Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1973 3 Rekstraráætlun þangþurrkunar- stöðvar fullgerð INNAN fárra daga verður lokið gerð skýrslu og áætlunar um rekstur þangþurrkunarstöðvar- innar að Reykhólum, en þetta starf hefur verið unnið á vegum Undirbúningsfélags þörunga- vinnslu hf., sem stofnað var f febr sl. Verða þessi gögn höfð til hliðsjónar, þegar Alþingi tekur til meðferðar frumvarp um stofn- un endanlegs félags til að byggja og reka stöðina, en ríkisstjórnin mun væntanlega leggja þetta frumvarp fram í næstu viku. Vilhjálmur Lúðvíksson, for- maður stjórnar undirbúningsfé- lagsins, sagði i viðtali við Mbl. í gær, að sl. vor hefði legið fyrir áætlun um rekstrargrundvöll stöðvarinnar, en í nýju áætlun- inni hefði verið gert ráð fyrir nokkrum breytingum á rekstrar- skipulaginu, tekið tillit til verð- hækkana og tekið mið af reynsl- unni af þangskurðarprömmunum og flutningum þangs, sem gerðar voru tilraunir með í sumar. Vilhjálmur sagði, að ef frum- varpið fengi afgreiðslu á þingi, yrði strax tekið til óspilltra mál- anna við framkvæmdir og vænt- anlega byrjað að panta vélar og tæki fljótlega eftir áramót. Hann sagði ennfremur, að í áætluninni væri miðað við tilboð, sem nýlega hefði borizt frá skozka fyrirtækinu Alginate Industries Ltd., þar sem ábygzt væru kaup á 5.000 lestum á ári í 10 ár, með lágmarksverði í upphafi 72 sterl- ingspund á lestina. Væri í áætlun- inni talið, að þetta tilboð ætti að gefa grundvöll fyrir rekstri stöðvarinnar. Evjaliðið, f.v. Gfsli Helgason, Ami Johnsen, Arnþór Helgason, Arni Sigfússon, Asi f Bæ og ömar Sigurbergsson. Litla myndin er af plötukápunni, en þá mynd tók Sigurgeir f Eyjum. Hugmy ndin kom dag inn fyrir upptökuna Katrfn við eina af myndum sfnum (Ljósm. Mbl. ÖI. K. Mag.) Þjóðlífsmyndir með þjóðsagnaívafi „MYNDEFNID er íslenzkt þjóð- líf fyrri tíma, en inn í myndirnar flétta ég einnig svipmyndir úr hugarheimi íslenzku þjóðarinnar, þjóðsögnum, t.d. álfa og tröll. Fyrir nokkrum árum gerði ég dá- litið af þjóðlífsmyndum fyrir verzlunina Dimmalinn og kom þá strax í ljós mikill áhugi al- mennings á slikum myndum. Ég fór þá að kynna mér þetta svið frekar og geri nú eingöngu þjóð- lífsmyndir.“ Það er Katrin Agústsdóttir, sem segir svo frá, en hún undirbýr nú sýningu á batikmyndum, sem opnuð verður í Bogasalnum um næstu helgi. Þetta er önnur einkasýning hennar á batikmynd- um, sú fyrri var fyrir fjórum árum. Katrín lauk teiknikennaraprófi frá Handiða- og myndlistarskólan- um og i náminu kynntist hún batik-myndgerðaraðferðinni. „Framan af var þetta tómstunda- iðja hjá mér, en síðustu tvö ár höfum við maðurinn minn, Stefán Halldórsson, sem einnig er menntaður teiknikennari, unnið að þessu eingöngu." Eru batik- myndir þeirra gerðar í talsverðu upplagi og seldar i Rammagerð- inni og íslenzkum heimilisiðnaði, en tauþrykksmyndir í Kúnigúnd. Batikmyndimar á sýningunni eru þó eingöngu módelmyndir, þ.e. gerðar í aðeins einu eintaki. Batik er litunaraðferð á tau og er hægt að beita henni á tvenns konar hátt: Hrein batik er unnin