Morgunblaðið - 14.11.1973, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1973
3
15 frímerki
væntanleg
á næsta ári
í FRÉTT frá Póst- og sfmamála-
stjórninni segir, að á næsta ári
komi út a.m.k. 15 frímerki. 11
merkjanna eru gefin út í tilefni
1100 ára afmælis Islandsbyggðar,
tvö eru Evrópufrfmerki, og eitt
verður gefið út á aldarafmæli Al-
þjóðapóstsambandsins.
Við gerð þjóðhátfðarfrfmerkj-
anna hefur verið farið eftir tillög-
um Þjóðhátfðarnefndar 1974.
Höfða frfmerkin hvert um sig til
ákveðins tfmabils f tslandssög-
unni.
Um val á myndefni var f upp
hafi ákveðið að leita til forstöðu-
manns Listasafns Islands, dr.
Selmu Jónsdóttur, og að
hennar frumkvæði var síð-
an leitað samstarfs við list-
málarana og safnráðsmeðlim-
ina Jóhannes Jóhannesson
og Steinþór Sigurðsson, um
að finna myndefni, er f
senn tengdist ákveðnu tfmabili
tslandssögunnar og uppfyllti
ströngustu listrænar kröfur og
hentaði til notkunar á frfmerkj-
um. Eru tillögur þeirra nú ýmist
til athugunar hjá frímerkjaút-
gáfunefnd eða sérfræðilegrar úr-
vinnslu hjá frímerkjaverk-
smiðju.
Ætlunin er að gefa frímerkin
út f þrennu lagi, væntanlega f
marz, júnf og júlf.
Evrópufrfmerkin verðagefin út
f tveimur verðgildum um
mánaðamótin aprfl—maf, og á
stofndegi Alþjóðapóstsambands-
ins, 9. október, verður gefið út
frfmerki í tveimur verðgildum f
tilefni aldarafmælis sambands-
ins.
Evrópumerkið verður með
nokkru öðru sniði en áður hefur
tfðkast. Nú verður myndefni
merkjanna sótt f eina og sömu
listgreinina, höggmyndalist.
Hvert land mun velja eigið mynd-
efni úr nefndri listgrein.
Fyrir stuttu hófust framkvæmdir við búningsklefabyggingu við Sundlaug Vesturbæjar. Búnings-
klefarnir þar eru löngu orðnir of litlir, og eftir myndinni að dæma mætti hatda, að börnin biðu
spennt eftir nýju búningsklefunum. Ljósm. Mbl.: ÖLK.M.
FOSTUREYÐINGAFRUM
VARPIÐ LAGT FRAM
„Hafíð bláa hafíð”
í síðasta sinn
Sfðasta sýningin á leikritinu
„Hafið bláa hafið“ f Þjóðleik-
húsinu verður á fimmtudags-
kvöld, 15. nóv.
Höfundur leiksins, Georges
Schéhadé, er frá Libanon.
Hann hefur á löngum æviferli
skrifað mörg leikhúsverk, sem
öðlast hafa miklar vinsældir,
m.a. Söguna af Vasca.
FRAM var lagt á Alþingi s.l.
mánudag stjórnarfrumvarp til
laga um ráðgjöf og fræðslu varð-
andi kynlff og barneignir og um
fóstureyðingar og ðfrjósemisað-
gerðir.
Eins og fram. hefur komið í
fréttum er frumvarp þetta samið
af nefnd, sem til þess var skapuð
5. marz 1970. I nefndinni áttu
sæti í upphafi: Pétur H. J.
Jakobsson prófessor, for-
maður, Tómas Helgason
prófessor og Sigurður Samúels-
son prófessor. Sigurður
Samúelsson óskaði síðar að verða
leystur frá störfum í nefndinni og
tók þá við af honum Guðrún Er-
lendsdóttir hæstaréttarlögmaður.
Sfðar tók einnig Vilborg Harðar-
dóttir blaðamaður sæti i nefnd-
inni. Ritari nefndarinnar var
Svava Stefánsdóttir félagsráð-
gjafi.
