Og þar sem prófessorinn er Is- lendingum kunnur, notum við tækifærið til að flytja af hon- um fregnir. Segerstrále er orðinn aldrað- ur maður, verður 82ja ára 17. júní í vor, en hann virðist halda starfskröftum sínum. Nú, eftir að sýningunni lýkur, hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.