i blautum lit, en blönduð batik er unnin þannig, að fyrst er lit þrykkt á tauið með tauþrykksað- ferð og síðan blautur litur látinn ofan á. Verða myndir af báðum þessum gerðum á fýningunni í Bogasalnum. Sýningin verður opnuð kl. 14 í dag, laugardag, og stendur fram til sunnudagskvölds 18,’nóv. Hún er opin daglega kl. 14-22. A sýn- ingunni eru 28 batikmyndir og níu myndir unnar með silki- þrykki og batik saman. Eru þrjár í seríu, sem mætti samnefna, „Úr jötunheimum". Myndirnar eru allar til sölu og verðið 6-40 þús. kr. Hressir Eyja- menn gefa út plötu til styrkt- ar uppbyggingu „VIÐ skulum hafa „system i galskabet" og segja, að hug- myndin að plötuútgáfunni hafi komið upp daginn fyrir upptök- una,“ sagði Asi í Bæ á fundi með fréttamönnum f gær, í til- efni af plötuútgáfu nokkurra galvaskra Eyjapeyja, til styrkt- ar uppbyggingu f Eyjum. Platan ber nafnið Eyjaliðið, en Iíklega hefði réttari nafngift verið heim á ný, því að lögin eru öll óður til Eyja og hvatn- ing til manna um að snúa aftur. Fálkinn gefur plötuna út, en upptakan fór fram hjá Rfkisút- varpinu, sem gaf upptökuna og flytjendur allir gáfu sína vinnu. EYJALIDID Lögin á plötunni eru 4, Eyjan mín, lag og ljóð eftir Áma Johnsen og sungið af höfundi við undirleik Guðmundar Ing- ólfssonar, Sigurðar Þórarins- sonar og Sigurðar Ámasonar, Vestmannaeyjar eftir Arnþór Helgason, sem leikur lagið á orgel, en bróðir hans Gísli, leik- ur á flautu og Sigurður Þórar- inssón á trommu, Heimaey, lag og ljóð eftir Áma Sigfússon, sungið af höfundi og Ömari Sigurbergssyni, við undirleik Arnþórs, Sigurðar Þórarinsson- ar og Sigurðar Ámasonar og að lokum syngur Ási í Bæ Heima- slóð eftir Alfreð Þórðarson, sem leikur undir á píanó ásamt Arnþóri á bassa og Gísla á flautu. Þetta er í fyrsta skipti, sem Ási syngur inn á plötu og var hann eini maðurinn, sem kunni lagið, höfundurinn var meira að segja búinn að gleyma því. Ási vissi ekkert um upptökuna fyrr en Árni Johnsen hringdi I hann kl. eitt um rjótt daginn fyrir upptökuna og sagði hon- um að mæta i upptöku kl. 9 fyrir hádegi. Það gerði auðvitað Ási og er ekki að heyra á plöt- unni, að æfingaleysi hái hon- um. Öllum ágóða af sölu þlötunn- ar verður varið til uppbygging- ar starfsins i Eyjum og kostar platan 320 kr. Sigurgeir i Eyj- um gaf kápumyndirnar. Nefskattur Örlygs Sigurðssonar — og geðbótarhreyf- ing gegn umhverfis- vandamáli ÖRLYGUR Sigurðsson, listmál- ari, hefur ekki látið staðar numið f útgáfustarfsemi sinni. Eins og kunnugt er, hefur hann stofnað útgáfufyrirtækið Geðbót og gefið út eftirtaldar bækur: Prófflar og pamfflar, 1962, Þættir og drættir, 1966, Bolsfur frá bernskutfð, 1971 og nú er nýkomin á markaðinn nýjasta bók listmálarans, Nef- skinna, sem er „þrykkt og kjöl- fest f leiftri," en undirtitill bók- arinnaj- er „30 ásjónur í hóp, örlygur sigurðsson skóp.“ Lista- maðurinn segir, að Nefskinna sé „tilcinkuð dráttlistarunnendum. Teikning hefir ekkí veri'ð í háveg- um höfð í þesSu landi, þvf ber að hafa f huga, að þegar við hættum að teikna, hættum við að sjá.