I frumvarpi þessu er gert ráð
Gullf axi fór tvær
ferðir til Kairó
GULLFAXI, Boeing 727 þota
Flugfélags tslands, hefur verið í
leiguflugi fyrir Sameinuðu þjóð-
irnar síðustu daga. Hefur vélin
flogið milli Evrópu og Kairó f
Egyptalandi, en þetta flug er til-
komið vegna vopnahlésins I Mið-
austurlöndum.
Sveinn Sæmundsson, blaða-
fulltrúi Flugfélagsins, sagði í
gær, að Gullfaxi hefði haldið utan
á laugardaginn, og tvær áhafnir
hefðu farið með vélinni. Var
flogið til Stokkhólms og haldið til
Kairó með millilendingu í Vín,
eftir að búið var að lesta vélina.
Vélin var komin til Egyptalands
kl. 23 á laugardagskvöldið, og var
hún þar um nóttina. Á sunnudag-
inn var haldið til Stokkhólms og
þá flaug vélin beint, þar sem flug-
vellir í Mið-Evrópu voru Iokaðir
vegna þoku. Á mánudaginn flaug
vélin svo beint frá Stokkhólmi á
ný til Kairó. Kom vélin svo til
Kaupmannahafnar f gærmorgun,
og til Keflavíkur kom hún síð-
degis í gær.
fyrir allmiklum breytingum á nú-
gildandi lögum um fóstureyðing-
ar, m.a. á þá lund, að fóstureyð-
Mjög gott
skíðafæri í
Hveradölum
BEZTA skíðafæri er nú komiö f
Hveradölum, og búast má við, að
þeir verði margir, sem stunda
sktðafþróttina þar næstu kvöld.
Snjórinn f skíðabrekkunum f
Hveradölum er bæði mikill og
góður, „silkisnjór" eins og skfða-
menn kalla hann.
Ásgeir Eyjólfsson skíðakennari
sér um skfðabrekkurnar í Hvera-
dölum. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið i gær, að skiðalyft-
an væri komin í gang og að brekk-
urnaryrðu flóðlýstar á kvöldin.
I sumar voru settar upp snjó-
girðingar í brekkunni fyrir ofan
Skíðaskálann i Hveradölum. Er
sírax ljóst, að þær hafa komið að
miklum notum, þvf ef þær væru
ekki fyrir hendi, þá væri snjórinn
ekki jafn mikill og raun ber vitni
í Hveradölum.
I Bláfjöllum er einnig kominn
nokkur snjór, en skíðafæri er þar
samt ekki reglulega gott enn, en
verður vafalaust á næstu dögum.
ingar skuli nú heimilaðar af fé-
lagslegum ástæðum eingöngu.
Leggur nefndin til, að endanlegur
ákvörðunafréttur til að ákveða
fóstureyðingu verði hjá konunni,
ef engar læknisfræðilegar ástæð-
ur mæla gegn aðgerð, enda séu
ekki liðnar meira en 12 vikur af
meðgöngutíma.
Ýmis önnur nýmæli eru i frum-
varpinu eins og fram hefur komið
í fjölmiðlum að undanförnu.
Atvinnu-
lausum
fjölgar
UT ER komin atvinnuleysiskrá
félagsmálaráðuneytisins fyrir
október. Þar kemur í ljós, að
atvinnulausum hefur fjölgað urn
30 f mánuðinum, ef miðað er við
september.
í Reykjavík eru nú skráð 50
manns atvinnulaus, en voru 13 f
mánuðinum áður. Á Akranesi eru
50 manns atvinnulaus, og eru það
allt konur. 37 manns eru nú at-
vinnulaus á Siglufirði, en voru 66
í mánuðinum á undan, virðast því
Siglfirðingar vera búnir að út-
rýma að mestu því atvinnuleysi,
sem þar hefur verið um árabil.
Samtals eru atvinnulaus í kaup-
stöðum landsins 139 manns.
Enginn er skráður atvinnulaus
í kauptúnum, sem hafa 1000 íbúa
eða fleiri. En í kauptúnum, sem
hafa færri en 1000 íbúa, eru 35
atvinnulausir.