“ Nefskinna er 28 bls. að stærð í flennibroti, sem gefur listamann- inum tækifæri til að prenta eða þrykkja myndir sinar eins stórar og nauðsynlegt er til að þær njóti sin til fullnustu. Fjöldamargar teikningar af ásjónum samtímamanna eru i bók þessari, en myndunum fylgir að sjálfsögðu texti listamannsins, sem er ekki síður kunnur af rit- störfum sinum en myndsköpun, eins og lesendur Morgunblaðsins þekkja öðrum fremur, því að Örlygur hefur skrifað i blaðið mörg eftirmæli og afmælisgrein- ar um þá, sem staðið hafa hjarta hans nærri. Hafa teikningar lista- mannsins þá fylgt ritsmíðum þessum, sem vakið hafa athygli lesenda blaðsins, enda skrifaðar i geðbótarstíl. Til að gefa nokkra hugmynd um Nefskinnu má geta heita kafl- anna í bókinni. Fyrsti kaflinn heitir: Um dráttlist og Nefskinnu, þá koma kaflarnir: Orðheppnasti og fyndnasti prófessor aldarinn- ar, Ámi Pálsson, Öreigaskáldið mikla Steinn Steinarr, Æðsti prestur afstraktmálara Þorvaldur Skúlason, Málarinn frá Möðrudal Stefán Jónsson, Flatamáls- og hvasslinumálarinn Sigurður Örlygsson, Lifslistakúnstnerinn og skemmtimaðurinn Guðmundur Ámason, Sjóhólkur heimshaf- anna og skáldmálarinn Jónas Guðmundsson stýrimaður, Góður granni deyr (Um Sigurð Kjerulf), Hestamaðurinn hugprúði Þorlák- ur Ottesen, Hann setti svip á Reykjavik líkt og Eiffelturninn á París (Um Jón Engilberts), Stór- málari sýnir (um Gunnlaug Scheving), Valgerður í Laugar- nefskinna 30 ásjónur í hóp örlygxtr sigurðsson skóp útgáfan geöbót þrykkt og kjölfest í leiftri 1973 dal, Úr dalakyrrð i borgarskart (um Kolbein Kristinsson fræði- mann frá Skriðulandi) og loks greinin Bankóboð, (flutt i sumar- fagnaði bankamanna í Glæsibæ í tilefni afhjúpunar portretmál- verks af Adolfi Björnssyni, síð- asta vetrardag 1972). Auk mynda af ásjónum þessara fórnardýra í Nefskinnu eru myndir af Græn- lendingum, sem höfundur hefur tekið ástfóstri við, ef dæma má af teikningum hans. Sagt hefur verið, að stíllinn sé maðurinn og má með sanni segja, að Örlygur Sigurðsson hafi ekki afsannað þá kenningu franskra fagurfræðinga. í kaflanum Um dráttlist og Nef- skinnu, segir Örlygur Sigurðsson m.a.: „Það er á stundum einna líkast þvi að kippa þröngum og grónum tappa úr ævagamalli flösku, þegar draga skal sálina úr fyrirmyndinni og koma henni til skila i teikninguna." Ef innihald allra „avagamalla flaskna“ hefði sömu áhrif og þau, sem birtast í mannamyndunum í Nefskinnu, mætti ætla, að bindindisstarfsemi i landinu legðist niður, Og timb urmenn eru a.m.k ekki alvarleg- ur fylgikvilli þeirrar myndgleði, sem geðbótarhreyfing Örlygs Sigurðssonar hefur efnt til i þessu islenzka skammdegi, sem getur gert beztu ménn að um- hverfisvandamáli, svo að vitnað sé í fleyg orð. Með Nefskinnu sinni hefur örlygur Sigurðsson goldið keisar- anum það, sem keisarans er og listinni það, sem listarinnar er. Hann hefur greitt sinn nefskatt á þann hátt, sem sönnum geðbótar- martni sæmir, en auðvitað verður málinu skotið til æðri dómara en þessarar fréttaklausu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.