44 krónur
fyrir kílóið
í Danmörku
VERSTA verður er nú á miðum
Norðursjávarbáta og er búið að
vera í nokkra daga. Sfldarsölur
hafa þvf verið fáar, en verðið sem
fæst fvrir sfldina er hreint frá-
bært og komst upp f 44.10 kr. ísl. f
gær.
Tveir bátar seldu í Hirtshals í
gær fyrir samtals 1.8 millj. Þó að
heildarsalan hafi ekki verið há, er
ekki hægt að segja það sama um
meðalverðið, sem var frá
39—44.10 kr. Bátarnir, sem seldu,
voru Tálknfirðingur BA, sem
seldi 484 kassa fyrir 734 þús. kr.
og Dagfari ÞH, sem seldi 593
kassa fyrir 973 þús. kr.
Hefðar-
kettirnir
jólamynd
Teiknimyndasagna Hefðar-
kettirnir, sem Mbl. byrjaði að
birta sl. sunnudag, verður jóla-
mynd í Gamla bíói.
Myndin, eins og teikni-
myndasagan, er gerð af Walt
Disney. Hún kom á markaðinn
árið 1970 og hefur verið sýnd
víða um heim við miklar vin-
sældir, enda þykja aðalpersón-
urnar, kettirnir og húsmóðir
þeirra, ákaflega skemmtilegar.
Akveðið hefur verið, að
teiknimyndasagan birtist dag-
lega f Morgunblaðinu frá næsta
fimmtudegi að telja, og á
sunnudögum verða Hefðar-
kettirnir á heilli síðu.
Fjórum hjól-
börðum stolið
I VONZKUVEÐRINU á sunnu-
dag var stolið fjórum nýlegum
sumarhjólbörðum, sem lágu við
bílskúrsdyr fyrir aftan fjölbýlis-
hús nr. 13 við Bogahlíð. Lagði
eigandinn þá þar um kl. 15 og
fennti fljótlega yfir þá, en um kl.
22 voru þeir horfnir. Hjöl-
barðarnir eru af gerðinni Bridge-
stone H-78, á 15 þumlunga
felgum, undan stórri ameriskri
bifreið.
Lézt af brunasárum
HER birtist mynd af Jóni Júlfusi
Magnússyni, Klettahlíð 12, Hvera-
gerði, sem lézt f sjúkrahúsi á
mánudagsmorgun af völdum
brunasára, sem hann hlaut, er
hann féll ofan f hver í Hveragerði
á laugardagskvöldið. Hann var 17
ára gamall.
Halldór Haraldsson fær
góða dóma í Danmörku
HALLDÖK Haraldsson píanó-
leikari fær góða dóma í
dönskum blöðum fyrir tónleika,
sem hann hélt á dögunum í
Konunglega danska tónlistar-
skólanum.
Tónleikar Halldórs voru
hinir fyrstu í röð svokallaðra
kynningartónleika, sem Menn-
ingarsjóður Norðurlanda
stendur fyrir. Ætlunin er,
að einleikari frá einhverju
Norðurlandanna fari á ári
hverju i tónleikarferð til hinna
Norðurlandanna og kynni fyrst
og fremst tónlist frá heima-
landi sinu.
Halldór Haraldsson kynnti
verk eftir Jón Leifs, Hafliða
Hallgrímsson og Þorkel Sigur-
björnsson, en lék einnig verk
eftir Liszt, Messiaen, Debussy
og Bartok.
Information segir, að Halldór
sé „frábær píanóleikari með
ágæta tæknigáfu,“ og talar um
„góða hljómskynjun hans,
myndugleik og gagnmúsík-
alskan flutning."
Politiken segir, að Halldór sé
bæði „vel heima og flutningur
hans á tæknilega háu sviði";
hann berji hljóðfærið ekki til
hlýðni, heldur sé vinur þess, og
áhrifin séu þægilegog jákvæð.
Um íslenzku tónlistina, sem
Halldór Haraldsson flutti, segir
tónlistargagnrýnandi Poli-
tikens að hún sé „sérstæður
taminn ofsi.“
Halldór Haraldsson